Morgunblaðið - 16.05.1984, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.05.1984, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ; MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 1984 Námskeið fyrir almenning um: 1) notkun áttavita, 2) kortalestur og 3) hvernig búast skal til fjallaferða verður haldið í Skátahúsinu, Snorrabraut 60, 22. og 24. maí nk. kl. 20:00. Innritun og upplýsingar í síma 91-26430 kl. 9:00—12:00 fram til 21. maí. Björgunarskóli Landssambands Hjálparsveita skáta. | SJALFSÞEKKING - SJÁLFSÖRYGGI | Ný námskeió Samskipti og f jölskyldulíf Flestum veröur æ Ijósara hve mikilvæg andleg líðan og sjálfsöryggi er í vinnu og einkalífi. Námskeiöiö er ætlaö þeim sem ungang- ast börn og fulloröna í starfi og fjöl- skyldu. Á námskeiöinu kynnast þátttakendur: # Hvernig sérstæö reynsla einstaklingsins mótar hann. # Hvaö stjórnar sambandi fjölskyldumeðlima. # Hvað hefir áhrif á samband maka. # Hvaö leiöir til árekstra í samskiptum. # Hvernig læra má samskipti sem auka sjálfsöryggi. Leiöbeinendur eru sálfræöingarnir Guöfinna Eydal og Álfheiöur Steinþórsdóttir. Innritun og nánari upplýsingar í símum 21110 og 24145 kl. 18—20. Ökonomi Ökonomi barnableiunum hefur nú veriö gefiö nafniö: KVIK Sömu gæöi, lækkað verö. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir GUÐM. HALLDÓRSSON Bretar taka dræmt í írskar hugmyndir BRETAR og mótmælendur á Noröur-frlandi hafa tekið dræmt í skýrslu nefndar, sem forsætisráðherra frlands, Garret FitzGerald, skipaði fyrir tæpu ári til að gera róttækar tillögur um lausn deilumálanna á Norður- írlandi og sameiningu írlands. James Prior, Norður- írlandsráðherra Breta, sagði að skýrslan ylli vonbrigðum og þar væri ekki bent á nokkra lausn á brýnustu vandamálum héraðsins. Mótmælendur á Norður-írlandi fordæmdu skýrsluna. Þeir höfnuðu boði um að starfa í nefndinni og kölluðu hana „samsæri lýðveldissinna" um „sameiningu á laun“. í skýrslu nefndarinnar, sem kallast „New Ireland Forum", er ekki gengið eins langt og Fitz- Gerald vildi og hann kallar hana umræðugrundvöll en ekki áætl- un. Nefndar eru þrjár hugsan- legar leiðir og eindregið mælt með þeirri fyrstu: 1. írland verði eitt, sameinað ríki, óháð Bretlandi og stjórnað frá Dyflinni. Mótmælendur og kaþólskir verði jafnréttháir. 2. frland verði sambandsríki og hafi tvö þing, í Dyflinni og Belfast. Þingin heyri undir löggjafarsamkundu með tak- mörkuð völd, þjóðhöfðinginn verði frá norður- og suðurhlut- anum til skiptis. 3. Stjórnirnar í Dyflinni og Lundúnum stjórni Norður-Ir- landi í sameiningu. Þjóðernis- sinnar geti þá aftur tekið þátt I störfum norður-írska þingsins, sem þeir hafa hundsað. Deilur harðlínumanna og hófsamari þjóðernissinna hafa seinkað útgáfu skýrsiunnar. Þrír helztu stjórnmálaflokkar lýð- veldisins og Verkamannaflokk- urinn í Úlster áttu sæti í nefnd- inni. Stjórnmálahreyfingu frska lyðveldishersins, Sinn Fein, var ekki boðin þátttaka vegna stuðn- ings við skæruliða, sem berjast fyrir brottflutningi Breta og stofnun sósíalistaríkis á öllu fr- landi. írska nefndin var mikilvæg, því að með skipun hennar sýndu írskir þjóðernissinnar f fyrsta skipti frá 1921 áhuga á að ræða annað en algera sameiningu og horfast í augu við harðan veru- leikann á Norður-írlandi. Uggur manna í írska lýðveldinu um að átökin berist þangað hefur auk- izt og FitzGerald hefur talið að írar verði að slá af samein- ingarkröfum sínum til að gera þær aðgengilegri í augum mót- mælenda. FitzGerald hefur talið að eftir 15 ára misheppnaðar tilraunir Breta til að binda enda á hörm- ungarnar verði að finna róttæka lausn. Hann hefur því viljað að frar falli frá kröfum um yfirráð yfir Norður-frlandi og vonað að tilslakanir íra leiði til tilslakana Breta. Charles Haughey, leiðtogi að- alstjórnarandstöðuflokksins Fi- anna Fail, hefur verið mótfall- inn öllum tilslökunum og staðið við hefðbundnar kröfur um brottflutning. Þessi ágreiningur kom strax í Ijós þegar leiðtogar írskra stjómmálaflokka kynntu efni skýrslunnar. Haughey kvaðst því ósammála að sambands- stjórn eða sameiginleg stjórn væri eini kosturinn og hvatti til þess að Bretar féllu frá skuld- bindingum sínum gagnvart mót- mælendum. Leiðtogar hinna flokkanna kváðust reiðubúnir að íhuga all- ar leiðir. FitzGerald lagði áherzlu á að sérhver lausn yrði að byggjast á frjálsum samning- um og hann færi ekki fram á að Bretar féllu frá skuldbindingum sínum. Haughey vill ekki sambands- stjórn eða sameiginlega stjórn því með þannig fyrirkomulagi mundu Bretar ekki hörfa frá Norður-írlandi. Hann óttast líka að stofnun sambandsríkis muni auka áhrif Sinn Fein og telur kröfu um eitt, írskt ríki eina ráð- ið til að draga úr áhrifum hreyf- ingarinnar. FitzGerald telur að ef ekkert verði gert verði búið í haginn fyrir sósíalistabyltingu Sinn Fein. En Fianna Fail telur að þótt aukins raunsæis gæti meðal íra geti sú afstaða fljótt breytzt og að það sem sumir telji nauð- synlegt í þágu framfara telji aðrir svik. Fylgi Sinn Fein hefur aukizt í kosningum undanfarin ár og það hefur vakið ugg í Dyflinni. Þar er óttazt að hreyfingin geti orðið skeinuhætt vegna alvarlegs efnahagsástands og vaxandi óánægju ungu kynslóðarinnar. Þótt störf New Irish Forum hafi ekki borið eins mikinn árangur og FitzGerald vonaði hefur hann hafið mikla herferð til að kynna skýrsluna á alþjóða- vettvangi. Jafnframt hefur Sam- bandsflokkurinn á N-frlandi sent nefnd til Washington til að kynna málstað sinn. Prior írlandsmálaráðherra sagði að skýrslan fjallaði aðal- lega um langtímafyrirætlanir, sem allir vissu að meirihluti Úlstersbúa mundi ekki sam- þykkja. En hann hrósaði höfund- um skýrslunnar fyrir að viður- kenna þörfina á samþykki mót- mælenda og hann mun staðráð- inn í að nota hana til að taka frumkvæðið í deilunum. Brezka stjórnin hefur nokkrar tillögur til athugunar: breyt- ingar á stjórninni á Norður- Irlandi á grundvelli valdskipt- ingar, tillögu um að Bretar og frar fari sameiginlega með stjórn öryggismála og e.t.v. land- búnaðarmála og myndun sam- eiginlegs ráðs brezkra og írskra þingmanna. Þeir aðilar, sem hefðu á hendi sameiginlega stjórn, mundu heyra undir slíkt ráð. Prior hyggst ræða við fulltrúa stjórnmálaflokka í Úlster til að kanna viðbrögð þeirra við þess- um hugmyndum og vill einnig beinar viðræður við írsku stjórn- ina eftir kosningarnar til Evr- ópuþingsins í júní. Hann telur að fyrir hendi sé töluvert svigrúm til umræðna í Belfast og Dyfl- inni um þær hugmyndir í skýrsl- unni, sem gera ekki ráð fyrir breytingu á stöðu N-írlands. Bretar kunna að sjá sér hag í sameiginlegri stjórn því að hún mundi draga úr fjárhagslegri og pólitískri byrði þeirra. Um afstöðu Margaret Thatch- er forsætisráðherra er ekki vit- að, en þrátt fyrir eindreginn stuðning við mótmælendur á Norður-frlandi virðist hún við- urkenna að eitthvað verði að gera til að binda enda á ófremd- arástandið. Grunnt er á því góða með Prior og Thatcher, en samband þeirra hefur batnað. Þó er óvíst hvort Prior heldur embætti sínu þegar hún gerir breytingar á stjórn sinni í haust. Prior hefur mætt harðri mótspyrnu hægri- sinnaðra flokksbræðra, sem eru ósammála honum um þörf á ná- inni samvinnu við írsku stjórn- ina til að draga úr ofbeldisverk- unum og finna pólitíska lausn. írar hafa vonað að Bretar séu orðnir þreyttir á þeirri byrði, sem N-írland er þeim. Útgjöldin nema einum milljarði punda á ári, en þeir virðast ekki reiðu- búnir að ganga eins langt í sam- komulagsátt og frar vilja, enda bendir ekkert til þess að mót- mælendur á N-írlandi samþykki það. írska skýrslan mun því hafa lítil raunveruleg áhrif. En ef möguleikar á samkomulagi fara forgörðum og ekkert verður gert á næstu mánuðum má vera að það geti þýtt að annað slíkt tækifæri bjóðist ekki í heilan mannsaldur og blóðsúthell- ingarnar haldi áfram næstu ára- tugi. Götumynd fri Belfast. Bifreið, sem sprengju var komiA fyrir I, í Ijósum logum fyrir utan dómhús viA Crumlin Road. FólkiA ( bifreiAinni komst út og sakaAi ekki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.