Morgunblaðið - 16.05.1984, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 16.05.1984, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 1984 ÞF - — eftirÁrna Þórarinsson og Ingólf Margeirsson Undanfarnar vikur hefur þetta heróp glumið á öllum ritstjórn- arskrifstofum Reykjavíkur utan Aðalstrætis. Stríðið um lesandann hefur aldrei fyrr verið jafn grimmt. Aldrei hefur jafn mikið verið lagt undir í fjármunum og mannafla. Engu líkara en stríðið sé upp á líf og dauða. Eða eins og sálmaskáldið sagði: It’s now or never. Gömul málgögn kasta fornum ham, hysja upp um sig andlitið og farða upp á nýtt. Dagblaðið Tím- inn varð að kynskiptingnum NT en það orð þýðir allt og ekkert og jafnvel hvað sem er, að sögn rit- stjóra blaðsins. Þjóðviljinn er nýgenginn í snyrtiskóla og er beð- ið útskriftar þaðan með hóflegri eftirvæntingu; vonir standa til að baráttan fyrir málstað sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis verði framvegis háð í diskólitun- um. Jafnvel Helgarpósturinn, sem heyrst hefur að sé með íhaldssam- ari blöðum landsins bæði hvað innihald og úthald varðar, stóðst ekki freistinguna; til að verða gjaldgengt á kjötmarkaði ís- lenskrar pressu og stuðla að ein- földun á lestrarvenjum almenn- ings létti blaðið af sér oki Helg- arpóstsins og varð að HP. Tvö stöndugustu blöð landsins, Al- þýðublaðið og Morgunblaðið, hafa hins vegar hvergi haggast, nema bylting í fjölmiðlum hvað annað minnkar, hitt stækk- ar. Á þessum miklu umbrotatímum kaus síðdegisrisinn DV að fara frjálsan og óháðan milliveg. í stað þess að hrófla við fögru en lát- lausu útliti tóku forráðamenn blaðsins þá ákvörðun að hefja markvissa innri sókn. Fyrsti liður þessarar sóknar var að kaupa ung- an og efnilegan kraftaverkamann úr þrotabúi Tímans. Hann var gerður að aðstoðarritstjóra og. hófst þegar handa um að leggja nýja innistæðu í hugmyndabanka biaðsins. Það kom afturámóti mörgum eftirvæntingarfullum lesendum DV á óvart að svo virtist sem téð innistæða væri fengin að láni úr öðrum sparisjóði. Nýjung- arnar, fyrir utan almennt útboð á fréttum, svonefnt „Fréttaskot", voru reyndar aðeins tvær. í fyrsta lagi splunkuný útfærsla á ágengu fréttaviðtali sem bar yfirskriftina „DV-yfirheyrsla“. Þeir sem höfðu iesið Helgarpóstinn í fimm ár þóttust kenna þarna eftirprentun á grónum efnisþætti þess blaðs. Það reyndist vitaskuld misskiln- ingur. Sá þáttur nefnist „Yfir- heyrsla", en alls ekki „DV-yfir- heyrsla". Þar fyrir utan eru mynd- ir í Yfirheyrslu Helgarpóstsins þrjár, en ekki tvær eins og í „DV-yfirheyrslu“. Til að bæta gráu ofan á svart er í Yfirheyrslu Helgarpóstsins sérstakur inn- gangur og upplýsingar um hagi fórnarlambsins. En ekkert slíkt er að finna í „DV-yfirheyrslu“. Hér er því augljóslega um alls óskylt efni að ræða, og ríður DV á vaðið eins og oftast áður. í öðru lagi bauð hinn nýi hugmyndabanki upp á ferska og hressilega nýjung, — stuttan spjalldálk, tengdan rómaðri gagnrýni blaðamanna DV á dagskrá ríkisfjölmiðlanna. Á hverjum degi hringir DV í nafn- togaða borgara og innir álits á dagskrá útvarps og sjónvarps. Þeir sem lesið höfðu Helgarpóst- inn undanfarið hálft ár þóttust kenna þarna stutta spjalldálka, tengda frásögnum og umfjöllun HP um dagskrá ríkisfjölmiðlanna, þetta er þó af og frá. Fyrirsagnir á spjalldálkum DV eru sóttar í um- mæli viðkomandi manna á meðan fyrirsagnir HP eru það ekki. Spjalldálkar DV birtast daglega, en spjalldálkar Helgarpóstsins að- Helgarpósturinn 10. maí 1984: Friðrik Sophusson, varaformaður og þingmað- ur Sjálfstæðisflokksins, í yfirheyrslu Helgarpóstsins. DV 12. maí 1984: Þorsteinn Pálsson, formaður og þingmaður Sjálfstæðis- flokksins, í yfirheyrslu DV. Gott dæmi um vaxandi samstarf og aukna þjónustu íslenskra blaða við lesendur. Helgarpósturinn 3. nóvember 1983: Steingrímur Hermannsson ríður á vaðið í spjalldálki HP. DV 4. maí 1984: Gísli Jónsson ríður á vaðið í spjalldálki DV. Eins og sjá má eru þeir Steingrímur og Gísli alls óskyldir. Opið bréf til Akureyringa: Hugleiðingar um hundahald í þéttbýli — eftir Ásgeir Halldórsson, Hrísey Góðir Akureyringar! Hér í þessum fallega og friðsæla bæ ykkar leynast því miður vá- gestir margir og miklir, þeirra á meðal eru hundarnir. Til er „Sam- þykkt um hundahald á Akureyri nr. 594 frá 6/11 1980“ með smá- vægilegum breytingum, sem síðar hafa verið gerðar. Þetta litla og ónóga plagg má á marga vegu túlka, svo sem er um mörg íslensk lög. Þar eru ekki, svo dæmi sé tek- ið, tilgreindar neinar tegundir eða stærðir þessara dýra, aðeins að það sé „dýr á fjórum fótum, er hundur er nefndúr". Allir þeir sem til þekkja vita jú, að í þeirri hjörð er skapgerð og hátterni dýranna með mörgu móti, til eru góð og blíðlynd dýr, sem er sú tegund sem oftast og mest er vitnað til. Svo eru önnur á stærð við kálfa með grimmt og ofsafengið skap, hund- ar sem eru hafðir til vörslu eigna og fjármuna. Það skyidi þó aldrei vera að ein tegund þessara hunda sé alin hér upp í algjöru leyfisleysi og í trássi við lög og rétt þessa iands. Þar á ég við svonefnda Chaeffer-hunda, sem eru það þó ekki, heldur ræktaðir upp með kynblöndun tegunda, sem sagt ekki hreinir að uppruna. Hvað blundar í eðli siíks dýrs veit jú enginn maður. Það er út af fyrir sig góðra gjalda vert að þjálfa upp hunda til leitar og björgunar- starfa, aðeins ef það er ekki gert á kostnað borgaranna. Það er of dýru verði keypt að greiða eitt mannslíf með öðru. Eiga svona skepnur heima í bæjarlandinu, og það í fjölmennum íbúðargötum með fjölda smábarna? Nú þegar þetta er ritað er skemmst að minnast þess hér á Akureyri, að einn slíkur hundur stökk á litla stúlku, 6 ára gamla, og beit hana svo að stykki tók úr upphandlegg og eftir varð sár, 8x3 cm að stærð. í þessu tilviki var ekki um dauðaslys að ræða, en óneitanlega vaknar sú spurning, hvað gerst hefði ef hundurinn hefði bitið barnið í hálsinn. En hundur sá, er valdur varð að þessu, var í fullum rétti sam- kvæmt „samþykkt um hunda- hald“. Hann var tjóðraður inni á lóð, skráður og fulltryggður. Spyrja má því: Hvaða rétt hefur lítið sex ára gamalt barn til þess að hlaupa inn á eignarlóð í kaup- stað? Er ekki réttur hundsins ótvíræður, samkvæmt reglugerð- inni? Þegar svona mál koma upp, vakna að vonum margar spurn- ingar, svo sem: 1. Er D- og E-lið 2. greinar „samþykktar um hundahald" ávallt og vel fullnægt? í þessum greinum segir svo: D) Hundur skal „Nú undanfarið hafa verið í gangi miklar umræöur um hundahald í Reykjavík. Ætt- um við ekki öll að geta sam- einast um þá skoðun, að slík lög ættu að vera eins um land allt, það er miklu ákveðnari og hnitmiöaöri en nú er?“ aldrei ganga laus á almannafæri, heldur vera í fylgd með manni, sem hefur fullt vald yfir honum. E) Leyfi fyrir einstökum hundi er jafnan háð því, að þeir raski ekki ró bæjarbúa og séu hvorki þeim né öðrum, sem um bæinn fara, til óþæginda. 2. Hvers vegna eru engin tak- mörk sett um stærð og tegundar- heiti hunda á Akureyri? 3. Er nokkru sinni hægt að treysta hundi, sem einu sinni hef- ur bitið, til þess að hann geri það ekki aftur? 4. Er 3. grein í „samþykkt um hundahald" ávallt fullnægt á rétt- an hátt? í greininni segir m.a.: „Hættulegum hqndi og hundi, sern eigi er leyfi fyrir, má þegar lóga.“ 5. Er hundslíf metið meira en mannslíf? 6. Getur dómari í svona máli lesið hugsanir hundsins og/eða barnsins? 7. Þarf dauðaslys til þess að breyta margnefndri samþykkt og til þess að fastar verði tekið á þessum málum í heild? Ég vona, að svo verði ekki. Þessum og fleiri spurningum þessu að lútandi mætti lengi velta fyrir sér. í slíkum málum eru pen- ingar sem bætur ekkert atriði, bæta enda ekki nema hálfan skaða. Hver metur sálarstríð lítils barns til fjár, og hversu lengi get- ur hræðsla frá slíku atvik’ blund- að í sál þess — og hversu djúpt? Það er engin lausn í sjálfu sér að aflífa þetta dýr, nema þá til varn- ar því að svona atvik komi fyrir aftur. Það, sem ég er að reyna með þessum skrifum, er aðeins það að koma upp umræðugrundvelli um þessi mál og vekja fólk til um- hugsunar og skoðanamyndunar. Nú undanfarið hafa verið í gangi miklar umræður um hunda- hald í Reykjavík. Ættum við ekki öil að geta sameinast um þá skoð- un, að slík lög ættu að vera eins um land allt, það er miklu ákveðn- ari og hnitmiðaðri en nú er? Við skulum velta þessu vel fyrir okkur og reyna að komast að lausn, sem allir geta vel við unað. í dag er misræmið og ringulreiðin slík, að við slíkt verður ekki unað. Ættum við ekki að reyna að gera eitthvað í málinu, áður en við neyðumst til þess — vegna hryggi- legra atburða, sem hvenær sem er virðast geta gerst? Með þökk fyrir birtinguna. Asgeir Halldórsson er húsamálari og stundar idn sína í Hrísey. Tvítug stúlka í Ghana, sem lesið hefur talsvert um ísland, með áhuga á tónlist og sögu, auk þess sem hún safnar póstkortum: Amos Essien, c/o I.T. Appian, P.O.Box 248, Sekondi, Ghana. Átján ára japönsk stúlka með áhuga á tónlist og fróðleikslestri: Manami Ooka, 17-15 Tonda cho 3 chome, Takatsuki City, Osaka, 569 Japan. Tveir indverskir heyrnleysingjar, sem geta ekki um aldur, en eru þó eflaust ungir að árum, vilja skrif- ast á við íslenzka heyrnleysingja. Hafa áhuga á íþróttum, bréfa- skriftum, blaðamennsku og ferða- lögum: Pulak Mukherjee og Partha Ghosh, c/o Partha Ghosh, Fecsyn Electronics, 48 South Road, Santoshpur, Calcutta-700075, India. Fjórtán ára japönsk stúlka með áhuga á íþróttum, einkum þó borðtennis: Midori Kawase, 17-37 Nakakomeda Ogawa, Higashiura-cho Chita-gun, Aichi, 470-21 Japan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.