Morgunblaðið - 09.09.1984, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 09.09.1984, Blaðsíða 60
64 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 1984 Skákþing íslands: Biðskákir STI& 1 2 3 H s fc 7 8 9 10 ii 12 15 1H VINH. KÖD t 2520 m. i * 1 I 2 zs*s * t 1 1 3 <r — 2H8o i t W/ i 1 H 23cS 0 1 i t 1 5 Hallcírr (jr. 2285 i i 0 fc f AoiósV KarlíSovv 2ZIS W 0 0 0 t 25to m t í t \ i ZHIS i 0 •t 0 H H-iarHvýovv 2520 l i 1 ‘m t 10 —« » t r 2366 O 1 t k y//( 11 £2HS t O 1 0 W// 11 23HÍ X a. i > X 15 2300 O O O 1 I 1H 2255 0 ó 1 t Í222 Skák Bragi Kristjánsson Sl. föstudagskvöld voru tefldar biðskákir og ein frestuð skák á Skákþingi íslands, landsliðsflokki, og fyrsta umferð á Kvennameist- aramóti íslands í skák 1984. Biðskákir: Úr 3. umferð: Margeir — Haukur, ‘A — Vfe Úr 4. umferð: Sævar — Ágúst, 'A — Vi Lárus — Halldór G, 1—0 Frestuð skák úr 3. umferð: Jón L. — Björgvin, 1—0. Margeir og Haukur þráléku strax eftir að tekið var til við biðskákina, enda ekki um margt að velja. Sævar bauð jafntefli um leið og hann lék öðrum leiknum eftir bið og Ágúst þáði boðið, feginn að komast á blað eftir slæma byrjun. Lárus notaði aðferð Petrosjan, hins nýlátna fyrrverandi heims- meistara, og lék mönnum sfnum fram og aftur, þvi Halldór gat ekkert gert nema biða. Loks tókst Lárusi að ná hrókakaupum og eftir það vann hann skákina nokkuð örugglega, þótt mörgum áhorfendum fyndist hann bíða lengi með að hefja vinningsað- gerðir. Eftir 5 klukkutíma setu yfir biðskákinni gafst Halldór upp í 100. leik. Jón L. náði fljótt hættulegu frumkvæði i skák sinni við Björgvin. Hvítt: Jón L. Árnason Svart: Björgvin Jónsson Sikileyjarvörn, drekaafbrigðið. 1. e4 — c5, 2. Rf3 — d6, 3. d4 — cxd4, 4. Rxd4 — Rf6, 5. Rc3 — g6 Björgvin teflir drekaafbrigðið, sem hann þekkir flestum betur. Byrjunin hefur örugglega ekki komið Jóni á óvart og hann hef- ur undirbúið rólegt og sakleys- islegt afbrigði. 6. Bc4 — Bg7, 7. h3 Venjulegasta uppbygging hvits i þessu afbrigði er f3, Be3, Dd2, — 0-0-0, h4 o.s.frv. Jón veit, að Björgvin er vel heima í þeim stöðum, og vill því ekki tefla „Jarðarfararafbrigðið" eins og hann kallar það. 7. — a6, 8. Bb3 — b5?! Björgvin byrjar aðgerðir á dróttningararmi of fljótt. Betra var að leika fyrst 8. — 0-0 og 9. - Rbd7. 9. 0-0 — Bb7, 10. a4 — 0-0. Svartur getur ekki farið á peðaveiðar, því þá verður hann langt á eftir í liðskipum: 10. — Rxe4, 11. Rxe4 — Bxe4, 12. Hel - Bb7, 13. Bg5 með yfirburðar- stöðu fyrir hvítt. 11. Hel — Rbd7?! Betra er 11. — Rc6,12. Rxc6 — Bxc6, 13. axb5 — axb5,14. Hxa8 - Hxa8, 15. Rd5 - e6, 16. Re7+ Kh8,17. Rxc6 — Dxc6 með betra tafli fyrir hvítan, en svartur er ekki án gagnfæra. 12. axb5 — axbð, 13. Hxa8 — Dxa8, 14. Rdxb5 — Rxe4 Eftir síðasta leik sinn tapar svartur mótspyrnulaust, en erf- itt er að benda á leið, sem gefur honum vonir um björgun. 15. Rd5! — Rdc5, 16. Rxe7+ — Kh8, 17. Bd5! — Hd8? Afleikur í tapaðri stöðu. 18. b4 — Rf6, 19. bxc5 — Rxd5, 20. Rxd5 og Björgvin gafst upp, því hann tapar manni eftir 20. — Bxd5, 21. Rc7 ásamt 22. Rxd5 — dxc5, 23. c4. Ekki gengur að reyna að fá peð fyrir manninn: 20. - dxc5, 21. c4 - Bxd5, 22. cxd5 — Hxd5, 23. Dxd5! — Dxd5, 24. He8+ — bf8,25. Bh6 og hvítur mátar. Kvennameistaramót lslands 1984 hófst sl. föstudagskvöld. Allar bestu skákkonur tslands, að Birnu Norðdahl undanskil- inni, eru meðal þátttakenda. Töfluröðin er: 1. ólöf Þráinsdótt- ir, 2. Sigurlaug Friðþjófsdóttir, 3. Björk Jóhannesdóttir, 4. Margrét Árnadóttir, 5. Svana Samúelsdóttir, 6. Guðlaug Þor- steinsdóttir, 7. Jóhanna Guðjónsdóttir, 8. Áslaug Krist- insdóttir, 9. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir. Úrslit 11. umferð: Sigurlaug vann Guðfríði, Áslaug vann Björk, Margrét og Jóhanna gerðu jafntefli, Guðlaug vann Svönu, ólöf sat hjá. í dag er teflt bæði í landsliðsflokki og kvenna- flokki. Teflt er að Hótel Hofi við Rauðarárstig í Reykjavík, og hefst taflið kl. 14. Flrndur eða mðstefha ? Pantið fundarstaðinn tímanlega Leigjum út funda- og ráðstefnusali. Fyrsta flokks aðstaða fyrir stóra sem smáa hópa. Sérstakt verð á ráðstefnumat. Öll tæki til fundahalda, svo sem myndvarpa slides video o.fl. Við viljum minna ykkur á að panta sem allra fyrst, því reynsla undanfarandi ára sýnir 'að færri komast að en vilja. Nánari upplýsingar í síma 22322 - 22321 HÓTEL LOFTLEIÐIR FLUGLEIDA HÓTEL Nýlistasafnið: Hallgrímur Helgason opnar sýningu 14. september nk. AÐ KVELDI næstkomandi föstu- dags, hins 14. september, klukkan 20, mun Hallgrímur Helgason opna sína aðra einkasýningu í húsakynn- um Nýlistasafnsins á Vatnsstíg 3b. Á sýningunni verða 24 olíumálverk í litum, öll máluð á þessu ári utan tvö. Meðal titla eru t.d. „Spurning um mann“, „Guð á Mýrdalssandi" og „Johnny goes to Hollywood". Einnig sýnir Hallgrímur 20 teikn- ingar af útlendum og innlendum karlmönnum, lifs og liðnum, eins og Agli Skallagrímssyni, Mozart, og Karli Heinz Rummenigge. Sýn- ingin mun aðeins standa til 23. þessa mánaðar, en er opin á hverj- um degi frá kl. 14—22. (FrétUtilkjnnint!) Kristniboðs- kaffi í Betaníu í DAG, sunnudag, er kaffisala Bet- aníu að Laufásvegi 13. Það eru fé- lagar í kristniboðsfélagi karla, sem hella upp á könnuna einsog þeir bafa gert á kaffisöludögum undan- farin ár. Einnig er boðið upp á kökur og annað meðlæti. Allur ágóði af kaffisölunni rennur til Kristniboðssambands íslenzkra kristniboðsfélaga, sem karlafélagið á aðild að. Nú starfa tvær fjölskyldur í Eþíópíu og tvær í Kenýa á vegum þess. Telpa gætir yngri bróður síns meðan móðirin situr saumafund kristni- boðsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.