Morgunblaðið - 09.09.1984, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 09.09.1984, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 1984 36 Dulspekiskóli á vatnsberaöld F.v. Jytta Eiriksson, Öyvind T. Halborg og Racel Eiriksson. Rætt við Jytta Eiriks- son um Skandinavisk Healerskole sem starfar í Danmörku Viömslandi okkar er Jytta Ei- riksson, sem stödd er hér á landi í því skyni að kynna sérstæðan skóla er starfar í Danmörku. í ferð með henni er dóttir hennar, Racel Eiriksson, félagsráðgjafi, og Öy- vind T. Halborg, tónlistarnemi, og hafa þau haldið kynningarfundi um „Healerskolen" hér að undan- förnu. Healerskolen var stofnaður í Kaupmannahöfn 1978 af Jeanne Morashti og hefur verið starf- ræktur þar síðan. Hin seinni ár hefur skólinn einnig verið starf- ræktur í Árósum, Oðinsvéum og nú siðast var stofnuð deild í Næstved á Sjálandi. Við höfum áhuga á að stofna deildir víðar á Norðurlöndunum, sagði Jytta Eiriksson i samtali við blm. Mbl., og það er einmitt tilgangur okkar með komunni hingað til íslands núna að kynna skólann og athuga hvort áhugi sé fyrir hendi um að stofnuð verði sérstök deild hér á íslandi. — Hvað er það sem fólk lærir í þessum skóla? Almennt sagt þjálfar fólk með sér hæfileika á andlega sviðinu i þessum skóla og lærir um hina andlegu hlið manns og heims. Tilgangurinn er sá að hjálpa ein- staklingnum til að efla hæfileika og vilja til að hefja sjálfan sig og aðra upp, þ.e. að skapa andlegt jafnvægi, rósemi og vingjarnleik með sjálfum sér og öðrum. Það má segja að við kennum aðferðir til að breyta neikvæðri orku í jákvæða, — þessar aðferðir gera einstaklingnum fært að leysa vandamál sín og — ef þannig má að orði komast — sundra því andlega myrkri sem oft verður á vegi okkar í daglegu lífi. Skólahaldið fer fram um helg- ar, á laugardögum og sunnudög- um og stendur skólinn í 9 mán- uði. Síðan er boðið upp á fram- haldsnámskeið fyrir þá sem hafa lokið þessum fyrsta áfanga. — Nú talið þið m.a. um sál- rænar lækningar, hugleiðingu, endurholdgun og vatnsberaöld á kynningarfundum ykkar — legg- ur skólinn stund á stjörnuspeki? Stjörnuspekin er ein leið til að skilja lifið, en auðvitað ekki sú eina. Stjörnuspeki sem slík er þó ekki kennd við skólann. Stað- reyndin er sú að við erum að þró- ast inn í vatnsberaöldina og reyndar erum við komin inn í hana með annan fótinn. Síðustu 2 þúsund árin hefur fiskamerkið verið ráðandi með öllum sínum tilfinningahita. Nú fer nýtt tímaskeið í hönd og þeirri um- breytingu fylgja nokkrir erfið- leikar. Það er þó ekki svo að skilja að vatnsberamerkið taki yfir í einni svipan — þess sjást merki að vatnsberinn hafi verið farinn að hafa áhrif á gang mála allt frá 1960. En áhrif hans verða sífellt sterkari og um árið 2000 mun vatnsberinn verða allsráðandi, þannig að miklar breytingar eru í vændum. — Og þið trúið líka á endur- holdgunarkenninguna? Við göngum út frá því sem vísu að allir menn hafi endur- fæðst margoft hér á jörð og ég vil leyfa mér að fullyrða að hver og einn sem vill geti gengið úr skugga um það. Við „Healerskol- en“ hefur verið þróuð aðferð, sem gerir fólki fært að rifja upp fyrri jarðlíf og reynslan sýnir að flestir eiga auðvelt með það. — Byggir þessi aðferð á dá- leiðslu? Nei, með þessari aðferð getur hver og einn fengið glögga inn- sýn í fyrri jarðvistir með fullri vitund og án þess að vera beittur sefjun af neinu tagi. Þetta getur verið hagnýtt fyrir fyrir fólk, sem á við andlega erfiðleika að stríða — oft stafa þeir frá erfiðri reynslu i fyrri jarðlífum. Þess utan gerir þetta manni fært að skilja sjálfa sér, hæfileika sína og vankanta — og jafnvel að sætta sig betur við það sem fram við mann kemur. Því allt á sér orsök og afleiðingu. — Manst þú sjálf eftir fyrri jarðlífum? Já, mér gekk mjög vel að rifja þau upp. Það er alveg einstök reynsla en svo hefur maður líka mikið gagn af því. Ég held að flestir hafi orðið þess varir í samskiptum sinum við fólk, sem þeir hitta í fyrsta sinn. Sumum kynnist maður auðveldlega og fellur strax vel við þá — aðra á maður í erfiðleikum með og það er eins og eitthvað hindri að góð kynni takist. Skýringin er einkar einföld — þetta er fólk, sem við höfum umgengist áður og þannig eru það með minningar úr fyrri lífum — þær eru til staðar í sál- arlífinu og hafa áhrif á daglegt líf okkar en eru þó ekki meðvit- aðar. Þessi aðferð, sem ég talaði um, gerir fólki fært að nálgast þennan minningabanka og skoða minningar frá liðnum æviskeið- um að vild. Við skólann er kennd hug- leiðsluaðferð, sem byggir á litum — hún er sérstaklega sniðin fyrir hinn vestræna mann, og á sér ekki austurlenskan uppruna eins og flestar hugleiðsluaðferð- ir, sem kenndar hafa verið af hinum ýmsu dulspekiskólum. Það er erfitt að gera grein fyrir þeim fræðum og aðferðum, sem skólinn kennir, í stuttu viðtali. Fyrir þá sem vilja kynna sér málið frekar vil ég benda á þær bækur, sem gefnar hafa við út á vegum skólans. Þá vona ég að okkur takist að koma upp skóla- deild hér á íslandi, því hér virð- ist vera mikill áhugi fyrir þess- um nýju vísindum. — bó. Canon ^©“ÍKÖJ/Ks) Canon PC-cartridge j þessum hleöslum er duftiö en þaö endist á 3000 Ijósrit. Einfalt aö skipta og þú getur valiö um sex liti, svart, brúnt, blátt, rautt, grænt eöa Ijósblátt. Svört hleösla fylgir vélinni. PC-10 Hentug Ijósritunarvél fyrir einstakl- inga meö litla Ijósritun. Einföld, skýr Ijósrit og Ijósritar á allan venjulegan pappír. Verö 37.500.- PC-25 Lítil Ijósritunarvél meö stórkostlega möguleika. Hún stækkar um 120% og minnkar um 67% og 78%. Tekur 8 Ijósrit á mín. Verö 59.800.- Ljósritunarvél fyrir minnl fyrirtæki og deildir stærri fyrirtækja, 8 Ijósrit á mín. Kassetta fyrir 100 blöð (sölu- hæsta Ijósritunarvólin í heimlnum í dag). Verö 46.800,- Skrifuélin hf DBI Suðurlandsbraut 12 Sími 685277 * Utisýning ungra listamanna TÍU UNGIR myndlisUrmenn halda nú útisýningu í landi Dallands í Mosfellssveit. Verkin eru flest unn- in með tilliti til þeirra möguleika, sem staðhættir leyfa, annað hvort beint í landið, eða sem sjálfstæðir skúlptúrar úr aðfengnum efnum. Þeir sem sýna eru Sigríður Elliða- dóttir, Nanna K. Skúladóttir, Gunn- ar Arnason, Þórdís A. Sigurðardótt- ir, Ólafur Sveinn Gíslason, Anna Guðjónsdóttir, Kristinn E. Hrafns- son, Ragnhildur Stefánsdóttir, Helga Júlíusdóttir og Anna Sigríður Sigurjónsdóttir. Til að komast á sýningarsvæði er Suðurlandsvegur ekinn frá Reykjavík að afleggjaranum um Geitháls. Þar er beygt til vinstri og ekið sem leið liggur u.þ.b. 5 km langan malarveg. Leiðin er merkt, væntanlegum gestum til leiðbein- ingar. Sýningarsvæðið er opið frá kl. 14—20 daglega, en sýningunni lýkur sunnudaginn 16. september. (FrétUUIkjBBÍBg.) Lýst eftir vitnum LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir vitnum að hörðum árekstri á Vesturlandsvegi þegar bræður lét- ust síðastliðinn sunnudag. Á eftir Volkswagen-bifreið bræðranna var Saab-bifreið ekið i austurátt. Lögreglan biður ökumann bifreið- arinnar vinsamlega að gefa sig fram.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.