Morgunblaðið - 16.05.1984, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 16.05.1984, Blaðsíða 40
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. MAl 1984 Frá fimmta Náttúruverndarþingi 1984. að slfkt ráðuneyti taki til starfa ekki síðar en í ársbyrjun 1986 og fram að þeim tíma verði endur- skoðaðir lagabálkar, er varða um- hverfisvernd," segir í ályktuninni. Einnig samþykkti þingið ályktun þar sem hvatt er til að sett verði verndarlöggjöf um allt vatnasvæði Þingvallavatns og stjórn náttúru- verndarmála á svæðinu verði sam- ræmd í samvinnu við Þingvalla- nefnd. „Fimmta náttúruverndarþing 1984 telur brýnt að skipulega verði fylgst með langtímabreytingum á mengun í lofti og á hafsvæðum við ísland, m.a. vegna geislavirkra efna og efna er valda súrri úr- komu," segir í ályktun þingsins um mengunareftirlit í lofti og í hafi. í ályktun um vistfræðilegar rannsóknir á fjörum og grunnsævi var mælst til þess að áhersía yrði lögð á rannsóknir á lífríki þeirra innfjarða sem ætla má að brúaðir verði á næstu árum og áhrifum mannvirkja á það. Voru m.a. nefndir í því skyni Kolgrafarfjörð- ur og Álftafjörður á Snæfellsnesi, Gilsfjörður og Þorskafjörður í A-Barðastrandasvslu og Dýra- fjörður í Vestur-ísafjarðarsýslu. Fimmta Náttúru- verndarþing 1984 FIMMTA Náttúruverndarþing var haidið í Reykjavík dagana 13.—15. apríl síðastliðinn. Á þinginum, sem haldið er þriðja hvert ár samkvæmt lögum, áttu sæti 45 fulltrúar náttúru- verndarnefnda, 38 fulltrúar ýmissa samtaka sem láta sig varöa náttúruverndarmál, 6 fulltrúar frá stofnunum, 6 full- trúar frá þingflokkunum, náttúruverndarráðsmenn sem eru 13 talsins og 23 embættismenn sem boðið var til þingsins sem áheyrnarfulltrúar. Á þinginu fór fram kosning í Náttúruverndarráð, utan sætis varaformanns og formanns ráðs- ins sem menntamálaráðherra skipar í. Eyþór Einarsson var endurskipaður formaður ráðsins, en Elin Pálmadóttir varaformað- ur og kemur hún í stað Jónasar Jónassonar. Aðalmenn í ráðið voru kjörnir Einar E. Sæmundsen, Friðjón Guðröðarson, Jón Gunnar Ottósson, Lára G. Oddsdóttir, Páll Líndal og Þóroddur Þóroddsson og varamenn Jakob Jakobsson, Agn- ar Ingólfsson, ólafur Dýrmunds- son, Sigurður Björnsson, Birna Bjarnleifsdóttir og Þóra Ellen Þórhallsdóttir. Þrír náttúruvernd- arráðsmenn létu af störfum, þeir Hjálmar R. Bárðarson, Jónas Jónsson og Sigurður Blöndal. Á þinginu störfuðu fjórar nefndir, mannvirkjagerðarnefnd, ferðamálanefnd, umhverfis- fræðslunefnd og allsherjarnefnd, sem skipt var í tvennt vegna þess fjölda tillagna sem henni barst, en um allar tillögur sem lagðar voru fyrir þingið var fjallað í einni eða fíeiri nefndum og gerðar um þær 39 ályktanir. Verður drepið hér á megininntak nokkurra þeirra. Hálendisgróður ekki ofnýttur Um beitarnýtingu hálendisins var gerð ályktun þess efnis að tryggja þyrfti að hálendisgróður yrði aldrei ofnýttur og búþeningur ekki rekinn á fjall fyrr en gróður væri orðinn nægur og beitartími jafnan takmarkaður eftir árferði. Var bent á að ein helsta forsenda þessa væri að nægilegum fjár- munum yrði varið til gróður- og beitarþolsrannsóknar. Varðandi sauðfjárveikigirðinguna á Kili fól þingið Náttúruverndarráði að kanna fyrirhugaðar breytingar á sauðfjárveikigirðingunni og tryggja að hún samræmdist nátt- úruverndarsjónarmiðum. Var ráð- inu ennfremur falið að kanna hvort friða mætti hólfið sem myndast á milli gömlu girðingar- innar og hinnar nýju, ef úr fram- kvæmd yrði. Varðandi náttúru- vernd í landnámi Ingólfs hvatti þingið m.a. sveitarstjórnir og samtök þeirra á svæðinu til að vinna skjótt að því máli í sam- vinnu við Landgræðslu ríkisins og Búnaðarfélag íslands. Friðlýsing Fossvogsdals Um friðlýsingu Fossvogsdals var samþykkt svohljóðandi álykt- un „Fimmta Náttúruverndarþing 1984 samþykkir að skora á bæjar- yfirvöld sem eiga land í Foss- vogsdal að sameinast nú þegar um friðlýsingu dalsins sem útivist- arsvæðis frá fjöru að vestan inn í Meltungu að austan." Nokkrar umræður urðu um tillöguna og kom fram önnur tillaga um að vísa málinu til Náttúruverndarráðs, á þeim forsendum að það væri of umfangsmikið fyrir þingmenn til að kynna sér það til hlítar, þannig að hægt væri að fjalla um það á þinginu og taka ákvarðanir þar um. Sú tillaga var felld með 32 atkvæðum gegn 24. Náttúruverndarþing skoraði á Alþingi að veita nægilegu fé til rannsókna og verndunar Mývatns og Laxár þannig að hægt yrði að standa við lög og reglugerðir um verndun svæðisins, auk þess sem þingið fól Náttúruverndaráði að sækja á þessu ári um fjárveitingu til ráðningar á lfffræðingi við rannsóknastöðina við Mývatn, fjárveitinga til ákveðinna rann- sókna þar og fé til að Ijúka við endurbætur á gamla prestseturs- húsinu á Skútustöðum. Ragnhildur Helgmdóttir ávarpmr og setur Nittúruverndarþing. Umhverfismála- ráðuneyti Þá var samþykkt ályktun um að hraða bæri undirbúningi og setn- ingu laga um umhverfismál sem og stofnun sérstaks ráðuneytis, þar sem sameinuð sé yfirstjórn helstu málaflokka á sviði um- hverfismála. „Stefnt verði að því Frárennslismál óviðunandi Þá segir í ályktun um frárennsl- ismál að þingið skori á sveitar- stjórnir og stjórnvöld „að marka heildarstefnu í frárennslismálum á sama hátt og almennt tíðkast hjá menningarþjóðum, þar sem ástand í frárennslismálum á höf- uðborgarsvæðinu og reyndar á landinu öllu er óviðunandi. Náttúruverndarþing bendir á að með lögum nr. 67/1981 var stað- festur alþjóðasamningur, þar sem fjallað er um almenna skyldu að- ildarríkja samningsins til að draga sem mest úr mengun sjávar, þar með talið mengun frá landi um holræsi. Áhersla verði lögð á að varðveita lífríki fjöru og fjöru- borðs, um leið og komið verði í veg fyrir mengun sjávar og fersk- vatns." Um landvörslu á hálendinu var samþykkt ályktun um að koma sem fyrst á hreyfanlegri land- vörslu á hálendinu, sem og öðrum viðkvæmum svæðum. Fól þingið Náttúruverndarráði að leita allra leiða til að slík varsla verði sem fyrst að veruleika og benti í því sambandi á dómsmálaráðuneytið og Ferðamálaráð. Þá segir enn- fremur að þingið telji að auka þurfi staðbundna vörslu á friðlýst- um svæðum. Þá var gerð ályktun um verndun náttúrufars á hálend- inu þar sem þingið leggur áherslu á að ráðstafanir til varðveislu náttúrufars verði gerðar, gróður- og landvegseyðing stöðvuð og unn- ið verði að endurheimt gróðurs. Taldi þingið að öll landnot, s.s. bú- fjárbeit, ferðamennska, orku- nýting og önnur mannleg afskipti þyrftu að vera með þeim hætti að landgæðum og svipmóti landsins verði ekki spillt. Torfæruökutæki útlendinga Náttúruverndarþing gerði enn- fremur ályktun þar sem skorað er á yfirvðld að setja reglur um tak- mörkun á innflutningi stórra tor- færuökutækja útlendinga til ferðalaga hérlendis. Einnig beindi þingið því til Náttúruverndarráðs að gera ítarlega úttekt á skipulagi og umfangi fræðslu fyrir erlenda ferðamenn við komuna til lands- ins og í kjölfar slikrar úttektar yrði unnið að endurbótum á fræðslunni. Þá lýsir þingið yfir stuðningi við herferð Ferðamála- ráðs fyrir bættri umgengni um landið. í ályktun um undirbúning orku- mannvirkja segir m.a. að þingið fagni því að nú sé fyrr farið að huga að liklegum áhrifum slikra framkvæmda á umhverfið og telur þingið að strax í upphafi rann- sókna þurfi að ganga úr skugga um umhverfisáhrif framkvæmd- anna og raða þeim í forgangsröð, til samanburðar við forgangsröð- un eftir öðrum sjónarmiðum, þannig að tryggt verði að fullt til- Þetta kort yfir náttúruminjar á íslandi er í Náttúruminjaskrá, sem Náttúruverndarráð gefur út endurskoðað á þriggja ára fresti og kom nú út í fjórða sinn. A-hluti hennar er yfirlit um þau svæði sem þegar hafa verið friðlýst samkvæmt lögum og í B-hlutanum er hin eiginlega náttúruminjaskrá. Henni er skipt í tvo hluta. í 1. hluta eru tilgreind forgangsverkefni og er friðlýsing, þ.e. undirbúningur hennar, í mörgum tilfellum hafin nú þegar. f 2. hluta eru taldar upp merkar náttúruminjar sem talið er rétt að friðlýsa, eða a.m.k. kanna hvort þörf sé á að friðlýsa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.