Morgunblaðið - 16.05.1984, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 16.05.1984, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ1984 5 Mikil þátttaka í tungu- málanámskeiðum Ferðafræðsla um Mið-Evrópu í kvöld MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá Frí- klúbbi Útsýnar: í því skyni að búa fólk betur undir ferðalög sín hefur Frí- klúbburinn efnt til ferðafræðslu um einstök lönd með myndasýn- ingum og margskonar hagnýtum upplýsingum. A síðasta fræðslu- kvöldi var ráðstefnusalur Hótels Loftleiða sneisafullur, en þá var fjallað um Portúgal. í kvöld, mið- vikudaginn 16. maí, er siðasta ferðafræðslukvöldið að sinni, og verður þá fjallað um Þýskaland með áherslu á svæðið Mosel — Rín — Heidelberg — Svartiskógur. Ása María Valdimarsdóttir, þýskukennari og fararstjóri, spjallar um landið og fólkið, þýska siði og hætti, verðlag og venjur og gefur góð ráð. Jafnhliða verða sýndar myndir og að lokum stutt kvikmynd. Þeim, sem ætla að aka um Þýskaland í sumar eða dvelj- ast í hinum vinsælu sumarhúsum við Mosel, gefst þarna kostur á margskonar fróðleik í hnotskurn. Aðgangur er ókeypis og kaffiveit- ingar á boðstólum. Stöðugt fjölgar félögum Frí- klúbbsins, og eru þeir nú orðnir um 5.000. Tíu vikna tungumála- námskeiðum er að ljúka í ítölsku, spænsku, ensku og þýsku. Hefur þátttaka verið mikil og almenn ánægja með þessa nýjung, þar sem fræðsla um viðkomandi land er fléttuð inn í málanám með þarfir ferðafólks í huga sérstak- lega. Um 40 fyrirtæki á höfuðborg- arsvæðinu veita nú Frí-klúbbnum afslátt af vörum og þjónustu, sem nemur allt að 20%. Fjöldi félags- manna hefur nú tekið upp líkams- og heilsurækt og stundar æfingar í Borgartúni 29. Ráðnir hafa verið leiðbeinendur til starfa erlendis, sem gangast fyrir allskonar léttri íþróttaiðkun og hollri hreyfingu í sumarleyfinu auk leikja, keppni og skemmtana af mörgu tagi. Frí- klúbbsfélagar fá afslátt á fjölda veitinga- og skemmtistaða og verslana á Spáni, Portúgal og ít- alíu. Nýjar kynnisferðir víða verða á boðstólum og upplýs- ingamiðlun, t.d. verður dálkur frá Frí-klúbbnum í vikulegu upplýs- ingablaði á Costa del Sol og stutt ágrip íslenskra frétta í útvarpi daglega. Jörg Demus einleik- ari með Sinfóníunni SÍÐUSTU áskriftartónleikar Sin- fóníuhljómsveitar fslands á þessu starfsári verða í Háskólabíói á morg- un, fimmtudag og hefjast kl. 20.30. Á efnisskránni eru verk eftir Skúla Halldórsson: Sinfónía (frumflutn- ingur), W.A. Mozart: Pínókonsert nr. 26 í D-dúr, K. 537 tKrýningar- konsertinn) og L.v. Beethoven: Fant- asía fyrir píanó, kór og hljómsveit, op. 80. Flytjendur auk hljómsveitar- innar eru: Pínaóleikarinn Jörg Demus, einsöngvararnir ólöf K. Harðardóttir, Elísabet F. Eiríks- dóttir, Sigríður Ella Magnúsdótt- ir, Sigurður Björnsson, Kristinn Sigmundsson og Kristinn Halls- son, söngsveitin Fílharmónía und- ir stjórn Guðmundar Emilssonar og hljómsveitin undir stjórn Jean- -Pierre Jacquillat. Jörg Demus er án efa einn af eftirsóttustu píanóleikurum í heimi í dag. Hann er Austurríkis- maður og fékk barnungur inn- göngu í Tónlistarháskólann í Vín. Lagði hann þar stund á ýmsar greinar tónlistar og kom fyrst fram sem pianóleikari 14 ára gam- all. Framhaldsnám stundaði hann í París og víðar, m.a. undir hand- leiðslu Walters Gieseking og hjá Wilhelm Kepmpff og Edwin Fischer. Undanfarinn hálfan fjórða áratug má segja að hann hafi verið á stöðugum tónleika- ferðum um heiminn og mjög eftir- sóttur. Hljómplötur hans eru á þriðja hundrað talsins og hafa margar þeirra unnið til eftirsóttra verðlauna. Starfssjóði Guð- fræðistofnunar afhent gjöf STJÓRN Klli og hjúkrunarheimilisins Grundar, afhenti nýverið stjórn Guð- fræðistofnunar Háskóla íslands gjöf að upphæð kr. 100.000 til minningar um herra Sigurgeir Sigurðsson biskup og biskupsfrú Guðrúnu Pétursdóttur, dr. Bjarna Jónsson vígsjubiskup og konu hans frú Áslaugu Ágústsdóttur og sr. Árna Sigurðsson fríkirkjuprest. Er þetta í þriðja sinn, sem stjórn Elli- og hjúkrunarheimilisins Grundar afhendir Guðfræðistofnun stórgjöf í minningu manna, sem um sína daga tengdust Grund og guð- fræðideild Háskólans með einum eða öðrum hætti. Stjórn Grundar eru færðar inni- legustu þakkir fyrir þann áhuga og velvild sem hún sýnir í garð Guð- fræðistofnunar og guðfræðideildar. (FrétUtilk. frá (iuðfr«Aideild.) « G(')óan daginn! Þaö er ekki aö sökum að spyrja þegar FIAT auglýsii nýjan bíl þá fer allt á annan endann Nú er þaö HAT REGATA sem máliö snýst um rúmgóöur, framhjóladriíinn, spameytinn FIAT-gœðingur. AíburöabDl á afburöagóöu verði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.