Morgunblaðið - 16.05.1984, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 16.05.1984, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 1984 Hver borgar fyrir hundinn? — eftir Sigrúnu Gísladóttur Stjórn Reykjavíkur er mikill vandi á höndum. Því hvað á að gera við þennan hávaðasama hóp hundaeigenda sem lætur hátt meðan hinn þögli meirihluti þegir þunnu hljóði? Hundaeigendur dásama hund- inn, besta vin mannsins, að þeirra sögn. En mannskepnan er heidur meiri skepna en hundurinn því hún er einungis að hugsa um eigin vilja og vellíðan. „Ég vil eiga hund því hann heldur mér félagsskap þegar mér þóknast. Hann er góður við börnin og félagi fyrir þau. Þar sem ég hef mikið að gera og get lítið verið með þeim eða sýnt börnunum þá hlýju sem þau þarfnast. Allir vita jú að börnum er ástúð jafn nauðsynleg sem fæði og klæði.“ Hundahald með skilyröum? Lögbrjótarnir, hundaeigendur í Reykjavík, fara fram á að hunda- hald verði leyft með ströngum skilyrðum. Ætlast þeir til þess að við trúum því að nú ætli þeir að fara eftir settum reglum. í um- ræðunni hefur verið bent á hunda- bæina við borgarmörk Reykjavík- ur, þar sem allt gangi stór- árekstralaust fyrir sig. Það má rétt vera, en ekki er það árekstra- laust samt. Það stoðar lítið að kalla til hundaeftirlitsmannin þó einhver hundur hafi skilið eftir sig hlussu á stéttinni hjá þér. Eða þótt þú neyðist til þess að kaupa nýtt dekk undir bílinn þinn þar sem það er orðið aðalpissustólpi hverfisins! Þessir hundar eiga ekki að vera lausir en svona er þetta nú samt. Hvað með litlu börnin sem ekki þora út að leika vegna hræðsiu við hundana? Einföld lausn Ef borin eru saman svæði eins og Garðabær og Mosfellssveit við Reykjavík, þá er augljóst að þar er bæði auðveldara og betra að halda hunda en í höfuðborginni. Byggðin er dreifð og mikið af auðum svæð- um, þannig að íbúarnir verða ekki eins varir við allan hundaskítinn, sem hlaðast mundi upp á malbik- inu í Reykjavík svipað og gerist í borgum erlendis. Hundalífið ætti að vera öllu bærilegra þar en í höfuðborginni. Því er erfitt að skilja hvers vegna reykvískir hundaeigendur flytja ekki ein- faldlega til nágrannabyggðarlag- anna — nema húskofinn sé þeim meira virði en hundurinn? Aukin útgjöld „Leyfið hundahald með ströng- um skilyrðum," segja hundaeig- endur. En málið er ekki svona ein- falt. Eigum við að láta þá, sem ekki fara eftir reglum, þröngva okkur til þess að breyta reglunum eftir þeirra höfði? Gott fordæmi það! Önnur hlið á þessu máli, sem ekkert hefur heyrst um, það er all- ur kostnaðurinn sem því fylgir ef hundahald verður leyft í Reykja- vík. Vissulega borga hundaeigend- ur einhvern hundaskatt en sú upp- hæð dugar vart nema fyrir laun- um hundaeftirlitsmanna og ann- arri óumflýjanlegri skriffinnsku. Allan annan kostnað yrði hinn al- menni borgarbúi að taka á sig. Borgarbúi, sem jafnvel er mótfall- inn hundahaldi, verður að sætta sig við hundasambýlið að viðbætt- um auknum fjárútlátum, sem að- allega stöfuði af því að halda göt- um og opnum svæðum borgarinn- ar sæmilega hreinum. Einhverjum gæti fundist að hér væri heldur dökkmáiað. Því væri Sigrún Gísladóttir „Þaö stoðar lítiö að kalla til hundaeftirlits- manninn þó einhver hundur hafi skilið eftir sig hlussu á stéttinni hjá þér. Eða þótt þú neyðist til þess að kaupa nýtt dekk undir bflinn þinn þar sem það er orðið aðalpissustólpi hverfis- ins!“ ekki úr vegi að kynna sér reynslu Parísarbúa af hundahaldi (sjá meðfylgjandi frásögn). Fréttamatur erlendis Rignt hefur yfir okkur blaða- úrklippum úr ýmsum erlendum dagblöðum með miður fallegum hundafrásögnum frá Reykjavík. Hefur það verið í miklum æsi- fréttastíl og sannleiksgildi frá- sagnanna mismikið. En eigum við að láta erlenda fréttamenn móta afstöðu okkar til málsins? Athug- um nánar frétt af þessu tagi. Að baki henni stendur einungis blaðamaðurinn sem hana skrifar. Ef til vill túlkar hann þar sínar eigin skoðanir, en þó þarf það ekki að vera. Aðalatriðið fyrir hann er að koma með frétt. Því megum við alls ekki falla í þá gryfju að álykta sem svo, að það sem þarna stendur sé skoðun alls þorra fólks. Oftsinnis hef ég heyrt útlend- inga hrósa okkur fyrir þá skyn- semi að leyfa ekki hunda í Reykja- vík. Voru það ekkert síður hunda- eigendur sem höfðu þessa skoðun. En það er annað sem hinum er- lendu blaðamönnum þykir vafalít- ið fréttamatur. Það er sú stað- reynd að háttsettir embættismenn þjóðarinnar leyfa sér að brjóta svo gróflega settar reglur. Venjan er jú sú að góðir borgarar telja sér skylt að hlýða boðum og bönnum — eða er ekki svo? Því er svo komið? Þegar menn í opinberum ábyrgðarstöðum fremja glæpinn þá er ekki nema von að sauðsvart- ur almúginn fylgi eftir. Þeir láta meira að segja birta af sér myndir með hundana í fjölmiðlum. Vita sem er að hundar eru alltaf vin- sælt myndefni — en er þetta nú ekki heldurlangt gengið? Það er þá um leið orðið einskonar stöðu- tákn að eiga hund. Þeir aðilar sem eiga að gæta þess að bannið um hundahald sé virt, þeir eiga jafnvei sjálfir hunda. Þá skal engan furða þótt allt fari úr böndum. Það eru ekki lögin eða reglurnar sem eru ófull- komnar, heldur er það eftirlitið með að þeim sé framfylgt sem er allt f molum. Það er í lagi með hann Jón, hann getum við sektað eða boðið fangelsisvist í ókeypis fæði og húsnæði á kostnað ríkisins, i nokkra daga. En það er erfiðara með hann séra Jón. Hann má ekki styggja og verst er hvað þeir eru margir séra Jónarnir í Reykjavík sem hafa hunda í óleyfi. Óskemmtileg reynsla Þeir eru fleiri dýravinirnir en ég sem eru á móti hundahaldi í borg- um. Aðrar ástæður vega þar einn- ig þungt, en það eru heilbrigðis- ástæður og hinn fyrirsjáanlegi kostnaður sem óhjákvæmilega fylgir hundahaldinu. Ég hef reynslu af því að búa í stórborg- um, þar sem allt var vaðandi í hundum og hundaskít. Hefði ég gjarnan viljað vera án þeirrar óskemmtilegu reynslu. Hlusta á vælandi hunda sem voru innilok- aðir í íbúðum eða bílum langtím- um saman. í leysingum á vorinu komu upp mörg skítalög undan snjónum og þá var einfaldlega bezt að sleppa gönguferðum með ungviðið. Verða að hreinsa skó- fatnað barnanna, sem óvart höfðu stigið ofaní, þrátt fyrir að þau væru alitaf að passa sig. Hvað getum við gert? Það er ekkert til sem heitir takmarkað hundahald með ströngum skilyrðum. Þar sem ekki er hægt að framfylgja hunda- banni, þar gengur ekki heldur að framfylgja ákveðnum reglum varðandi takmarkað hundahald. Málið er samt alls ekki óleysan- legt eins og reykvískir hundaeig- endur vilja telja okkur trú um. Nú þegar þeir ætla að hafa sitt fram og neyða meirihlutann til þess að samþykkja breyttar reglur. Nú- varandi ástand er alls óviðunandi, það viðurkenna allir. Vil leyfa mér að benda á Kópa- vogs-aðferðina sem byggist á því að áfram verði bann við hunda- haldi, en þeim sem nú eiga hunda verði leyft að hafa þá — hunds- ævina á enda. Hin Iausnin er sú, sem ég hef áður vikið að. Það er að hundaeigendur færi sig um set þangað sem hundahald er leyft, og það er ekki svo langt að fara! Er ekki kominn tími til að við lærum af reynslu annarra? Því öllum hlýtur að vera ljóst að verði hundahald leyft, þá verður ekki aftur snúið. Sigrún Gísladóttir BA er kennari og staríar sem almennur nims- stjóri á Fræðsluskrifstofu Reykja- nesumdæmis. Hér er „skítsafnari" á ferð, en það eru strákarnir á mótorhjólunum oftast kallaðir. París og hundarnir Talið er að í miðborg Parísar séu um 700 þúsund hundar, þó enginn viti tölu þeirra með vissu. Það væri í lagi með hundana sem slíka ef þeir framleiddu ekki um 20 tonn af skít á dag. Það er skítvandamálið sem hefur orðið til þess að Parísarbúar skiptast nú í tvo stríðandi hópa: Þá sem eiga hund og hina sem ekki eiga hund. í borgarstjórn er stöðugt verið að vinna að máiinu. í land- búnaðar- og heilbrigðisráðu- neytinu eru reglulega haldnir fundir og stöðugt fjölgar kærun- um. Hundaeigendur eru hvattir til þess að beina dýrum sínum að rennusteininum þegar þeim er mál. A sumum gangstéttum eru hvítmálaðir hundshausar sem vísa að merki á rennusteininum, sem segir: Þarna! Því miður verður að viðurkennast að París- arbúar eru ekki sérlega agaðir. Að reyna að tala um plastpoka (sérhannaðir fyrir hundask.) hefur litla þýðingu í borg þar sem hundaeigendur geta ekki einu sinni beint hundum sínum að rennusteininum. Vandamálið með hundaskítinn er ekki bara óþægindin sem skapast við að fá skóna útataða, heldur veldur hann árlega í Frakklandi um 5—6 hundruð óhöppum, þar sem fólk rennur á skítnum og meiðist. Aðallega er það eldra fólkið sem verður fyrir slíku og oft fylgir sjúkrahúsdvöl um lengri eða skemmri tíma. Síðan er það ekki beint heilsu- samlegt að fá 20 tonn af hunda- skít á göturnar daglega. Fyrir nokkrum árum mistókst áróður fyrir því að hundaeigend- ur bættu sig. Eina lausnin sem eftir stendur er því sú að safna saman og fjarlægja hundaskít- inn. Fyrir ári birtist tæknilegt viðundur á götum Parísar. Með blikkandi ljós og silfurhvíta hjálma voru þeir eins og geim- verur á að líta. En þarna voru aðeins heiðarlegir hreinsun- arstrákar á ferð, sem höfðu verið úbúnir sérstökum mótorhjólum. Aftantil er stór kassi sem hægt er að lækka niður að gangstétt- inni — hókus pókus — hunda- skítnum er burstað upp í kass- ann. Mótorhjólaryksugurnar fara nú daglega um gangstéttir Parísar. 1 París er andúðin á hundun- um orðin svo áberandi að borg- arstjórinn, Jacques Chirac, hef- ur séð sig tilneyddan að blanda sér í málið. Af þessu er ljóst að það eru fleiri en borgarstjóri Reykjavíkur sem eiga í vandræð- um eð hunda og hundaeigendur. (Þýtl og vndursagt úr Dagens Nyheler.) Soroptimistar færa Fæðingardeild gjöf Nýlega færóu konur í Soropt- imistaklúbbunum á íslandi Kvenna- deild Landspítalans höföinglega gjöf. Um er að ræða vönduð hand- verkfæri til smásjárskurðaðgerða á eggjaleiðurum kvenna sem eiga við ófrjósemisvandamál að stríða vegna lokaðra eggjaleiðara. Áður hafði Reykjavíkurdeild kvennadeildar Rauða krossins fært deildinni skurðsmásjá og Svölurnar vandað rafskurðtæki í sama tilgangi. Þar með hefur skapast á Kvennadeild Landspít- alans fullkomin aðstaða til slíkra aðgerða og mun það væntanlega bæta árangurinn, sem yfirleitt er lélegur, ef beitt er hefðbundnum aðferðum. Starfsfólk og stjórn- endur spítalans kunna gefendum tækjanna miklar þakkir fyrir þessar höfðinglegu gjafir. Meðfylgjandi eru myndir af fulltrúum gefenda ásamt nokkrum af starfsmönnum Kvennadeildar Landspítalans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.