Morgunblaðið - 02.09.1984, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. SEPTEMBER 1984
61
Ný barnaplatæ
Ævintýri úr
Nykurtjörn
Hljómplötuútgáfan Þor hefur sent
frá sér nýja barnaplötu sem ber heit-
ið „Ævintýri úr Nykurtjörn“. Plöt-
unni fylgir myndskreytt bók, sem
Aðalsteinn Ásberg Sigurösson hefur
skrifað og eru allir söngtextar í bók-
inni.
Tónlistin er samin af þeim
Bergþóru Árnadóttur og Geir Atla
Johnsen og eru þau að auki aðal-
flytjendur. Garðar Pétursson
myndlistarmaður hefur mynd-
skreytt bæði bókina og plötuum-
slagið.
Til þessara tveggja nykra sást í bæn-
um um daginn, höfðu þeir þó engan
mennskan mann á brott eins og sið-
ur þeirra er.
rsr
■ a
Bókin verður kynnt á sýning-
unni Heimilið ’84 í Laugardalshöll
og hvern dag er þar sýndur leik-
þáttur.
Meðal hljóðfæraleikara sem
koma við sögu á plötunni eru
Helgi E. Kristjánsson, Tryggvi
Húbner, Steingrímur Guðmunds-
son og Arnþór Helgason.
Ársskýrsla Borgar-
spítala 1983:
„Hagræðingar-
átak í fjölmörg-
um starfsþáttum“
„Rekstrakostnaður Borgarspítal-
ans í Fossvogi og allra fjarliggjandi
deilda hans var árið 1983 kr. 541,9
m.kr. og rekstrarhalli kr. 32,2 m.kr.
eða 5,9%. Er það minnsti hlutfallsleg-
ur rekstrarhalli um margra ára skeið
og má rekja aðallega til meiri legu-
dagafjölda, en undanfarin ár og auk-
ins aðhalds í rekstri". Þannig er frá
greint í ársskýrslu Borgarspítalans
fyrir árið 1983.
Fyrsta sjúkradeildin í B-álmu
var tekin í notkun á árinu.
Samningur var gerður við Há-
skóla tslands um kennslu lækna-
nema og hlutverk Borgarspítalans
sem kennslusjúkrahúss.
í skýrslunni kemur fram að
stjórn spítalans hefur fallizt á til-
lögu framkvæmdastjóra, þess efn-
is, að danska hagræðingarfyrir-
tækið IKO geri forkönnun á hag-
ræðingarátaki í fjölmörgum starfs-
þáttum spítalans. Með opnun
B-álmu í júnímánuði sl. var sett í
gang endurskoðað ræstingarkerfi
með aðstoð sænsks hagræðingar-
fyrirtækis. Kerfi þetta hefur um-
talsverðan sparnað í för með sér og
byggist á nákvæmri skipulagningu
vinnunnar, stórbættum tækjabún-
aði og í heildina minnkaðri ræst-
ingu.“
Á árinu létu Ásmundur Brekkan,
yfirlæknir röntgendeildar, og
Haukur Kristjánsson, yfirlæknir
slysadeildar, af störfum, en þeir
hafa starfað við spítalann frá upp-
hafi þessara deilda og skipulagt
þær frá grunni.
Stórkostlegur sumarafsláttur
*» - wi P AMPERS
Pampers bleyjur+buxur hlífa litlum bossum
og með nýja „lásnum“ getur þú opnað
^ og lokað að vild
Aðeins það besta er
nógu gott fyrir barnið
PAMPERS fást íverslunumum land allt
ihíWAW/i . |
FRAM
TOLVUSKOLI
Elsti og reyndasti tölvuskóli landsins
Námskeiðaalmanak
septembermánaðar:
★ Almenn grunnnámskeið um tölvur og tölvuvinnslu
Hefjast 10. og 24. september.
★ Einkatölvur og stýrikerfi MS-DOS
Hefjast 10. september
★ Töflureiknirinn MULTIPLAN
Hefjast 17. september.
★ Ritvinnslukerfið Ritvinnsla II (Easy Writer II)
Hefjast 17. september.
★ BASIC 1 forritun
Hefjast 10. september.
★ BASIC 2 forritun
Hefjast 11. september.
Hægt er að velja milli dagnámskeiða og tveggja kvöldnámskeiða.
Leiðbeinendur skólans eru þaulreyndir og vel menntaðir
á sínu sviði og kennt er á nýjan og fullkominn tölvubúnað
í nýju og glæsilegu húsnæði
Hinir fjölmörgu ánægðu nemendur eru okkar bestu meðmælendur.
Nemendafjöldi á hverju námskeiði er takmarkaður. Hringið því
sem fyrst, reynslan sýnir að fljótlega fullbókast á námskeiðin.
Framsýn tölvuskóli, Síðumúla 27, sími 39566