Morgunblaðið - 16.05.1984, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 16.05.1984, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. MAl 1984 39 Sveinn Ólafsson „Ekki vil ég láta hjá líða að segja að ég tel Þjóðleikhúsið eiga skil- ið miklar þakkir fyrir að taka þetta gagnmerka menningarverk til flutn- ings, og þá tel ég að þakka beri bæði leik- stjóra, flytjendum og ekki síður leiksviðsmót- endum þeirra framlag, — en minni um leið á inngangsorð þessa pist- ils um fullkomleikann, til áréttingar breyti- legum skoðunum.“ óþarfa menntafjáigleik og sjálf- umgleði hjá einstöku „listdómend- um“ en slíkt klæðir aldrei vel, en þó var látið svo um mælt að fólk skyldi hvatt til að sjá verkið sjálft og dæma sjálft. Það var til sóma fyrir þann sem sagði. Hið stóra meginatriði var ein- mitt að hvetja fólk til að sjá verkið. Ég vildi einmitt gjarnan geta gert slíkt hið sama. — Svo illa vill þó til að hætt er sýningum á þessu merka verki í Þjóðleikhús- inu. Voru sýningar að mér skilst alls 19, en sennilegt er að óveður vetrarins hafi nokkuð dregið úr fólki að fara eða jafnvel fælt það frá, svo færri hafi séð en hugsan- lega hefðu viljað sjá leikritið, og fólki sé ljóst hve merkilegt leikrit hér var á ferð, þótt nokkuð ómak- lega hafi verið um það fjallað, og það líka hugsanlega eitthvað dreg- ið úr aðsókn, sem er mikill skaði, sé það raunin. Ekki vil ég láta hjá líða að segja að ég tel Þjoðleikhúsið eiga skilið miklar þakkir fyrir að taka þetta gagnmerka menningarverk til flutnings, og þá tel ég að þakka beri bæði leikstjóra, flytjendum og ekki síður leiksviðsmótendum þeirra framlag, en minni um leið á inngangsorð þessa pistils um full- komleikann, til áréttingar breyti- legum skoðunum. Ég vildi því nota þetta tækifæri, um leið og ég þakka Þjóðleikhus- inu þá ánægju er sýningin veitti mér, að hvetja til þess að sýningar verði teknar aftur upp á hausti komanda, svo fleirum gefist tæki- færi til að bergja á þeim Mímis- brunni, sem þetta leikrit verður að teljast, í sjálfu sér, fyrir þann sem vill skoða trúna og baráttu mannsins við sjálfan sig í víðara samhengi, í ljósi listaverks sem þessa. Með þökk fyrir birtinguna. Ljósm. GBerg Ný og fullkomin slökkvibifreið Akureyri, 11. maí. Slökkvilidi Akureyrar bættist í vikunni vid bflaflota sinn ný og afar fullkomin slökkvibifreið af Man-gerð og er bifreiðin ein hin stærsta og fullkomnasta í landinu og vel búin tækjum. Að sögn Tómasar Búa Böðvarssonar, slökkviliðs- stjóra, mun þetta vera með alfullkomnustu bifreiðum af þessu tagi, sem framleiddar eru í heiminum í dag og rómaði hann mjög alia fyrirgreiðslu forráöamanna Krafts hf. í Reykjavík, sem flutti bifreiðina inn. Kaupverð hinnar nýju bifreiðar með öllum hjálpartækjum mun vera tæpar fjórar milljónir króna og taldi Tómas Búi, að hún myndi auka öryggi bæjarbúa til mikilla muna, ef til eldsvoða kæmi. Flogið til Lux. Síðan farið til ma. Köln Wiirzburg Munchen Augsburg Bodensee-vatn eyjan Mainau Rínarfossar Schaffhausen Svartiskógur Freiburg Heidelberg Mainz Koblenz Lahnstein Moseldalur Trier Rútuferð um Þýskaland 29. júní til 11. júlí íslenskur fararstjóri, Franz Gíslason sagnfr. Þægilegir langferðabílar, náttúrufegurð, menning, sögufrægir staðir, verslanir, listir, næturlíf, góður matur, o.fl., o.fl., o.fl., o.fl. Simi19296 Hverfisgata 105. — eftir Svein Ólafs- son, Silfurtúni Fæst mannanna verk eru full- komin, þótt mörg snilldarverk hafi þeir skapað í aldanna rás, sem svo hafa orðið eign kynslóð- anna eftir þá. A þeim grunni hvíl- ir menningararfur samtímans, að ýmsir innblásnir andar, sem hafa meðtekið neista sköpunarmáttar- ins frá hinum innri uppsprettum, sem voru öðrum huldar, hafa þannig brugðið upp leiftrandi kyndlum. Þeir hafa þannig oft lýst upp ýms svið, sem áður voru fyrir öðrum sveipuð myrkri. En að allri framsetningu og túlkun má ávallt finna. — Þar þarf í raun enga snilii til. Þegar eitthvað hefir verið hugsað upp, sem engum datt til hugar áður, þá er vandalaust að sjá margt annað, sem hugsanlega gæti komið til einnig. Enginn var hinsvegar fær um að byrja. Þar þurfti hugarsnill- ina til. Þar þurfti getuna til að klífa hengiflugin, sem engum voru fær, nema snillingnum, sem hafði meiri og stærri sýn og meira áræði en hinir. — Hinum var hinsvegar auðvelt að fylgja í fótspor hans á eftir. — Þannig er um alla nýsmíð og hugverk — vandinn er að láta sér detta þau í hug — og svo er hægt að gagnrýna á eftir og segja hvað gæti farið betur. — Segja má að þetta sé það sem gerist og aliar framfarir byggist á. — en gnæfir samt ekki alltaf frumgjörðin hæst? og er ekki skylda að gleyma ekki gildi hennar og afrekinu sem frumgjörandinn vann? Hér kemur upp spurningin um það sem bein afleiðing, hvort þeir, sem eru þiggjendur ávaxtanna af innsæi og hugviti frumkvöðlanna, verða ekki að gæta varúðar í að- finnslum að hinni miklu frum- gjörð brautryðjandans? Ber ekki skapandanum sæmdin óskoruð — hvað svo sem líður öllum mögu- leikum til umbóta? — og ber ekki um leið að varast að rýra framlag- ið þegar um listasmíð er að ræða? Því er þetta sagt, að ég átti þess kost um miðjan vetur að sjá í Þjóðleikhúsinu leikritið „Tyrkja- Guddu", eftir sr. Jakob Jónsson, dr. theol., fv. sóknarprest við Hall- grímskirkju í Reykjavík. Ég hafði ekki lesið dóma listagagnrýnenda áður, svo mín niðurstaða var því ólituð af skoðunum annarra, sem leggja öðrum dóma sína til, oft áð- ur en þeir hafa fengið að sjá það, sem dæmt er um. — Víst er að hlutverk „listdómenda“ er vanda- samt, en það getur um leið verið afdrifaríkt og því fylgir þannig mikil ábyrgð að móta öðrum skoð- anir — ef ekki er gætt ýtrustu varfærni og hófsamlegrar sann- girni í umsögnunum. — Og „ein- hver“ þröngur og einhliða list- rænn strangleiki getur því verið vafasamur, því hægt er að gera efni og mönnum rangt til ef ekki er höfð aðgát. — Að vísu hvílir sú skylda á, að benda á einhverja meingalia og hugsanlega óhæfu, en þar verður að krefjast dóm- greindar og sanngirni af hálfu listdómenda sem slíkra vegna stöðu þeirra, annað sæmir ekki. — Um slíkt er óþarfi að tala í sam- bandi við þetta leikrit og höfund þess. Enginn þarf að fara í neinar grafgötur um það, að þetta leikrit er augljóslega tilkomið sem inn- legg í trúarleg viðhorf og hugsun. Það er enda ritað af presti og and- ans manni. — Hverja umfjöllun slík verk fá „listrænt" séð hefir því mjög margar hliðar og þar hljóta að koma mörg og víðtæk sjónarmið inní. Hugsanlega getur hið veigamikla trúarlega innlegg séra Jakobs í þessu verki dulist þeim, sem eingöngu hugsa „list- rænt“, en í augum þeirra, sem meta slík málefni meðal hins æðsta, hlýtur þetta verk að teljast afburðaverk og merkt innlegg í trúararf þessarar litlu, en gáfuðu þjóðar, því það eru íslendingar. Og þeir eiga sér andlega afreksmenn á heimsmælikvarða eins og séra Hallgrím Pétursson, sem ekki eiga sér marga sína líka fyrr eða síðar. Það er heldur ekki óeðlilegt að æfiþættir og duldar gátur í því sambandi liggi prestinum þungt á hjarta, sem þjónaði kirkjunni, sem við séra Hallgrím er kennd, og það hlýtur að undirstrika markmiðin. Þótt segja megi með fullkomn- um rétti að veruleg uppistaða söguþráðar leikritsins felist í bar- áttu Guðríðar, eiginkonu séra Hallgríms — „Tyrkja-Guddu“ — við sjálfa sig, þá verður ekki fram- hjá því gengið, að hér er einnig um miklu dýpri kenningu að ræða. Ekki er aðeins fjallað um baráttu einnar sálar við sjálfa sig, heldur í miklu stærra mæli, um baráttu mannsandans við spurningarnar um örlagarás lífs hans, eðli guð- dómsins og afstöðu til manneskj- unnar, afdrifa hennar og þroska; eðli ills og góðs, og hversu lífs- reynslan orki til sáluhjálpar í tíma og eilífð. Hér er viðfangsefn- ið sálarheill kynslóðanna, og í því augnamiði dregin upp mynd af yf- irþyrmandi örlagasköpum, er mæta litlu og óvörðu samfélagi í þessu fátæka og afskekkta landi, — og einum einstaklingi. Og um leið og þau örlög eru rakin og sundurgreind er leitast við að sýna hvern þátt þau hugsanlega hafa átt í sköpun hins mikla meistaraverks — Passíusálmanna — í æfi eins mesta afreksmanns andans með þessari þjóð — jafn- vel haft úrslitaáhrif um tilurð þessa ómetanlega þáttar menn- ingar og trúararfs þjóðar vorrar. A þetta sýndist mér ekki lögð nein veruleg áhersla í umsögnum „listdómendanna" þegar þeir fjöll- uðu um framlag séra Jakobs og markmið með sköpun þessa merka listaverks. Mér fannst það fara verulega milli mála, að hér væri um að ræða sígildan boðskap til þjóðarinnar á öllum tímum, en ekki aðeins sögulegt verk til að sýna örlagaríkar myndir úr lífi þjóðarinnar, sem sumum finnst, að því er sýnist, að mætti gjarnan kyrrt liggja og eigi lítið erindi til hinnar „nýju upplýstu aldar", sem við lifum á. — Allt sem gefur vís- bendingu um slíkt sýnist byggt á varhugaverðum misskilningi, þótt ekki sé nema vegna þess aðeins, að „að fortíð skal hyggja, ef frumlegt skai byggja", eins og skáldið Einar Benediktsson kvað, til áminningar um, að glata ekki sýninni til for- tíðarinnar, þótt glys og mýrarljós samtíðarinnar slái ofbirtu í augu manna, þegar þeir horfa til „af- reka samtíðar sinnar" stærilátum huga. Þótt nokkuð gætti gáleysislegs orðafars í sumum umsögnum, skal þó sagt til hróss, að sumt var þar jákvætt og sanngjarnt. Það sem stakk þó mest í augu og mér líkaði verst var, að nokkuð örlaði á Tyrkja-Gudda

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.