Morgunblaðið - 28.07.1984, Page 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 1984
Án lan^búnaðar,
engínn íslendingur
eftir Dagrúnu
Kristjánsdóttur
Svo einfalt er það. Við hefðum
hreinlega ekki verið til sem þjóð,
ef ekki hefði verið landbúnaður
frá fyrstu tíð til þessa dags, eða
vill einhver svara því á hverju
landsmenn hefðu getað lifað í
þessu landi í ellefu aldir án kúa og
án kinda — og þar af leiðandi án
bænda, sem orðið hafa fyrir hörð-
um árásum frá ýmsum í fjölmörg
ár?
En bændur eru þolinmóðir og
álíta sennilega að bezt sé að láta
þetta sem vind um eyru þjóta. Oft
er það góð aðferð til að kveða
niður þann draug sem upp hefur
verið vakinn, en þessi er lífseigur
og engin ellimörk á honum að sjá,
enda alinn á kjarngóðu fæði, kjöti
og mjóik. Þó að haldið sé fram
þvættingi um að landbúnaður sé
óþarfur og þjóðinni einungis baggi
á herðum, þá holar dropinn stein-
inn og mikill hluti landsmanna
virðist vera farinn að trúa þessum
vanhugsaða áróðri og telur land-
búnaðinn vera höfuðóvin íslenzku
þjóðarinnar.
En á þá þjóðin landbúnaðinum
ekkert að þakka? Vanþakklæti
hefur aldrei þótt dyggð og mér
virðist sem íslendingar gleymi því
að þeir eiga bæði bændum og búfé
líf sitt að launa allt fram á þennan
dag, hingað til hefur það ekki þótt
neitt lítið, en ef til vill eru viðhorf-
in í því sem öðru breytt og það
ekki talið þakkarvert þótt lífi sé
bjargað. Það þarf ekki að leita
langt aftur að árum til þess að sjá
og skilja sannleikann sem í þess-
um orðum mínum felast. Hvernig
fæðu neyttu fslendingar frá land-
námsöld og fram undir þennan
dag? Var ekki aðaluppistaðan kjöt
og mjólk? Og hvernig ferðuðust
menn í þessu landi allt fram undir
miðja tuttugustu öld? Voru ekki
hestarnir aðalsamgöngutækið?
Hvernig sem á allt er litið, þá eru
bændur ásamt búfé sínu undir-
staða og lífgjafar íslensku þjóðar-
innar, en nú er allt kapp lagt á það
að niða niður og ófrægja þessa at-
vinnugrein sem ætti í raun að vera
mest heiðruð allra. Sumir telja
jafnvel að leggja ætti niður alian
landbúnað og kaupa erlendis frá
allar þær vörur. En hvernig liti
það út? Tökum fyrst atvinnuna
sem þúsundir manna hafa af þess-
ari grein atvinnulífsins. Mundi
það ekki bögglast fyrir íslenzkum
stjórnvöldum að útvega aðra at-
vinnu í staðinn? Ég hef ekki tölur
um alla þá sem sinna þessum
störfum beint og óbeint, en þær
yrðu ógnvekjandi í ekki stærra
þjóðfélagi en þessu, væru þær tala
atvinnulausra og er það eitt næg
ástæða til þess að heiðra landbún-
aðinn, hve mörgum hann veitir at-
vinnu. Fyrst bændum, sem er álit-
legur hópur, síðan enn stærri hóp
sem vinnur við slátrun, úrvinnslu
kjötvara, dreifingu og afhendingu.
Sama er að segja um mjólkurvör-
ur, þar vinnur fjöldi fólks við
vinnslu og dreifingu og ekki má
gleyma ullariðnaðinum, öllum
þeim fjölda sem vinnur við hann.
Það þarf að þvo ullina, kemba,
spinna, prjóna og sauma áður en
þetta er afhent til viðskiptavin-
anna sem að stærstum hluta eru
útlendingar og fæst þar af leið-
andi dýrmætur gjaldeyrir fyrir,
sem íslendingum veitir sízt af.
Skinnaiðnaður er nokkur og ef-
laust mætti nefna fleira sem veitir
atvinnu í sambandi við landbún-
aðinn. Hvar væri allt þetta fólk
statt ef kaupa ætti allar þessar
vörur utanlands frá? Hvernig
væri þá gjaldeyrisstaða þjóðar-
innar? Gafst það svo vel á dögum
einokunarverzlunarinnar að eiga
allar lífsbjargir undir útlending-
um að það sé til að sækjast eftir I
annað sinn? Þó höfðu landsmenn
þá búfénað sinn og þurftu ekki að
vera upp á aðra komnir með kjöt,
mjólk og ull til klæðnaðar. Yrði
farið eftir ofstækisfullum áróðri
og landbúnaður lagður niður, þá
væru landsmenn háðir öðrum
þjóðum langt umfram það sem
hættulaust gæti talist.
Við flytjum inn mikið af vörum
og langt umfram það sem þörf er
á, því að mikið af þessum inn-
flutningi er hreinasta skran og al-
gjör óþarfi (hversvegna ekki að
fjargviðrast út af því, þar er gjald-
eyri og fé landsmanna sóað í gegn-
darleysi) og væri því lífi þjóðar-
innar í engu hætt, jafnvel þó að
ófyrirsjáanlegar orsakir yrðu til
þess að tæki fyrir þann innflutn-
ing, en hamingjan hjálpi þessari
þjóð, ef að þar við bættist að dag-
legar lífsnauðsynjar eins og
mjólkurvörur og kjöt væru þar á
meðal, svo og ull. Það getur allt
gerst í samgöngumálum milli
landa og ef stríð brytist út, hvar
stæðum við þá allslaus? Hvernig
hefði þetta dæmi gengið upp
1914-1918 og aftur 1939-1945?
Hver vill ábyrgjast að sama stða
komi ekki upp enn? Vissulega
vona allir í lengstu lög að þær
harmsögur endurtaki sig ekki, en
hver veit?
Það er mikið talað um offram-
leiðslu. Rétt er það að hún er meiri
en landsmenn þurfa á að halda í
bili, en fjölgar ekki þjóðinni jafnt
og þétt og fækkar ekki bændum
jafnt og þétt? Getur ekki skeð að
endar mætist áður en varir? Má
ekki líka virða það við þessa stétt
að hún reynir sjálf að stilla í hóf
framleiðslu, sér — að öllu eðlilegu
— í óhag. Bændur gangast undir
allskonar aukaskatta til þess eins
að gera þeim óhægt um vik að
framleiða umfram þörf, eða eins
mikið og þeir gætu ef þeir mættu.
Auðvitað væri það þeim í hag að
mega framleiða eins mikið og þeir
geta alveg eins og það er sjómann-
inum i hag að geta veitt sem mest.
Það mundi taka á taugarnar hjá
einhverjum að vera þannig sýnd
veiðin, en ekki gefin. Hefur nokk-
ur hugleitt það að bændur eru
eina stétt landsins sem fer ekki i
verkfall til að knýja á um hærra
verð fyrir vörur sínar, þeir heimta
ekki eða krefjast neins, eins og all-
ar aðrar stéttir landsins, og jafn-
vel örfáir menn geta valdið stór-
skaða hjá öðrum með heimtufr-
Dagrún Kristjánsdóttir
„Hvernig sem á allt er
litið, þá eru bændur
ásamt búfé sínu undir-
staða og lífgjafar ís-
lensku þjóðarinnar, en
nú er allt kapp lagt á
það að níða niður og
ófrægja þessa atvinnu-
grein...“
ekju sinni, þar á meðal hafa
bændur orðið fyrir stóru tapi
vegna verkfalla hjá öðrum stétt-
um og orðið að hella niður hundr-
uðum lítra af mjólk, en engum
dettur í hug að finnast það
ósanngjarnt. Það mundi heyrast
ramakvein um gjörvalla íslandsb-
yggð ef bændur
dirfðust að fara í verkfall til að
hafa áhrif á verðlagningu búvara,
þó að ölium öðrum stéttum sé það
bæði leyfilegt og oft lögð blessun
yfir með samúðarverkfalli ann-
arra, sem í raun kemur það ekkert
við. Það eru mörg orð og stór sem
fallið hafa í garð bænda vegna
offramleiðslu, en hve mörg og stór
yrðu þau orð ef það vantaði jafn-
mikið. Hve mörg heimilin yrðu þá
ekki að vera mjólkurlaus og kjöt-
laus langtímum saman og hvernig
yrði því tekið? Ég held að það yrðu
ekki færri óánægðir þá með fram-
mistöðu bænda ef fólk þyrfti að
fara að standa í biðröðum til þess
að fá úthlutað einhverri hungurl-
ús, sitt af hvoru, eins og gerist í
þeim löndum þar sem skortur er á
þessum vörum.
Sagt er, að hver og einn upp-
skeri eins og hann sái, en ég held
að bændur þessa lands geri það
ekki, þegar litið er á viðhorf fólks
til þessarar atvinnugreinar, því að
VERA
ÚT ER komið 3. tbl. tímaritsins Veru
1984. Stærstur hluti blaðsins fjallar
um tíðahvörfín. Rætt er um þau mál
við þrjár konur og einnig er fjallað
um hvað karlar í læknastétt hafa
sagt um tíðahvörf. I ritinu er spjallað
við Ástu Aðalheiði Garðarsdóttur
verkakonu í þættinum Konur og
vinnumarkaðurinn o.m.fl.
í bréfi til lesenda kemur fram
að hingað til hafi VERA eingöngu
verið unnin í sjálfboðavinnu, en
nú hefur Sonja B. Jónsdóttir verið
ráðin til að hafa yfirumsjón með
útgáfunni. Einnig kemur fram að
frá og með þessu tölublaði sé út-
gáfan í höndum Kvennaframboðs-
ins í Reykjavík og Kvennalistans,
sem gert hafa með sér helminga-
Frá konu
til konu
KVENNALISTINN hefur gefið út
ritið „Frá konu til konu“. Þar er að
finna frásögn af aðdraganda
Kvennalistans, nokkrar konur eru
spurðar hvað brýnast er að gera
til að bæta hag kvenna, sagt er frá
stefnu Kvennalistans o.fl. Umsjón
höfðu Kristín A. Árnadóttir,
Kristín Ástgeirsdóttir og Sigur-
björg Aðalsteinsdóttir.
Forsíða ritsins
Guðspjall dagsins:
Matt. 5.:
Réttlæti faríseanna.
DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11.00.
Dómkórinn syngur, organleikari
Marteinn H. Friöriksson. Sr.
Hjalti Guömundsson. Sunnu-
dagstónleikar kl. 17.00. Dómorg-
anistinn leikur á orgel kirkjunnar
i 3 stundarfjóröunga. Aögangur
ókeypis.
Elliheimilið Grund: Messa kl.
10.00 Sr. Árelíus Níelsson.
ÁSKIRKJA: Vegna safnaöarferö-
ar á Snæfellsnes fellur guösþjón-
usta niöur 29. júlí. Sr. Arni Berg-
ur Sigurbjörnsson.
BÚSTAÐAKIRKJA: Guösþjón-
usta kl. 10.00. Organleikari
Guöni Þ. Guömundsson. Sr.
Ólafur Skúlason.
HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl.
11.00. Organleikari Gústaf Jó-
hannesson. Sr. Karl Sigur-
björnsson. Þriöjudagur, fyrir-
bænaguösþjónusta kl. 10.30,
beöiö fyrir sjúkum. Náttsöngur á
miövikudagskvöldum fellur
niöur.
Landspítalinn: Guösþjónusta kl.
10.00. Sr. Karl Sigurbjörnsson.
HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl.
11.00. Sr. Tómas Sveinsson.
Borgarspítalinn: Guösþjónusta
kl. 10.00. Sr. Tómas Sveinsson.
KÓPAVOGSKIRKJA: Guösþjón-
usta kl. 11.00. Sr. Þorbergur
Kristjánsson.
NESKIRKJA: Guðsþjónusta kl.
11.00. Orgel og kórstjórn Reynir
Jónasson. Miövikudagur fyrir-
bænamessa kl. 18.20. Sr. Guö-
mundur Óskar Ólafsson.
SELJASÓKN: Guösþjónusta í
Ölduselsskólanum kl. 11.00. Alt-
arisganga. Ath. þetta er síöasta
guösþjónustan fyrir sumarleyfi
starfsfólks. Næsta guösþjónusta
veröur í september. Fyrirbæna-
samvera Tindaseli 3, fimmtudag-
inn 2. ágúst kl. 20.30. Sóknar-
prestur.
HVÍT ASUNNUKIRK JAN Fíla-
delfía: Almenn guösþjónusta kl.
20. Ræöumenn Yngvi Guönason
og Gunnar Bjarnason.
HJALPRÆDISHERINN: Sam-
koma kl. 20.30. Ingibjörg og
Óskar Jónsson stjórna og tala.
BESSASTAÐAKIRKJA: Guös-
þjónusta kl. 14. Sr. Bragi Friö-
riksson.
INNRI-NJARÐVÍKURKIRKJA:
Guösþjónusta kl. 10.00. Kór
Keflavíkurkirkju syngur. Organ-
isti Siguróli Geirsson. Ath.
breyttan messutíma. Sr. Ólafur
Oddur Jónsson.
KEFLAVÍKURKIRKJA: Guös-
þjónusta kl. 11. Sóknarprestur.
STRANDARKIRKJA: Messa kl.
14.00. Sr. Tómas Guðmundsson.
SKÁLHOLTSPREST AK ALL:
Messa í Bræöratungukirkju ki.
14.00. í Skálholtskirkju veröa
sumartónleikar í dag, laugardag,
kl. 16. Á sunnudaginn veröur
tónastund t kirkjunni kl. 20.30.
Anna Toril og Þröstur Eiríksson
leika á orgel kirkjunnar og á
sunnudagskvöld kl. 21 veröur
messa. Sóknarprestur.
ÞINGVALLAKIRKJA: Kvöldvaka
í kvöld, laugardagskvöld, kl.
20.30. Sunnudags guösþjónusta
kl. 14.00. Organisti Einar Sig-
urösson. Sóknarprestur.
INNRA-HÓLMSKIRKJA: Guös-
þjónusta kl. 14.00. Sr. Jón Ein-
arsson.
EGILSSTAÐAKIRKJA: Messa kl.
11.00. Sigfús Yngvason æsku-
lýösleiötogi þjóökirkjunnar á Ak-
ureyri prédikar. Organisti Krist-
ján Gissurarson. Sóknarprestur.
svo margir virðast horfa rauðum
augum á þessar krónur sem fara í
útflutningsbætur, eins og sálar-
heill þeirra sé undir þeim komin.
Betur færi ef þetta væru einu
krónurnar sem færu fyrir lítið í
þessu landi eyðslu, sóunar og fá-
nýtis, — þar sem allt er mælt í
peningum, prjáli og vitleysu. Hér
kann enginn að fara með fjármuni
og það gildir jafnt um einstakl-
inga og hið opinbera. Mælikvarð-
inn er aðeins einn til í þessu landi
og hann er meiri peningar og meiri
eyösla, þar kemst ekkert annað að,
og hvað munar þá þjóð um nokkur
hundruð milljónir, sem kann
hvort eð er ekki með peninga að
fara og hugsar ekki um annað en
fánýta eyðslu, ef ekki til þarfra
hluta endrum og eins, þá í botn-
lausa hít eyðsluseminnar. Enginn
virðist heldur hafa hugsun á þvi,
að þó verð landbúnaðarvara sé tal-
ið af öllum eða flestum of hátt, þá
eru það ekki bændur sem fá þá
upphæð sem neytendur þurfa að
gefa fyrir hana, heldur eru það
milliliðirnir sem svelgja í sig eins
stóran hlut eða stærri. Því ekki að
fjargviðrast út af milliliðakostn-
aðinum, þegar kvartað er um of
hátt verð á þessari vöru? Ef
bændur gætu selt hana beint og
milliliðalaust, þyrfti engum að
blöskra verðið og ef út í það er
farið, þá virðist það ofurlítið und-
arlegt verðmat sem neytendur
leggja á vörur yfirleitt. Sé það al-
gjör óþarfi og t.d. algjörlega nær-
ingarsnauð vara, sem einhvern
langar í, þá skiptir engu máli með
verðið, það má vera margfalt á við
það sem mjólkurlítrinn kostar eða
kjötkílóið, allt er keypt rándýrt ef
hugurinn girnist, hve óþarft sem
það er, en holl og góð matvara eins
og mjólkurvörur og kjötvörur sem
eru nauðsynlegar, þær mega ekki
kosta svo sem neitt. Og er það ekki
rökrétt að álíta, að því hærra kaup
sem fólkið sjálft, sem vinnur við
úrvinnslu þessara vara, krefst, því
hærra hlýtur verðið endanlega að
verða. Það er því ljóst, að bændur
eiga ekki alla þá sök sem á þá er
borin, ef þeir eiga þá nokkra aðra
en þá að vera duglegir við að
framleiða lífsviðurværi þjóðarinn-
ar, sem hún getur engan veginn án
verið. Nær væri að beita kröftum
sínum í það að leiðbeina fólki með
skynsamlegri lífshætti en það hef-
ur tamið sér en að ófrægja bænd-
ur með síendurteknum áróðri sem
er bæði óskynsamlegur og órökvís.
Dagrún Kristjánsdóttir er búsett á
Akureyri.
Forsíða tímaritsins Veru.
félag. Áður sá Kvennaframboðið
um útgáfu blaðsins.