Morgunblaðið - 16.05.1984, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 16.05.1984, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 16. MAÍ 1984 23 Prentarar „ritskoöa“ Sun og Daily Express Neita aö vinna efni, sem þeim líkar ekki London, 15. maí. AP. PRENTARAR hjá The Sun, útbreiddasta blaöi á Bretlandseyj- um, komu í veg fyrir, að í dag birtist á forsíðu blaðsins mynd af leiðtoga námamanna, Arthur Scargill, þar sem hann heilsar, að sögn blaðsins, að siö nasista á miklum æsinga- fundi. Að undanförnu hefur það gerst æ oftar, að prentarar og aðrir fé- lagar í verkalýðsfélögum hafi skipt sér af efni breskra blaða og má nefna sem dæmi að sl. föstu- dag kom The Daily Express ekki út í London, en annars staðar í landinu voru eyður á síðunum þar sem fjalla átti um verkfall náma- manna. Hafði prenturunum ekki líkað málsmeðferðin. The Sun, sem eins og Daily Express styður ríkisstjórn Marga- ret Thatcher, ætlaði í dag að birta frásögn af miklum æsingafundi hjá námamönnum í Notting- hamshire ásamt mynd af Arthur Scargill, leiðtoga þeirra. Fyrir- sögnin var „Mein Fúhrer" og myndin sýnir Scargill heilsa námamönnum að sið nasista með útréttum handlegg. Það vildu prentararnir og aðrir ekki þola og hótuðu að leggja niður vinnu ef myndin og fyrirsögnin væru ekki tekin út. I stað fyrirsagnarinnar og myndarinnar var eftirfarandi yf- irlýsing frá ritstjórum blaðsins: „Margir starfsmenn blaðsins neit- uðu að vinna við mynd af Arthur Scargiíl og fyrirsögn fréttar um hann og þess vegna neyddumst við til þess, því miður, að sleppa hvoru tveggja." Fréttafrásögnin fékk hins vegar að halda sér að öðru leyti. Ítalía: Gary Hart fær rembingskoss frá einum aðdáenda sinna. Púað á Berlinguer og°Nebraska°n n Þ*nSÍ SÓSÍalÍsta — hefði blístrað með, sagði Craxi forsætisráðherra Washington, 15. maí. AP. GARY HART var sagður binda mikl- ar vonir við úrslit forkosninganna, sem fram fóru í dag á meöal demó- krata í ríkjunum Oregon og Nebr- aska. Samkvæmt síðustu skoðana- könnunum hafði hann forskot í báð- um þessum ríkjum fram yfír keppi- nauta sína, þá Walter Mondale og Jesse Jackson, sem nú einbeita kröftum sínum að forkosningunum í Kaliforníu, en þær fara fram eftir þrjár vikur. Kosið var um 67 kjörmenn í dag, þar af 43 í Oregon og 24 í Nebr- aska. Á kosningafundi í Lincoln í Nebraska gagnrýndi Hart Mon- dale fyrir að vanrækja þetta ríki í kosningabaráttunni. Mondale hugðist flytja ræðu um utanrík- ismál í San Francisco. Undan- farna daga hefur hann lagt mikið kapp á að vinna fylgi spænsku- mælandi fólks og hert gagnrýni sína á Hart. Veróna, 15. maí. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Mbl. Mannræningjar sleppa hjónum Wajdiington, 15. maí. AP. BANDARÍSK hjón, sem aðskilnaö- arsinnar á Sri Lanka höfðu rænt, voru látin laus í dag heil á húfí. Ræningjar hjónanna, sem heita Stanley og Mary Elizabeth Allen, höfðu hótað því að drepa þau ef ekki yrði orðið við kröfum þeirra. Þær voru, að ríkisstjórnin á Sri Lanka innti af hendi lausnargjald, sem næmi tveimur milljónum dollara í gulli, og sleppti úr fang- elsi 20 pólitískum föngum. Meira en 1.000 hermenn og lögreglumenn leituðu hjónanna í frumskógum Norður-Sri Lanka auk þess sem skip og flugvélar gættu allra und- ankomuleiða frá landinu. Tamílar höfðu sakað Allen- hjónin um að vera njósnarar CIA. Ekki er talið, að mannræningjun- um hafi verið greitt lausnargjald- ið eða orðið við öðrum kröfum. Mitterand í Noregi Osló, 15. maí. AP. ° HEIMSÓKN Francois Mitterrands Frakklandsforseta til Noregs átti að Ijúka í dag. Heimsókn forsetans hef- ur einkennzt af yfirlýsingum um vinsamleg samskipti. Forsetinn undirritaði í dag samning um samstarf í hagnýt- ingu á olíu og jarðgasi á hafsbotni. MIKIL eining ríkti á 43. flokksþingi ítalska sósíalistaflokksins, sem var haldið í Veróna nú um helgina. Þing- inu lauk seint á mánudagskvöldið. Pettino Craxi, sem er fyrsti forsæt- isráðherrann í sögu flokksins, var endurkjörinn formaður án atkvæða- greiðslu. Ræðu hans var mjög vel tekið af þingfulltrúum. Nýtt 400 manna fulltrúaráð var kosið á fund- inum og tekur það við af fámennri fulltrúasveit. Á það að starfa til að efla flokkinn og koma fram með nýj- ar hugmyndir. Tryggir stuðnings- menn Craxi eru þar í miklum meiri- hluta. „Einingin sem var á flokksþing- inu er hið mikilvægasta í sam- bandi við það,“ sagði Pablo Vittor- elli, varnarmálasérfræðingur flokksins við fréttamann Morgun- blaðsins. „Ekki hefur ríkt jafn mikil eining innan flokksins síð- ustu þrjátíu ár. Við vonum, að kjósendur geri sér grein fyrir því og flokkurinn njóti góðs af.“ Kosn- ingar til Evrópuþingsins eru framundan og þær skipta verulegu máli á Ítalíu, þar sem fylgi flokk- anna kemur þá í ljós og mun hafa áhrif á stöðu ríkisstjórnarinnar. Enrico Berlinguer, formaður kommúnistaflokksins, var meðal gesta á flokksþinginu. Honum var mjög illa tekið, þegar hann gekk í salinn á föstudag, púaður niður og blístrað á hann í fimm mínútur. Craxi fór ófögrum orðum um kommúnista í ræðu sinni, en þeir eru í harðri andstöðu við fimm flokka ríkisstjórn hans. „Ég hefði blístrað með,“ sagði hann um mót- tökurnar sem Berlinguer fékk. „En ég kann bara ekki að blístra," bætti hann við. Hann kvað komm- únista vinna þjóðinni mikið ógagn í stjórnarandstöðunni, sérstaklega með því að koma í veg fyrir, að ný lög um vísitölugreiðslur komist í gegnum þingið. Ný skýrsla um P-2 hneykslið, leynihópinn innan frímúrararegl- unnar kom út í síðustu viku og varð til þess að Pietro Longo, fjár- málaráðherra og formaður Sósíal- demókrata, bauðst til að segja af sér ráðherraembætti, en Craxi neitaði að taka afsögn hans til greina, þar sem stjórn hans hefði þar með verið fallin. Hann fór mörgum orðum um P-2 hneykslið í ræðu sinni, en sagði, að ekki mætti fella dóm yfir mönnum í sambandi við málið fyrr en rann- sókninni væri lokið. Nafn Longo kom við sögu í skýrslu þessari. Sá hluti ræðunnar sem fjallaði um P-2 fékk heldur kuldalegar mót- tökur á flokksþinginu. Flokkurinn hafði náið samband við frímúr- araregluna áður fyrr og málið er viðkvæmt fyrir sósíalista eins og flesta aðra ítalska stjórnmála- flokka. Sósíalistar hafa bætt við sig fylgi á síðustu árum og nú er í tízku meðal ítalskra mennta- manna og listamanna að fylgja sósíalistum fremur en kommún- istum. Bettino Craxi Þetta var fyrsta flokksþingið síðan þingkosningar voru haldnar á Ítalíu, e.i þá fengu sósíalistar um 11 prósent atkvæða. Stuðning- ur við fimm flokka stjórn Crazi kom vel i ljós og mikil áherzla var lögð á mikilvægi vestrænnar sam- vinnu. Vittorelli sagði í samtali við Mbl. eins og Craxi í ræðu sinni, að ítalir ættu að láta meira að sér kveða í alþjóðamálum, reyna að stuðla að friði í heiminum og að- stoða við að koma friðarviðræðum stófveldanna af stað aftur. Vittor- elli sagði, að varnarstarfið innan Atlantshafsbandalagsins væri mjög mikilvægt og þar ættu allar bandalagsþjóðirnar að starfa sem jafningjar. Nýjasti kafbátur Rússa Sovézkur kafbátur af svonefndri Oscar-gerð á siglingu á Barentshafí. Kafbátur þessi er um 14.000 tonn aö stærð og getur flutt 22 flugskeyti af gerðinni SS-N-19. Er þetta nýjasti kafbátur Rússa og er talið, að þeir hafí enn aðeins tekið einn kafbát af þessari gerð í notkun en eigi marga í smíðum. Talið er, að Rússar eigi nú 361 kafbát alls. Grikkland: Laumufarþegar fyrir hákarlana Piracus, Crikklandi, 15. maí. AP. GRÍSKUR skipstjóri og 11 undir- menn hans voru í dag opinberlega kærðir fyrir að hafa fyrir tveimur mánuðum fleygt fyrir borð af skipi sínu 11 kenýskum laumufarþeg- um. Var mönnunum kastað í sjó- inn í Indlandshafí þar sem allt morar í hákörlum. 1 áhöfn gríska flutningaskips- ins Garifalia voru níu Grikkir og þrír Pakistanar og eru þeir allir sakaðir um að hafa stefnt lífi Kenýamannanna í hættu, meitt þá alvarlega og ógnað þeim með vopnum. Skipverja'nir urðu var- ir við laumufarþegana aðeins nokkrum tímum eftir að lagt var úr höfn í Mombasa í Kenýa og voru þá læstir inni þar til daginn eftir. Þegar skipið sigldi með Sómalíuströnd var laumufarþeg- unum skipað að setja á sig björg- unarbelti og síðan var þeim hent í sjóinn hverjum á fætur öðrum. Á þessum slóðum er mikið af há- karli. Ekkert er vitað um afdrif Kenýamannanna, hvort þeir náðu landi eða urðu hákörlunum að bráð, en grísk yfirvöld hafa beðið stjórnvöld í Sómalíu að grennslast fyrir um þá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.