Morgunblaðið - 22.05.1984, Page 42

Morgunblaðið - 22.05.1984, Page 42
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. MAl 1984 Miðstjóm ASÍ: Nefnd sett á laggirnar er undirbúi framhaldið Mirtsljórn ASf og fulltrúar lands- sambandanna og þeirra félaga sem eiga beina aðild að Alþýðusamband- inu komu saman öðru sinni í gær og ræddu stöðuna í kjaramálum og horf- ur. Akveðið var að landssamböndin og fleiri aðilar tilnefndu fulltrúa í nefnd sem fjalli um sameiginlega kröfugerð og þær sameiginlegu að- gerðir sem hugsanlega eru framund- an. Mun þessi nefnd að líkindum koma saman til fyrsta fundar um mánaðamótin. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins ríkti mikil óánægja á fund- inum með stöðuna í kjaramálum, en engar ákvarðanir voru þó teknar um uppsagnir samninganna, þótt óánægjutónninn bendi til þess að flestir muni feta í fótspor verka- lýðsfélagsins Þórs á Selfossi, sem •eitt félaga hefur sagt upp kjara- samningunum frá 1. september nk., en þau mál munu skýrast nánar á næstu vikum. 135—140 tonn af grálúðu Sijjlufjörður 21. maí. STALVÍK kom inn í dag og landaði 135—40 tonnum af grálúðu eftir 7 daga veiðiferð. Þá hefur frést að hafist hafi verið handa um að opna Lágheiðina en ekki veit ég hvenær þvi verki verður lokið. Fréttaritari. Flutningarnir að mestu með útlendum skipum og áhöfnum ÆTTU islen.sk stjómvöld að gera það að skilyrði, að íslensk skip með íslenskri áhöfn annist áætlunarsiglingar milli islands og annarra landa, ekki síst vöru- flutningum fyrir Varnarliðið, sem bandarískt skipafélag virðist nú vera að yfirtaka? Farmanna- og fiskimannasamband íslands segist í bréfi til forsætis- ráðherra ekki telja slíkt skilyrði óeðlilegt fyrst íslensku skipafélögin hafa „leitað ásjár íslenskra stjórnvalda til að freista þess að ná þcssum siglingum aftur“, eins og það er orðað í bréfinu. Telur sambandið að það gæti orðið Íiröskuldur í viðræðum þeim, scm fyrirhugaðar eru milli utanríkisráðherra slands og Bandaríkjanna, að útlend skip og áhafnir hafi sinnt þessu verki á undanförnum árum. Guðjón A. Kristjánsson, forseti FFSÍ, segist í bréfinu vilja láta í Ijós áhyggjur sambands síns „yfir þeirri óheillaþróun, sem átt hefur sér stað í siglingum til og frá ís- landi á síðastliðnum árum. Nú er málum svo komið, að stór hluti þeirra skipa, sem annast áætlun- arsiglingar til landsins og frá, er erlend leiguskip mönnuð erlendum áhöfnum. Virðist sem hinum er- lendu leiguskipum fari fjölgandi fremur en hið gagnstæða." Hann bendir á, að aðildarfélög FFSf hafi á undanförnum árum reynt að koma til móts við óskir útgerðanna um fækkun í áhöfn skipa í þeirri von að það gæti stuðl- að að því að gera íslendinga sam- keppnishæfa í alþjóðasiglingum „og í þeirri von, að þannig yrði snúist gegn ásókn skipafélaganna í hin erlendu leiguskip..." „Að gefnu því tilefni, að fyrirhug- aðar eru viðræður íslenskra og bandarískra stjórnvalda vegna sigl- inga bandarísks skipafélags til Is- lands," segir forseti FFSI í bréfi sínu til forsætisráðherra, „þá telur FFSÍ rétt að vekja athygli á þvi, að hin síðustu ár hafa flutningar þeir, sem hin bandaríska útgerð hyggst taka yfir, að stærstum hluta farið fram með erlendum leiguskipum mönnuðum útlendri áhöfn. Gæti þetta hugsanlega orðið þröskuldur í viðræðum íslenskra stjórnvalda við hin bandarísku." Rauðir hundar í Reykjavík: Slasaóur maóur fluttur í sjúkrabíl eftir umferóarslys á Laugavegi í gær. Maóurinn skarst illa. Hann var ekki með öryggisbelti, sem áreiðanlega hefói foröað honum frá meiðslum. Morvunhlaðið/Júlíus. Margir harðir árekstrar á höfuðborgarsvæðinu Vöruflutningarnir fyrir varnarliðið: „Pyntingar er hægt að stöðva“ Nokkur mannfjöldi á útifundi Amnesty International NOKKUR mannfjöldi var á útifundi Amnesty International á Lækjar- torgi síóastlióinn föstudag. Fundur- inn var lióur í herferö gegn pynting- um, sem Amnesty stendur fyrir und- ir einkunnarorðunum „Pyntingar er hægt aó stöðva“. Ræðumenn á fundinum voru Hjördís Hákonardóttir, borgar- dómari og formaður íslandsdeild- ar Amnesty, Högni óskarsson, læknir og Heimir Pálsson, menntáskólakennari. Sveinn Ein- arsson, leikritahöfundur, flutti frumsamið ljóð og Kristín ólaís- dóttir og Þorvaldur Örn Árnason fluttu tónlist milli atriða. Kynnir á fundinum var Ævar Kjartans- son. Mikill viðbúnaður varö vegna áreksturs á Miklubraut á sunnudag. Tækjabíll slökkviliósins kom á vettvang óttast var aö kona í Allegro-bifreið, sem valt, hefði hlotið slæm meiðsl í baki. MorRunblaðið/Júlíus. því r i NÚ FKR í hönd sá tími þegar um- ferðarslys eru alvarlegust á ís- landi. Með auknum hraða öku- tækja verða árekstrar harðari og slys á fólki alvarleg og reynsla lið- inna ára kennir okkur aö banaslys í umferðinni eru flest í júní. Um helgina og í gær urðu nokkur ai- varleg umferðarslys. Harður árekstur varð laust eftir klukkan þrjú í gær á Laugavegi. Ökumaður fólksbif- reiðar hugðist aka inn á Lauga- veg til vesturs frá benzínstöð Shell. Ökumaður á leið austur Laugaveg hugðist hleypa honum inn á Laugaveginn, en í sama mund kom önnur bifreið aðvíf- andi á austurleið á vinstri akrein og skullu bifreiðirnar saman af miklu afli. Farþegi í bifreiðinni á leið austur kastaðist í fram- rúðu bifreiðarinnar. Hann skarst illa í andliti og kvartaði undan eymslum í hálsi og baki. Hann var fluttur í slysadeild. Báðar bifreiðirnar eru mikið skemmdar. Á sunnudag varð harður árekstur á Miklubraut, til móts Konum ráðlagt að láta mæla mótefni í blóði Morgunblaðið/Arinbjörn. Á Bæjarbraut í Garðabæ varð harður árekstur á laugardag. við Eskihlíð. 75 ára gamall mað- ur ók Austin Allegro-bifreið sinni vestur Miklubraut. Hann missti stjórn á bifreiðinni, þann- ig að hún fór yfir umferðareyj- una og valt á akreininni til aust- urs og lenti á Citroén-bifreið. Með manninum í bifreiðinni var kona hans. Öttazt var að hún hefði hlotið meiðsli í baki og var ákveðið að bíða hinnar nýju tækjabifreiðar slökkviliðsins. Greiðlega gekk að ná konunni og var hún flutt í slysadeild. Þá varð harður árekstur á Bæjarbraut í Garðabæ um klukkan 15.30 á laugardag. Þar skullu harkalega saman japönsk fólksbifreið og bandarísk. Þá má nefna að stúlka var flutt í slysa- deild eftir að bifhjól, sem hún var á, og fólksbifreið skullu sam- an í Safamýri. Meiðsli hennar reyndust ekki alvarleg. borist hingað frá Þýzkalandi. Á undanförnum árum hafa mótefni gegn rauðum hundum verið mæld í blóði um það bil 80% kvenna og stúlkna á aldrinum 12 til 40 ára. Allflestum konum, sem ekki hafa mótefni, hefur verið boðin bólu- setning, en sumar hafa ekki þegið hana. Fóstri, sem verður fyrir smiti vegna rauðra hunda á fyrstu þremur mánuðum meðgöngu, er veruleg hætta búin. öllum ófrísk- um konum, sem eru á fyrstu þrem- ur mánuðum meðgöngu og ekki hafa verið mældar með tilliti til mótefna gegn veikinni, er eindreg- ið ráðlagt að hafa samband við næstu heilsugæzlustöð, heimilis- lækni eða Heilsuverndarstöð Reykjavíkur og gangast undir mótefnamælingu. Ef þessi faraldur nær að breið- ast út gæti hann orðið í landinu í 1 til 1 '/2 ár.“ Tekið skal fram að bóluefni gegn rauðum hundum er lifandi og þess vegna hættulegt ófrískum konum. Mbl. biðst veðvirðingar á þessum mistökum. f FRÉTT Mbl. á sunnudag er greint frá aðgerðum heilbrigðisyfirvalda vegna þess, að vart hefur orðið við rauða hunda í Reykjavík. í fréttinni er ófrískum konum bent á aö fá sprautur gegn veikinni. Hér er um misskilning að ræða og því er frétta- tilkynning landlæknis birt í heild. „Nú hafa rauðir hundar stungið sér niður á einu barnaheimili í Reykjavík. Trúlega hefur veikin

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.