Morgunblaðið - 02.09.1984, Blaðsíða 36
92
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. SEPTEMBER 1984
Það er barnapían ykkar sem spyr
hvar handslökkvitaekið sé.
HÖGNI HREKKVtSI
,1 HV/ER.T 5INN SeM HANN AP HEIMAN
ÓS REIKNiNQ FeA þESSAR.1 LÍMCÍSrNU "
í svari Flugleiða kemur fram að íslenskir starfsmenn eru vfða erlendis. Þessi mynd var tekin af A-vaktinni í
innanlandsfluginu í Reykjavík fyrir rúmum tveimur árum.
Erl. starfsmenn innrita farþega
Velvakanda hefur borist svar
Flugleiða við bréfi um starfsfólk
Flugleiða erlendis.
í dálkum Velvakanda miðviku-
daginn 22. ágúst spyr Hafliði
Helgason hvort ekki sé unnt að
hafa íslenskt starfsfólk í af-
greiðslum þeirra flugvalla er-
lendra sem íslenk flugfélög fljúga
til.
Flugleiðir hafa jafnan lagt kapp
á að hafa íslenskt starfsfólk á sem
flestum áfangastöðum félagsins
erlendis. Nú starfa milli 50 og 60
íslendingar hjá Flugleiðum f út-
löndum, bæði austan hafs og vest-
an. Flugleiðir hafa skrifstofur
með íslensku starfsfólki á flug-
völlunum við Ósló, Stokkhólm,
Kaupmannahöfn, Luxemborg,
London, Glasgow og New York, en
um þessa flugvelli er mest umferð
íslenskra farþega félagsins. Auk
þess eru Flugleiðir með söluskrif-
stofur í flestum þeirra borga sem
nefndar voru og fslendingar meðal
starfsfólks þar. Hins vegar er inn-
ritun og afgreiðslu þannig háttað
á mörgum flugvöllum erlendis að
ákveðnum aðila hefur verið falið
að annast innritun farþega áætl-
unarfélaga er þangað fljúga og þá
oft þarlendu flugfélagi. Af því
leiðir að í flestum tilvikum sjá því
erlendir starfsmenn um innritun
farþega Flugleiða, en íslenskt
starfsfólk félagsins á skrifstofum
flugvallanna veitir upplýsingar og
aðstoð eftir þörfum.
Flugleiðir þakka Hafliða Helga-
syni fyrir hrós um þjónustu fé-
lagsins og vænta þess að sam-
skipti félagsins og hans megi vera
góð í framtíðinni.
QTPT Tro(tL*íSI<?URÐUR
i3 JCj LajSxJ 5 ELÍASSON HE
AUÐBREKKU 3, 200 KÓPAVOGUR, SIMI41380
sýning
SEIKO SKÁPAR OC HURÐIR
Á sunnudag kl. 14—18
er opið hús hjá Sigurði Elíassyni.
Þá standa okkar dyr upp á gátt og við
sýnum fjölbreytt úrval af SELKO skápum
og innihurðum í fjölda viðartegunda.
Komdu í Kópavoginn og kynntu þér vandaða
framleiðslu á hagstæðu verði.