Morgunblaðið - 02.09.1984, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 02.09.1984, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. SEPTEMBER 1984 83 Skólameistarafélag íslands: Laun kennara verði bætt tafarlaust MORGUNBLAÐINU hefur borist ályktun frá ráðstefnu á vegum Skólameistarafélags íslands í sam- vinnu við hið íslenska kennarafélag og Kennarasamband íslands, hald- inn í Borgartúni 6 í Reykjavík, þann 30. ágúst 1984 um efnið „Er fram- haldsskólinn úreltur". „Magn og gæði þeirrar mennt- unar sem fengin er í skólum fer fyrst og fremst eftir því, hvort þar eru til staðar hæfir og vel mennt- aðir kennarar. Slíkir menn fást ekki í bráð né iengd, nema í boði séu virðing og laun í samræmi við gildi og ábyrgð starfsins. Launakjör kennara hafa af ýmsum ástæðum „úrelst" mjög á undanförnum misserum og eru nú í engu samræmi við flest annað sem tíðkast í þjóðlífinu og er greinilegt að til stórvandræða horfir í skólum landsins af þeim sökum. Ráðstefnan telur það því mjög áríðandi og raunar lykilatriði að laun kennara verði leiðrétt og bætt tafarlaust." (FrélUtilkynning) VZterkurog k-/ hagkvæmur auglýsingamiöill! fltorgtsstMa&ifr Hjartans þakkir til allra sem sýndu mér vinsemd og hlýhug á sextugsafmæli minu þann 23. ágúst síðastliö- inn. Eyjólfur K. Sigurjónsson. Ég sendi mínar hjartans þakkir til bama minna, stjúpdóttur, bamabama og maka þeirra, sem héldu upp á 85 ára afmœli mitt 21. ágúst meb miklum myndar- brag. Sömideiðis þakka ég öllu því fólki sem heiðradi mig með nærveru sinni, skyldmennum og vinum öUum sem gerðu mér daginn ógleymanlegan. Allar gjafimar, skeyti utanlands frá og innan og öll blómin þakka ég einnig. Sérstaklega þakka ég dóttursyni mínum, Donald Jóhannessyni, og hans góðu konu, Helgu Martínu, fyrir þeirra framlag, þau lánuðu húsið sitt og allt sem til- heyrði. Öllu þessu fólki bið ég alla góða vætti að vera hliðholla í framtíðinni. Guð blessi ykkur öll Hallgríma Margrét Jónsdóttir. Tungumálakennsla fyrir viöskipti, feröalög, skóla Franskur kennari (sem talar íslensku) út- skrifaður frá Sorbonne háskóla tekur nem- endur í einkatíma í frönsku, spænsku og ensku. Samtöl, málfræði, lestur fyrir byrjend- ur og lengra komna. Vinsamlegast hringið í síma 687169 (helst á kvöldin). HÁRGREIÐSLUSTOFA Eddu og Dolly ÆSUFELLI 6 Sími 72910 Breski hárgreiðslumeistarinn Keit Williams verður staddur á stofunni hjá okkur á morgun mánudag og veitir leiðbeiningar um meðhöndlun hársins og val Joico-hársnyrtivara. VERIÐ VELKOMIN Edda Hinriksdóttir Opið aila daga nema Dolly Grétarsdóttir fimmtudaga og föstudaga til 8. hárgreiðslumeistarar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.