Morgunblaðið - 28.07.1984, Page 48

Morgunblaðið - 28.07.1984, Page 48
AUSTURSTRÆTI22 AUSTURSTRÆT! 22 INNSTRÆTI, SÍMI 11340 _________INNSTRÆTI, SlMI 11633 LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 1984 VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR. Skiptaráðandamálið: Enn einn settur í gæsluvarðhald ENN EINN maður var í fyrradag úrskurðaður í gæsluvaröhald í tengslum við Skiptaráðandamálið svonefnda að kröfu Rannsóknar- lögreglu ríkisins. Verður hann í gæsluvarðhaldi til 8. ágúst. Að sögn Erlu Jónsdéttur, deildarstjóra hjá RLR hefur maður þessi, sem er 26 ára gamall, ekki komið við sögu hjá Rannsóknarlögreglunni áður. Rannsókn málsins gengur að sögn Erlu vel. Annar þeirra, sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald, játaði aðild sína að stuldi banka- bókanna strax en hinn neitaði öll- um sakargiftum. Breytti ekki framburði sínum þótt félagi hans, svo og þriðji aðili í málinu stað- festu þáttöku hans. Hann hefur enn ekki játað en rannsókninni miðar í rétta átt. „Þetta gengui svona hægt og bítandi," sagði Erla Jónsdóttir. Trésmíðafélag Reykjavíkur: Munu ekki segja upp samningum Trúnaðarmannaráð Trésmiða- félags Reykjavíkur samþykkti að nýta ekki að sinni heimiid þá sem aimennur féiagsfundur hafið gefið því til uppsagnar samningum. Trúnaðarmannaráðsfundur verður í Trésmiðafélögum Akureyrar og Hafnarfjarðar á mánudagskvöldið og sagði Benedikt Davíðsson, for- maður Sambands byggingamanna búast við svipaðri niðurstöðu þeirra funda. Ennfremur sagði Benedikt að samningar hefðu verið í gangi milli aðila að undanförnu í sam- ræmi við ákvæði gildandi samn- 28 punda hængur úr Grímsá HÆNGUR, 28 pund að þyngd, veiddist í Grímsá í Borgarfirði um eftirmiðdag í fyrradag og er stórfiskurinn nú við góða heilsu í fiskakeri hjá Sturlu bónda Guð- bjartssyni í Fossatúni. Þar verður hann geymdur ásamt fleiri löxum þar til í haust, er hann verður kreistur vgna klaks. Það var Bandaríkja- maðurinn Nathaniel Reed, sem veiddi fiskinn á flugu af gerðinni „Black Sheep“ núm- er 6. Veiðistaðurinn Hrosshylur. var ings og væri ekki útilokað að tæk- ist að ná samkomulagi án átaka. Starfsmannafélagið Sókn hélt almennan félagsfund á miðviku- dagskvöldið. Fór fram óformleg skoðanakönnun um uppsögn samninga og varð sú niðurstaðan að segja samningum upp. Að- spurð um hvort fundurinn hefði verið fjölmennur sagði Aðalheið- ur Bjarnfreðsdóttir, formaður Sóknar svo ekki hafa verið, enda ekki við því að búast á þessum árstíma. Flest félög járniðnaðarmanna og rafiðnaðarmanna hafa í undir- búningi að segja upp samningum, ef þau hafa ekki þegar gert það og fjörutíumanna fundur Félags bókagerðarmanna samþykkti í fyrrakvöld með einu mótatkvæði að segja upp samningum. Morgunbla8ift/Ámi Sæberg. Vinnuskóla slitiö á Þingvöllum Vinnuskólar Reykjavíkur og Kópavogs luku starfsemi sinni á þessu sumri nú fyrir helgina og var farið í ferö til Þingvalla af því tilefni. Rúmlega eitt þúsund unglingar voru þar saman komnir á þeim sögufræga staö og er ólíklegt að þar hafi fleira fólk verið saman komið í einu síðan á þjóðhá- tíðinni 1974. Séra Heimir Steinsson þjóðgarðsvörður ávarpaði unglingana og rakti sögu staðarins, síðan var farið í þjónustumiðstöðina þar sem HLH-flokkurinn skemmti og því næst voru steiktar pylsur og ýmislegt fleira sér til gamans gert. Fimm slys og yfir tuttugu árekstrar í umferðinni MIKLAR annir voru hjá lög- reglunni í Reykjavík í gær vegna árekstra og slysa í um- ferðinni, en á tímabilinu frá klukkan sex í gærmorgun og fram að kvöldmat var lögreglan kvödd út alls 23 sinnum vegna umferðaróhappa. í fimm tilfell- um var um að ræða slys á fólki. Ekið var á gangandi veg- faranda á mótum Miklu- brautar og Réttarholtsvegar laust fyrir klukkan sjö í gærmorgun. Þá varð maður fyrir dráttarvél við Sævar- höfða um klukkan 14.00. Lítill sendiferðabíll valt á Miklu- braut á móts við Bæjarnesti laust fyrir klukkan 17.00 og var ökumaður fluttur á slysa- deild. Um hálfsjö leytið í gærkvöldi var tilkynnt um tvö umferðarslys og var ann- að þeirra á mótum Lang- holtsvegar og Skeiðarvogs, en þar lentu þrír bílar í árekstri og var tvennt flutt á slysa- deild. í hinu tilfellinu var um að ræða slys við Lækjargötu, en þar varð barn fyrir bifreið. Ekki fengust nánari upplýs- ingar um hversu alvarleg slys þessi voru, er Morgunblaðið leitaði eftir upplýsingum þar að lútandi hjá slysarannsókn- ardeild lögreglunnar í gær- kvöldi. 1 þessu sambandi má geta þess, að um næstu helgi er verslunarmannahelgin, mesti umferðartími ársins, og er því full ástæða til að brýna fyrir fólki, að aldrei er of varlega farið í umferðinni. Vandi sjávarútyegsins: Engar tillögur komnar fram í ríkisstjórninni Sól fyrir sunnan SAMKVÆMT veðurspám á að létta til á SV-landi nú um helg- ina og lýkur þar með 18 daga vætutíð í þessum landshluta. Að sögn Hafliða Helga Jónssonar, veðurfræðings er talið að sólin endist eitthvað fram yfir helgi, og jafnframt að rigningin setjist að á Norður- og Austurlandi, en þar hefur verið einmuna tíð að undanförnu. — Ágreiningur milli stjórnarliða — Þingflokkarnir funda á mánudagsmorgun ENGAR TILLÖGUR liggja enn fyrir hjá ríkisstjórninni um framtídarlausn á vanda sjávarútvegsins og þá einkum útgerð- arinnar. Fyrirhuguðum ríkisstjórnarfundi í gærmorgun var, samkvæmt heimildura Morgunblaðsins, frestað vegna þess, að sjávarútvegsráðherra hafði ekki tilbúnar tillögur sínar. Ýmsar skammtímaleiðir hafa verið ræddar innan ríkisstjórn- arinnar, en verulegur ágreiningur er milli ráðherra Sjálfstæð- isflokksins og Framsóknarflokksins, sérstaklega hvað varðar hugmyndir um niðurgreiðslu á olíu. Þá er einnig, samkvæmt heimildarmönnum Morgunblaðsins, ágreiningur innan ríkis- stjórnarinnar um leiðir í peningamálum, sem tengjast úrræð- um til lausnar vanda útgerðarinnar. Eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu töldu útgerðar- menn á Austfjörðum hugmyndir stjórnvalda ekki gefa tilefni til þess, að hætta við rekstrarstöðv- un. Það hefði sýnt sig að góður vilji stjórnmálamanna dygði skammt. Rætt hefur verið um skammtímaaðgerðir svo sem hækkun hlutfalls afurðalána, gengissig innan settra marka fjár- laga eða um 3% og niðurgreiðslu á olíu. Útgerðarmenn á Austurlandi fóru fram á að hlutfall afurðalána yrði hækkað í 84% af verðmæti birgða í stað rúmlega 50% nú. Þá hefur einnig verið til um- ræðu innan ríkisstjórnarinnar að endurgreiða söluskatt á smurn- ingsolíu til útgerðar samkvæmt tillögu Halldórs Ásgrímssonar og er vilji til að gera slíkt. Hins vegar hafa ekki enn fundist leiðir til að reikna út hlut útgerðarinnar i kaupum á smurolíu, þar sem fleiri aðilar nota hana. Aftur á móti hefur ekki komið til greina að lækka vexti á vanskilaskuldum út- gerðar, hugsanlega verður frekar farið út í að hækka vexti á þeim. Skuldbreyting útgerðarinnar hefur mikið verið rædd, með það fyrir augum að flýta henni. Og í framhaldi af því er líklegt að þeir útgerðarmenn sem ekki geta veitt 90% veð af vátryggingu fyrir skuldum eigin skipa verði teknir til gjaldþrotaskipta, en samþykkt um þetta liggur fyrir af hálfu rík- isstjórnarinnar, en einhver ágreiningur er innan Sjálfstæðis- flokksins um þær aðgerðir, og fara skoðanir manna eftir því hvaðan af landinu þeir koma. Næsti ríkisstjórnarfundur hef- ur verið boðaður í hádeginu á mánudaginn og er vonast til að formlegar tillögur liggi fyrir á honum, en um morguninn munu þingflokkar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins funda.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.