Morgunblaðið - 02.09.1984, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 02.09.1984, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. SEPTEMBER 1984 75 Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON Sprotakál (brokkoli) Sprotakál með sveppum, osti og saithnetum Handa 4. 1 kg sprotakál ferskt eða frosið 2 dl saltvatn 200 g búri (ostur) 'k dl salthnetur 250 g ferskir sveppir safi úr 1 sitrónu 4 msk. matarolía 'k tsk sinnepsduft 'A tsk hvítlaukssalt 5 dropar tabaskósósa nokkur strá ferskur graslaukur eða 1 msk þurrkaður. 1. Þvoið kálið, skerið neðsta hluta leggsins af og af- hýðið, skerið hann síðan í smábita. 2. Setjið vatn í pott, setjið leggina og kálið í vatnið og sjóðið 1 5—7 minútur. Hellið í ílát með köldu vatni og snöggkælið. Látið kalt vatn renna í skálina á meðan en ekki af svo miklum krafti að það merji kálið. Þerrið kálið síðan, fyrst á sigti en síðan með eldhúspappír. 3. Þvoið sveppina úr köldu saltvatni, þerrið með eld- húspappír og skerið í sneiðar. 4. Skerið ostinn í aflangar ræmur. 5. Kreistið safann úr sítrónunni, setjið matarolíu saman við ásamt sinnepsdufti, hvítlaukssalti og tabaskósósu. Þeytið saman með þeytara. 6. Klippið graslaukinn smátt og setjið saman við lög- in. 7. Setjið kál, sveppi, ost og hnetur í skál, hellið legin- um yfir og blandið saman með tveimur göfflum. 8. Berið fram sem sjálfstæðan rétt eða með léttsölt- uðu kjöti eða skinku. Sprotakál. Þar tel ég að fundið sé hið eina rétta nafn á þessu káli, sem nefnt hefur verið ýmsum nöfnum svo sem brokkál, spergilkál, asparguskál og eflaust fleira. Þetta nafn er lipurt í munni og gefur rétta lýsingu á kálinu. Nafnið broccoli þýðir lítill sproti á ítölsku. Kálið er með litlum sprotum og satt best að segja er ég undrandi yfir að þetta nafn, sprotakál, hafi ekki verið notað fyrr. Á Englandi kom þetta kál á markað um 1720 innflutt frá Ítalíu og kallað sprout cauliflow- er (sprotablómkál) eða italian asparagus (ít- alskur spergill). Sprotakálið er systkini blómkálsins og er notað á svipaðan hátt. Sprotakál var fyrst ræktað hérlendis árið 1958 og mun Frank Ponzi vera meðal fyrstu manna, sem ræktuðu það. Furðu vekur að þetta gómsæta kál sem hefur verið þekkt í meira en 2000 ár í Evrópu hafi fyrst nú á þessari öld verið ræktað svo nokkru nemi í Norður Evrópu, en ísland er óskaland til ræktunar á því. Það þarf raka, svala veðr- áttu. Bragðgæði íslenska sprotakálsins eru mun meiri en í öðrum löndum. Veðráttan sunnanlands í sumar hefur átt vel við kálið, og sníglarnir láta það að mestu leyti í friði. Sprotakálið er harðgerðara en blómkál. Þeg- ar miðsprotinn er orðinn sæmilega stór er best að skera hann af, þá blómstra hliðarsprotarnir hraðar. Sprotakál er sú káltegund sem hentar best til frystingar. Þegar kálið er fryst, er best að skera af því sprotana og láta efsta hluta leggsins fylgja með, afhýða síðan neðri hluta leggsins og skera í bita. Sjóða síðan í 3 mínútur, snöggkæla undir rennandi vatni, þerra og frysta strax. Hlaup úr sprotakáli með rjóma og rækjum Handa 3. 300 g sprotakál, ferskt eða fryst 'k kjúklingasúputeningur 8 blöð matarlím 'k tsk rifin múskathneta eða tilbúið duft V* tsk basilkum 'k tsk nýmalaður pipar 1 peli þeyttur rjómi 250 g rækjur 1. Sjóðið sprotakálið í saltvatni í 7 mínútur. Hellið á sigti og látið soðið renna af því. Geymið soðið. 2. Leggið matarlímið i bleyti í kalt vatn f 5 mínútur. Vindið upp úr vatninu og bræðið í l'k dl af kálsoðinu. Leysið síðan teninginn upp í soðinu. Kælið, en látið ekki hlaupa saman. 3. Merjið sprotakálið með gaffli, bætið i það múskati, basilkum og pipar. Þeytið rjómann og bætið út í ásamt kældu soðinu. 5. Setjið rækjurnar saman við og hrærið öllu lauslega saman. 6. Hellið í aflangt mót (álmót eru hentug). Látið stífna í kæliskáp í 6 klst. 7. Dýfið mótinu augnablik í sjóðandi vatn og hvolfið hlaupinu á fat. Meðlæti: Ristað brauð og sítrónubátar. Athugið: Fallegt er að strá nokkrum rækjum ofan á hlaupið. Smjörsodid sprotakál Handa 4. 1 kg sprotakál 2 msk smjör ‘k dl vatn 'k tsk salt 1. Setjið smjör, vatn og salt í pott. 2. Skerið leggina af kálinu, afhýðið þá sem virðast seigir, skerið síðan í bita. Sjóðið leggina í pottinum i 5 mínútur. Hrærið í svo að smjör/vatnið komi alls staðar við þá. Bætið síðan sprotunum af kálinu út í og sjoðið áfram í 4 mínútur. Hreyfið einnig við þeim meðan þeir eru að soðna. Athugið: Þetta er mjög gott með alls kyns kjöti og fiski eða sem sjálfstæður réttur. MADE IN DANMARK FRYSTIKISTUR frábært verð DERBY frystikistur hafa vandað yfirbragð, með lausn á hverju smáatriði. ★ Ytrabirði, rafzinkhúðað stál með hita- rörum gegn daggarmyndun. ★ Innrabirði, hamrað ál, góður uarma- leiðari, gott að þrífa. ★ Lok með innra Ijósi, læsingu, jafn- vœgisgormum og plastklætt. ★ Sérstœtt djúpfrystihólf. ★ Viðvörunarljós, kælistilling. ★ / DERBY er BOTNINN auðvitað frysti- flötur ásamt veggjum. ★ Árs ábyrgð. ÞEKKING — REYNSLA — ÞJÓNUSTA FÁLKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8 105 REYKJAVÍK S. 84670

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.