Morgunblaðið - 28.07.1984, Síða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 1984
Billiard, íþrótt í örum vexti hér á landi sem annars staðar:
„Ef einhver hóstaöi
yrði honum hent út“
— spjallað við Joe Johnson, atvinnumann í íþróttinni
Billíard er íþrótt sem hefur verið stunduð hér á landi í nokkur ár en
það var tyrst á síöasta ári sem Billiardsamband íslands var stofnaö.
Formaöur þess er Guöbjartur Jónsson og tjáði hann okkur aö íþróttin
v»ri í ðrum vexti hér á landi, um 500 manns legðu stund á billiard af
einhverri alvðru og að þeir hörðustu æfðu daglega.
Um síöustu helgi var haldiö mót
i nýrri og glæsilegri billiardstofu í
Ármúla 19 og var þaö formaöur
Billiardsambands islands sem
gekkst fyrir mótinu, en hann er
eigandi stofunnar. Hingaö til lands
kom, sérstaklega til aö taka þátt í
þessu móti, Joe Johnson frá Eng-
landi, en hann er einn af bestu
billiardleikurum í heiminum í dag.
Lék í 16 manna úrslitum í síöasta
heimsmeistaramóti í íþróttinni sem
fram fór á Bretlandi í vor.
Billiard hefur átt nokkuð erfitt
uppdráttar hér á landi sem íþrótt
og er þaö ekki ósvipaö því sem var
erlendis þvi þar vildi áfengi oft og
tíöum veröa fylgifiskur billiardsins
og litiö var á billiard sem heldri-
mannasport. Þetta er nú gjör-
breytt. Nú á tímum eru geysilegir
fjármunir í spilinu og margir
atvinnumenn sem gera ekkert
annaö en aö leika billiard. Joe
Johnson er einn þeirra og sagöi
hann aö á Englandi væru um 100
atvinnumenn í billiard.
Billiardsamband fslands var
stofnað fyrir rétt rúmu ári síöan og
eru billiardmenn hér á landi í al-
þjóöasamtökum áhugamanna í
billiard. Á síðasta ári voru haldin
úrtökumót til aö velja landsliöiö í
billiard. Haldin voru tíu mót þar
sem sex bestu voru reiknuö til
stiga. Eftir þessi mót var valið átta
manna landsliö sem síöan tók þátt
í móti á Englandi þar sem þeir
stóöu sig ágætlega.
Til aö forvitnast örlítiö nánar um
hvernig atvinnumenn í biniard
haga æfingum sínum og keppnum
ræddum viö stuttlega viö Joe
Johnson, og spuröum hann fyrst
hvort hann heföi leikiö billiard
lengi og í hvaöa sæti hann væri
núna yfir bestu billiardspilara í
heiminum.
„Ég er þrítugur núna og hef leik-
iö billiard í um 15 ár. Um þessar
mundir er ég talinn vera númer 19
á lista yfir bestu billiardleikara í
heiminum. Ef þaö er leikur eöa
keppni fram undan hjá mér æfi ég
um fimm klukkustundir á dag en ef
ekkert er um aö vera, eins og
núna, annaö en aö spila sýninga-
leiki æfi ég ekki meira en eina til
tvær klukkustundir á dag. Ég er í
sumarfríi núna.“
Johnson sagöi aö þessi nýja
stofa í Ármúlanum væri alveg
ágæt, þaö vantaöi ef til vill ein-
hvern til aö stilla boröin betur en
miöaö viö aö íþróttin er ung hér þá
lytist sér mjög vei á staöinn. Hann
sagöi aö ef þessi klúbbur væri á
Englandi væri loftræsting viö hvert
borö og sími, en þaö væru hlutir
sem hægt væri aö vera án þegar
menn væru ekki vanir þeim.
— Telur þú að billiard sé íþrótt í
sama akilningi og knattspyrna og
aðrar svipaöar greinar?
„Billiard er þriöja vinsælasta
efniö í sjónvarpinu í Englandi núna
svo hvaö finnst þér? Margir segja
aö billiard og áfengi fari alltaf sam-
an, en þaö er ekki rétt. Bestu spil-
arar í heiminum í dag hvorki reykja
né drekka. Þetta var kannski
svona í gamla daga en þaö er liöin
tíö. Ég reyki aö vísu þegar ég er aö
keppa en ég smakka ekki áfengi í
hálfan mánuö áöur en keppni er
hjá mér.“
— Á biliiard einhverja framtíð
fyrir sér, fer þeim fjölgandi sem
stunda þessa íþrótt?
„Ég tel aö vinsældir billiards fari
stööugt vaxandi. Þegar ég keppti
Morgunblaöiö/Skúli
• Joe Johnson sýndi snilldartil-
þrif við billiardboröiö um síðustu
helgi þegar hann keppti hér é
móti í hinni nýju og glæsilegu
billíardstofu við Ármúla 19. Hér
má sjá kappann eins og hann er
klæddur þegar hann er að keppa,
í smókingbuxum, skyrtu, vesti og
með bindi. Öðruvísi fær hann
ekki að keppa í Englandi þar sem
hann er atvinnumaður í billiard.
Landsmót GSI hefst á þriðjudag
Landsmót Golfsambands ís-
lands hefst á þriöjudaginn klukk-
an 19 á golfvelli Golfklúbbs
Reykjavíkur í Grafarholti. Byrjað
verður á því að ræsa út meistara-
flokk á þriöjudaginn, síöan 1.
flokkur, þá 2. flokkur og loks 3.
flokkur. Reiknaö er með að búið
veröi að ræsa alla keppendur út
um kl. 17 þann dag.
Keppendur á mótinu aó þessu
sinni eru um 200 og skiptast þeir
þannig miili flokka aö rúmlega 30
kylfingar eru í meistaraflokki, rúm-
lega fimmtíu í 1. flokki og tæplega
fimmtíu í 2. og 3. flokki karla. Kon-
ur veröa meö á þessu móti sem
endranær og eru um 10 konur sem
keppa í hverjum flokki.
Eftir tvo fyrstu dagana og 36
holur veröur keppendum fækkaö
allverulega og komast þá aöeins
18 bestu í hverjum flokki áfram.
Þeir sem komast áfram keppa síö-
an á fimmtudag og föstudag og er
reiknaö meö því aö þaö verði um
100 kylfingar sem leika þessa tvo
daga.
Seinni hluta föstudags veröur
síöan Ijóst hverjir standa uppi sem
sigurvegarar, en meistaraflokkur
karla veröur ræstur út um og upp
úr hádeginu á föstudaginn.
Þess má geta aö þetta mót er
liöur í hálfrar aldar afmæli
Golfklúbbs Reykjavíkur en hann
var stofnaöur í desembermánuöi
áriö 1934 og er elsti goifklúbbur-
inn á landinu. Mót þetta gefur stig
til landsliðs og munu þeir menn
sem skipa efstu sæti á þeim lista
núna eflaust berjast hart fyrir sæt-
um sínum í landsliöshópnum.
sem áhugamaöur fyrir um þremur
árum voru keppendur frá 18 lönd-
um sem kepptu i úrslitakeppni
áhugamanna og ég tel aö út-
breiðsla billiards sé í örum vexti.
Þegar fólk hefur einu sinni horft á
góöa menn leika billiard og kynnst
því hve skemmtileg íþrótt þetta er
þá getur þaö ekki hætt aö fylgjast
meö, því billiard er bæöi spenn-
andi og skemmtilegur á aö horfa.“
Aö sögn Johnson er billiard
núna önnur vinsælasta íþróttin á
Englandi, á eftir pílukasti. Miklir
peningar eru ( spilinu ef þér tekst
vel upp og sagöi Johnson aö
heimsmeistarinn í billiard heföi um
40 milljónir króna í árstekjur. Billi-
ard er ein af fáum íþróttum þar
sem sigurvegari á einhverju meiri-
háttar móti veröur milljónamær-
ingur, aö sögn Johnson. „Ég er aö-
eins þremur sætum frá því aö
veröa milli, en ef þú ert einn af 16
bestu leikurum i heimi þá veröur
þú milljónamæringur, þaö er ekk-
ert sem getur komið í veg fyrir
þaö.“
„Þegar keppt er á góöum mót-
um er salurinn ekki ósvipaöur litl-
um íþróttasal. Boröiö er í miöjunni
og áhorfendapallar meö um 3000
áhorfendum allt í kring. Algjört
myrkur er í salnum, aöeins Ijósiö
sem er yfir boröinu, og þaö er svo
mikil þögn í salnum aö þaö má
heyra saumnál detta. Ég gæti best
trúaó því aö ef einhver hóstaöi þá
yrði honum hent út,“ sagöi John-
son og brosti.
Johnson sagöist hafa séö ís-
lenska landsliöiö ieika úti á Eng-
landi og honum leist vel á þá. „Þeir
eru ekki eins góöir og enska liöiö
en margir eru mjög efnilegir og ef
þeir byggju í Bretlandi þá græddu
þeir á tá og fingri."
— Ert þú hjátrúarfullur í sam-
bandi við klæðnað þegar þú ert
að keppa?
„Nei, þaö er ekki hægt á Eng-
landi því ef þú ert aö keppa þá
veröur þú aö vera í skyrtu, vesti og
meö bindi, ööruvísi færö þú ekki
aö leika, þannig aö ég hef ekki tök
á því aö vera meö einhverja sér-
visku í þeim efnum," sagöi Joe
Johnson aö lokum.
HM í golfi
FYRSTA heimsmeistarakeppnin í
golfi verður haldin í Japan 25. til
28. október é þessu ári. Saman-
lagt verðlaunafé á mótinu veröur
495.000 dollarar — jafngildi tæpra
16 milljóna íslenskra króna.
Þeir sem þátttökurétt hafa í
heimsmeistarakeppninni eru 27 af
bestu kylfingum heimsins. Þeir
veröa valdir úr hópi tekjuhæstu
kylfinga í fyrra í Bandaríkjunum,
Astralíu, Nýja Sjálandi, Evrópu og
Japan.
Fyrstu verðlaun veröa 82.000
dollarar. Völlurinn sem mótiö fer
fram á, völlur Oak Hills Country-
klúbbsins, er 6.216 metrar aö
lengd, staösettur skammt austan
viö Tokyo. Par vallarins er 70.
Þeir sem líklegastir þykja til aö
keppa í Japan í haust eru: frá Bandaríkj-
unum: Tom Watson, Hal Sutton, Fuzzy
Zöller, Calvin Peete og Lanny Wadklns,
frá Evrópu: Severiano Ballesteros og
Jose Maria Canizares frá Spáni, Bern-
hard Langer frá Vestur-Þýskalandi, Nlck
Faldo, Sam Torrance og Sandy Lyle frá
Bretlandi.
Wessjnghage keppir
ekki á Ólympíuleikunum
• Gylfi Kristinsson, íslands-
meistarinn frá því í fyrra.
Vestur-þýski hlauparinn Thom-
as Wessinghage verður ekki
meðal keppenda á Ólympíuleik-
unum í Los Angeles eins og ráö
var fyrir gert. Ástæöa þessa er aö
hann meiddist í keppni þann 10.
júní en hélt áfram æfingum, sam-
kvæmt læknisráði. Nú hefur hins
vegar komið í Ijós að meiösli
hans eru alvarlegri en í fyrstu var
taliö og aö undanförnu hefur
hann lítið sem ekkert getað æft.
„Ég er að vonum mjög vonsvik-
inn meö aö geta ekki keppt á
Ólympíuleikunum, en ég hef nú
fengiö grun minn staöfestan því ég
hélt alltaf aö þessi meiösli mín
væru alvarlegri en læknirinn taldi í
fyrstu," sagöi Wessinghage í gær,
en þess má geta aö hann er sjálfur
læknir að mennt.
Wessinghage, sem er 32 ára
gamall, hefur tvívegis keppt á
Ólympíuleikum og hann var talinn
sigurstranglegur á leikunum núna.
Hann varö Evrópumeistari í 5.000
metra hlaupi áriö 1982 en núna eru
sem sagt allar vonir hans um verö-
laun á Ól-leikunum úr sögunni.