Morgunblaðið - 02.09.1984, Blaðsíða 21
MORGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR 2. SEPTEMBER 1984 77
félaginu um norður- og austurfirði
og þá tók ég í svart-hvítu. Þegar
ég tók þannig myndir framkallaði
ég og staekkaði sjálf. Nú er ég aft-
ur á móti komin í „slides“-myndir.
Vinir og kunningjar segja að ég
eyði öllum mínum peningum í
filmur, myndavélar og ferðalög, en
það ætti nú að vera óhætt að veita
sér þann munað því ekki snerti ég
vín eða tóbak. Myndir eftir mig
hafa birst eftir mig á almanökum
Kassagerðarinnar síðan 1978 en
það eru nú myndir eftir fleiri á
þeim.“
„Ogleymanlegt augnablik“
Er einhver staður á landinu sem
þér finnst vera áberandi fallegast-
ur?
„Það eru svo margir staðir sem
eru fallegir og erfitt að gera upp á
milli þeirra. Annars veltur svo
mikið á góðri birtu og veðri. Við
vorum t.d. í Kverkfjöllum nú fyrir
skömmu og fengum svo leiðinlegt
veður rok, þoku og jafnvel él,
þannig að það var ekkert græð-
andi á þeirri ferð. Aftur á móti
þegar viö fórum þangað fyrst 1962
fengum við dásamlegt veður og
nutum fegurðarinnar þar. Fólk
þarf ekki að fara langt til að sjá
fegurð landsins. í Þórsmörkinni
bregst veðráttan sjaldan og þar
hefur maður jöklasýnina, trjá-
gróðurinn og yndislegt umhverfi.
Þangað geta byrjendur farið með
ferðafélögum, dvalið í skála, farið
í gönguferðir og notið náttúrunn-
ar. Það er um fleiri staði að ræða,
t_d. Skaftafell. Þangað getur fólk
farið og byrjað með því að ganga
upp að Svartafossi, gengið upp
brekkurnar, farið upp á Kristín-
artinda og þá er hægt að sjá beint
^ ofan á Morsárjökulinn og Bæjar-
staðaskóg. Þarna eru gönguleiðir
w og fallegt. Ég get endalaust nefnt
staði, t.d. Lónsöræfin, en það er
erfitt að komast þangað og best að
fara fyrst með kunnugum. Það er
afar ævintýralegt að koma þang-
að, þar er hengibrú og litadýrðin
ótrúleg. 1 Landmannalaugum er
litadýrðin einnig stórkostleg og
þaðan hef ég nú mína minningu af
dásamlegasta augnablikinu á
ferðalögum mínum. Þá er ég fyrst
að koma í Laugarnar og það hafði
rignt um nóttina. Um morguninn
er ég fer út, þá er svo undursam-
lega fallegt þarna, litirnir svo
skýrir og fegurðin ólýsanleg. Það
er engin leið að lýsa þeirri tilfinn-
ingu sem yfir mig kom. Þetta er
augnablik sem ég gleymi aldrei."
Þvert yfir jökulinn
um hásumar
„Það er alveg nauðsynlegt, svo
ég segi það nú einu sinni enn, að
fólk fari með kunnugum í sínar
fyrstu ferðir. Það eru að vísu skilti
á háfjöllum sem vara fólk við hin-
um ýmsu hættum, en það er svo
oft sem skiltin eru virt að vettugi.
Það var 1982 þegar við fórum inn
að Arnarfelli að við hittum í skál-
anura tvo Þjóðverja sem gengu
Kerlingarfjöll og ætluðu að vaða
Þjórsá og ganga þvert yfir landið,
yfir Vatnajökul með öllum sínum
sprungum um hásumar og niður í
Öræfin. Það er alveg hryllilegt að
láta sér detta til hugar að ætla að
ana yfir Vatnajökul um hásumar.
Ctlendingar gera sér oft ekki
grein fyrir hættunni og halda að
þetta sé ekkert mál.“
„Hornstrandaferðin
eftirminnilegust“
Er einhver ferð eftirminnilegust
i huga þér?
„Já, það má eiginlega segja það.
Það var þegar við fórum í ellefu
daga ferð um Hornstrandir 1960.
Við fórum fjögur saman, Gunnar
Pétursson, Bergmundur Stígsson
frá Horni sem var hjálparhella
okkar í þessari ferð, ég og bróðir
minn, Þórarinn. Þá lögðum við af
stað frá Mýri á Snæfjallaströnd
gangandi og út ströndina að
Snæfjöllum og þar tjölduðum við.
Þá fórum við i Grunnavik en sama
haust og við fórum þangað lagðist
byggðin þar í eyði. Við vorum svo
heppin að daginn áður kom maður
með Fagranesinu með litinn bát
Við Langasjó
sem var þó hriplekur. Þvi var bara
bjargað þannig að spýtur voru
settar í rifurnar og tjargað. Þór-
arni bróður var nú litið gefið um
þetta og spurði hvort hann ætlaði
að flytja okkur yfir á þessari
drápsfleytu. Vélin gekk bara í
hálftíma i einu, þá þurfti að bæta
á hana. Við urðum að leggja af
stað klukkan fimm um morguninn
því þá var logn á Jökulfirðinum.
Þá fórum við að stað og vélin
stoppaði eftir hálftima og tvö
okkar jusu i sifellu vatni upp úr
bátnum. Þetta var náttúrulega dá-
lítil ævintýramennska af okkur,
en þetta var betra töldum við en
að ganga fyrir alla firðina. Þegar
yfir er komið neitar Þórarinn
bróðir að halda áfram fyrr en
hann sé kominn yfir til baka ef
eitthvað kæmi fyrir bátinn. Hann
ferjaði okkur semsagt yfir i Lóna-
fjörðinn og þaðan gengum við inn
Lónafjörð og Ranghalaskarð og i
Hornvíkina. Við förum út Horn-
víkina og tjöldum að Horni þvi
þaðan var Bergmundur. Daginn
eftir förum við á vitann. Þá er
varðskipið að koma þar með Jó-
hann vitavörð sem var að flytjast
þangað. Við ákveðum að bíða
þarna uns rigningunni létti þvi við
ætluðum á Bjargið og vildum fá
sæmilegt veður, því ferðin var
upphaflega farin til að komast á
Hornbjarg. Þegar veðrið batnaði
fórum við þangað og lögðum svo
leið okkar austur Strandir og fór-
um svo í Reykjarfjörð. Fórum við
þá yfir Drangjökul niður að
Skjaldfannarfjalli og áfram dal-
inn niður að Vonarlandi. Þetta er
ellefu daga ferðalag og erfitt þvi
þetta er svo mikið „upp og niður*-
landslag sem maður gengur eftir
og með byrðina á bakinu. Það var
nú mikil björg aö hafa Bergmund
með okkur sem þekkti sig svona
vel, því annars getur þetta verið
stórhættulegt t.d. ef maður fer of
nálægt björgunum sem fuglinn
hefur oft gert hol og maður má
passa sig að fara ekki fram á þau.
Þetta er eftirminnilegasta og ég
held erfiðasta ferðin sem ég hef
farið, en háskalegustu förina fór
ég núna 1982.“
„Bara mínútiispurning“
„Þessa ferð fórum við Gunnar
um sumarið 1982 og þaö var þegar
allar brýr á öræfum stórskemmd-
ust og úrkoma mældist á Kvi-
skerjum 197 mm yfir sólar-
hringinn. Við förum þarna i ör-
æfi, Skaftafell og i Kjósina. Dag-
inn eftir að við komum í Kjósina
þá fer að rigna. Það rignir
bókstaflega allan daginn, nóttina
og langt fram á næsta dag. Þá var
saklaus lækur sem rann i dalnum
oröinn að gifurlegu vatnsfalli sem
náði fjalla á milli í Kjósinni. Þeg-
ar við komum tjölduðum við i
rjóðri svona tíu metra frá bakkan-
um en hann hefur verið um
tveggja metra hár. Eins og gefur
að skilja höfðumst við við i tjald-
inu á meðan á slagviðrinu stóð. En
það er svo furðulegt að ég segi við
Gunnar að við skyldum kikja út
þvi niðurinn í ánni var orðinn svo
hávær. Það er þá þannig i pottinn
búið að áin er komin tvo metra frá
tjaldinu okkar og skriður höfðu
fallið báðum megin við tjaldið. Við
rifum tjaldið niður i ofboði og bár-
um dótið á milli okkar lengra upp
f hliðina. Þegar við komum til
baka eftir afganginum af dótinu
er allt horfið og rjóðrið farið i
vatnselginn. Þetta var í raun bara
mínútuspuming og ef ið hefðum
ekki álpast til aö líta út hefðum
við sjálfsagt ekki verið á lífi i dag
heldur flotið niður ána i tjald-
inu. Þama vomm við svo innilok-
uð á hátt á annan sóiarhring en þá
fór að minnka í ánni og við óðum
yfir. Þetta var nú það háskaleg-
asta sem ég hef nokkm sinni lent
L Grátlegt fannst mér að sjá á
eftir axlarháum mnnum i vatns-
elginn.
En þrátt fyrir þessháttar at-
burði er gaman að ferðast og ís-
Iendingar ættu að gera meira af
þvi að kynnast landinu sínu. 1 dag
er öll aðstaða og útbúnaður orðin
svo góð. Þegar ég var að byrja
fyrir meira en 40 ámm var útbún-
aðurinn ekki ýkja fuilkominn.
Bakpokar em orðnir góðir, göngu-
skór líka og engum vorkunn að
ganga með þann útbúnað sem
samtiðin býður upp á.“
Viðtal GrG
C3
Papós