Morgunblaðið - 02.09.1984, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.09.1984, Blaðsíða 4
60 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. SEPTEMBER 1984 o?'° í DAG sunnudag kl. 14—16. BRAVO-barnahúspögnin , VANDAÐ, ÓDYRT. íslensk framleiðsla. Verö: Svefnbekkir meö púöum frá Skrifborð meö hillum frá ,5.980 kr. 3.980 Framleitt úr plasthúöuöum plötum (ekki filma), hvítt, fura, eik. Leðursófasett 2 gerðir VERÐ FRÁ kr. 36.960 GÓÐ GREIÐSLUKJÖR Húsgagnaverslun Reykjavfkurvegi 68, Hafnarfiröi, sími 54343. Penninn selur skólavör- ur á sama verði og í fyrra — bækur frá Námsgagnastofnun hækka um 60 % Verslunin Penninn býður í ár skólavörur á sama verði, eða lægra, en í fyrra. Á þetta við um flestallar skólavörur, sem verslunin hefur á boðstólum, aðrar en námsbækur sem Penninn selur í umboðssölu frá innlendum aðilum, en verð á námsbókum frá Námsgagnastofnun hefur hækkað um 60% frá því í fyrra. „Ástæðan fyrir því, að okkur er þetta kleift, er í fyrsta lagi sú, að stjórnvöld hafa staðið við sitt í tengslum við gengisstefnuna. Hefði genginu ekki verið haldið stöð- ugu væri þetta ekki hægt,“ sagði Hannes Guðmundsson, framkvæmdastjóri Pennans, í samtali við Mbl. „Nú er einmitt u.þ.b. ár liðið frá því að verðbólgan hrapaði úr því að vera 100% niður í þessi 15% — 20%, sem hún er í dag. Því sáum við strax um áramótin, að ef að svo héldi áfram sem horfði, væri hugs- anlegur möguleiki að bjóða þessar vörur á sama verði og í fyrra. Við hófum því strax samninga við erlenda aðila, sem þekkja reyndar ástandið á íslenska markaðnum, og tókst að semja við þá um að hækka ekki verðið til okkar. í einstaka tilvikum urðum við að kaupa meira magn en ella eða lækka okkar álagn- ingu, til þess að halda verðinu niðri, en þetta kemur þannig út, að skólavörur hjá okkur eru nú á sama verði í krónu- tölu og í fyrra, ef ekki lægra. Undantekningin þar á eru námsbækur frá Námsgagna- stofnun ríkisins og öðrum inn- lendum fyrirtækjum. En allar bækur frá Námsgagnastofnun hafa hækkað um 60% síðan í fyrra. Lækkunin hjá okkur á því við um allar skólavörur, aðrar en námsbækur," sagði Hannes. „Ég kann engar skýringar á þessari hækkun hjá Náms- gagnastofnun og við fáum engu um hana ráðið. Það er þá helst, að þeir hafi ekki frétt af því að verðbólgan hefur hjaðnað. Okkar svar við þessu er hins vegar skiptibókamark- aðurinn, sem við byrjuðum með í fyrra og munum fjölga bókum á til mikilla muna í haust. Það eykur því mögu- leika skólabarna á að selja gömlu bækurnar sínar og þannig reynum við að koma til móts við nemendur." Mal lorka 19. september , frítt fyrlr bömin Til aö gefa fólki kost á aö komast til Mallorka munum viö bjóöa 2ja vikna ferö 19. september, þar sem börn innan 12 ára aldurs fá frítt meö foreldrum sínum. Þetta er einstakt tækifæri, nánari upplýsingar á skrifstofunni. e*TCf»<vm FERÐASKRIFSTOFA, Iðnaðarhúsinu, Hallveigarstíg 1, símar: 28388 og 28580.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.