Morgunblaðið - 02.09.1984, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. SEPTEMBER 1984
63
Stefán Benediktsson alþingismaður:
Ræðan vekur fleiri
spurningar
en hún svarar
„Ég skil ekki nákvæmlega hvað
Þór Vilhjálmsson á við þegar hann
er að tala um aukið eftirlit með
fjölmiðiunum,“ sagði Stefán Bene-
diktsson alþingismaður.
„Mér finnst þessi ræða hans
vekja fleiri spurningar en hún
svarar. Ef við tökum tvö dæmi,
þá má annars vegar nefna
áhyggjur Þórs af því að dómar
hafi ekki ýkja mikil siðferðisleg
áhrif. Ég er sammála honum í
því. Það er augljóst. En þá má
spyrja: Hvernig á fólk að átta sig
á því hvar siðferðislegt réttlæti
liggi þegar það hefur fyrir fram-
an sig eins fáránlegan dóm og
var kveðinn upp í Spegilsmál-
inu? Það er ekki hægt að taka
svoleiðis dóm alvarlega.
Hins vegar skil ég ekki hvað
Þór á við þegar hann er að tala
um æsipressuna. Það þarfnast
frekari skýringa.
Og mér finnst að einstakling-
urinn Þór Vilhjálmsson skuldi
skýringu á niðurlaginu í inn-
gangsorðum sínum þar sem
hann segir að stjórnmálaflokk-
arnir og hagsmunasamtökin vilji
helst komast undan því að rétt-
arkerfið hafi afskipti af þeirra
málum. Þetta er mjög alvarleg
fullyrðing.
Stefán Benediktsson
Ég get tekið almennt undir orð
Þórs þegar hann segir að miðað
við hlutverk fjölmiðla eigi siða-
reglunefnd Blaðamannafélags-
ins að birta niðurstöður sínar
annars staðar en aðeins í félags-
bréfi sínu til að fólk geti áttað
sig á því hvernig blaðamenn
starfi," sagði Stefán Benedikts-
son.
Ómar Valdimarsson
landinu án þess að saklausir
þurfi að verða fyrir hnjaski af
þeim sökum. Auðvitað geta orð-
ið — og hafa orðið — slys. Þau
verða líka hjá lögfræðingum,
læknum, bifvélavirkjum, garð-
yrkjumönnum, lögreglumönnum
og allskonar fólki öðru enda er
það sem betur fer venjulegt fólk,
sem velst til starfa í fjölmiðlun.
Ég er Þór Vilhjálmssyni
ósammála um að bætt sjálfsög-
un komi ekki að miklu gagni.
Hún hlýtur alls staðar að gera
það, hvort sem um er að ræða
nám, leik eða starf.
Ég er líka ósammála honum
um að eftirlit dómstólanna ætti
að verða meira og jafnvel leysa
sjálfsögunina og siðareglu-
nefndina af hólmi. Prent- og
málfrelsi er undirstaða þess
þjóðskipulags, sem við höfum
valið okkur. Lög um prentrétt
eru býsna ítarleg og setja blaða-
útgefendum — og þar með
blaðamönnum — ákveðnar
skorður. Þau tryggja rétt les-
enda, viðfangsefna blaðanna, til
að koma tafarlaust á framfæri
réttmætum leiðréttingum og at-
hugasemdum. Og ef menn eru
ekki sáttir við afstöðu blaðanna
eða úrskurði siðareglunefndar,
þá er til meiðyrðalöggjöf og
hægast að leita til dómstólanna.
Eftirlit réttarkerfisins með
blöðunum er nóg — og jafnvel
meira en nóg stundum, saman-
ber Spegilsmálið.
Blaðamenn hljóta að harma
þá niðurstöðu forseta Hæsta-
réttar, að réttarkerfið og fjöl-
miðlarnir eigi lítið saman að
sælda. Blaðamenn eru í daglegu
sambandi við dómstóla og aðra
anga réttarkerfisins. Ég veit
ekki betur en að þetta samband
hafi á undanförnum árum verið
vel viðunandi fyrir báða aðila,
með frægum undantekningum
þó. Vissulega mætti það þó vera
betra og að því hefur verið unn-
ið, bæði af Blaðamannafélagi ís-
iands og Dómarafélagi íslands.
Því starfi þarf að halda áfram
— með samstarf að markmiði,
ekki gagnkvæma tortryggni.
Náin og vönduð samskipti fjöl-
miðla og réttarkerfisins hljóta
að vera af hinu góða fyrir fólkið
í landinu, því það er fólkið sem
bæði blöðunum og réttarkerfinu
er ætlað að þjóna,“ sagði Ómar
Valdimarsson.
Birgir ísleifur Gunnarsson alþingismaður:
í grundvallaratrið-
um sammála Þór
„Hugleiöingar Þórs Vilhjálms-
sonar um ábyrgð blaða og tengsl
réttarkerfis og fjölmiðla eru
mjög athyglisverðar og ég er í
grundvallaratriðum sammála
honum,“ sagði Birgir ísleifur
Gunnarsson alþingismaður í
samtali við Morgunblaðið.
„Það er gömul saga og ný að
það þarf sterk bein til að þola
góða daga og á þessari gullöld
fjölmiðlanna sýnir reynslan að
auðvelt er fyrir fjölmiðla og
blaðamenn að fara út af spor-
inu.
Það sem Þór Vilhjálmsson
drepur á er"ekkert séríslenskt
fyrirbrigði því að í vestrænum
löndum fer nú fram mikil um-
ræða um ábyrgð fjölmiðla og
blaðamanna og starfsaðferðir
þeirra. Sumir fjölmiðlar iðka
það að ganga mjög nærri per-
sónu manna og einkalífi og það
færist í vöxt. Dæmi um óverj-
andi mistök eru mjög mörg og
oftast eru þau óbætandi. Af-
sökunarbeiðnir með smáletri
vega ekkert upp á móti þeim
skaða, sem röng forsíðufrétt
getur valdið einstaklingum eða
fyrirtækjum.
Þór Vilhjálmsson á því
þakkir skildar fyrir að flytja
Birgir ísl. Gunnarsson
þessa umræðu hingað heim.
Fjölmiðlar eiga ekki að vera
viðkvæmir fyrir slíkri um-
ræðu, heldur þvert á móti að
fagna henni og taka þátt í
henni. Ef einhver verður fyrir
tjóni á mannorði sínu eða
efnahag vegna rangrar með-
ferðar í fjölmiðlum á hann að
geta leitað til dómstóla.
Ég starfaði sem lögmaður í
Reykjavík í níu ár og oft kom
til mín fólk og leitaði ráða um
það hvort höfða ætti meið-
yrðamál vegna einhverra um-
mæla. Ég réð fólki yfirleitt frá
því. Mér fannst dómstólarnir
ekki veita mönnum það skjól í
þessu efni, sem vera ætti. Ég
sé ekki að það hafi breyst á
siðustu árum þrátt fyrir
óvægnari og aðgangsharðari
fréttamennsku. Eg tek það
skýrt fram að í þessu efni vil
ég gera mikinn mun á eðlilegri
gagnrýni á stjórnmálamenn og
aðra sem vindar blása um ann-
ars vegar, og röngum eða
ónákvæmum fréttum hins veg-
ar.
í lok ávarps síns gerir Þór
Vilhjálmsson að umræðuefni
stjórnmálaflokkana og hags-
munasamtök. Ég get vel hugs-
að mér að um stjórnmála-
flokka til dæmis sé sett löggjöf
og sama á við um ýmis valda-
mikil hagsmunasamtök, þar
sem kveðið sé á um nauðsyn-
legt lýðræði, fjármál og fleira.
Slík löggjöf er til í ýmsum öðr-
um löndum og því ekki óeðli-
legt að huga að slíku hér,“
sagði Birgir ísleifur Gunnars-
son.
Friðrik Pálsson framkvæmdastjóri SÍF:
Fréttamenn ættu að fagna
skýrum og ákveðnum reglum
— svo lengi sem þær f jalla ekki um skerðingu á ritfrelsi
„Samskipti mín við íslenska
fjölmiðlamenn hafa yfirleitt ver-
ið góð þó að ég muni dæmi um
slæmar undantekningar, enda
fréttamenn eins ólíkir og þeir
eru margir. Frá leikmannssjón-
armiði virðast fréttamenn oft
helst vilja ná í „fyrirsagnafrétt"
og birta aðalatriði og fylgja
henni síðan eftir,“ sagði Friðrik
Pálsson framkvæmdastjóri Sölu-
sambands íslenzkra fiskfram-
leiðenda.
„Þetta er skiljanleg sölu-
mennska, en á þessu er þó sá
megingalli, að oft hafa frétta-
menn slæmar heimildir fyrir
fyrstu frétt og hirða ekki um
að leita betri heimilda fyrr en
síðar. Kannski vegna þess að
tími er ekki til þess, en ef til
vill af því að viðkomandi
fréttamaður og/eða frétta-
stjóri hefur grun um að með
því að leita jarðbundinna skýr-
inga á annars sögulegri frétt
myndi hún missa gildi sitt.
Málið snýr hins vegar þann-
ig að þeim sem um er fjallað
eða fyrir fréttinni verður, að
fyrsti uppsláttur fréttar hefur
margfalt áróðursgildi á við
leiðréttingar og skýringar eft-
irá. Fréttamenn verða því að
Friðrik Pálsson
gera sér grein fyrir því að þeir
þera mikla ábyrgð og geta
unnið fólki og fyrirtækjum
óbætanlegt tjón, sem leiðrétt-
ingar síðar meir megna aldrei
að bæta.
Það sem vakti mesta athygli
mína við ummæli Þórs Vil-
hjálmssonar voru þó viðbrögð
fréttamanna. Ég hygg að það
yrði ansi óróasamt í fjölmiðl-
unum hér, ef allir þegnar
þessa lands ættu jafn greiðan
aðgang að fjölmiðlunum og
fréttamenn, og gætu brugðist
jafn skjótt við ummælum um
sig og sína í fjölmiðlum eins og
fréttamenn gerðu í þessu til-
felli, þegar þeir töldu að sér
vegið.
Hvort nauðsynlegt sé að
setja nákvæmari reglur um
ábyrgð fjölmiðla kann ég tæp-
ast að meta, en vil vara við að
ruglað sé saman ritfrelsi og
ábyrgð fjölmiðla. Á sama hátt
og allir vilja ritfrelsi verða
þeir að vera sjálfum sér sam-
kvæmir og krefjast fullrar
ábyrgðar höfundar á ritverki
sínu enda með því einu móti
mögulegt að tryggja ritfrelsi
til frambúðar.
Eins hljóta fjölmiðlamenn
að þurfa að gera kröfur til
sjálfra sín og starfsbræðra
sinna að skrif þeirra eða orð
standist stranga endurskoðun
— hvort heldur er fyrir dómi
eða ekki. Þess vegna ættu þeir
að fagna skýrum, ákveðnum
reglum, svo lengi sem þær
fjalla um ábyrgð fjölmiðla en
ekki skerðingu á ritfrelsi,"
sagði Friðrik Pálsson.
SJÁ VIÐTAL VIÐ EINAR BOLLASON Á NÆSTU SÍÐU