Morgunblaðið - 28.07.1984, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 28.07.1984, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 1984 17 Þróun til módernisma Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Skírnir. Tímarit Hins íslenska bókmenntafé- lags. 157. ár. Ritstjóri: Ólafur Jónsson. 1983. í Skírni 1983 er ritgerð eftir Matthías Viðar Sæmundsson: Að vera eða ekki. Ritgerðin er könnun á smásögum eftir Gest Pálsson og Sigurð Nordal: Vordraumi og Lognöldum. Könnunin er gerð „með það fyrir augum að varpa örlitlu ljósi á þróun til módern- isma í íslenskum nútímabók- menntum" eins og höfundurinn kemst að orði. Sögurnar hafa orð- ið fyrir valinu, „ekki síst vegna þess að viðfang þeirra er í raun hið sama: lífsfirring". Til glöggvunar er nauðsynlegt að kynna sér málflutning höfund- ar betur: „Báðar sögurnar kryfja lífs- vanda og sálarklofning, lýsa tog- streitu reglu og öngþveitis í mann- legri tilveru og hnitast um sams- konar mótsetningar. Engu að síð- ur eru þær frábrugðnar hver ann- arri, heimsmynd og mannskiln- ingur af ólíkum toga. í anda raunsæisstefnunnar lýsir Gestur Pálsson mannlegum örlögum í fé- Hemmi Gunn frískur og fjörugur Hljóm otur Eli 9 lagslegu samhengi og sækir gall- aða mannfélagsskipan tii saka. Sigurður Nordal leitar hins vegar rótanna í tilvistinni sjálfri og er að því leyti einn af boðberum til- vistarlegrar hugsunar i íslenskum bókmenntum. Annar skoðar ein- staklinginn í mannskemmandi umhverfi; hinn kryfur afstöðu ein- staklingsins gagnvart eigin til- vist.“ Það sem Matthíasi Viðari Sæ- mundssyni tekst ágætlega að sýna fram á er að þeir Gestur Pálsson og Sigurður Nordal „standa á krossgötum", eru „menn tveggja heima". Þeir eru hefðbundnir, hálfir í gömlum tíma og gömlum viðhorfum. Stíll þeirra er ekki í anda heimsmyndarinnar. En þró- unin til módernisma er vissulega augljós í verkum beggja, einkum Sigurðar Nordals. Þarf ekki annað en rifja upp brot úr ljóðinu sem birtist í Lognöldum: Mánans frostkalda fölva sigð hefur saxað hjarta mitt í hundrað parta, og ég fann dofa í sárunum en engan sviða. Þróun til módernisma er allra síst höfuðviðfangsefni Skírnis að Efterveer eftir Merete von Eyben Erlendar bækur Matthías Viðar Ssmundsson. þessu sinni. Það væri til of mikils mælst. Fræðimenn Skírnis eru fornir í sér eins og heiti ritgerða bera með sér: óresteia á íslandi, Kveðið um Ólaf helga, Islenskt saltarablað í Svíþjóð, Snörp bitu járn, Tveir höfundar Egils sögu og Helgisögur, mælskufræði og forn frásagnarlist. Þó eru hér ritgerðir sem standa nær nútimanum: Mál- rækt, bókmenntir og fjölmiðlar og Siðferði, samfélag og manneðli. Eftir lát ritstjórans, Ólafs Jónssonar, vitum við ekki hvaða stefnu Skírnir mun taka. En von- andi verður áfram pláss fyrir rit- gerðir eins og Að vera eða ekki eftir Matthías Viðar Sæmundsson. Jóhanna Kristjónsdóttir Merete von Eyben: Efterveer, skáldsaga Útg. Lindhardt og Ringhof Danskir kvenrithöfundar eru alltaf að skrifa um hlutskipti kvenna, stöðu konunnar í nútíma- þjóðfélagi, sem einkum felst í kyn- ferðislegri kúgun. Æ, það er svo þreytandi. Konurnar í þessar bók Merete von Eyben eru samt ekki kynferðislega kúgaðar — nema ef það er kúgun að vera sólgnar í slíkar aðgerðir, þær eru ekki siður áfjáðar en karlmenn sýnist mér og náttúra fólks í þessari bók er hreint með ólíkindum — oftast. Bókin skiptist í nokkra kafla, sem hver fjallar um samskipti kynjanna — yfirleitt eru þær lýs- ingar ekki beinlinis nýmeti þegar á líður. Merete von Eyben er kannski með þessari bók að sýna fram á að konur eru háðar sexinu ekki síður en karlar. Kannski er þetta ekki ádeila á karlmennina þegar öllu er á botninn hvolft. Konurnar birtast mér satt að segja á síðum bókar- innar ansi kynferðislega sinnaðar og þarf ekki að hafa mikið fyrir af hendi karlmanna til að þær fari að láta öllum illum látum. Ég hef lesið nokkrar bækur eftir þennan höfund og Merete kann að skrifa. En hér er eiginlega gengið full langt. Hvaða erindi ætli þessi bók eigi. Kannski á hún að hneyksla lesandann. Mér er það satt að segja ekki alveg ljóst í hvaða tilgangi hún gæti verið skrifuð annars. Cterkurog k-/ hagkvæmur auglýsingamiöill! Árni Johnsen Hemmi Gunn er ekkert að fikta við það að gíra niður þar sem hann fer um hlöð, enda fer það honum vel að bruna létt og leik- andi um brautir mannlifsins, þrumuhress og eldfjörugur. Á hinni nýju plötu hans, Hemmi Gunn, frískur og fjörugur, tekur hann fyrir mörg góðkunn lög spinnur þau upp með sinni al- kunnu geislandi framkomu, kemur siglandi út úr þokunni og allir skýjabólstrar og öll svartsýnis- sjónarmið hljóta að hverfa eins og dögg fyrir sólu. Þórir Baldursson, Björn Thoroddsen og fleiri góð- kunnir koma við sögu í undirleik og útsetningum, enda auðheyrt að þar fara vanir menn. Þá tekur Helgi Péturs þátt í galskapnum og syngur Þú eina hjartans yndið mitt með Hemma og er þar farið á fullu í 5. gír eins og segja má að sé stíll þessarar skemmtilegu plötu, sem Hemmi kallar reyndar sam- kvæmisplötu. Á hlið 2 syngur Hemmi 6 lög og ljóð eftir Gylfa Ægisson og það er ekkert verið að dóla þar á toginu fremur en ætla má af fyrirbærinu Hermanni Gunnarssyni. Þar má fyrst telja hið gamalkunna lag Gylfa um Árna Valdason frá Vest- mannaeyjum, sem hann samdi í kjölfar þess að lag og ljóð Ása í Bæ, Göllavísur, sigldi fram á öldur hljóðvakans. Þetta er að sjálf- sögðu lagið Minning um mann, sem small í æð þjóðfélagsins á sín- um tíma um mitt sumar. Það er selta í sjómannasöngvum Hemma þótt hann hafi ekki langa reynslu til sjós. Ég minnist þess að hafa skólað hann til einn dag í suðvest- anátt á Sundunum bláu. Þá fórum við á hraðbátnum Trana í Grön, sigldum í kjölfarið á hraðskreið- asta hafnsögubátnum, og demdum okkur síðan fram af öldunni og tókum stefnuna á Gísla Árna sem var að sigla út Sundin, spjölluðum drykklanga stund við Eggert skip- stjóra þar sem við sigldum sam- síða á 12 mflna ferð. Hemmi Gunn, frískur og fjörug- ur, stendur fyllilega undir nafni og rúmlega það, þrumufjörug plata eins og við var að húast. FLUORIDEAItt sérfræðinganna Kggurfyrk Fluoride Plus Signal 2 er framleitt í samræmi við eina blönduna sem sérfræðinga- hópurinn, sem minnst er á hér við hliðina, rannsakaði. í henni er þó 40% meira af flúorupplausn. Sérfræðingar í tannvernd og tannsjúkdómum hafa fengið verk- efni fyrir Alþjóðlegu heilbrigðismála- stofnunina (WHO). Þeir hafa stað- fest að vissar tannkremsblöndur draga úr tannskemmdum. (Sjá: Bulletin of World Health Organis- ation, 60 (4): 633-6381982). .1*^3 MORE FLUOROE PLUS XP SIG 55 lme2ísiJte^ Sterkar/ /ínur hjá /vérjbt/ða Sferkari wnnur hjá þén

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.