Morgunblaðið - 09.09.1984, Blaðsíða 73
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 1984 77
„I sídustu viku vidurkenndu meira aö
segja harösvíraöar repúblíkönur frá
Texas, meö lýsta lokkana haröa af há
rlakki yfir stífmáluöum ásjónum, aö
systirin stæöi sig meö prýöi“
fangsefni þingfulltrúa utan
dagskrár. Þeir sveipuðu sig í
rauða, hvíta og bláa dúka, sungu
ættjarðarlög, fögnuðu verðlauna-
höfum frá Olympíuleikunum
fölskvalaust. (Það þurfti náttúr-
lega ekki að taka það fram að
hefði Carter-Mondale hörmungin
verið við lýði þá hefðu Bandarikin
mátt þakka fyrir að vinna þrjú
brons.)
Umræður um Grenada-málið,
hernaðarsigurinn þegar Banda-
ríkjamenn létu Kúbu-menn bara
fjúka sína leið, fengu litlar undir-
tektir aðrar en „amen“ eins og í
messu. Dapurlegri vopnaskipti,
eins og þau sem eiga sér stað í
Beirút, voru varla nefnd. „Ekki
einn þumlungur lands,“ þrumaði
Reagan, hefur fallið í hendur
kommúnistum." Allt ætlaði um
koll að keyra i fagnaðarlátum þeg-
ar Reagan og Bush komu upp á
sviðið með Ray Charles (blinda
negrasöngvarann) á milli sín.
Jesse Jackson má fara að vara sig.
Og víst er að Regan lék hið mót-
sagnakennda hlutverk sitt aðdá-
anlega vel. Hann er hershöfðing-
inn sem aldrei hefur farið í stríð.
Hann er tákn fjölskyldudyggðar
og hann er fyrsti fráskildi forset-
inn í sögu Bandaríkjanna. Hann
er langelsti forsetinn í sögu
Bandaríkjanna og þó hópast unga
fólkið um flokkinn hans. Hann fer
aldrei í kirkju og samt er hann
yndir og eftirlæti hins móralska
meirihluta. Hann er bara venju-
legur maður sem gæti sem bezt
verið í „bowling“-liðinu i bænum
og samt veitir hann forystu ríkis-
stjórn sem rekur afdráttarlausa
stefnu. Hann er hugsjónamaður
en hagar þó seglum eftir vindi.
Þessi galdaruppskrift gerir það
að verkum að hann hefur áunnið
sér landsföðurlegt yfirbragð Eis-
enhowers án þess að missa tök sín
á flokknum. Og þau tök eru mjög
sterk. Hvað sem endurfædda og
strangtúaða liðsmenn Krists, sem
berjast gegn fóstureyðingum, og
harðsvíraða kaupsýslumenn kann
að greina á um, þá mætast þeir
undir regnhlíf Reagans. Á flokks-
þinginu voru 2.235 fulltrúar og að-
eins tveir þeirra sátu hjá og
greiddu Reagan ekki atkvæði.
(Jafnvel vinirnir í Kreml hljóta að
vera gulir og grænir.)
Það lítur sem sé út fyrir að
hann sé einstaklega farsæll forseti
sem er í þann veginn að sigla
þöndum seglum inn í annað kjör-
tímabil og muni sfðan skila sam-
einuðum flokki í hendur þeirra
sem á eftir koma. Hvorugt er rétt.
Hann er gallagripur, kærulaus og
latur, og hann á framundan gíf-
urlega erfitt kjörtímabil þar sem
mistökin blasa við. Hann er leið-
togi flokks þar sem hrægammar
munu berjast um bein hans, jafn-
vel áður en hann hverfur af sjón-
arsviðinu.
Þar til flokksþingið hófst hafði
ágúst-iránuður verið honum erfið-
ur í skauti. Hann hafði haft það í
flimtingum að hann ætlaði að
gjöreyða Rússum, Nancy hafði
orðið að endurtaka einfalda
spurningu af því að hann er orð-
inn heyrnarsljór, hann var kom-
inn í ógöngur með skattastefnu
sína, starfsmaður nokkur hafði
skýrt frá því að Reagan dottaði á
ríkisstjórnarfundum.
Það kann að virðast ótrúlegt
hverjum þeim sem ekki þekkir til í
Bandaríkjunum en ekkert virðist
hrína á Reagan. Á því eru margar
skýringar og ein er sú að fólk geri
ekki lengur miklar kröfur og hafi
litlar væntingar. Hvað sem um
það er þá er það staðreynd að
flestir Ameríkanar eru farnir að
kunna vel við Reagan í Hvíta hús-
inu og þá langar ekkert til að
heyra um galla hans ef þeim er þá
ekki nákvæmlega sama um þá.
Þeir sem gerzt þekkja til í
Washington fá hroll við tilhugs-
unina um vaxandi viðskiptahalla,
brigðula utanríkisstefnu og öfga-
full samskipti við Sovétríkin, og
stundum klípa þessir menn sig í
handlegginn til að fullvisssa sig
um að þá sé ekki að dreyma.
Hvernig getur maður á áttræðis-
aldri, með takmarkaða hæfileika
til að setja sig inn í flókin mál,
umkringdur fólki sem fæst er lík-
legt til afreka, ráðið öllu sem hann
vill ráða í krafti sólskinsbross og
hunangsraddar?
Þeir geta huggað sig við það að
þetta ástand muni ekki vara lengi
úr þessu, að næstu hveitibrauðsd-
agar verði skammvinnir, bæði
með tilliti til þings og þjóðar, að
maður sem bjóði pólitisku þyngd-
arlögmáli birginn muni falla að
lokum. Þeir spá efnahagsörðug-
leikum sem verða muni til þess að
repúblikanar stórtapi í kosningum
til þings á árinu 1986. Og þeir spá
stöðnun í samskiptum stórveld-
anna.
Mikið veltur á því hvort hinir
ungu íhaldssömu hugmyndasmiðir
sem Reagan hefur á að skipa
halda áfram að fá hugmyndir eða
hvort mistök verða til þess að
draga úr þeim kjark þannig að
eina leiðin sé að róa á gömul mið
og stjórna samkvæmt aðferðum
sem þegar hafa sannað gildi sitt.
Undir sigurvissu og einingu
repúblikanaflokksins kraumar
baráttan um flokkssálina og
æðstu völd í flokknum. Þetta mun
koma upp á yfirborðið um leið og
sá gamli lætur bilbug á sér finna.
í stórum dráttum þá eru þetta
átök milli hófsamra afla í flokkn-
um annars vegar og „nýju hægri-
sinnanna" hins vegar. Hinir hóf-
sömu hafa ekki roð við andstæð-
ingnum og eru beizkir og vondauf-
ir. Heilztu forvígismenn þeirra
njóta virðingar í flokknum, menn
eins og George Bush og Howard
Baker. Vegna aldurs og eiginleika
sinna standa þeir vægast sagt illa
að vígi gagnvart skæruliðinu sem
tók flokksþingið í sínar hendur og
er í þann veginn að tryggja Reag-
an forsetaembættið næsta kjör-
timabil. Líkur eru á því að þá
verði fylgt stefnu sem verður enn
róttækari en sú sem nú er við lýði,
og skæruliðarnir láta sig dreyma
Ijúft um þannig megi fylkja liði
sem duga muni í ameriskri pólitík
næstu þrjátiu ár.
Hinir uppreisnargjörnu leiðtog-
ar eru ungir fulltrúadeildar-
þingmenn sem ganga undir nafn-
inu „C-Span strákarnir" síðan þeir
tóku þátt i sögufrægri útsendingu
C-Span kapalsjónvarpsins frá
fundum í fulltrúadeildinni.
Sagan segir að ónafngreindir
starfsmenn Hvíta hússins hafi
reynt að vernda Reagan fyrir
strákunum en einn góðan veður-
dag hafði forsetinn ekkert sér-
stakt fyrir stafni. Hann naut þess
að taka það rólega i einkaíbúð
sinni og þrýsti áhvern rásar-
hnappinn af öðrum á sjónvarp-
stækinu sínu þangað til hann
rakst á C-Span strákan sem ruddu
úr sér kenningum um efnahags-
legt og félagslegt gildismat. Þetta
átti nú við forsetann. Hann drakk
í sig boðskapinn og síðan sér hann
ekki sólina fyrir drengjunum.
Þeir standa fast saman um
kenningar sínar. 15 úr hópnum
hittast vikulega til að bera saman
bækur sínar. Á sama hátt og Gary
Hart eru þeir sannfærðir um að
þeir hafi komið auga á grundvall-
arbrest í þvi skipulagi sem á að
tengja fortíð og framtíð. Þeir eru
líka sannfærðir um að þeir einir
eigi framtíð fyrir sér sem í senn
hafi skilning á þessu og hafi póli-
tiskan styrk til að taka því.
Þeir átelja flokkinn fyrir að
hafa sætt sig við það hlutverk að
vera í andstöðu frá því í tíð Roose-
velts. Ef frjálslyndir demókratar
segja „málum stofuna skær-
græna,“ segja C-Span strákarnir,
þá svara repúblikanar yfirleitt
með því að leggja til að liturinn
verði mildaður ofurlítið. En skyn-
samlegasti kosturinn er vitaskuld
sá að mála stofuna alls ekki. Þeir
álíta Reagan mjög ákjósanlegan
til að brúa bilið og telja þvi nauð-
synlegt að endurkjósa hann en
þeir eru með langtímaáætlanir á
prjónunum og ætla að fram-
kvæma þær löngu eftir að Reagan
er úr sögunni.
Þeir eru klárir, fyndnir og kot-
rosknir. Þeir aðhyllast Taoisma,
vilja útflutning á „ameríska
draumnum" til þróunarlandanna
og dýrka tölvur meira en nokkur
villimaður hefur nokkurn tíma
dýrkað tunglið. „Þjóðfélag tæki-
færanna" nefna þeir framtíðar-
sýnina.
Þeir vilja að enn verði dregið úr
skattlagningu. Þeir vilja á ný
hefja gullið til vegs og virðingar.
Þeir vilja gelda Seðlabanka
Bandaríkjanna. þeir vilja bæna-
hald í skólum, stöðvun fóstureyð-
inga og tölvu á hvert baðherbergi í
hvern moldarkofa. Þeir segja að
þeir séu neðst í S-beygju (dæmi
um orðalagið sem þeir hafa tamið
sér), þ.e. á fyrstu stigum þeirrar
þjóðfélagsgerðar sem kemur í
kjölfar iðnþjóðfélagsins, og þeir
álíta að með því að hagnýta
ímyndunarafl ungs fólks séu þeir í
vann veginn að gera repúblikana
að yfirburðaflokki í bandarísku
stjórnmálum.
Þingmaðurinn Jack Kemp verð-
ur merkisberi þeirra í kosningun-
um sem fram fara 1988. Hann
skipulagði fyrstu skattalækkanir
Reagans. Hann er sannkölluð
hetja, myndarlegur með afbrigð-
um, fyrrverandi atvinnumaður 1
fótbolta, og eini maðurinn á
flokksþinginu sem fékk állka hlý-
legar viðtökur og Reagan sjálfur.
Verði síðara kjörtímabil Reagans
farsælt getur Kemp með réttu
krafizt þess að verða heimspeki-
legur lærifaðir hans og arftaki í
senn. Ef Reagan mistekst þá getur
Kemp haldið þvi fram að það sé af
því að hinn aldraði leiðtogi hafi
ekki haft þrek eða framsýni til að
komast á leiðarenda.
Veslings George Bush er sagður
vera dyggur og nýtur — hvort
tveggja vonlaust í pólitík — en
hann skortir gjörsamlega það að-
dráttarafl sem Kemp hefur gagn-
vart flokksmönnum. Meðal manna
hans er upplausn ríkjandi. Blaða-
mannafundir þeirra eru dauflegir
og óspennandi. Þeir hímdu f horn-
unum á flokksþinginu og tuldruðu:
„Okkar tími kemur.“ Hinir hóf-
sömu líta svo á að repúblikanar
geti aukið fylgi sitt með að flokk-
urinn breikki þann grundvöll sem
hann stendur á. C-Span strákarnir
trúa á hugmyndafræði sem er ein-
föld og telja að um hana eigi að
láta fjöldan fylkja sér.
„Flokkur okkar,“ sagði Reagan á
flokksþinginu í Dallas „er flokkur
nýrra hugmynda og nýs frum-
kvæðis, flokkur afls og eftirvænt-
ingar, flokkur framttíðarinnar...
GOP (stendur fyrir Grand Old
Party og er gælunafn repúblik-
anaflokksins) hefur fengið nýja
merkingu. Nú þýðir það Great
Opportunity Party (flokkur mik-
illa tækifæra).
Reagan hefur heitið þvi að
leggja sig allan fram i kosninga-
baráttunni en sitja ekki aðeins við
stjórnvölinn. Árið 1988 gætu það
hæglega orðið C-Span strákarnir
gegn Gary Hart. Hvilik framtið!
(ílr The Obeerver.)
Þeir eru klárir, fyndnir og kotrosknir.
Þeir aöhyllast Taoisma, vilja útflutn-
ing á „ameríska draumnum“ til þróun-
arlandanna og dýrka tölvur meir en
okkur villimaöur hefur nokkurn tíma
dýrkaö tungliö. „Þjóöfélag tækifær-
anna“ nefna þeir framtíöarsýnina.