Morgunblaðið - 16.05.1984, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.05.1984, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 1984 Niðurfelling tolla á vísindatækjum ísland gerist aðili að Flórenssáttmálanum — eftir Gunnar G. Schram Þann 15. mars sl. samþykkti Al- þingi ályktun um að ísland skyldi gerast aðili að Flórenssáttmálan- um svonefnda. í því felst að niður verða felid öll aðflutningsgjöld á vísinda- og rannsóknartækjum og einnig á hvers kyns hljóðrituðu efni, sem fræðslu og menningar- legt gildi er talið hafa. Aðildin að sáttmáianum, sem senn mun ná fram að ganga, mun tvímælalaust verða mikill bú- hnykkur fyrir alla vísindastarf- semi í landinu. Tollar og vörugjald hafa til þessa verið lagðar á flest vísinda- og rannsóknartæki sem flutt hafa verið til landsins. Hafa þær álögur staðið vísindastarf- semi fyrir þrifum á liðnum árum og valdið því að rannsóknar- stofnanir hafa ekki átt þess kost að afla nýjustu tækja í þeim mæli sem þær hafa talið nauðsynlegt. Tillaga þessi um aðild íslands að sáttmálanum var flutt af þing- mönnum allra flokka sem sæti eiga í Rannsóknarráði ríkisins, en fyrsti flutningsmaður hennar var greinarhöfundur. Sáttáli UNESCO ísland hefur til þessa verið eitt af fáum ríkjum í hópi þróaðra þjóða sem ekki hefur gerst aðili að Flórenssáttmálanum. Þau eru nú rúmlega 70 talsins. Sáttmálinn var gerður árið 1950 á vegum Menningarmálastofnunar Sam- einuðu þjóðanna, UNESCO. Fjall- ar hann um niðurfellingu gjalda af efni til mennta-, vísinda- og menningarmála. Er það markmið samningsins að efla mennta- og vísindastarfsemi aðildarlandanna og greiða fyrir streymi hvers kyns efnis og tækjabúnaðar milli aðild- arríkjanna í því skyni að stuðla að menningarlegum og efnahagsleg- um framförum í þeim. Sáttmáli kveður á um niðurfell- ingu aðflutningsgjalda af eftirfar- andi efni og búnaði, sem skilgreint er nánar í viðaukum við samning- inn: 1. Bækur og tímarit. 2. Listaverk og safngripir með menningarlegt eða vísindalegt gildi. 3. Sýningarefni og hvers kyns hljóðritað efni sem ætlað er til fræðslu og menntunar. 4. Vísindatæki og búnaður. 5. Vörur til afnota fyrir blinda. Lág framlög til vísinda og rannsóknarstarfsemi ísland hefur á undanförnum ár- um verið meðal þeirra Evrópu- þjóða, sem einna minnst hafa lagt af mörkum til rannsókna og vís- indastarfsemi. Hefur sú upphæð verið um það bil 0,8% af vergum þjóðartekjum. Erum við þar í hópi Grikkja, Portúgala og Spánverja, langt á eftir Norðurlandaþjóðum, Þjóðverjum og Frökkum svo dæmi séu tekin. Var t.d. 160 millj. kr. varið til rannsóknarmála hér á landi árið 1981. Það er þó löngu viðurkennt að framfarir hverrar þjóðar byggjast að verulegu leyti á þvf hve miklu er varið til vísinda- og rannsókn- arstarfsemi. Á það bæði við um grundvallarrannsóknir og hagnýt- ar rannsóknir. Okkur íslendingum er í rauninni meiri þörf á rann- sóknum en mörgum öðrum þjóð- um. Það er vegna þess að þjóðin byggir afkomu sína á nýtingu auð- linda og náttúrugæða meir en flestar aðrar þjóðir. Þar eru rann- sóknir forsenda þess að unnt sé að nýta slfkar auðlindir á sem skyn- samlegastan og hagkvæmastan hátt. Tvö dæmi um það eru auð- lindir hafsins og nýting jarðhit- ans. Á síðustu árum hafa menn einn- ig áttað sig á því að nauðsynlegt er að fara nýjar leiðir í atvinnu- efnum en byggja ekki þjóðarbú- skapinn fyrst og fremst á hráefn- isöflun. Má í því sambandi vitna til þeirra umræðna sem fram hafa farið um uppbyggingu, rafeinda- iðnaðar, lífefnaiðnaðar og fiskeld- is, svo aðeins nokkur atriði séu nefnd. Forsenda slíks er hagnýtar rannsóknir á þessum sviðum, sem orðið geta undirstaða mikillar nýrrar verðmætasköpunar á kom- andi árum. Hér er um það að ræða að beisla hugvit og þekkingu, ekki síður en nýta náttúrugæðin sjálf. Nýlega var frá því skýrt í Fréttabréfi eðlisfræðinga að á undanförnum árum hefðu tekjur ríkissjóðs af innfluttum vísinda- tækjum iðulega verið meiri en framlag hans til raunvísinda á vettvangi Vísindasjóðs. Slíkt ástand er vitaniega með öllu óvið- unandi og var brýn nauðsyn á að gerðar yrðu úrbætur í þessu efni. Á flest vísinda- og rannsóknar- tæki hefur til þessa verið lagt vörugjald að upphæð 32%, auk tolla sem hafa numið frá 7—35%. Gefur augaleið að hin háu opin- beru gjöld hafa valdið rannsóknarstofnunum miklum erfiðleikum við útvegum fjár- magns til tækjakaupa á liðnum árum. Ný viðhorf Hér er því augljóslega um mikið hagsmunamál fyrir rannsóknar- starfsemina i landinu að ræða. Reiknað hefur verið út, miðað við árið 1981, hve hárri upphæð að- flutningsgjöid þessi námu á tæki og búnað sem eingöngu eru notuð til vísinda og rannsóknarstarf- semi. Heildarupphæð aðflutn- ingsgjaldanna það ár var 26 millj- ónir króna. Vegna breytinga á gengi gjaldmiðla, sem síðan hafa átt sér stað, má reikna með því að á síðasta ári hafi sambærileg upp- hæð numið nær 100 milljónum króna. Þessa upphæð má bera saman við það sem ráð er fyrir gert í fjárlögum þessa árs, að rík- issjóður leggi af mörkum til Vísindasjóðs. Það eru 700 þúsund krónur einvörðungu. Megintekjur sínar hefur Vísindasjóður raunar frá arðsjóði Seðlabankans, en ekki er þó gert ráð fyrir að það framlag verði nema 10 milljónir króna á þessu ári. Gunnar G. Schram „ísland hefur á undan- förnum árum veriö meö- al þeirra Evrópuþjóöa, sem einna minnst hafa lagt af mörkum til rann- sókna og vísindastarf- semi. Hefur sú upphæð verið um það bil 0,8 % af vergum þjóðartekjum.“ Af þessum tölum sést hve gíf- urleg lyftistöng það verður allri vísinda- og rannsóknarstarfsemi í landinu að innan skamms mun verða kleift að flytja vísindatæki og búnað inn til landsins gjald- frjálst og spara með því þá millj- ónatugi sem fyrr voru nefndir. Þótt ekki verði varið nema hluta þeirrar upphæðar til þess að afla nýrra tækja og búnaðar skapast hér algjörlega ný viðhorf fyrir ís- lenska visindamenn og rannsókn- arstarfsemina alla í landinu. Frumvarp um þá breytingu á tollskrá sem aðildin að Flórens-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.