Morgunblaðið - 02.09.1984, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.09.1984, Blaðsíða 8
64 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. SEPTEMBER 1984 Einar Bollason kennari: Fáránlegt að draga eina stétt útúr „Það má til sanns vegar færa miðað við mína reynslu og umfjöll- un fjölmiðla um mín mál, að mér hafí óneitanlega fundist blaða- mennirnir stundum of fljótir á sér og kaldir að birta fréttir af gangi mála, án þess að hafa kynnt sér þau nógu vel. En mér fínnst þeir heldur ekki liggja á liði sínu við að draga hið sanna fram í dagsljós- ið,“ sagði Einar Bollason, kennari, sem var mikið í fréttum fjölmiðla þegar Geirfínnsmálið stóð sem hæsL „Þar fyrir utan hefur öll mín reynsla af blaðamönnum og fréttamönnum verið góð,“ sagði Einar ennfremur. „Þeir eru heið- arlegir og leggja sig í líma við að greina frá fleiri en einni hlið mála. Ég er ekki frá því að hin mikla öld rannsóknarblaða- mennskunnar, sem hér hófst í kringum 1976, hafi gripið um sig innan fjölmiðlanna hér og sett skjálfta í menn. Ég held að það sé fráleitt að dæma heila stétt þótt einum verði á í messunni. Það er mannlegt að gera mistök. Mín kynni af blaðamönnum gefa mér þá mynd af þeim að þeir séu siðavandaðri, ef eitt- hvað er, í sínum málflutningi ef miðað er við kollega þeirra er- lendis. Ég veit ekki hvort það kemur þessu beint við en almenningur er oft að ræða um það, og mér skilst að Morgunblaðið leggi það ekki í vana sinn, að birta nöfn á afbrotamönnum eða mönnum, sem á einhvern hátt komast í kast við lögin. Allt er það gott og blessað og oft hlýtur sakamaður- inn samúð almennings, en það er síður hugsað um þá, sem verða fyrir barðinu á þeim. Og það er spurning hvort það sé rétt stefna að hlifa slíkum mönnum." Varðandi þá spurningu hvort setja ætti strangari reglur um Einar Bollason ábyrgð fjölmiðla gagnvart því, sem þeir fara með, sagði Éinar: „Þarna er alltaf erfitt að rata meðalveginn. Mér finnst sjálf- sagt að veita blaðamönnum að- hald og vanda vel til ráðninga á þeim. En ég vil líka taka undir það sem Omar Valdimarsson, formaður Blaðamannafélags ís- lands, sagði í útvarpsviðtali fyrir stuttu, þegar hann benti rétti- lega á að forseti Hæstaréttar ætti að líta sér nær. Félag lög- fræðinga hefur siðareglunefnd og svo er einnig um lækna en kærur á þá koma aldrei fram i dagsljósið. Það væri hollt og gott að opna allar þessar siðanefndir og gera það opinbert sem þar fer fram svo mistök innan þessara stétta verði gerð mönnum kunn. Það er fáránlegt að draga eina stétt útúr. Auk þess vinna fréttamenn fyrir opnum tjöld- um, öðruvísi en margir aðrir,“ sagði Einar Bollason i lokin. 40 þúsund nem- endur við nám í grunnskólunum SKÓLASTARF er nú að hefj- ast á ný eftir sumarfrí og munu þúsundir ungra íslend- inga setjast á skólabekk nú í vetur eins og endranær. Fjöldi nemenda í grunnskól- um landsins verður um 40 þúsund nú í vetur og eru áætluð útgjöld ríkis og sveit- arfélaga um 1,3 milljarður króna vegna þessa skóla- halds. Er þá ótalinn fjöldi nemenda og kostnaður vegna skólahalds í framhaldsskól- um landsins. Áætlaður fjöldi nemenda á skyldunámsstigi, þ.e. frá 1. og upp í 9. bekk er rúmlega 36 þús- und. Flestir eru í Reykjavík og á Reykjanesi, tæplega 11 þúsund í Reykjavik og um 9.500 á Reykja- nesi. Þar að auki bætast við nemendur í forskóla, 6 ára börn, sem eru um 3.900 á öllu landinu. Að sögn Örlygs Geirssonar, deildarstjóra í Fjármála- og Pú svalar lestrarþörf dagsins ásWum Moggans! áætlunardeild Menntamálaráðu- neytisins eru greiðslur ríkisins við þetta skólahald tæpur millj- arður og gera má ráð fyrir að útgjöld sveitarfélaga verði um 300 milljónir, þótt sú tala liggi ekki endanlega fyrir. Ekki væri þó fjarri að áætla, að grunnskól- inn í heild kosti um 1,3 milljarð. Hvaða leikmenn munu berjast fyrir íslands hönd gegn Wales-búum á Laugardalsvellinum 12. september næstkomandi í heimsmeistarakeppn- inni í knattspyrnu? Svar við þessari spurningu fæst á blaðamanna- fundi sem haldinn verður á Hótel Loftleiðum á morgun kl. 12.30. HÓTEL LOFTLEKMR FLUGLEIDA HÓTEL ODYR VETRARDVOL í Majorkasól Vegna hagsiæöra og traustra sambanda getum viö nú boðiö ótrúlega ódýra vetrardvöl í Majorkasól, þar sem appelsínurnar falla af trjánum í sólríkum dölum í janúar. Hægt aö velja um dvöl í vel búnum íbúöum, eöa hóteli meö rúmgóöum setustofum, veitingasölum, spila- og sjónvarpsstofum. Innisundlaug og útisundlaug í stórum garði meö trjám og túni. Verðið það er ótrúlegt. Hótel með morgunmat, hádegismat og kvöldmat. 15 dagar kr. 17.940, fimm mánuöir kr. 67.940 eða aöeins kr. 13.588 ó mánuði meö gistingu, fullu fæði og flugferðum. Já, ódýrara en eyöa vetrinum heima í kulda, snjó, rigningu og blástri. Nauösynlegt aö panta snemma því við höfum aðeins pláss fyrir 62 á þessu verði ■'iiiiJiRf iiii » r ^ aw yjai i iu oi lomma yj v i Flugferðir — Sólarflug Vesturgötu 17. Símar: 10661, 15331 og 22100.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.