Morgunblaðið - 09.09.1984, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 09.09.1984, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐID, SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 1984 31 það er ljóst, að það verður með einu eða öðru móti að snúa þessari óheillaþróun við, annars hlýtur að lokum öll útgerð og fiskvinnsla hér á landi að lenda undir ríkisforsjá. Það er bókstaflega fáránlegt, að nær allar greinar í sjávarútvegi skuli vera reknar með stórfelldu tapi á Islandi, þar sem fólk byggir afkomu sína á útgerð og fiskvinnslu umfram allt annað. Óeðlilegt að fjárfestingarlán séu gengistryggð — Hverju breytir gengislækkun þegar fjárfestingarskuldir útgerðar og fiskvinnslu eru að langmestu leyti gengistryggðar eða verðtryggðar? — Það er rétt, sérstaklega að því er útgerðina varðar, nánast allar fjárfest- ingarskuldir útgerðarinnar eru gengis- tryggðar, og gengisfelling ein sér skilar sér með leifturhraða í auknum tilkostn- aði á mjög skömmum tíma. — En hvaða aðrar ráðstafanir þarf að gera að þínum dómi til þess að bæta rekstr- arstöðu útgerðar og fiskvinnslu? — í fyrsta lagi tel ég, að nauðsynlegt sé að draga úr öllum tilkostnaði í sjávar- útvegi eins og kostur er, og með þeim hætti að bæta almenna samkeppnishæfni hans. í því sambandi vil ég nefna vexti, skatta, tolla, sölugjald og ýmis önnur athygli á því í þessu sambandi, að víða erlendis njóta útflutningsatvinnugreinar hagstæðari vaxtakjara en almennt gerist til þess að efla samkeppnisstöðu þeirra. Fullyrðingar um slæman rekstur ekki sraraverðar — En hvað um meiri háttar hagræðingu og endurskipulagningu í þessari atvinnu- grein? — Almennt séð, tel ég, að mikil hag- ræðing hafi nú þegar átt sér stað og eigi sér stöðugt stað í sjávarútvegi. En sjálf- sagt má alltaf gera betur í þeim efnum. Sjávarútvegur er í eðli sínu mjög sveiflu- kennd atvinnugrein og stendur nú í mesta öldudal um margra ára skeið. Við búum nú við mesta aflasamdrátt í áratugi. Á sama tíma hefur mikill tilflutningur fjár- magns átt sér stað frá sjávarútvegi til annarra þátta þjóðfélagsins. Fullyrð- ingar um það, að erfiðleikar í útgerð og fiskvinnslu séu að mestu um að kenna slæmum rekstri og þeim skussum, er stjórna fyrirtækjunum, eru að mínu mati ekki á rökum reistar og tæpast svara- verðar. Boðað gengissvigrúm fjarri öllum raunveruleika — Hver er afstaða þín til þeirrar yfirlýstu opinber gjöld. Með slíkum aðgerðum væri hægt að draga verulega úr gengisbreyt- ingarþörfinni. I öðru lagi þyrfti með einhverjum hætti að draga úr hinum neikvæðu áhrifum gengisbreytingarinnar til þess að hún hefði varanlegri áhrif. — Áttu við að afnema gengistryggingu eða verðtryggingu á skuldbindingum sjávar- útvegsins? — Ég er þeirrar skoðunar, að sjávarút- vegur eigi að sitja við sama borð hvað lánskjör áhrærir eins og aðrar atvinnu- greinar. Þess vegna tel ég óeðlilegt, að sjávarútvegurinn sé með meginhluta fjárfestingaskulda í gengistryggðum lán- um. Þessu þarf að breyta. Rétt er að vekja stefnu núverandi stjórnvalda að halda stöð- ugu gengi? — Auðvitað hlýtur það að vera æski- legt, að gengið haldist stöðugt. En stjórn- völd ráða því miður litlu um það, hvert hið raunverulega gengi er, hvað sem líður allri gengisskráningu. Það hlýtur að ráð- ast að verulegu leyti af útflutningstekj- um, innflutningsverðlagi og almennri kostnaðarþróun innanlands. Ef genginu er haldið of háu og ekki i samræmi við raunveruleikann, er verið að flytja fjár- muni frá sjávarútvegi til annarra greina þjóðfélagsins. Nú er mikið talað um aukið frelsi á öllum sviðum viðskiptalífsins. Frjáls álagning og frjálsir vextir. Hvers vegna getur gjaldeyrir- inn, sem útflutningsatvinnuvegirnir afla, ekki fundið sitt rétta verð á frjálsum gjaldeyrismarkaði. Ef til vill fengist með því hin eina rétta gengisskráning. — Nú fyrir skömmu var gengid lækkað um 3% vegna breytinga á gengisvog og formaður Sjálfstæðisflokksins hef- ur lýst yfir því, að svigrúm til gengisbreytinga verði 5% árið 1985. Telur þú, að þetta dugi sjávarútveginum? — Breytingin á vægi dollars í gengiskörfunni úr 50% í 36% var sjálfsögð, því á sl. ári hefur íslenzka krónan jafnvel hækkað gagnvart Evrópumyntum, eins trúverð- ugt og það nú er. Auk þess er þessari breytingu sjálfsagt ætlað að draga eitthvað úr hinum hömlulausa innflutn- ingi, sem að stórum hluta er greiddur með öðrum gjald- miðlum en dollar. Sú óverulega gengisbreyting, sem að öðru leyti var gerð, breytti sáralítið þeirri neikvæðu af- komu, sem útgerð og fiskvinnsla býr nú við. Menn geta auðvitað sett sér háleit markmið um hitt og þetta, en gengisþróun á næsta ári ræðst af öðru en póli- tískum viljayfirlýsingum, og það gengissvigrúm, sem formaðurinn boðar á næsta ári, er fjarri öllum raunveru- leika miðað við ástandið eins og það er í dag. — En er ekki augljóst, að gengisbreytingu fylgja verðlags- og kaupgjaldshækkanir og þar með aukin verðbólga? — Auðvitað fylgir lækkun gengis tilsvarandi hækkun á innflutningsverðlagi nema því aðeins, að ráðstafanir séu gerðar til þess að draga úr þeirri hækkun eins og t.d. með lækkun á tollum og sölugjaldi. Kaupgjald hlýtur að eiga að taka mið af getu atvinnuveganna á hverjum tíma, en ekki óskhyggju einni saman. — Sagt hefur verið, að við íslendingar værum betur staddir, ef við hefðum fjárfest í fiskeldi síðustu fimm árin í stað þess að fjárfesta í togurum á sama tíma. Hvað segir þú um það? — Það má vel vera að svo sé. Laxeldi virðist vera álitlegur kostur, sem vert er að skoða mjög rækilega. Norðmenn virð- ast hafa náð miklum árangri í þeim efn- um. En aðstæður hér eru ekki þær sömu og í Noregi, og það er mjög mikilvægt, að við stöndum rétt að þessu, en önum ekki út í þetta fyrirhyggjulaust. Er núverandi söluskipan úreit? — Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hefur verið gagnrýnd fyrir stöðnuð vinnubrögö. Margir telja, að núverandi fyrirkomulag á „Menn geta auövitaö sett sér háleit markmiö um hitt og þetta en gengisþróun á næsta ári ræöst a f ööru en pólitískum viljayfirlýsingum og þaö gengissvigrúm, sem formaöurinn boöar á næsta ári er fjarri öllum raunveruleika miöaö viö ástandiö eins og þaö er í dag.u útflutningi sjávarafurða sé orðiö úrelt og auka eigi frelsi í útflutningsviðskiptum. — Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna eru stærstu útflutningssamtök landsmanna, og það er í sjálfu sér ekkert undarlegt þótt stundum næði um hana kaldir vind- ar. Engu að síður hefur Sölumiðstöðin allt frá stofnun árið 1942 gegnt forystu- hlutverki í sölu frystra sjávarafurða, og þar hefur verið unnið merkilegt braut- ryðjendastarf í öflun markaða, vöruþróun og fullvinnslu úr fiskblokkum í verk- smiðjum samtakanna í Bandaríkjunum og síðar í Bretlandi. Þessi árangur bygg- ist fyrst og fremst á starfi þeirra hæfu og framsýnu manna, sem starfað hafa á veg- um samtakanna, heima og erlendis, en jafnframt á þeim styrkleika, sem feíst í samtakamætti þeirra mörgu framleið- enda, sem að Sölumiðstöðinni standa. Ég er sannfærður um, að þessi árangur hefði ekki náðst, ef allir þessir framleiðendur hefðu starfað að þessum málum, hver í sínu starfi. Ég trúi því, að þeir, sem halda því fram, að vinnubrögð SH séu stöðnuð, tali annað hvort af ókunnugleika eða þá, að tilgangur þeirra með slikum skrifum sé að gera Sölu- miðstöðina tortryggilega í augum fólks til þess jafnvel að umbylta því fyrirkomulagi, sem er á útflutningi freðfisks. En það er í stórum dráttum þannig, að útflutningur til Bandaríkjanna er samkvæmt ákvörðun viðskiptaráðu- neytisins að langmestu leyti á vegum tveggja aðila, SH og SlS. Þetta hefur að mínum dómi gefist vel. Ekki er um einokunaraðstöðu að ræða eins og oft hefur verið gefið í skyn. Milli þessara aðila ríkir eðlileg samkeppni, án þess að um undirboð sé að ræða. Hvor aðili veitir hinum nauðsynlegt aðhald, sem öllum er hollt. Varðandi útflutning til annarra landa, má segja, að hann sé að miklu leyti frjáls. Þrátt fyrir það eru yfirburð- ir sölusamtakanna nær algerir. STG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.