Morgunblaðið - 16.05.1984, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 16.05.1984, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 1984 41 Kort úr Náttúruminjaskrá, sem sýnir friðlýst svæði á íslandi. lit verði tekið til umhverfisáhrifa. í ályktun þingsins varðandi álver við Eyjafjörð er iögð á það áhersla að fyrir slíkar stórframkvæmdir beri að rannsaka umhverfið vand- lega og leita til sérfræðinga á því sviði. „Þingið beinir þeirri ein- dregnu áskorun til stjórnvalda að engar ákvarðanir séu teknar né samningar hafnir fyrr en að fengnum niðurstöðum úr slíkum rannsóknum. Jafnframt minnir þingið á, að þær niðurstöður geta verið háðar túlkun og þess vegna leggur Náttúruverndarþing á það áherslu að haft sé fullt og reglu- bundið samráð vjð Náttúruvernd- arráð og náttúruverndarnefndir í heimahéraði um rannsóknir og framkvæmdir af þessu tagi,“ segir í ályktuninni. Varðandi skipulagsmál telur þingið brýnt að hefja stórátak í skipulagsmálum með langtíma- sjónarmið í huga, sem taki tillit til þess, að allt landið er orðið skipu- lagsskylt og umsvif í strjálbýli og óbyggðum fara stöðugt vaxandi. Telur þingið að samræma þurfi áform opinberra aðila sem ann- arra og fella þau í eina skipulags- lega heild, þar sem tekið verði mið af æskilegri Iandnýtingu. Jafn- framt þurfi að tryggja reglulega endurskoðun á staðfestu skipu- lagi. Umhverfisfræðsla Allmikil ályktun var samþykkt á þinginu varðandi umhverfis- fræðslu. Segir þar að þingið fagni þeirri auknu umhverfismála- fræðslu sem orðin er í skólum og á meðal almennings, en leggur á það áherslu að þáttur náttúru íslands og náttúruverndar verði aukinn þannig að efla megi virðingu og skilning landsmanna á náttúru- legu umhverfi og stuðla að skyn- samlegri nýtingu á auðlindum lands og sjávar. „Náttúruverndar- þing hvetur Náttúruverndarráð til að leggja aukna áherslu á útgáfu aðgengilegra fræðslu- og upplýs- ingarita fyrir skóla og bókasöfn þeirra," segir í ályktuninni. „Einn- ig verði fræðsla um náttúru ís- lands aukin í fjölmiðlum. Þingið hvetur kennara til að notfæra sér námskeið skólarannsóknadeildar og Kennaraháskóla íslands í um- hverfisfræðslu og leiðsögn um vettvangsrannsóknir í nánasta umhverfi skólanna, svo þeir megi flytja þá fræðslu áfram til nem- enda sinna. Náttúruverndarþing telur að við skipulag byggðar þurfi að halda eftir opnum svæðum er sýni nátt- úrulegt umhverfi, s.s. fjörur, vot- lendi, tjarnir, holt og móa. Jafn- framt hvetur þingið til að þannig verði gengið frá nánasta umhverfi skóla að það rækti með nemendum virðingu fyrir umhverfi sínu. Þá beinir þingið þeirri áskorun til sveitarfélaga að umhverfisfræðsla verði veigamikill þáttur í sumar- starfi barna og unglinga. Náttúruverndarþing hvetur sveitarstjórnir og Náttúruvernd- arráð til að undirbúa í samvinnu við kennara fræðslu fyrir skóla- nemendur og almenning um áhugaverð svæði í byggð og óbyggð. í því skyni verði gengið frá merkingum, göngustígum, fræðsluefni og verkefnum og vak- in athygli á því sem örvar skilning á náttúru þessara svæða." f ályktun þingsins um endur- skoðun laga um almennar nátt- úrurannsóknir og Náttúrufræði- stofnun íslands er þeim tilmælum beint til menntamálaráðherra og Alþingis að endurskoðuð verði fyrstu lög nr. 48/1965 um almenn- ar náttúrurannsóknir og Náttúru- fræðistofnun með það að mark- miði að slík starfsemi verði efld, m.a. með stuðningi ríkisins við náttúrufræðistofur í tengslum við náttúrugripasöfn landshlutanna. Er í lok ályktunarinnar þess minnst að eitt hundrað ára afmæli Náttúrufræðistofnunar fslands 1989 sé verðugt tilefni þess að fá stofnuninni nýtt og hentugt hús- næði þannig að hún geti starfað sem nútímalegt náttúrugripasafn og vísindastofnun. Rannsóknir á smáhvölum „Fimmta Náttúruverndarþing 1984 beinir þeirri eindregnu áskorun til ríkisstjórnarinnar að fé verði veitt til grundvallarrann- sókna á smáhvölum hér við land, t.d. hnísu og háhyrningi, sbr. ráð- leggingar Alþjóðahvalveiðiráðsins frá 1983.“ Svo hljóðar ályktun þingsins um rannsóknir á smá- hvölum. Um rannsóknir á hvölum var einnig gerð ályktun þar sem þingið fagnar auknum hvalarann- sóknum við ísland á undanförnum árum. Þó er bent á að utanríkis- málanefnd Alþingis lagði til 2. febrúar 1983 að hvalarannsóknir yrðu stórlega auknar, en þessu hefur ekki verið fylgt eftir með nauðsynlegum fjárveitingum. Er skorað á Alþingi og ríkisstjórn að efla verulega slíkar rannsóknir og lögð á það áhersla að jafnframt því að stunda rannsóknir sem byggja á veiddum hvölum þurfi einnig í auknum mæli að stunda alhliða rannsóknir, sem unnt er að stunda án veiða. Utgerð á sel óréttlætanleg Um selveiðar var einnig gerð ályktun sem hljóðar svo: „Fimmta Náttúruverndarþing 1984 telur núverandi ástand í selveiðum al- gjörlega óviðunandi og óréttlæt- anlegt að leyfa útgerð á sel með skotvopnum hvar sem er, svo sem á friðlýstum svæðum og látrum. Náttúruverndarþing telur því aðkallandi að hraðað verði setn- ingu laga um selveiðar hér við land. Varðandi frumvarp það sem lagt hefur verið fram á Alþingi leggur þingið eindregið til að 3. gr. frumvarpsins verði breytt. Hún hljóðar í frumvarpinu svo: Sjávar- útvegsráðuneytið skal hafa sam- ráð við eftirtalda aðila um stjórn og skipulagningu selveiða eftir því sem við á hverju sinni, Náttúru- verndarráð, Hafrannsóknastofn- un, Búnaðarfélag íslands og Fiski- félag íslands." Lagt er til að 3. gr. verði orðuð svo og er þetta orðalag í samræmi við það sem hin stjórn- skipaða nefnd er samdi frumvarp- ið lagði til: Til aðstoðar við sjávar- útvegsráðuneytið um stjórn og skipulagningu selveiða skipar ráð- herra nefnd til tveggja ára í senn og skal hún skipuð fimm mönnum. Skal einn nefndarmanna skipaður samkvæmt tilnefningu Náttúru- verndarráðs, einn samkvæmt til- nefningu Hafrannsóknastofnunar, einn samkvæmt tilnefningu Bún- aðarfélags íslands, einn sam- kvæmt tilnefningu Fiskifélags ís- lands, en einn án tilnefningar. Ráðherra skipar formann nefnd- arinnar úr hópi þessara fimm manna. Tillagna nefndarinnar skal leitað vegna setningar reglna og annarra ákvarðana er varða selveiðar og ber nefndinni að gera tillögur til sjávarútvegsráðuneyt- isins um hvaðeina, er hún telur ástæðu til í sambandi við stjórnun og skipulagningu selveiða." Að öðru leyti tekur þingið ekki af- stöðu til frumvarpsins, enda ekki haft tækifæri til að kynna sér það,“ segir í ályktuninni. Um friðlandið í Þjórsárverum var gerð svohljóðandi álytkun: „Fimmta Náttúruverndarþing 1984 leggur til að friðlandið í Þjórsárverum verði tilnefnt á skrá Ramsar-samþykktarinnar um vot- lendi, sem hafa alþjóðlegt gildi." Um mikilvægi lífríkis Þjórsárvera segir ennfremur að þingið ítreki sérstöðu og mikilvægi lífríkis Þjórsárvera og beini þeim ein- dregnu tilmælum til virkjunarað- ila að hlífa friðlandi veranna. Friður í sátt við líf og land Ýmsar ályktanir aðrar en þær sem hér hafa verið nefndar voru samþykktar á fimmta þingi Nátt- úruverndarráðs. Má þar nefna ályktun þingsins um frið og út- rýmingu kjarnorku þar sem m.a. segir: „Þingið beinir því til allra sem vettlingi geta valdið, ríkis- stjórna, samtaka og almennings, að vinna að friði í smáu og stóru í sátt við líf og land, himin og jörð.“ ALLT FYRIR SMIÐINN RR BYGGINGAVÖRUR HE SUÐURLANDSBRAUT 4 SÍMI 33331. m-~r, TSP^ Sumarnámskeiö í Jazz 21. maí — 7. júní 3ja vikna námskeið þrisvar sinnum í viku, mánudaga, miövikudaga og fimmtudaga. Flokkaröðun sem hér segir: Kl. 4.00 byrjendur 7—11 ára, 60 mín. Kl. 5.00 byrjendur 12—15 ára, 60 mín. Kl. 6.00 framhaldsfl. I, 70. mín. Kl. 7.10 byrjendur frá 16 ára, 60 mín. Kl. 8.10 byrjendur frá í vetur 16 ára og eldri, 70 mín. Kl. 9.20 framhaldsfl. II, (lengra komin), 90 mín. Sérflokkar ath.: Sérflokkar fyrir stráka þriöjudaga og föstudag. Kennari: Guöbergur Garöarsson. Fólk á biölistum ítrekiö pantanir. Námskeiösgjald kr. 900,- Innritun í síma 40947. Seinna sumarnámskeið fyrir frí 12. júní — 29. júní. Lokað í júlí. 13. ágúst — 30. ágúst. 3ja vikna námskeiö þrisvar sinnum í viku. 31. ágúst — 6. september. Harösperruvika (framhaldsfl.) 10. sept. Skólastarf hefst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.