Morgunblaðið - 09.09.1984, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 09.09.1984, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 1984 37 Auknmg hjá Arnarflugi FARÞEGAR í millilandaflugi Arnar- flugs í ágústmánuði sl. voru 5.195 talsins, 16% fleiri en í sama mánuði í fyrra. Vöruflutningar jukust einnig, voru rúmar 36 lestir, sem er 64% aukning. Heildarflutningar fyrstu átta mánuði ársins voru mun meiri en á sama tímabili i fyrra. Farþegum fjölgaði um 30%, urðu 20.979 og vöruflutningar jukust um 126%, urðu 300 lestir. Flutningar verða einnig mjög miklir í september og hefur Arnarflug orðið að bæta við mörgum aukaferðum tii að anna eftirspurn. Ákveðið hefur verið að hafa þrjár Amsterdamferðir i viku á komandi vetraráætlun og fjölga þannig um eina ferð á viku frá í fyrra, en farnar voru tvær ferðir í viku á þessari leið. Arnarflug hefur að undanförnu gert samninga um leiguflug með starfsmannahópa til nálægra landa og færist slíkt flug í vöxt. Á næstu vikum verða farnar tvær helgarferðir til Diisseldorf í Vestur-Þýskalandi, tvær helgar- ferðir til Færeyja og ein dagsferð til Narssarssuaq á Grænlandi. Kvennaáratugur Sameinuðu þjóðannæ Margar hugmyndir um þátttöku íslenzkra kvenna Á 4. FUNDI undirbúningshóps um aðgerðir á íslandi vegna loka kvennaáratugs Sameinuðu þjóðanna 1985 var skipuð 5 manna fram- kvæmdanefnd til að annast sam- ræmingu aðgerðanna. Framkvæmdanefndina skipa: Elín Pálsdóttir Flygenring, Jafn- réttisráði; Jóhanna Sigurðardótt- ir, framkvæmdanefnd um launa- mál kvenna; Lára Júlíusdóttir, Starfsmannafélaginu Sókn; María Pétursdóttir, Kvenfélagssambandi Íslands; Sólveig Ólafsdóttir, Kvenréttindafélagi tslands. Fram hafa komið ótal hugmyndir um framlag íslenskra kvenna 1985 og hafa 23 félagasamtök þegar til- nefnt fulltrúa í samstarfsnefnd- ina. Hún mun á næstunni auglýsa fundartíma einstakra starfshópa, sem verða öllum opnir og hvetja sem flestar konur til þátttöku í þessu verkefni. Í samstarfsnefndinni sitja full- trúar eftirtalinna félagasamtaka og nefnda: Jafnréttisráð, Kvenna- listinn, Samtök um kvennaat- hvarf, Málfreyjusamtökin, Starfs- mannafélagið Sókn, Kvennafylk- ing Alþýðubandalagsins, Fram- kvæmdanefnd um launamál kvenna, Samband Alþýðuflokks- kvenna, Kvenfélagasamband Ís- lands, Kvennaframboðið í Reykja- vík, Landssamband framsóknar- kvenna, Landssamband sjálfstæð- iskvenna, Undirbúningsnefnd vegna kvennaáratugsráðstefnu SÞ, Samtök kvenna á vinnumark- aði, Verkakvennafélagið Fram- sókn, Kvenréttindafélag Íslands, Verkakvennafélagið Framtíðin, Menningar- og friðarsamtök ís- lenskra kvenna, Friðarhreyfing ís- lenskra kvenna og Jafnréttis- nefndir Reykjavíkur, Kópavogs, Hafnarfjarðar og Keflavíkur. (FrétUtilk;nniBg.) Boeing 737-þota Arnarflugs flytur hópana, frá 70 og upp í 130 far- þega í ferð. Þetta eru starfsmenn og fjölskyldur þeirra, m.a. frá Landsvirkjun, Bílaborg, Oliufélag- inu, Sveinbirni Runólfssyni bygg- ingameistara o.fl. Arnarflug hefur áður farið slíkar leiguferðir m.a. til Dublin á Irlandi. Atvinnumál á Suðurnesjum: Þenslan ekki hjá íslenskum aðalverktökum VofiB, 7. september. ÞENSLU sem talað hefúr verið um að væri í atvinnumálum á Suðurnesj- um, er ekki að finna hjá íslenskum aðalverktökum. Eins og áður hefur komið fram í Morgunblaðinu hefur 150—160 manns verið sagt upp störfum hjá íslenskum aðalverktökum og und- irverktökum og útlit fyrir fleiri uppsagnir. Islenskir aðalverktakar sjá um nýbyggingaframkvæmdir fyrir varnarliðið og er sú staða fyrir- sjáanleg nú, að flestar eru að kom- ast á lokastig. Frá því uppsagnir hófust hjá fyrirtækinu, hefur staðan ekkert breyst, þar sem eng- ar nýjar framkvæmdir hafa komið til. Miðað við óbreytt ástand, þarf að fækka starfsmönnum i 300 og verða þeir jafnvel færri í desem- bermánuði. Á síðastliðnum 10 ár- um hefur starfsfólk íslenskra að- alverktaka verið fæst 270, en í des- ember sl. 500—550. Keflavíkurflugvöllur: Flugbrautir malbikaðar Vogum, 7. Heptember. AUSTUR-vestur-flugbrautin á Kefla- víkurflugvelli hefur verið opnuð eftir að hafa verið lokuð í rúmlega mánuð vegna malbikunar. Vegna mikilla rigninga í ágústmánuði reyndist ekki unnt að malbika eins mikið af brautinni og ætlað var. Að sögn Andrésar Andréssonar, yfirverkfræðings hjá Islenskum aðalverktökum, var ekki ætlunin að malbika alla austur-vestur- brautina í sumar, heldur ákveðið að malbika ákveðinn hluta, en þvi marki var ekki unnt að ná vegna veðurs, sem hefði hamlað öllum malbikunarframkvæmdum i sumar. Sem dæmi nefndi hann að þrjár fyrstu vikurnar í ágústmán- uði hefði aðeins verið hægt að malbika i tvo daga. Fyrri hluta sumars var norður- suður-flugbrutin malbikuð. Næsta sumar verður svo haldið áfram með malbikun austur-vestur-flug- brautar. Áfram verður unnið við smærri malbikunarframkvæmdir fram eftir hausti, eftir því sem veður leyfir. E.G. Uppstoppun Dýr — Fuglar P.O. Box 7064. Kvöldsími 28405. Reykjavík. I! hHi iMI I verslun Heimilistækja i Sætuni 8 er mesta úrval kæliskápa sem til er á íslandi. Þeir eru allt fra 90 til 600 lítra, 48 til 108 cm á breidd, 52 til 180 cm á hæö, með 1, 2, 3 eöa 4 dyrum. meö eða án frystihóifs, meö hálf* eöa alsjálfvirkri afþyðingu, í ýmsum litum, evropskir og amerískir af gerðunum Philips og Philco. Þú tekur mál af gatinu hjá þér og hefur svo samband við okkur i Sætúni 8. í Hafnarstræti 3 eru einnig fjölmorg sýnishorn af kæliskápaúrvalinu og þar fást líka allar upplýsingar. 11 Heimilistæki hf HAFNARSTRÆTI 3 - 20455- SÆTUNI 8-15655 ' ' ; -f- x '' r.-i. ? <•
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.