Morgunblaðið - 02.09.1984, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.09.1984, Blaðsíða 2
58 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. SEPTEMBER 1984 SVIPMYND Á SUNNUDEGI: MULRONEY — LEIÐTOGI ÍHALDSMANNA TURNER — LEIÐTOGI FRJÁLSLYNDRA Sigurviss Mulroney á kosningafundi. tveggja, sem þó hafa þrefaldast á 10 árum. Brian Mulroney Brian Mulroney, formaður Ihaldsflokksins, hefur nú fulla ástæðu til að vera öruggur með sjálfan sig, þar sem nýlegar skoðanakannanir sýna að hann hefur um 19% meira fylgi en Turner. Flokkur hans hefur um 49% fylgi, meðan Frjálslyndi flokkurinn fær aðeins 32%. Þeg- ar kosningar voru boðaðar fyrir tæpum átta vikum hafði íhalds- flokkurinn um 10% minna fylgi en frjálslyndir og er ástæðan fyrir auknu fylgi íhaldsmanna talin vera klúðursleg kosninga- barátta Turners, fremur en glæsitilboð Mulroneys. Helsta boðorð Mulroneys í þessum kosningum er að nú sé kominn tími fyrir breytingar í Kanada, eftir 22 ára valdaferil frjálslyndra. Eins og bent hefur verið á, ber ekki mikið á milli i stefnuskrám frambjóðendanna dansgólfum með Margréti Breta- prinsessu. Mulroney varð síðar lögfræð- ingur og sérhæfði sig í málefn- um verkalýðsins. Hann bauð sig fram til formannsstöðu í íhalds- flokknum 1976, en tapaði fyrir Joe Clark og réðst þá til starfa hjá Iron Ore Company og var gerður að yfirmanni þar. Einn hængur er talinn vera á kosn- ingaherferð Mulroneys og það er ræðutækni hans, sem sumum finnst kjarnlítil og veik. Mulroney lofaði 9. júlí sl. að bera á borð fyrir kjósendur úr- ræði í atvinnumálum og skatta- lækkanir, en gaf þó ekki upp neinar tölur. Turner bar það si- fellt upp á Mulroney í kosn- ingaræöum sínum að loforðin væru einskis verð þar sem engar tölur væru fyrir þeim, nema Mulroney væri að halda þeim leyndum. Nú hefur Mulroney til- kynnt að hann muni verja 3,2 milljörðum Bandaríkjadala í nýjar áætlanir og lofar skatta- breytingum, m.a. þannig að Kosningar í Kanada framundan Kosningar fara fram I Kanada þriðjudaginn 4. september nk. og standa tveir stærstu flokkarnir, íhaldsflokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn, í mikilli baráttu um meirihluta á þingi og forsætisráð- herraembættið. John Turner Þegar John Turner, forsætis- ráðherra Kanada, tók við emb- ætti af Pierre Trudeau fyrr i sumar var hann fullur vissu um að Frjálslyndi flokkurinn færi með öruggan sigur af hólmi i kosningunum. Turner hafði birst aftur í stjórnmálaheiminum eft- ir að hafa verið nánast i útlegð frá honum um tíma. Hann hafði betur í baráttunni við flokksfé- laga sína um forsætisráðherra- embættið eftir að Trudeau kvaddi og naut mikillar hylli al- mennings í skoðanakönnunum. Nú þegar skammt er til þess að gengið verði að kjörborðinu, hef- ur Frjálslyndi flokkurinn misst töluvert fylgi og eru íhaldsmenn orðnir næsta sigurvissir í kosn- ingunum sem framundan eru. Skipulagsleysi Kosningabarátta Tumers hef- ur verið fremur illa skipulögð og það uppnám sem varð þegar Turner varð á að klappa tveimur stjórnmálakonum á bakhlutann hefur ekki unnið honum stuðn- ing kvenna né aukið á vinsældir hans almennt. Fylgi kvenna við Turner síðan það gerðist hefur minnkað úr 50% í 34%. í upphafi kosningabaráttunn- ar komst Turner í vanda þar sem hann hafði lofað Pierre Trudeau að ráða 17 dygga stuðningsmenn Frjálslynda flokksins í háttsett embætti hjá stjórninni. Loforðið kom honum í klípu, þar sem það var síður en svo vinsælt hjá and- vígismönnum hans og keppi- nautum. í umræðuþætti í sjón- varpi fyrir stuttu gagnrýndi íhaldsmaðurinn og aðalkeppi- nauturinn, Brian Mulroney, Turner harðlega fyrir að ráða mennina. Turner svaraði því til að hann hefði átt engra kosta völ, en Mulroney svaraði: „Þú áttir annan kost — það var að segja að þetta væri rangt fyrir Kanada og þú þvertækir fyrir það.“ Tvisvar sinnum hefur Turner einnig mismælt sig i ræðum og þurft að biðjast afsökunar. Einu sinni ásakaði hann t.d. Mulroney fyrir að ætla að segja upp 600,000 ríkisstarfsmönnum, þeg- ar í reynd einungis 500,000 starfa hjá ríkinu. Ferill Turners John N. Turner fæddist á Englandi 1929, en var alinn upp i Kanada. Alla tiö var hann fram- úrskarandi nemandi og gekk m.a. í Oxford-háskóla á sérstök- um styrkjum. Hann var kosinn á þing í Kanada árið 1962 og gegndi ýmsum embættum i stjórninni áður en hann sagði af sér sem fjármálaráðherra í stjórn Pierre Trudeaus árið 1975 til að gegna stöðu lögfræðings við vel stætt stórfyrirtæki. Hann er talinn myndarlegur maður og hlýr og talar bæði ensku og frönsku reiprennandi, sem er lykilatriði við að ná skjótum frama í stjórnmálum i Kanada þar sem bæði málin eru töluð. Það dugir þó ekki til, þar sem keppinautur hans, Mulroney, er talinn hafa sömu persónuein- kenni og nýtur hylli almennings. Kosningaloforð Hagvöxtur í Kanada er nú að- eins 3,5% á ári og halli á fjárlög- um hefur þrefaldast á þremur árum og nemur nú um 30 millj- örðum kanadískra dala. Margir vilja kenna frjálslyndum um lé- legt ástand í efnahagsmálum og einnig um atvinnuleysið, sem er um 11%. Bæði Turner og Mul- roney hafa á stefnuskrá sinni að ráða bót á þessum vanda og í raun eru stefnumál þeirra í mörgu svipuð. Báðir vilja efla stöðu Kanada í varnarmálum og aðgerðir innan Atlantshafs- bandalagsins. Einnig lofa báðir að bæta samvinnuna við Banda- ríkjamenn, s.s. með tilraunum á stýriflaugum í Kanada. Báðir virðast einnig líta bjartari aug- um á auknar fjárfestingar Bandaríkjamanna í Kanada, en Pierre Trudeau gerði og auka þar með viðskipti milli þjóðanna tveggja og má vera að persónu- hylli skilji á milli, ef úrslit verða tæp. Ferill Mulroneys Brian Mulroney er sonur raf- virkja og einn sex systkina sem ólust upp í bænum Baie Comeau í austurhluta Quebec. Hann tefl- ir sífellt fram uppruna sínum í kosningabaráttunni og segist hafa ekið flutningabíl og unnið fyrir sér með erfiðisvinnu, með- an Turner, glæsilegur pipar- sveinninn, var að spóka sig á skattar lækki í orkuiðnaði. Hann segist ætla auka atvinnutæki- færi fyrir ungt fólk, bæta heilsu- gæslu- og félagsmál og efla varnir landsins. Fjármagn til þessara framkvæmda ætlar hann að fá með því að draga al- mennt úr eyðslu stjórnarinnar og endurskipuleggja núgildandi félagsmálapakka. Svar Turners við úrræðum Mulroneys var, að Mulroney væri að láta sig dreyma og hann kynni örugglega lítið fyrir sér í bókfærslu. Þriðji aðilinn íhaldsflokkurinn og Frjáls- lyndi flokkurinn eru þó ekki ein- ir í framboði og svo gæti farið að hvorugur þeirra hlyti meirihluta í þingkosningunum, þvi nú kem- ur þriðji flokkurinn, Nýi Demó- krataflokkurinn, til sögunnar. Ed Broadbent, leiðtogi flokksins, hefur reynt allt hvað hann getur til að notfæra sér lítinn mun á stefnuskrám hinna tveggja til að bæta ímynd flokks síns. Hann segir að álíka mikill munur sé á íhaldsflokknum og Frjálslynda flokknum og á Visa- og Master- card-kreditkortunum. Hann kveður á um nýtt blóð, líkt og Mulroney, en býður upp á sósíal- íska hugsun sem lausn. Broad- bent hefur stuðning um 15% kjósenda, en samt er allt að þriðjungur kjósenda óráðinn enn og úrslitin verða ekki ljós fyrr en öll atkvæði hafa verið talin. Helst er þó talið að Mulroney beri sigur úr býtum og komist á spjöld sögunnar fyrir að koma íhaldsmönnum aftur í stjórn eft- ir 22 ára hlé. Jafnframt myndi þá John Turner komast i sögu- bækur fyrir að hafa gegnt emb- ætti forsætisráðherra styst allra í sögu Kanada, eða einungis 67 daga. Metið á Sir Charles Tupp- er sem ríkti í 69 daga árið 1896. Heimildir: Newsweek, UX News and World Report, The Times, New York Times og AP. John Turner berst nú við að halda flokki sfnum á flotL Húsgagnasýning sunnudag kl. 2—5. BORGARHÚSGÖGN, HREYFILSHÚSINU VIÐ GRENSÁSVEG.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.