Morgunblaðið - 09.09.1984, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 09.09.1984, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 1984 67 hvorki í markaðsöflun erlendis né i aukinni neyzlu búvöru innan- lands. Hlutur bænda, sem fram- leiðenda, og annarra starfsstétta, sem neytenda, sýnist verri en kerfisins sjálfs, sem ekki hefur nægilegt samkeppnisaðhald. Það var því fyrir löngu tímabært að endurskoða þetta kerfi og þróa í frjálsræðisátt. Sölukerfið hefur oftlega leitt til mikillar óánægju neytenda. Þeir árekstrar, sem orðið hafa, hafa á stundum verkað letjandi en ekki hvetjandi til kaupa á búvöru. Þeir hafa þar að auki verið kveikja til áróðurs og hvati til atlögu af hálfu afla, sem sýnast vilja veg íslenzks landbúnaðar sem minnstan. fhaldssemi er af hinu góða; það að vilja halda í hefðir, sem enn standa fyrir sínu og hafa kosti fram yfir falboðnar nýjungar. Viðhorf, sem flokkast undir aft- urhald, þjóna hinsvegar sjaldan jákvæðum tilgangi. Landbúnaður- inn verður að fylgja eftir fram- vindu, sem þegar er orðin og fyrir- sjáanleg er, bæði í framleiðslu og sölutækni, og tileinka sér þau vopn á mörkuðum, heima og heiman, sem bezt vinnst með. Þörf þessa, og sjónarmiða framleiðni og arðsemi, verður enn ríkari þeg- ar ljóst er að svokallaöar „útflutn- ingsbætur" hverfa í áföngum á fáum árum. Hvarvetna í þjóðlífinu, í land- búnaði sem annars staðar, finnast möguleikar, sem leiða munu til nýrra „landvinninga„ í næstu framtíð. Þessir möguleikar felast m.a. í fiskeldi, ylrækt, skógrækt og ýmsum öðrum nýjum búgrein- um, sem nú eru að komast á legg. En ekkert síður í átökum á vett- vangi hagræðingar, aukinnar framleiðni, vöruþróunar, mark- aðsöflunar og sölutækni. Endur- skoðun á sölukerfi búvörunnar er hluti af þessari þróun og ekki sá þýðingarminnsti. Á þeim vett- vangi þarf framsýnin að vega þyngra en steingerfingar ríkjandi kerfis. Það er mikilvægt fyrir þjóðarbúið i heild að finna land- búnaðinum viðunandi rekstrar- grundvöll til langrar framtíðar. sagði strax, að hann gæti fengið minn á því verði. Það var ekki þeg- ið. Þá kom fram annað tilboð, en það fór á sömu leið. Loksins, eftir nær heils árs þjark, keypti ég hlut Odds. Hann þverneitaði að kaupa minn. Frá málum var gengið 12. jan. 1974 og samskiptum þá að fullu slitið." Þetta eru stór orð, en sem betur fer ekki sönn og til allrar ham- ingju á ég bréf og afrit af öllum bréfum sem fóru á milli aðila árið 1973. Ég mun nú vitna í þessi gögn og kemur þá ótvírætt í ljós hverj- ar staðreyndir málsins eru. í bréfi dagsettu 3. mars 1973, skrifar Haukur: „Þar sem við sam- vinnuslit þarf að taka tillit til ým- issa tæknilegra, lögfræðilegra og fjármálalegra atriða, tel ég heppi- legast, að hvor um sig fái sér trún- aðarmann á þessum sviðum, sér til ráðgjafar og aðstoðar í nauð- synlegum viðræðum okkar í milli." Faðir minn fór að tilmælum Hauks og fékk sér trúnaðarmann. Sá var mágur hans, Sveinn Finnsson hdl. Á tímabilinu mars til maí 1973 gerði Sveinn Hauki þrjú sölutilboð á hlut Odds. Það fyrsta var upp á 40,4 milljónir. Haukur svaraði því á þá leið, að ef tölur þær sem Oddur byggði mat sitt á væru stokkaðar upp þá væri heildarverð 94 m.kr. Hann væri tilbúinn að selja sinn hlut á sama, þ.e.a.s. 47 m.kr. Haukur fékk þetta boð aftur og það skýrt sett fram að ekki fór milli mála að hlutur Odds var metinn á 40,4 m.kr. Haukur kvaðst tilbúinn að selja á sama, en nú með því skilyrði að hann fengi ákveðnar vélar út úr fyrirtækinu, sem greiðslu á sínum hlut. Síðasta tilboðið var upp á 36 m.kr., því svaraði Haukur aldrei, en 2. maí 1973 birtust í Lögbirtingablaðinu tilkynningar um að Haukur hefði skrásett og ræki með ótakmark- aðri ábyrgð tvö fyrirtæki með firmaheitunum 1) Plast og prent og 2) Plast og pokar. Hulda Á. Stefánsdóttin Gleðifrétt Sjaldan hefi ég orðið glaðari en þann 1. sept. sl., þegar ég las í blöðunum, að daginn áður hefði hús Krabbameinsfélags íslands við Skógarhlíð 8 verið vígt að viðstöddu fjölmenni. Og það, sem jók á gleði mína var, að það fylgdi fregninni að dr. Snorri Ingimarsson væri ráðinn þar forstjóri. Það var gaman að heyra; þar er réttur maður á réttum stað. Fundum okkar dr. Snorra bar fyrst saman um miðjan febrúar 1982. Þá var hann nýkominn frá Svíþjóð eftir farsæla námsdvöl við Karólinska háskólann í Stokkhólmi og hafði varið dokt- orsritgerð við sama háskóla 1980. Enda þótt honum byðust störf í Svíþjóð leitaði hugurinn heim, og nú var hann kominn til sinna bernsku- og æskustöðva fullur áhuga á því að leggja hug- sjónum Krabbameinsfélagsins lið í baráttunni við hinn ægilega vágest, krabbameinið. 1 febrúarbyrjun þetta ár taldi heimilislæknirinn minn, Halldór Arinbjarnar, sá elskulegi maður, þörf á að ég færi í rannsókn í Landspítalanum. Sú rannsókn leiddi í Ijós að meinsemd var í hægra brjósti og yrði að nema hana á brott. Eins og að líkum lætur brá mér við þann úrskurð. Ég hafði ekki áður kennt mér nokkurs meins, fannst ég bráð- ung og fær í flestan sjó, þó ný- lega 85 ára. Nú, allt í einu, varð ég gömul og kvíðin. Bót var þó í máli, að prófessor Hjalti Þórar- insson tók að sér að gera aðgerð- ina. Honum treysti ég líka best til þeirra hluta, vissi, að hann var snillingur og svo hafði ég þekkt hann frá því hann var smábarn og hélt í pils móður sinnar, vinkonu minnar, Sigríðar húsfreyju Þorvaldsdóttur á Hjallabakka. Sem betur fer hafði ég fram að þessu lítið kynnst lífinu í sjúkrahúsum og vissi því harla lítið hvað mín beið. — Það átti að skera mig upp árla á mánudegi, en á laug- ardaginn um nónbilið vatt sér ungur læknir inn að rúminu mínu og vildi tala við mig. Við fórum fram og hann vísaði mér í aðra stofu og tók mig tali, sagð- ist heita Snorri Ingimarsson. Ég varð standandi forviða, því orð fór af því, að læknar töluðu ekki meira við sjúklinga en bráð nauðsyn krefði. Og ég varð sí- fellt meira og meira hissa. Þessi ungi maður talaði við mig gamla konuna, eins og hann hefði þekkt mig frá barnæsku. Hann talaði við mig eins og manneskju, sem gat fundið til, kviðið fyrir og hlakkað til. Gamalt fólk á ekki slíku að venjast af ókunnugum. Svo var hann ekkert að flýta sér, ekkert lá á. Ég var eins og önnur rnanneskja, þegar ég sneri aftur að rúminu mínu, viðhorf min voru allt önnur til veikindanna, og mér hafði aukist kjarkur. Sið- an höfum við dr. Snorri verið vinir. Allt gekk að óskum í þetta skipti. Prófessor Hjalti reyndist mér frábærlega vel. Ekki leið nema tæpt ár, þá lá leið mín aft- ur í Landspítalann sömu erinda og blessaðir læknarnir mínir reyndust mér vel eins og áður. Ekki leið nema eitt ár í viðbót þá þurfti ég enn að leita lækn- inga í Landspítalanum. Sú lega var mér erfiðust, enda margt breytt frá því, sem áður var. Nú hafði ellin náð yfirhöndinni. Það getur verið lærdómsríkt að liggja í sjúkrahúsi, kynnast starfsliði og sjúklingum. í öll skiptin lá ég á handlækninga- deild. Þar var frábært starfslið, sem ég var þakklát fyrir að kynnast. En þar voru líka sjúkl- ingar, sem ég fann sárt til með, og vöktu mig til umhugsunar. Sárþjáð fólk á öllum aldri. Rann þá fyllilega upp fyrir mér hve krabbameinið er geigvænlegt. Viðhorf þessa fólks voru mjög misjöfn, sumir algjörlega bugað- ir, aðrir vongóðir. En því miður brást sú von æði oft. Er mér minnisstæður stofufélagi minn frá því í fyrra, ung kona, sem átti langa og erfiða sjúkrasögu að baki; var vongóð er við skild- um og farin að hlakka til að koma heim til ástvina sinna og fjögurra ungra barna. Nú fyrir nokkrum dögum frétti ég lát hennar. Því miður er harmsaga þessarar ungu konu ekkert eins- dæmi, fjöldinn allur verður að lúta sömu örlögum. Krabbameinsfélag íslands ásamt Krabbameinsfélagi Reykjavíkur og öllum litlu félög- unum úti um landið hafa unnið mikið og gifturíkt starf, sem ber að þakka, enda hafa þessi félög jafnan notið starfskrafta hinna hæfustu manna. Fyrir mér er Krabbameinsfé- lagið hugsjón, segir dr. Snorri. En til þess að sú hugsjón megi rætast þarfnaðist félagið betri skilyrða fyrir starfsemi sína. Starfsemi félagsins er fólgin í því að beita sér fyrir fyrirbyggj- andi starfi, sem fyrst og fremst miðar að því að útrýma öllu því er visindin telja að geti valdið krahbameini meðal manna og jafnframt leggja áherslu á, að sjúkdóminn megi greina, áður en hann er búinn að búa svo um sig, að hann er orðinn ólæknandi. Nú er stórum áfanga náð, fé- lagið hefur eignast glæsilegt hús í Skógarhlíð 8 og öll þjóðin fagn- ar því að starfsemi Krabba- meinsfélagsins er flutt 1 nýja húsið, sem þjóðin gaf. En betur má ef duga skal eigi hugsjónin að rætast. Verum áfram sam- taka, sem hingað til. Og mér er sagt að í nýja hús- inu sé valinn maður í hverju rúmi. Um leið og ég óska Krabbameinsfélaginu til ham- ingju með ný húsakynni bið ég að Guð og gæfan fylgi jafnan húsinu í Skógarhlíð 8, og öllum er þar starfa. Vona ég að allir er eiga leið þar inn, komi vonbetri og glaðari út aftur. Haukur vildi þannig þann 28.3. 1973 selja hlut sinn á 47 m.kr. en ekki kaupa á 36 m.kr. einum mán- uði síðar. Er hér var komið gafst Sveinn upp. Hann taldi greinilegt að Haukur vildi ekki skipta, ekki selja og ekki kaupa. Faðir minn leitaði þá til móður- bróður síns Sveinbjörns Jónssonar hrl., Sveinbjörn gafst lfka upp. Hann var kominn á níræðisaldur og hafði ekki þrek til að standa í svona þrasi. Hann kvaðst mundu fá þann mann er hann treysti best til þess að leiða þessa deilu til lykta. Það var Guðmundur Ingvi Sigurðsson. Þann 13. júlí 1973 skrifar Guð- mundur Ingvi: „Á fundi mínum með yður og syni yðar 6. júlí sl. kom fram að Oddur Sigurðsson hefði aldrei útfært hugmynd sína um skiptingu á eignum Plast- prents hf. og Plastpoka hf. Að beiðni minni hefur Oddur nú gert tillögu um skiptingu véla og ann- arra eigna hlutafélaganna.“ Guðmundur sendi með þessu bréfi tillögur Odds og óskaði eftir svari. Haukur vildi þá færa vélar á milli hlutanna. Honum var tjáð að það væri í lagi og hann mætti líka skipta upp á nýtt, en Oddur áskildi sér þá rétt til að velja fyrst. Þá sagði Haukur, að ekki væri hægt að skipta upp fyrirtæk- inu. Þann 29. nóv. 1973 gerði Haukur Oddi kauptilboð sem var upp á um 28 m.kr. og var húseignin á Grens- ásvegi metin á 18 m.kr., sem greiðsla frá Hauki, en hafði áður verið metin á 10 m.kr. sem greiðsla frá Oddi ef hann keypti á 47 m.kr. Þetta var kauptilboð af hálfu Hauks og Oddi stóð aldrei til boða að kaupa á þessu verði. 4) Hér að framan hefur komið fram hvers vegna þrír lögfræð- ingar sáu um málin fyrir Odd Sig- urðsson. Þeir tóku við hver af öðr- um en réðust ekki allir í einu á Hauk einan og berskjaldaðan, eins og hann gefur í skyn. Haukur skrifar einnig að hann hafi aðeins notið stuðnings Harðar Einars- sonar hrl. er formlega var gengið frá málum 12. jan. 1973. Það má vera að það hafi verið þessum málum óviðkomandi, en Haukur Eggertsson og Eggert Hauksson stefndu mér hvor í sinu lagi fyrir meiðyrði þann 19. maí 1973. Það var Hörður Einarsson sem flutti málin fyrir þá. Ég tel nú að staðreyndir máls- ins séu ljósar og þeir sem skilja visukornið sjá við hvern það pass- ar, sé rétt með það farið. Haukur segir eina ástæðu skrifa sinna þá, að margir hafi spurt sig, hvernig hann hafi náð fyrirtækinu af Oddi. Ég ætla ekki að svara því fyrir hann hér og nú, en það er staðreynd að hann fékk það á mun lægra verði en hann vildi nokkurn tíma selja það á. Ég bjó á þessum tíma í fjögurra herb. íbúð frá Ein- hamri. Það mun láta nærri að munurinn á því sem Haukur keypti á og því sem hann vildi selja á samsvari 10 slíkum íbúð- um. Sé það vegna þessa sem Hauk- ur telur enga óvináttu hafa verið milli sín og Guðmundar Ingva, þá er það misskilningur. Guðmundur gerði okkur grein fyrir hvers væri að vænta héldi ófriðurinn áfram, en það var álit föður míns, að þessi munur væri lítið gjald fyrir það að vera laus úr félagsskap Hauks Eggertssonar. Haukur segir í lok greinar sinn- ar: „Það er staðreynd, að afmælis- greinar, eftirmæli og hvað eitt slíkt, sem látið er frá sér fara á opinberum vettvangi, verður siðar meir hluti sögunnar, einstaklinga, fyrirtækja og þjóðsögunnar í heild." Haukur telur sig e.t.v. hafa verið að skrifa sögu Norðurlanda, þegar viðtalið var tekið, sem ég vitnaði í úr Nord Emballage. Þar segir m.a. „Sedan kompanionskap- et upplösts, drivs företaget som ett rent familjeföretag av Haukur Eggertsson og sonen Eggert Hauksson. Det ár faderen som er teknikeren och sonen som er ekon- omen.“ íslandssögunni ber ekki saman við sögu Norðurlanda í þessu efni. Fyrirtækið Plastos hf. var stofnað árið 1974 skömmu eft- ir að gengið hafði verið frá félags- slitunum. Faðirinn og viðskipta- fræðingurinn ákváðu að slá þetta fyrirtæki af, og það í hvelli með því að bjóða niður þær pokagerðir sem Plastos hf. byrjaði með. Af þvi leiddi að Plastos fór að fram- leiða fleiri pokagerðir, sem jafnótt voru boðnar niður af Plastprent. Að lokum bauð Plastprent sem hafði þá ca. 80% markaðshlut- deild, flest alla eigin framleiðslu niður. Slíkt gengur að sjálfsögðu ekki til lengdar og taka varð nýja hluthafa inn i Plastprent. Það voru SH og Shell sem keyptu þá 40% hlutafjárins og voru þá teknir í fjölskylduna, skv. fyrrnefndri grein. Síðan þá hefur verið lítil samkeppni í plastum- búðum fyrir SH. Víst er að sagan verður ekki skráð eftir afmælis- og minn- ingargreinum, heldur verða menn dæmdir af verkum þeirra, og jafn víst er að hann pabbi þarf ekki að óttast þann dóm. Sigurdur Oddsson er framkræmda- stjórí Plastos bf. Ballett Skólinn tekur til starfa 1. okt. Byrjenda- og framhalds- flokkar frá 6 ára aldri. Innritun og allar uppl. í síma 15359 kl. 13—18 daglega. Ballettskóli Guðbjargar Björgvins. íþróttahúsinu Seltjarnarnesi, Litla sal. íBTi!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.