Morgunblaðið - 02.09.1984, Blaðsíða 14
70
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. SEPTEMBER 1984
Aldinn sleði
Þessi snjósleði, sem hvílir við bæ-
inn Skeggjastaði f Mosfellssveit,
saddur lífdaga, er væntanlega
einn sá elsti sinnar tegundar á
landinu. Ekki er þó vitað um aldur
sleðans, en á lítilli málmplötu,
sem á hann er fest, má sjá að hann
er framleiddur í Kanada og heitir
Motr Tobggan.
Ársskýrsla St Jósefsspítala 1983:
Fyrsta rekstrarár
utan daggjaldakerfis
Kekstrarhalli St. Jósefsspítala,
Landakoti, nam tæpum fimmtán
milljónum króna, samkvæmt nýlegri
vorlitirnir slógu strax i gegn, þú færö litakort i næstu
' VHftbiítlk máiningabúó
Vitretex hefur sýnt hædi á rannsóknastofum sem viö áratuga reynsiu
aö fáar geröir málninga jafnast á viö hana i endingu Vitretex málning
sem andar.
HHVfWf 5 Þákmálning hetur veriö mest se/da þakmálning á is-
ílbl'lf uUri landi i fjölda ára. Nú aukum viö litaúrvaliö. 4 nýjir ál-
stæltir litir eru á nýja kortinu. Reynslan sannar gæöin Sömu gæðin
aöeins fleiri litir.
nVMKV? A J\J lokar fyrir vatnsstreymi inn i stein en lofar steini
U é iiíW 1 MAii samt að. hleypa raka út.
Viðurkennt af Rannsóknarstofnun Byggingariönaöarins sem virk vörn
gegn Alkali-skemmdum.
Itflf'jföftf r A fyllir upp pl°tnur á ytirboröi eftir t.d flognun eöa
UmWUíVUmUA aðrar skemmdir. Auövelt i meöförum rúllaö eöa
dregiö á meö spöðum.
Viðurkennt af sænsku staðalstofnuninni sem fylli og viögeröarefni á
utanhús-stein.
Hafiö samband viö okkur og fáið allar upplýsingar um frábæra málningu og viögerðarefni.
I? Slippfélagið íReykjavikhf
Má/ningarverksmiðjan Dugguvogi
Sími 84255
ársskýrslu sjilfseignarstofnunar, er
sjúkrahúsið rekur. í upphafi irs
1983 féllu daggjöld til sjúkrahússins
niður en í stað þeirra kom fjirlaga-
framlag, sem bundið var tiltekinni
fjirhæð, er nægja itti til aö greiða
fyrir alla þjónustu spítalanns, in til-
lits til afkasta þ.e. legudagafjölda.
„Enn er ekki ljóst“, segir í árs-
skýrslunni, „hvernig farið verður
með hallann, eða hvort hann verður
greiddur úr ríkissjóði".
Það kemur fram í ársskýrslunni
að framlag til tækjakaupa og
viðhalds nam aðeins 9 m.kr., en
áætlun spítalans tíundaði fjárþörf
upp á 28,6 m.kr. Sértekjur spítal-
ans reyndust hinsvegar verulega
meiri en gert var ráð fyrir í fjár-
lögum. Rann mismunurinn til þess
að greiða það, sem farið var fram
yfir fjárveitingar til stofnkostnað-
ar og viðhalds.
í júnímánuði 1983 tók til starfa
fyrirtækið Læknamiðstöðin Land-
akoti hf. í húsnæði spítalans að
Marargötu 2, en það starfrækir
læknastofur. Eigendur þess eru
flestir læknar á spítalanum.
Barnadeild spítalans var lag-
færð á árinu, m.a. komið upp ein-
býlis- og einangrunarstofu. Breyt-
ingarnar vóru að mestu kostaðar
af gjöf frá Thorvaldsensfélaginu.
Gjörgæsludeild var yfirfarin og
endurnýjuð.
Spítalanum bárust rausnarleg-
ar gjafir á árinu frá Thorvald-
sensfélagi, Lionsklúbbi Reykjavík-
ur, Vinahjálp, Kvennadeild
Rauðakrossins í Reykjavík o.fl.
Styrktarsjóður spítalans hlaut og
minningargjafir, en hann fjár-
magnar m.a. tækjakaup.
Sérstakt fulltrúaráð, yfirstjórn
og framkvæmdastjórn fara með
stjórnun. Formaður yfirstjórnar
er Óttar Möller, formaður fram-
kvæmdastjórnar Höskuldur ól-
afsson, bankastjóri, framkvæmda-
stjóri er Logi Guðbrandsson og
formaður framkvæmdanefndar
læknaráðs, ólafur Örn Arnarson,
yfirlæknir.
Bréfa-
sprengjur í
Bucking-
hamhöll
Undon, 31. ágúrt. AP.
DAGBLAÐ í London hélt því
fram i laugardag að konungsfjöl-
skyldunni hafi verið sendar bréf-
asprengjur í pósti og ritari í
Buckingham-höll hafi hlotið
meiðsl af einni slíkri sprengju.
Blaðið birti viðtal við mann í
Dublin sem sagðist hafa sent
Elísabetu drottningu bréfa-
sprengju 1982 og hafi sprengj-
an komist í gegnum öryggiseft-
irlitið { höllinni og sprungið.
Maðurinn sagði að málið hefði
verið þaggað niður þrátt fyrir
að ritarinn, Robert Fellowes,
sem einnig er mágur Díönu
prinsessu, hefði særst í spreng-
ingunni.
önafngreindur heimildar-
maður innan hallarinnar sagði
að bréfasprengjur væru al-
gengar í pósti til konungsfjöl-
skyldunnar, en þvertók fyrir að
Fellowes hefði særst.
Maðurinn, sem dagblaðið
hafði upplýsinar sínar frá,
sagði að hann hefði fyrst sent
sprengju eftir handtöku
Michael Fagan, sem braust inn
í höllina og komst alla leið inn
í svefnherbergi drottningar.
Hann sagði að þrátt fyrir mjög
öflugt öryggiseftirlit kæmust
bréfasprengjur alla leið inn á
skrifstofu hallarinnar. Maður-
inn er sagður tengjast Irska
lýðveldishernum.