Morgunblaðið - 02.09.1984, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. SEPTEMBER 1984
85
Þingflokkur
Alþýðuflokksins:
Varar við
því að tengja
raforkuverð-
ið álverði
MORGUNBLAÐINU hefur borist
samþykkt sem gerð var á fundi þing-
flokks Alþýðuflokksins, 31. ágúsL
„Þingflokkur Alþýðuflokksins
varar eindregið við því að gengið
verði til samninga við Alusuisse
um undirverð á raforku. Fram-
leiðslukostnaður á raforku í nýj-
um orkuverum er nú talinn 18—20
millidalir. Það verð þarf að
tryggja í komandi samningum og
leggja megináherslu á verðtrygg-
ingu og endurskoðunarákvæði.
Þingflokkurinn varar við því að
tengja raforkuverðið álverði
þannig að sveiflum í verði á áli
verði veitt með fullum þunga inn í
íslenskt efnahagslíf. Allt frá upp-
hafi hefur stefnan einmitt verið sú
að taka sem minnsta áhættu og á
því grundvallaðist hin upphaflega
samningsgerð.
Þingflokkurinn telur þvi ótækt
að ríkisstjórnin hverfi frá þvi að
láta gerðardóma úrskurða um
ágreiningsefnin í skattamálum og
gefist þannig upp við að fá óhagg-
anlega niðurstöðu í þeim mikil-
vægu málum."
(FrétUtilky n n ing.)
DANSSKÓLINN
áns
viunff
(Kolla) ^
Kennsla hefst mánudaginn 10. september
Innritun er hafin í byrjendahópa.
Framhaldsnemendur hafiö samband sem fyrst.
Yngst tekiö 4 ára.
Kennslustaðir: Tónabær, Æfingastööin Engi-
hjalla 8, Kópavogi og Mosfellssveit.
Viö kennum Disco, Jazz, Lotur sem staka dansa,
Break og að sjálfsögðu kennir íslandsmeistar-
inn Stefán Baxter.
Dansarnir eru frábærir enda voru móttökurnar á
Spáni sem dansarnir og dansararnir okkar fengu
eitt rosalega gott dæmi.
Konur
kennt veröur á daginn sem á kvöldin konubeat.
Barnapössun á staðnum.
Innritun í síma 46219 kl. 10—6 alla
daga nema sunnudaga.
Afhending
skírteina fer fram
sem hér segir:
Tónabæ:
laugard. 8. sept. kl. 3—5.
Æfingastöðinni
Engihjalla 8, Kóp.
sunnud. 9. sept. kl. 6—8.
Mosfellssveit
Félagsmiöstööin Ból
föstud. 14. sept kl. 11—1.
Verið velkomin
Kolbrún Aðalsteinsdóttir.