Morgunblaðið - 02.09.1984, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 02.09.1984, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. SEPTEMBER 1984 87 VEGI Maureen Quigley og Peter Legg. Morgunbla8i»/J41Iua. Maureen Quigley og Peter Legg: íslendingar fylgjast vel með tískunni Það var gaman að taka þátt í þessu — segir Sigríður Beinteinsdóttir söngkona í Kikk ÞEGAR blaðamaður fór fram á viðtal við þau Maureen Quigley og Peter Legg var úr vöndu að ráða, því þau voru mjög upptekin. Sem betur fór var hægt að finna klukkutíma einn daginn til þess að hittast Ef til vill hafa þau fórnað dýrmætum hvfldartíma í þetta við- tal, en þau tóku þessu vel og voru hin hressustu. Ástæðan fyrir dvöl þeirra hér á íslandi er sú að þau komu hér á vegum heildverslunarinnar Eldborgar á föstudaginn í síð- ustu viku til þess að kynna Jingl- es hársnyrtivörur og taka þátt í hársnyrtisýningu sem fram fór sl. sunnudag. I siðustu viku voru þau svo með námskeið fyrir hár- greiðslumeistara, í klippingu, litun o.fl. Þau byrjuðu að vinna um leið og þau lentu og stoppuðu ekki eftir það. Laugardagurinn og sunnudagurinn fóru í að skipuleggja sýninguna, m.a. að klippa og lita og hafa allt tilbúið. Sýningin hófst klukkan átta og lauk um klukkan eitt eftir mið- nætti og næsta morgun hófust síðan námskeiðin klukkan níu. Þetta er svo sannarlega ströng dagskrá þegar tekið er tillit til þess að þau gera allt sjálf. Þessi sýning er algerlega á þeirra áb- yrgð. Þau velja tónlistina, hvaða módel taka þátt í sýningunni, hvaða fatnaði stúlkurnar eru í, semja dansa og Maureen sér einnig um andlitssnyrtinguna. Það er forvitnilegt að fá að vita hvernig þetta er hægt. „Það er óneitanlega mjög erf- itt og þreytandi að koma svona sýningu saman þegar maður hef- ur aðeins tvo daga til þess,“ sagði Maureen. „En við erum vön þessu og það fylgir þessu alltaf mikil spenna. Þetta er í annað skipti sem ég kem hingað til Is- lands með svona sýningu og mér finnst mjög skemmtilegt að vinna hér, sérstaklega vegna þess að fólkið fylgist mjög vel með tískunni og er ekki hrætt við nýjungar. Þetta gerir starf okkar svo miklu auðveldara. Hér eru einnig afbragðsgóðir hár- greiðslumeistarar, sem fylgjast mjög vel með tískunni og eru opnir fyrir nýjungum." Peter sagði að þetta væri í fyrsta skipti sem hann kæmi til Is- lands. „Mér finnst áberandi hvað fólk fylgist vel með tískunni hér. Þetta hefur allt verið mjög spennandi fyrir mig. Enda er þetta í fyrsta skipti sem ég set upp sýningu og tek þátt i kennslu erlendis." — I hverju er starf ykkar fólgið? Maureen er fljót að svara og hefur greinilega mikinn áhuga á því sem hún er að gera. „Við er- um kennarar við Jingles-skólana í London, sem bjóða upp á kennslu í öllu er viðkemur hári og hárgreiðslu og einnig and- litssnyrtingu. En við erum einn- ig meðlimir í svokölluðum lista- hópi Jingles. I honum eru átta manns, sem kenna við skólana, setja upp sýningar alls staðar á Englandi og út um allan heim. Hugmyndir um nýjar greiðslur, ný hársnyrtiefni og nýjar línur í hártískunni koma frá meðiimum hópsins. Það er ætlast til þess af okkur að við séum stöðugt að koma með nýjar hugmyndir og vinna úr þeim. I verkahring hópsins er einnig að undirbúa módel fyrir myndatökur, t.d. fyrir tímarit, auglýsingar og þess háttar. Ekki eru nema um 3-4 ár frá því að Jingles fór að framleiða hársnyrtivörur og eru þær allar gerðar samkvæmt hugmyndum og kröfum hópsins. Við teljum að þær séu eins og best verður á kosið." Peter bætti því við að allir sem komast í þennan hóp þurfi að hafa reynslu í að vinna á hárgreiðslu- stofu. „Án slíkrar reynslu er erf- itt að kenna hárgreiðslumeist- urum. Jingles leggur mikla áherslu á að það þarf ekki endi- lega að fara saman að vera góður hárgreiðslumeistari og góður kennari. Þeir sem komast í þennan hóp þurfa að vera hvort tveggja." Peter hefur verið hjá Jingles í þrjú ár, þar af í eitt og hálft ár með hópnum. Maureen hefur unnið í sex og hálft ár hjá Jingles, en í 4 ár með hópnum. Hún hefur ferðast út um allan heim á þessum árum. — Hvernig er að vinna við þetta? „Þetta krefst þess náttúrulega að maður gefi allt annað frá sér á meðan maður er í þessu starfi," sagði Maureen. „En ég held satt að segja að ég yrði mjög leið ef ég væri ekki alltaf á flakki. Auðvitað langar mig seinna að giftast og eignast börn, en það eru enn nokkur ár í það. Ég er ekki nema 22 ára gömul. Þetta starf krefst þess að þú notir hina listrænu hæfileika þína til þess að koma stanslaust fram með nýjar hugmyndir og vera alltaf tilbúinn til að fara hvert sem er, út um allan heim. Þetta er þreytandi starf og fólk endist ekki nema í ákveðinn tíma í þessu. Ég ætla að nota tímann meðan ég er ung til þess ferðast um heiminn. Ég held að það verði mjög auðvelt að segja einn góðan veðurdag: „Ég er hætt þessu." Sérstaklega vegna þess að ég er búin að sjá svo margt í heiminum og þarf ekki að vera hrædd um hafa misst af einhverju. Núna er ég á ferðalög- um allt frá einni viku í einu upp í tvo mánuði. Ég er í mesta lagi í tvo mánuði í London í einu.“ — En Peter, nú er þetta í fyrsta skipti sem þú ferð á veg- um Jingles til útlanda. Hvernig líst þér nú á þetta eftir allar þessar lýsingar hjá Maureen? Peter hlær að þessu, en er greinilega tilbúinn í slaginn. „Mér finnst þetta mjög spenn- andi. Ég veit í raun og veru ekki hvert ég fer næst. Það eina sem ég veit núna er að við munum taka þátt í stórri hársnyrtisýn- ingu í London á næstunni sem nefnist Salon International ’84. Oftast koma þangað um ein milljón manna alls staðar að úr heiminum. Eftir þessa sýningu veit ég ekki hvað er á döfinni. En þessu starfi fylgir að þú verður að vera tilbúinn að fara hvert sem er, hvenær sem er.“ Þetta voru greinilega orð í tíma töluð, því nú var tíminn út- runninn. „Því miður, við verðum að þjóta," sögðu þau. Þau höfðu lokið við tveggja daga námskeið kvöldið áður. Það sama kvöld hófst þriggja kvölda námskeið og daginn sem viðtalið fór fram- hófst þriggja daga námskeið. Samtals tóku 68 hárgreiðslu- meistarar þátt í námskeiðunum, svo það var greinilega nóg að gera hjá þeim þessa einu viku sem þau dvöldu á íslandi. ÁH EITT af vinsælustu lögunum um þessar mundir er „Vertu ekki að plata mig“ með HLH-flokknum. Sú sem sjngur með flokknum í þessu lagí heitir Sigríður Beinteinsdóttir og er það ekki síst hennar hlutur sem gerir lagið svona skemmtilegt. Þetta lag er fyrsta íslenska lagið sem kemst í fyrsta sæti á vinsældalista rásar 2. Blaðamaður Morgunblaðsins rabbaði við Sigríði fyrir nokkrum dögum, því cflaust eru margir sem hafa áhuga á að vita svolítið meira um hana. Hún var fyrst spurð að því hvenær hún hafi byrjað að syngja. „Ég byrjaði að syngja með bíl- skúrshljómsveit veturinn 1980—1981. Ég sá auglýsingu í blaði þar sem óskað var eftir söngkonu og vinkona mín hvatti mig til þess að reyna þetta. í raun og veru var þetta gamall draumur, því ég var alltaf syngjandi. Ég söng með plötum og notaði hárbursta fyrir míkrófón þegar ég hélt að enginn heyrði eða sæi til mín.“ — En nú hefur þú sungið með hljómsveitinni Kikk um tíma. Hvað hefur sú hljómsveit starfað lengi? „Kikk er tveggja ára. Við erum að taka upp plötu og í sumar höfum við æft af krafti auk þess að spila á böllum. Upphaflega var ætlunin að hafa þetta 6 laga plötu. En nú hef- ur það verið endurskoðað og er hugmyndin sú að hafa á plötunni að minnsta kosti 10 lög. Við erum í fríi núna, en byrjum fljótlega að æfa nýju lögin, sem eiga að vera á plötunni. Líklega verður lokið við upptökur í október og vonandi verður hægt að koma plötunni út fyrir jól. Einnig eru ýmsar breyt- ingar á döfinni hjá hljómsveitinni. Eftir fríið taka til starfa ( hljóm- sveitinni nýr gítarleikari og nýr trommari." — Er hægt að lifa á því að spila í hljómsveit? „Nei, það er ekki hægt, nema ef til vill þegar mest er að gera á sum- rin. Við vinnum öll með þessu þó að við þurfum að æfa mikið og reglu- lega, oft á hverjum degi. Annars er frekar lítið að gera á veturna. Þá loka flest húsin úti á landi og ekki er mikið um böll í bænum, þar sem hljómsveitir spila. Við höldum stundum tónleika til þess að minna á okkur, en það er ótrúlega fátt fólk sem mætir að staðaldri á þess hátt- ar tónleika. Þetta er allt öðruvísi á sumrin. Þá eru sveitaböllin og þar er allt öðru vísi stemmning. Við spilum frumsamda tónlist á tón- leikum en á sveitaböllunum erum við með alls konar tónlist, blöndum saman gömlu og nýju eftir því hvernig fólkið vill hafa þetta. Við spiluðum mikið í Vestmannaeyjum í sumar og í eitt skiptið var Sigurð- ur Flosason saxófónleikari með okkur. Þá tókum við meðal annars syrpu af gömium rokklögum og var greinilegt að fólkinu lfkaði það mjög vel. Mér finnst alltaf gaman á sveitaböllum. Þar er oft svo mikið stuð að við smitumst hreinlega og Sigríður Beinteinadóttir söngkona hljómsveitarinnar Kikk. Hún syng- ur með HLH-flokknum í laginu „Vertu ekki að plata mig“. Morgunblaðið/Júllus. verðum örugglega skemmtilegri fyrir bragðið.“ — En hvernig kom það til að þú söngst með HLH-flokknum? „Mér skilst að Pétur Kristjáns- son hjá Steinum hafi bent Björgvin Halldórssyni á mig. Björgvin fékk að hlusta á upptökur með Kikk og hafði samband við mig. Mér fannst allt í lagi að reyna þetta og hafði mjög gaman af þessu. Bæði upptök- unum og einnig auglýsingamynd- inni. Það var að vísu svolftið þreyt- andi að standa upp á endann f 13 tima og þar aö auki á háhæluðum skóm. Eg er nefnilega alls ekki vön að ganga á þannig skóm. Mér var gjörsamlega breytt í allt aðra týpu.“ — Er gaman að syngja í hljóm- sveit? „Já, það er það, oftast. Það krefst oft mikillar vinnu og getur stund- um verið þreytandi. En ég finn það núna, þegar við erum búin að vera í fríi, að ég hlakka virkilega til að byrja aftur.' ÁH Mokveiði Einn góðviðrisdag á Austurlandi f sumar brá þriggja ára gamall Fáskrúðsfirðingur, Páll Ágúst Sigurðsson, sér í bryggjuferð ásamt föður sínum og afa. Á myndinni er Páll Ágúst með aflann, sem var afbragðsgóður eins og sjá má.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.