Morgunblaðið - 28.07.1984, Side 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ1984
Þriðjungur eiturlyfja
í Bandaríkjunum næst
Deover, Cólórado, 27. júlí. AP.
YFIRMAÐUR bandarísku fíkni-
efnalögreglunnar, Francis M. Mull-
en, sagði í dag, að mikill árangur
hefði náðst í baráttunni gegn ólög-
legri eitulyfjasölu. Ætlaði hann, að
um 30-40% ólögiegra eiturlyfja væri
nú gerð upptæk árlega í Bandaríkj-
unum.
Mullen gerði lítið úr efni
skýrslu, sem unnin var á vegum
bandaríska þingsins á síðasta ári.
þar er því haldið fram að einungis
hefðu verið gerð upptæk 10%
þeirra sterku efna og 16% af
maríjúana á tímabilinu 1977—82,
sem smyglað er til Bandaríkjanna.
Mullen sagði að um 53% meira
magn af kókaíní og 33% af heróíni
hafi verið gert upptækt í fyrra
miðað við 1982. Neysla kókaíns er
nú talið mesta eiturlyfjavandamál
Bandaríkjamanna, en síðan kemur
heróín og þar á eftir maríjúana.
Carrington ræðir
við gríska leiðtoga
Aþeoo, 27. jólí. AP.
CARRINGTON lávarður, hinn nýi
framkvæmdastjóri Atlantshafs-
bandalagsins, varaði í dag við of
mikilli bjartsýni varðandi lausn
deilumáls Grikkja og Tyrkja um
hernaðarlegt eftirlit á Eyjahafi.
Carrington kvaðst hafa fengið
staðgóðar upplýsingar, að því er
varðaði þetta deilumál, í tveggja
daga viðræðum sinum við gríska
ráðamenn í Aþenu. „Ef auðvelt
væri að greiða úr þessum erfið-
leikum, hefði það verið gert fyrir
löngu,“ sagði hann. „Við verðum
að halda áfram tilraunum okkar
til að ráða fram úr þessu," sagði
Carrington á blaðamannafundin-
um.
Tvær járnbrautarlestir rákust nýlega á skammt frá Ljubljana í Júgóslavíu. Farþegar í lestunum voru
1.500 og margir þeirra slösuðust. Myndin sýnir hvernig umhorfs var eftir slysið.
Carrington lávaröur: Ráðamenn í
Aþenu vona aö hann verði hliðholl-
ari Grikkjum en Josef Luns, sem
þeir töldu draga taum Tyrkja í deil-
um þjóðanna.
Hin sósíalíska ríkisstjórn
Andreasar Papandreou telur að
NATO dragi taum Tyrklands í
þessu máli, svo og varðandi deilu
ríkjanna um stöðu grísku eyjar-
innar Lemnos.
„Grikkland og Tyrkland verða
að finna lausn á Lemnos-málinu.
Það verður ekki leyst einhliða. En
við gætum lagt lið við að finna
lausnina,“ sagði Carrington.
Grikkland hefur herflugstöð á
Lemnos, samkvæmt samningi frá
1936, sem kom í stað alþjóðasam-
komulags sem áður gilti og kvað á
um bann við hvers kyns hernað-
armannvirkjum á grískum eyjum
við strönd TVrklands.
Carrington átti 45 mínútna við-
ræður við Papandreou forsætis-
ráðherra, sem einnig gegnir emb-
ætti utanríkisráðherra, og sagði
gríski forsætisráðherrann á eftir,
að viðræðurnar hefðu farið fram
„í anda einlægni og velvildar".
Grískir embættismenn hafa lát-
ið í ljós vonir um, að málstaður
Grikklands muni fremur eiga upp
á pallborðið hjá Carrington en
verið hafi hjá fyrirrennara hans í
embætti, Joseph Luns, sem hafi
verið hliðhollur Tyrkjum.
Handtóku fímmtán
vörubifreiðastjóra
Berlín, 27.júlí. AP.
AUSTUR-þýska öryggislögreglan
handtók 15 vörubifreiðastjóra, sem
sótt höfðu leyfi um að fá að flytja til
Vestur-Þýskalands og 10 stjórnar-
Baily sýknaði í dag breskan flugmann,
sem ákæröur var fyrir að hafa látið
fegurðardís frá Kýpur 1 té hernaðar-
leyndarmál. Átti flugmaöurinn að hafa
haft við mök við konuna, sem sögð var
sýrienskur njósnari, í staðinn fyrir upp-
lýsingarnar.
Flugmaðurinn, Paul Davis, sem er
sérfræðingur f fjarskiptamálum,
neitaði að hafa miðlað hernaðar-
leyndarmálum, en þegar hann var
yfirheyrður játaði hann og kvaðst
andstæðingar voru dæmdir í fang-
elsi fyrir skömmu að sögn eftirlits-
nefnda og vináttusamtaka austur-
þýsku friðarhreyfingarinnar, sem að-
hafa látið fegurðardísinni í té mik-
ilvægar upplýsingar. Davis sagðist
þó fyrir rétti hafa logið, þar sem
hann hefði hræðst þá sem yfir-
heyrðu hann, enda hefðu þeir hótað
að misþyrma honum.
Umraedd fegurðardís, sem fæddist
í Ungverjalandi og nefnd var af
bresku blöðunum Mata Hari, kom
fyrir dómstólinn og neitaði öllum
ákærum um að hún væri njósnari
Sýrlendinga. Hún kvaðst heldur ekki
vera kommúnisti, og aldrei hafa átt
mök við Davis.
setur hafa í Vestur-Berlín.
Eftirlitsnefndirnar, sem kennd-
ar eru við 13. ágúst, eða þann dag,
sem byrjað var að reisa Berlín-
armúrinn, skýrðu frá því að ör-
yggislögreglan hefði tekið vöru-
bifreiðarstjórana höndum einung-
is stundu eftir að þeir höfðu sam-
eiginlega sótt um leyfi til að flytja
úr landi.
Að sögn nefndanna voru vöru-
bifreiðarstjóranir handteknir um
miöjan júní og eru þeir enn í
haldi.
Vináttsamtök austur-þýsku
friðarhreyfingarinnar gerðu
kunnugt í dag, að 10 stjórnar-
andstæðingar frá Austur-Berlín,
Jena og Gera, hefðu verið dæmdir
í fangelsisvist eftir að borið út
flugurit, þar sem stefnu austur-
þýsku stjórnarinnar er mótmælt.
Hefðu þeir verið dæmdir í 8 mán-
aða til 2 og hálfs árs fangelsi fyrir
„ólögleg samskipti, og gefið að sök
að hafa safnast saman í ólöglegum
tilgangi“.
Breti sýknaður
af njósnakærum
Lundúnum, 27. júlí. AP.
KVIÐDÓMUR sakamáladómstóls Old
„Ponsjo“-vopna-
geymsla í Perú?
Lima, Perú 27. júlí. AP.
HERSTJÓRNIN í Ayachucho í
Perú, þar sem skæruliöar gegn
stjórn landsins hafa verið hvað að-
sópsmestir, hefur lagt bann við að
íbúar á þessu svæði klæðist hinum
hefðbundna bændabúningi „ponsjo“
þar sem að Maosinnaðir skæruliðar
hefðu margsinnis orðið uppvísir að
því að fela byssur og sprengiefni
undir þessum efnismikla og nær
ökklasíða búningi.
Þessi fyrirskipun vakti mikla
gremju meðal almennings, enda
hafa margir fátæklingar á þessu
sviði ekki mörg önnur fataplögg
en ponsjoið.
Fyrirskipun var gerð um sama
leyti og skæruliðarnir boðuðu
þriggja daga verkfall til að reyna
aö trufla hátíðahöld i landinu á
laugardag, en þá er þjóðhátíðar-
dagur landsins. Talsmaður þjóð-
varðliðsins i Lima sagði i dag að
tuttugu þúsund manns hefðu verið
handteknir nú i vikunni og væri
flest þetta fólk grunað um að hafa
ætlað að efna til uppþota í Lima á
þjóðhátíðardaginn. Af þessum 20
þúsund eru sagðir 50 skæruliðar.
Sleppt eft-
ir fímmt-
án ár í
fangelsi
Geoffrey Mycock, sem hér sést
á myndinni, var nýlega náðaður
þegar hann hafði setið í fangelsi
í 15 ár. Eins og frá hefur verið
skýrt í blaðinu var hann dæmd-
ur til dauða 1969 fyrir að myrða
84 ára gamla konu. Sérfræðing-
ur að nafni Alan Clift, sem síðar
reyndist vafasamur vísindamað-
ur, bar vitni í réttarhöldunum og
vitnisburður hans leiddi til þess
að Mycock var dæmdur til
dauða.
Papandreou hefur ítrekað lýst
yfir, að Tyrkland sé miklu meiri
ógnun við öryggi Grikklands en
Varsjárbandalagsríkin í norðri.
míTh
ERLENT
Austur-Þýskaland:
James Mason
James
Mason
látinn
Luuuae, 27. júlf. AP.
í MORGUN, fóstudag, lést hér í borg
breski leikarinn James Mason, 75 ára
að aldri. Varð hjartasjúkdómur honum
að aldurtila.
James Neville Mason fæddist
hinn 15. maí árið 1909 í Hudders-
field í Englandi. Hann lék í yfir 100
myndum á u.þ.b. hálfrar aldar leik-
ferli sínum.
Mason hóf arkitektanám á unga
aldri, en sneri sér fljótt að leiklist.
Hann lék bæði í Old Vic-leikhúsinu í
London og Gate-leikhúsinu I Dublin,
áður en hann hóf kvikmyndaleik ár-
ið 1935. Eftir ríflega áratugar starf
í Bretlandi fluttist hann til Banda-
ríkjanna og lék í Hollywood-kvik-
myndum.
Meðal kvikmynda sem James
Mason lék í má nefna „The seventh
Veil“, sem gerð var árið 1945, „Juli-
us Caesar" 1953, „A Star is Born“
1954, „Journey to the Center of the
Earth“, eftir sögu Jules Verne, 1959,
og „Lolitu“, sem Stanley Kubrick
gerði árið 1962 eftir frægri sögu
Vladimir Babokovs, en Mason var
rómaður í hlutverki Humbert
Humberts prófessors. Af nýjustu
myndum sem Mason lék í má nefna
„The Verdict" þar sem hann lék
aukahlutverk á móti Paul Newman.