Morgunblaðið - 28.07.1984, Side 31

Morgunblaðið - 28.07.1984, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ1984 31 75 ára: Sæmundur Sigurðs- son málarameistari Tíminn smáþokast áfram, án þess að eftir því sé tekið, það er einna helst við timamót sem hug- urinn leitar til baka og einmitt þannig stendur á í dag, þegar vin- ur minn og stéttarbróðir, Sæ- mundur Sigurðsson, hefur lifað sitt 75. ár, en hann er fæddur í Reykjavík 28. júlí 1909 og hér í bænum hefur hann lifað og starf- að og fylgst með þeirri þróun, sem orðið hefur frá litlu bæjarfélagi í borgarþjóðfélag. Foreldrar hans voru þau hjónin Guðrún Sigurðardóttir og Sigurð- ur Guðmundsson, pípulagninga- meistari. Það mun hafa verið í kringum 1920, sem við Sæmundur sáumst fyrst. Við vorum þá í hópi ungra áhyggjulausra barna að leik og starfi í smiðjuportinu, sem svo var nefnt, og bar nafn af járn- Tengdamóðir mín, Arnheiður á Efri-Brú, varð nýlega áttræð. Hún fæddist 14. júlí 1904, ein hinna þekktu dætra Laugarvatnshjóna, Böðvars og Ingunnar. Systurnar sem upp komust voru 11 og 1 bróð- ir. Á hinu þjóðlega menningar- heimili að Laugarvatni ólst hún upp í stórum systkinahópi. Ýmsar minningar frá æskuheimili sínu hefur hún skrásett og sumt af því hefur birst á prenti. Þar getur hún þess að börnin hafi verið áminnt um „þegnskyldu, orðheldni og drengskap". Sannarlega gott vega- nesti. Arnheiður naut lítillar skóla- göngu umfram skyldunám. Var þó hluta úr vetri við hannyrðanám í Reykjavík og svo vel nýttist henni námið að hún varð fyrsti handa- vinnukennari kvenna við Laugar- vatnsskólann. Þá dvaldist hún i Þýskalandi við nám og störf í tæpt ár og æ síðan hefur hún haldið sambandi við forstöðukonuna með bréfaskriftum og heimsóknum. Þótt skólagangan væri stutt varð menntunin góð. Það var sjálfs- menntun eins og hjá mörgum af hennar kynslóð. Arnheiður er vel lesin í sögum og þó sérstaklega ljóðum eldri skálda. Hún er ritfær og skrifar fagra hönd. Þá hefur hún mikinn áhuga á listviðburðum og sækir myndlistarsýningar. Árið 1930 giftist Arnheiður Guðmundi Guðmundssyni á Efri- Brú og hófu þau búskap þar. Aðal- starf hennar hefur verið húsmóð- urstarf á stóru sveitaheimili og hún hefur gegnt því með sæmd í rúma hálfa öld. Það ætla ég að jafnræði hafi verið með þeim hjónum um flesta hluti og þegar ég kom fyrst að Efri-Brú 20 árum síðar er mér enn í minni hversu jörðin var vel setin. Þar voru þá þegar reisulegar byggingar, víðlend tún og rekinn hagsældarbúskapur. Snyrti- mennska réð ríkjum bæði utan dyra sem innan. Hitt var þó meira um vert hversu höfðinglega gestum var tekið. Húsmóðirin gekk um beina með þeim virðuleik og háttvisi sem aldrei síðan hefur út af brugðið. Húsbóndinn var ræðinn, sjálfmenntaður og fjölfróður. Hann gat rætt jafnt við unglinga sem fullorðna og kunni þá list að láta engum leiðast. Heimilisbrag- ur var allur til fyrirmyndar. Mér sem öðrum var hlýlega tekið og ég var stoltur af því að tengjast þess- ari fjölskyldu. Börn þeirra eru fjögur: Stein- unn Anna sem býr í Borgarfirði, Ingunn og Guðmundur, búsett í smiðju, sem frændi hans, Jón Sig- urðsson, átti á baklóðinni við hús- ið að Laugavegi 54. Þarna komum við börnin sam- an, sem áttum heima þar i ná- grenninu, og fengum að njóta okkar við leiki og frjálsræði, þar sem hættur voru næsta óþekktar, jafnvel þótt leikir okkar bærust út á aðalgötu bæjarins, Laugaveginn. Það var þá helst að varast, þegar hestvagnar fóru um veginn. Minningarnar eru ljóslifandi frá þessum æskuárum, en fyrr en varði tvístrast hópurinn, nýr heimur var i sjónmáli, sem krafð- ist af okkur ábyrgðar gagnvart framtíðinni og einmitt þannig at- vikaðist það að við Sæmundur hittumst aftur i sameiginlegu stéttarfélagi, þar sem við höfum Reykjavik, Böðvar, býr i Brúar- holti. Þótt stórbúskapur með miklum umsvifum væri ætíð rekinn á Efri-Brú var íslensk gestrisni þar í hávegum höfð. Fjöldi fólks bæði innlendra og erlendra sótti þau heim og þó að hlutur beggja sé þar stór fór ekki hjá því að mest mæddi á húsmóðurinni. Gest- gjafahlutverkinu gegndi hún ávallt með tíguleik og jafnaðar- geði. Ekki þarf að efa að vinnu- dagurinn var oft Iangur. Því meiri furðu vekur víðlesni hennar og fróðleikur. Þá hefur það verið tímafrekt að annast um stóran trjá- og blóma- garð, enda gert af vandvirkni og umhyggju fyrir gróðrinum. Á seinni árum hefur hún haft tækifæri til að ferðast um landið og þannig notið fegurðar þess. Henni hefur líka skilist „að hver einn bær á sina sögu“ og á ferðum sínum tengir hún saman landið og sagnfræðina. Þegar ég las íslendingasögur í bernsku þótti mér Auður djúp- úðga fyrirmynd fornkvenna að virðingu allri. Hún leið ekki bræðrum sínum né öðrum meðal- mennsku. Tengdamóður minni hef ég skipað á bekk með þessari konu. „Nú skulu þér taka umbun verka yðvarra", sagði Auður við menn sína. Sú er mín ósk að Arn- heiður njóti í ellinni verka sinna. Ef svo fer verður ellin henni góð. Það var og skemmtileg tilviljun að hún skyldi velja sér í afmælisgjöf ferð um sögustaði I Dölum og á Snæfellsnesi. Ég kom því ekki við að taka í hönd hennar á afmælisdaginn en þessi fáu orð eiga að flytja henni hamingjuóskir og þakklæti fyrir frábær kynni og móttökur á Efri- Brú. Guðlaugur Torfason starfað saman að áhugamálum okkar fram á þennan dag. Sæmundur hóf nám í málaraiðn hjá Guðbergi Jóhannssyni mál- arameistara árið 1929 og lauk prófi í iðninni árið 1933. Það kom fljótt í ljós hjá Sæmundi þegar hann fór að starfa í sínu stéttarfé- lagi að hann yrði liðtækur félags- málamaður. Fljótlega valdist hann til trún- aðarstarfa og hefur verið alla tíð í fremstu víglínu, þar sem hann hefur starfað að félagsmálum. Oft var gustur í kringum hann í félagsstarfinu, eins og oft vill verða um þá menn, sem láta að sér kveða og hafa einhverja meiningu, sem þeir beita til þess að þoka málefnum eitthvað á leið. Svo mikið er víst að hann hefur notið mikils álits hjá stéttar- bræðrum sínum í gegnum árin, þar sem honum hafa verið falin velflest þau trúnaðarstörf, sem fyrirfinnast í einu stéttarfélagi. Sæmundur er sérstaklega þægi- legur í samstarfi, hann hefur létta lund, er tillögugóður, hugmynda- ríkur, ákveðinn í skoðunum og fer létt með að koma þeim á framfæri við hin ýmsu tækifæri. í stuttri afmælisgrein verða ekki öll félagsmálastörf Sæmund- ar talin, en þess skal getið að hann var gerður að heiðursfélaga Mál- arameistarafélags Reykjavíkur 1979 og hefur verið heiðraður fyrir félagsstörf af ýmsum félagasam- tökum, sem hann hefur starfað fyrir á liðnum árum. Sæmundur er mjög fjölhæfur kunnáttumaður í sinni iðngrein og hefur alla tíð hvatt til aukinnar færðslu innan sinnar stéttar. Hæfileikar hans og kunnátta komu að góðum notum, þegar hann um tíma gerðist kennari við Málarskólann og bjó þar unga verðandi málara undir lífsstarf. Sæmundur hefur verið mikill aðdáandi myndlistar og hefur reyndar fengist töluvert við list- sköpun, sem bendir til þess að hann hefði náð langt á því sviði, ef hinn félagslegi þáttur hefði ekki tekið allan hans tíma. Það eru stéttarbræður hans hins vegar þakklátir fyrir, en samt sem áður Sveitar- stjórnarmál Sveitarstjórnarmál eru komin út. Þetta er 4. tbl. 44. árg. og er í ritinu rett við Hjálmar Vilhjálmsson, fv. ráðuneytisstjóra, áttreðan. Fjallað er um ýmis mál, al- menningsbókasöfn, tæknimál, fjármál sveitarfélaga, námskeið og ráðstefnur, svo eitthvað sé nefnt. Útgefandi er Samband ís- lenskra sveitarfélaga. Ritstjóri er Unnar Stefánsson. hefur honum unnist tími til að sinna áhuga sinum á skreytilist og hefur meðal annars haldið mörg námskeið í postulínsskreytingum víðsvegar um landið. í sínu einkalífi er Sæmundur mikill hamingjumaður og fer ekki leynt með að það hafi orðið sín mesta hamingja í lffinu, þegar hann kvæntist henni Sigríði Þórð- ardóttur frá Norðfirði. Hún er sannast sagna mikill kvenkostur. Þau hjónin eru ein- staklega samhent og áhugamálin fara vel saman, auk þess eiga þau miklu barnaláni að fagna og fjöl- skyldan mjög samhent og elsku- legt fólk. Á heimili Sæmundar og Sigríðar er gott að koma, þar ríkir einstök gleði og hjartahlýja, þar sem öllum líður vel. Á þessum tímamótum vil ég þakka þér Sæmundur fyrir langa og góða viðkynningu og ánægju- legt samstarf í áratugi, með ósk um að við hjónin megum njóta margra ánægjustunda um ókomin ár með ykkur Sigríði. Til hamingju með daginn. Kjartan Gíslason M m 1 - - m whrh mm _ ' Valid er audvelt! Þýskur hágæöavagn á frá- bæru veröi. Öryggi — Ending — Sparneytni Verð frá 390.000.- Hagstæöir greiösluskilmálar. BÍLVANGUR Sf= !.. í 1 í ! ! I HOFÐABAKKA 9 124 RGYKJAVIK • 5IMI 687300 Afmæiiskveðja: Arnheiður Böðvars- dóttir á Efri-Brú

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.