Morgunblaðið - 28.07.1984, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.07.1984, Blaðsíða 16
16 MOBGUNBLADIÐ, LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 1984 Einar Jónsson lýsir sjálfum sér Bókmenntír Jóhann Hjálmarsson Einar Jónsson: Minningar. Skoðanir. Skuggsjá 1983. Minningar Einars Jónssonar og Skoóanir hans eru nú komnar út í einu bindi. Það hefur dregist að geta bókarinnar, en hér er ekki um neina venjulega jólabók að ræða, heldur mun hún talin meðal helstu heimilda um listamanninn, viðhorf hans tii lifs og listar. Minningar segja frá uppruna Einars Jónssonar, bernsku hans að Galtafelli í Árnessýslu, fyrstu kynnum af Reykjavík, námsárum í Kaupmannahöfn, Rómarför, árs- dvöl í Berlín, baráttu fyrir Safn- húsinu, Ameríkuför og endar á hinni merkilegu erfðaskrá hans. Þá er aðeins fátt eitt nefnt sem fjallað er um í Minningum. I Skoð- unum er dregið saman það sem Einar hefur til mála að leggja í umræðum um list og menningu og ýmiskonar mannúðarmál. Kafla- heiti eins og Listdómar og list- stefnur, Innsta eðli listarinnar, Táknmál tilverunnar og Eðli böls og betrunar eru vísbendingar um það sem hélt vöku fyrir Einari Jónssyni. Hann lét eftir sér að birta fólki í senn einfaldar lífs- reglur og háleita speki. Systur sem ekki láta á sjá Hljóm- plotur Finnbogi Marinósson Pointers Sisters. Break Out. Eitt af bestu danslögum allra tíma er án efa „Fire“ sem Point- ers Sisters gerðu vinsælt fyrir u.þ.b. sex árum. Lagið er eftir meistara Springsteen og þótti honum það ekki nógu gott til að komast á breiðskífu sina „Darkness on the Edge of Town“. En síðan hefur mikið vatn runn- ið til sjávar. Bruce Springsteen er enn að og sömuleiðis Pointers Sisters. Þær hafa reglulega gert Köflunum í Minningum er skipt í smærri kafla með millifyrirsögn- um, oft sérkennilega eins og Ein- ars var von og vísa. En þetta gerir bókina þægilega aflestrar og er tilvalið að grípa niður í hana sér til fróðleiks og skemmtunar. Þeir sem vilja lesa um listsigra Einars Jónssonar fara í geitarhús að leita ullar. Einar er fáorður um merka áfanga á listabraut sinni. Aftur á móti verður honum tíð- rætt um hvers kyns mótblástur. Hann á jafnan í miklum erfiðleik- um fjárhagslega, verður að treysta á góðra manna hjálp tij að draga fram lífið og geta unnið óskiptur að list sinni. Þetta gerir sögu Einars dapurlega. Eftir að hann kemur til Kaupmannahafn- ar frá Róm talar hann um að ör- birgðin hafi leikið sig hart. Hann segir um sjálfan sig í framhaldi af því: „Ég var mjög einmana þessi ár og átti sjálfur sök á því. Ég dró mig út úr öllu félagslífi, fannst það léttvægt og tilgangslaust, — og sjálfan mig varð ég að álíta sérvitring, sem ekki ætti samleið með öðrum, þvi að ég fann sjaldan hjá neinum þann andlega skyld- leika, sem ég þráði. Þá fyrir löngu, öll þau ár, sem ég hafði dvalið er- lendis, hafði ég vegið og metið og velt fyrir mér á alla lund öllu því, sem ég hafði séð af list og bók- menntum um þau efni, og ég fann, lag vinsælt og nú síðast var það „Automatic". Lagið er tekið af nýlegri breiðskífu þeirra, „Break Out“. Af þessari sömu plötu hef- ur lagið „Jump“ einnig orðið vinsælt. Eins og hefur verið er tónlist Pointers grjóthart diskó. Takt- urinn er jafn, undirspilið vandað og útsetningarnar fullkomnar. Hvergi er veikan hlekk að finna. Sem söngkonur eru stúlkurnar góðar. Hver þeirra hefur sína rödd og allar virðast þær geta sungið sjálfstætt. Það eina sem mér finnst setja skugga á þessa plötu er hvernig sumir hljóð- gerflamir hljóma. T.d. finnst mér lagið „Dance Electric” eyði- lagt með hljóðgerflahljómi sem betur ætti við í nýrómantísku lagi. En hver hefur sinn smekk og engu verður breytt úr þessu. Af öllum þeim fjölda sem reynir fyrir sér í heimi danstón- listarinnar hafa Pointers Sisters eignast sérstöðu sem einar af þeim bestu og vert er að fylgjast með. Einar Jónsson að ég var einn þeirra manna, sem líta á margt frá allt öðru sjónar- miði en aðrir. Mér varð nú ljóst, að af öllum mótstöðumönnum manns er maðurinn sjálfur hættu- legastur sjálfum sér, — og það ekki eingöngu sem ákærandi, heldur einnig sem verjandi." Hve Einar gat verið einrænn kemur glöggt fram í Skoðunum. Hinn mikli listamaður klæðist jafnvel kufli þrasarans þegar listastefnur ber á góma, einkum það sem hann sjálfur kallar tísku. Áreiðanlega hefur Einar átt að nokkru sök á því að verk hans nutu ekki alltaf sannmælis meðan hann lifði. En nú eru menn sem betur fer farnir að meta hann af meiri víðsýni en áður, átta sig á sérstöðu hans í íslenskri lit. í Skoðunum kemst Einar stund- um að kjarna máls: „Listin ætti að eignast þau einu sjálfstæðiseinkenni, sem hver og ein mannssál hefur innst inni. Ef hver og einn vildi leita að sjálfum sér og taka það besta, er hann fyndi, og væri því trúr, þá trúi ég ekki öðru en alvara og persónu- legur styrkur yrði meiri í listinni en yfirleitt er ... “ í kaflanum Barátta íslenskra listamanna í Minningum kemst Einar hnyttilega að orði um hlut- verk listamanns: „Allt hans lista- líf er ein nýsýn á allt líf og tilveru. Ekki af því að hann vill skapa eitthvað nýtt, heldur af þvf að hann hefur eitthvað nýtt að segja — eitthvað, sem einmitt honum einum hefur verið trúað fyrir að segja og frambera fyrir aðra.“ En hugleiðingar Einars Jóns- sonar um listir eru ekki það sem eftirminnilegast verður eftir lest- ur bókarinnar. Maður fagnar ýms- um athugunum hans, oft æði ná- kvæmum, á umhverfi og fólki. Meðal þess sem hnýsilegt er af þessu tagi er frásögn Rómarfarar i upphafi aldarinnar. Marie Dine- sen sem skaut skjólshúsi yfir Ein- ar Jónsson blankan er til dæmis sveipuð einhverri æðri birtu, verð- ur allt að því trúarleg. Svo er um fleiri vini og velgjörðarmenn Ein- ars. í Rómarförinni er líka inn- skot um Arnold Böcklin sem Einar fann til skyldleika með, frásögnin í dulrænum anda eins og hæfir. Sýnin í Péturskirkjunni, um rauðklæddu stúlkuna sem var „svo dásamlega fögur, að hún flæmdi strax allan frið úr minni sál“ er einnig meðal þeirra frásagna Ein- ars sem gæddar eru lit. Það sem Einar skrifar um hina þolinmóðu og tryggu unnustu sina, Önnu, sem jafnan beið hans og varð síðar kona hans er falleg ástarsaga, ákaflega hljóðlát, en töfrandi vegna þess hve sönn hún er. Ýmis brot Minninga sýna að Einar Jónsson gat verið snjall rit- höfundur. Hann kann m.a. listina að segja mikið í fáum orðum. Einar Jónsson gaf þjóð sinni ævistarf sitt, með vissum skilyrð- um þó. Um þetta má lesa í Erfða- skrá mín, lokakafla Minninga. Meðal skilyrðanna er „að verk mín verði aldrei send á neinar sýn- ingar, hvorki utanlands né innan". Eitt skilyrði er svona: „Ekkert má gera til þess að lokka fólk að safn- inu, ef svo skyldi verða, að heim- sókn fólks rénaði." Útgáfa Skuggsjár á Minningum — Skoðunum er vönduð og hin eigulegasta bók. Allsherjar markleysa Hljóm- plotur Siguröur Sverrisson MSG Live ('hrysalis/Steinar hf. Michael Schenker er óútreikn- anlegur maður, rétt eins og Khadafy Líbýuleiðtogi. Schenker veit vel að hann er afbragðsgít- arleikari (þ.e. hann sjálfur, ekki Khadafy). Hann veit líka mæta- vel, að hann gaf út fremur mis- heppnað tvöfalt tónleikaalbúm 1981. Hann veit ennfremur að Gary Barden er takmarkaður söngvari, sýndi það best á tvö- falda tónleikaalbúminu. Samt gefur þessi maður út aðra hljómleikaplötu með Barden í broddi fylkingar. Þetta er nokk- uð, sem ég gæti ekki fengið skilið þótt há greiðsla væri í boði. E.t.v. væri möguleiki á að skilja þessa tiltekt og þá kannski Schenker hinn geðtæpa ef þessi hljómleikaplata, sem tekin var upp í Hammersmith Odeon sl. haust, væri eitthvað til þess að taka bakföll yfir. Svo er hins vegar ekki. Þessi plata er síst betri en tvöfalda albúmið. Skipt- ir engu þótt Klaus Meine og Rudolf Schenker (bróðir hins firrta) slengi sér á svið í lokalag- inu, Doctor, doctor. Reyndar kemur þar í Ijós, að Meine hefði betur sungið öll lögin. Barden getur skakklappast f gegnum stúdíóplötur en á tónleikum er hann nánast vonlaus. Fjögur laganna á þessari nýju tónleikaplötu er að finna á tvö- falda albúminu. Þar á meðal er auðvitað Doctor, doctor, sem fylgt hefur Schenker eins og skugginn í rúman áratug. Það, að fjögur laganna skuli hafa komið út á tónleikaplötu með Schenker áður, er ekki góður vitnisburður fyrir tónleikaplötu, sem aðeins inniheldur 9 lög. I flestum tilvikum er nýja útgáfan að auki lakari en sú gamla. Þetta hefur verið reiðilestur hinn mesti. Það er ekki að ástæðulausu að manni gremst, sér í lagi þar sem Schenker hef- ur alla tíð verið uppáhaldsgítar- leikari minn f þungarokkinu. Þrátt fyrir afburðahæfileika á Flying V-gítarinn er maðurinn meingallaður í höfði. Það þarf enda eitthvað slíkt til þess að gefa út jafn mark- og tilgangs- lausa plötu og þessa og hananú. Flest lögin of seint á ferð Ýmsir flytjendur í bítið Skffan Það er ekkert lát á safnplötu- regninu fremur en sumarvæt- unni árvissu, sem er alla lifandi að drepa (a.m.k. hér á höfuð- borgarsvæðinu). f bítið heitir nýjasta safnplatan frá Skffunni og ef marka má þá reglu, sem skapast hefur við vinsældir safnplatna, á 1 bítið ekki eftir að ná umtalsverðum vinsældum. Skýringin er einföld: meirihluti laganna er orðinn of gamall. Þegar talað er um að eitthvað sé gamalt í poppinu þarf ekki nema 3 mánuði til. Meginþorri laganna á plötunni f bítið er því marki brenndur að vera of gamall. Kannski ekki endilega 3 mánuðum of seint á ferðinni en of seint samt. Lög á borð við Automatic með Point- er-systrum, Strákarnir á Borg- inni með Bubba, Adult Educat- ion með Hall og Oates og reynd- ar fleiri eru of seint á ferðinni til að vekja athygli. Það sem gerir það að verkum að f bitið nær tæplega miklum vinsældum er einnig sú stað- reynd að nýju lögin eru engan veginn nógu sterk til að skyggja á þau, sem búið er að kyrja sund- ur og saman. Nick Lowe er með nýtt (!?) lag en samur við sig og stelur meira en hann semur sjálfur. Lag Earthu Kitt, I Love Men, dugar ekkert. áleiðis í sam- anburði við Where Is My Man? og lagið hans Taco er sárþreytt. The Mood halda uppi merki þeirra, sem eru með ný lög. Ef notuð væri einkunnagjöfin illræmda myndi f bítið ekki ná nema 2 stjörnum og fjórðungi betur. Það er ekki góður árang- ur. Hugtök Erlendar bækur Siglaugur Brynleifsson Dictionary of Religions. Edited by John R. Hinnells — Dictionary of Sociology. Nicholas Abercombie, Stephan Hill and Bryan S. Turner. Dictionary of Design and Designers. Simon Jervis. Roget’s Thesaunis. New Edition completly revised, updated and abridged by Susan M. Lloyd. Penguin Books 1984. Þrjú fyrstu ritin eru ný af nál- inni, fyrsta útgáfa, það fjórða er alkunn orðabók, sem kom fyrst út 1852 og hefur margsinnis verið endurútgefið, endurskoðað og breytt, þetta er nýjasta gerðin í fyrstu útgáfu. Dictionary of Religions er ætlað og heiti þörfum þeirra, sem óska upplýs- inga um hugmyndir og kenningar trúarbragða. Rannsóknir á kenn- ingum og boðunum hinna marg- víslegu trúarbragða hafa tengst sálfræðirannsóknum og kenning- um og almennt hefur áhugi manna aukist á hinum svonefndu frumstæðu trúarbrögðum, m.a. í sambandi við mannfræðirann- sóknir, félagsfræði og hugmynda- fræði. Hér er leitast við að skýra og skilgreina heiti og hugtök og einnig að lýsa inntaki trúarbragð- anna í lengri greinum. Tuttugu og níu fræðimenn af margvíslegu þjóðerni hafa unnið að eða lagt til greinar í þessa bók. Höfundarnir eru heimspekingar, sagnfræðingar, fornfræðingar, listfræðingar og guðfræðingar en þegar allt kemur heim, þá snertir trúarbragðasagan flestar húman- ískar fræðigreinar meira og minna. Ritinu fylgja mjög ítarleg- ar bókaskrár og er vitnað til þeirra í greinunum. Þetta er mjög þarft rit. Dictionary of Sociology er ekki aðeins uppsláttarrit um hugtök og heiti í félagsfræði heldur einnig staðhæfingar um hvað hugtakið félagsfræði spannar. Hugtakið er vítt og snertir aðrar greinar, t.d. sagnfræði og hagfræði. Hugtakið var fyrst notað af Auguste Comte 1824 og var orðið alkunnugt með fyrirlestrum hans undir lok fjórða áratugar 19. aldar, var notað í stað eldra hugtaks, „physique sociale". Félagsfræði getur auðveldlega notast f pólitfskum tilgangi, hugmyndir manna um samfélagið og rannsóknir á sam- félögum eru á valdi þess sem stundar t.d. samfélagslegar rann- sóknir, spurningarnar geta auð- veldlega mótað svörin. Sumir telja félagsfræði einhvers konar hlið- argrein sagnfræðinnar, aðrir vilja að „samfélagsfræðin“ spanni sagnfræði og landafræði o.fl. o.fl. Félagsfræðin býður fremur öðrum fræðigreinum upp á snjalla með- höndlan og einnig aumasta sparðatíning og þröngsýni. Það er mikill reginmunur á umfjöllun Webers, Durkheims og Paretos eða einhverra samfélagsfræðigutl- ara sem geta varla reist hausinn upp úr grófustu vúlgær-efnis- hyggju eða vúlgær-marxisma. Atakanlegustu dæmin um mis- notkun þessarar fræðigreinar má finna í rannsóknaraðferðum hennar í „þriðja heiminum", þar sem beitt er aðferðum sem geta gengið að mjög takmörkuðu leyti í þróuðum ríkjum en virka sem fá- ránlegt gutl og endileysa við ann- arlegar aðstæður framandi menn- ingarheima. Þetta er ágætt uppsláttarrit, sett saman af kunnum fræði- mönnum, ítarlegar bókaskrár fylgja. Dictionary of Design and De- signers er uppsláttarrit um hönn- uði og listiðnað frá 1450 og fram á okkar daga. Handiðnir voru ein grein listar og jafnvel einföldustu verkfæri báru með sér smekk þess sem mótaði þau. Höfundarnir leit- ast við að safna hér saman skrá yfir þá einstaklinga sem eitthvað er vitað um í þessari grein listar í Evrópu og Bandaríkjunum á þessu tímabili. Þeir stunduðu leirkera- og postulínsgerð, húsgagna- og verk- færasmíðar, járnsmíðar, vefnað, útskurð, bókaskreytingar og ýmis- konar skreytilist innanhúss og utan. Höfundarnir fjalla um þessi efni og þá einstaklinga sem stund- uðu þennan listiðnað. Nú á dögum hefur fjöldaframleiðsla tekið við af handunnum gripum, þótt enn gefist framleiðsla, sem er unnin af handverksmönnum, en verk þeirra voru og eru merkari framleiðsla og listrænni en margt af þeirri framleiðslu sem gengur undir nafninu „listsköpun" nú á dögum. Þetta er ágætt uppsláttarrit og höfundar hafa unnið brautryðj- endastarf með gerð þessa rits í því formi sem það er í. Það er óþarfi að fara mörgum orðum um „Roget’s Thesaurus“, þá bók þekkja allir sem eitthvað hafa gruflað í ensku og þeir, sem ekki þekkja ritið, ættu að fá sér það strax.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.