Morgunblaðið - 02.09.1984, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 02.09.1984, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. SEPTEMBER 1984 67 Ernst Frej og víetnamskt vegabréf hans 1949. Hermenn Viet Minh fhittu megnið af útbúnaði sínum til Dien Bien Phn á reiðhjóhim. Gaulle hershöfðingja frá völdum, þrátt fyrir mikla andstöðu margra sem töldu sættir ekki koma til greina við menn sem höfðu „gripið til vopna gegn lýðveldinu". „Ef Frey hefði reynt að koma til Frakklands nokkrum árum áður hefði hann getað verið viss um að hann yrði leiddur fyrir herrétt, gefið að sök að hafa hjálpað óvin- inum og jafnvel enn þann dag í dag er grunnt á beiskjunni hjá mörgum," sagði Sergent. „Rúmlega 75.000 hermenn frá Frakklandi féllu í bardögum við kommúnista í Indó-Kína og með gerðum sínum bakaði Frey franska hernum verulegt tjón í stríðinu," sagði hann. „Engan gat órað fyrir að Frey væri kommúnisti," sagði Edmund Murray, fyrrverandi lífvörður Winston Churchills, forsætisráð- herra Breta, sem barðist í hersveit Freys í útlendingahersveitinni í Indó-Kína. „Hann lék á okkur alla. Þar til nú hef ég verið sannfærður um að hann væri látinn," sagði Murray. Árásin á Dien Bien Phu 1954. BRAGÐAREFUR Frey býr nú í einu úthverfi Vín- ar ásamt eiginkonu sinni og tveimur dætrum. Hann hefur látið skíra sig til kaþólskrar trúar og kveðst hafa snúið baki við komm- únisma fyrir fullt og allt. Hins vegar eru friðarhreyfingar og bar- átta gegn kjarnorkuvopnum hon- um mikið hjartans mál. Þótt kaldhæðnislegt sé er hann mikill Frakkavinur og aðdáandi franskrar menningar. Dætur hans báðar stunda nám í frönskum skólum. „Með verkum sínum hefur Aust- urríkismaðurinn tryggt sér sess í hernaðarsögu Frakklands," segir rithöfundurinn Pierre Sergent, sem hjálpaði Frey við að semja æviminningarnar og hvatti hann til þess að koma til Parísar. Svo langt var um liðið síðan Indó-Kína-stríðið geisaði að hon- um var óhætt að koma. Þá höfðu yfirvöld náðað hershöfðingjana úr Leynisamtökum hersins (OAS), sem reyndu að bola Charles de <9 0S£ Halló krakkar! K Æ t fST ■ Við bjóðum alla krakka velkomna í básinn okkar í Laugardalshöllinni. Stúlkurnar okkar munu bjóða upp á SPRITE og FRESCA og e.t.v. er eitthvað smávegis í pokahorninu handa unga fólkinu. Sjáumst á Heimilissýningunni. Mamma og pabbi, afi og amma eru auðvitað velkomin í hressingu. Verksmiðjan lllttgttiifribifrffr Áskriftarsíminn er 83033 85 40

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.