Morgunblaðið - 09.09.1984, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 09.09.1984, Blaðsíða 69
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 1984 73 esi út næsta sumar til þess m.a. að ganga frá vinnulaunum sem J6- hannes á hjá honum. En Jóhann- esi entist ekki aldur til þess. Heil- sa Jóhannesar byrjaði að bila þeg- ar hann var í Gljúfurholti. Hann þoldi ekki að lyfta heyböggum upp á vörubíl dag eftir dag. Jóhannes sagði margoft við mig, nú síðast fyrir nokkrum dögum, að engum mundi takast að slíta vin- áttubönd okkar. Jóhannes dvaldi oft hjá mér marga mánuði i einu á Hverfisgötu 91 hér í Reykjavík. Mér var það bæði ánægja og styrkur þar sem ég annaðist einn um son minn, Sturlu. Fáir vissu betur um það en hann hversu mér var gert erfitt fyrir að rækja upp- eldis- og föðurhlutverk mitt. Eftir að ég missti drenginn minn 27. júlí 1980, við missum venjulega fyrst það sem okkur þykir vænst um, kom Jóhannes oft til mfn á meðan ég var bíllaus og bauð mér að aka mér upp að leiði drengsins. Einu sinni sem oftar bankaði hann upp á hjá mér þremur eða fjórum dög- um áður en ég fór til Norðurland- anna 1982. Þá keyrði hann mig í Blómaval í Sigtúni svo ég gæti sett blóm á leiði drengsins míns áður en ég færi til útianda með bróður hans. Eftir að Jóhannes flutti í Kópavoginn leið honum vel. Hann sagði við Þóru, sem á heima á fyrstu hæð hússins þar sem Jó- hannes átti heima, að mér líkaði svo vel við herbergið sitt, því það- an sæi ég út í Fossvogskirkjugarð að leiði drengsins míns. Við mun- um allir þrír hvíla þar hlið við hlið. Það verður góður félasskap- ur. Ég hlakka til að sjá þá báða heilbrigða aftur. Halldór Þorsteinn Briem Ég kynntist Jóhannesi Dag- bjartssyni fyrir tæpu ári, svo kynni okkar urðu ekki löng. Þó er hann mér harmdauði. I fyrstu átti ég bágt með að átta mig á honum eða skilja hvernig maður hann var. Góðleiki var mjög áberandi í fari hans. Hann vildi öllum gott gera og ætlaði engum nema gott, svo jaðraði við barnaskap. Það má því segja að hann hafi verið sér- stæður persónuleiki. Hann hafði gott útlit, var hár og grannur með þetta létta fas æskumannsins. Stundum var þó eins og lífsorka hans væri með öllu útbrunnin og hann væri orðinn gamall maður langt fyrir aldur fram með sára lífsreynslu að baki. En aldrei tal- aði hann um það sem erfitt var í lífi hans, hvorki heilsufar né ann- að. Einu sinni ræddum við saman trúmál lengi dags. Ég fann að hann var lesinn vel og hafði oft íhugað innstu rök tilverunnar. Ekki vorum við á sama máli, en skildum þó sátt vegna lipurðar hans og sveigjanleika. Svo var það eitt sinn í mann- fagnaði á heimili mínu að hann lék á hljóðfæri undir söng, þá skildi ég manninn. Hann var lista- maður af „guðs náð“. Ekki var menntun hans mikil í músík, en þó hafði hann það í leik sínum, sem aðra tekur langan tíma að ná og jafnvel aldrei. Eins var það þegar hann greip harmonikkuna sína og lék undir dansi. Hann höfðaði til okkar allra, sameinaði hugi okkar og myndaði það sem í daglegu tali er kallað „stemmning". Við þökk- um öll Jóhannesi á Alfhólsvegi 43 fyrir þessar ógleymanlegu stund- ir. Eg hefi heyrt menn tala um það sem sérstaka gæfu þegar stór- menni í músíkheiminum fengu að deyja með tónsprotann í hendinni. Jóhannes dó með sinn tónsprota í hendi. Hann var að leika yndislegt lag undir dansi, féll fram fyrir sig og var örendur. Fyrir nokkrum dögum heim- sótti mig vinur Jóhannesar. Auð- vitað töluðum við um hann. Við sátum i stofunni minni meðan hausthúmið féll á. Okkur varð lit- ið út um gluggann. Á einu andar- taki höfðu himinn og haf orðið rauð sem blóð — með öllum þeim litbrigðum sem finnast þegar sól- arlag við Faxaflóa er sem fegurst. „Jóhannes er að kveðja okkur," sagði gestur minn, og það var ein- mitt það sem ég hugsaði. Jóhannes er þar sem fegurðin er og góðleikihn. Ragnheiður Ingimundardóttir Það var fyrir tæpu ári að Jó- hannes Dagbjartsson kom i húsið á Álfhólsvegi 43, Kópavogi. Fljótlega kynntumst við Jó- hannesi, þvi hann laðaði fólk að sér sökum framkomu sinnar. Þar sat góðmennska og hjálpsemi i fyrirrúmi. Hann vildi alltaf vera að hjálpa og greiða götu annarra. Og ef börn urðu á vegi hans, þá klappaði hann á kollinn á þeim og lagði gott til þeirra. Oft kom Jóhannes upp til okkar og fékk sér kaffisopa og þá kom í ljós glettnin og gamansemin í fari hans. Ýmislegt hafði á daga hans drif- ið og stundum verið “fjör kringum fóninn“ eins og hann hafði stund- um fyrir orðtak. En nú er Jói vinur farinn. Hann hefur lagt af stað f þá ferð sem bíður okkar allra. Okkur langar til að þakka hon- um fyrir skemmtilegu stundirnar, og alveg sérstaklega síðasta kvöld- ið. Fyrir þá stemmningu sem hann skapaði þegar hann lék fyrir okkur til skiptis á orgelið og harmonikkuna sína. Og þannig kvaddi hann þennan heim. Þóra, Gilli, Jón Heiðar og Mummi. Legsteinar granít — marmari Opið alla daga, eínnig kvöld og helgar. i'ícvnii ó.f Unnarbraut 19, Seltjarnarnesi, símar 620809 og 72818. LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 — Slmi 81960 Legsleinar Framleiðum allar stærðir og gerðir af legsteinum. Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjöf ______ um gerð og val legsteina._ ÍB S.HELGASON HF ISTEINSMIÐJA SKSuWIAÆGI 48 SÍMt 76677 Halldór Gíslason úrsmiður Minning Sunnudagskvöldið 2. september barst sú sorgarfregn um Akureyr- arbæ að Halldór úrsmiður væri látinn. Okkur er nú horfinn sjón- um kunnur hagleiksmaður og ljúf- menni. Hann hafði mátt þola þungar sjúkdómsraunir i tvo mán- uði svo að fráfall hans kom ekki með öllu á óvart. Hann var fæddur 28. júní 1928 að Arndísarstöðum í Bárðardal og var elstur fjögurra systkina. Foreldrar hans voru hjónin Ólafur Tryggvason bóndi þar, síðar landskunnur fyrir hug- lækningar, og kona hans Arnbjörg Halldórsdóttir frá Seyðisfirði. Eftir bernskuárin í sveitinni kom Halldór til Akureyrar 15 ára gamall og hóf hér nám í Iðnskól- anum og úrsmiðanám hjá Bjarna Jónssyni, skáldi frá Gröf. Honum sóttist hvort tveggja vel, enda greindur og iðinn og snemma fór orð af verklagni hans. Mikil vin- átta tokst með þeim Bjarna og mat Halldór mikils læriföður sinn og Ólöfu konu hans. Vorið 1950 kvæntist hann Oddnýju Jónsdóttur Laxdal frá Meðalheimi á Svalbarðsströnd og reyndist það vera mesta gæfuspor lífs hans, svo mjög sem hún var samhent manni sínum í einu og öllu og heimili þeirra rómað fyrir hlýju og myndarskap. Synir þeirra þrír eru: Jón, kennari hér í bæ, ólafur, fiskifræðingur í Reykjavík og Halldór, nemi í MA. Halldór vann að iðn sinni og verslunarrekstri í nær 40 ár hér í bæ við almennar vinsældir. Hon- um bárust verkefni víðsvegar af landinu, sem öll virtust auðveld í hagleikshöndum hans. Þrátt fyrir hægláta framkomu og Iátleysi var hann snemma eftir- sóttur til þátttöku í félagsmálum, og munaði hvarvetna um liðsinni hans. Hann hafði sjálfur fá orð þar um, en lét verkin tala. Fjalla- ferðir og skíðaiðkun var eitt af hugðarefnum Halldórs og þar hóf hann fyrstu kynni sín af félags- málum. Hann var góður skíða- maður og vann þar til verðlauna. Sökum dugnaðar og ósérhlífni var hann um skeið formaður Skíða- ráðs Akureyrar og starfsmaður fjölda íþróttamóta í Ferðafélagi Akureyrar, ætíð dugandi og úr- ræðagóður og til marks um traust það sem borið var til hans, var að hann var fenginn sem aðstoðar- maður í Óskjuleiðangur Sigurðar Þórarinssonar jarðfræðings. Halldór hafði unun af veiðiskap og var einn þeirra félaga sem keypti lítið veiðibýli, Keldur, vest- ur í Skagafirði og fjölmargar urðu þar vinnustundir hans við upp- byggingu staðarins. Flugbjörgun- arsveitin á Akureyri naut starfskrafta hans og gegndi hann þar formannsstarfi um hríð. Þá var hann ennfremur einn af mátt- arstólpum Lionsklúbbsins Hugins og Knattspyrnufélags Akureyrar um langt árabil og um tíma í stjórn þeirra beggja. Svo sem sjá má var Halldór gæddur óvenju miklu starfsþreki og Oddný kona hans studdi hann dyggilega í störfum hans og hugð- arefnum og ómældir eru allir þeir kaffibollar og veitingar sem hún veitti hinum ýmsu félögum á heimili þeirra, enda voru oft haldnir þar fundir. Halldór var ekki einungis gædd- ur næmleika á hinu verklega sviði, heldur einnig á hinu listræna og nutu þau hjón ríkulega tónleika, leiksýninga og myndlistarsýninga og ber heimili þeirra þess vott. Nú þegar þessi óvenjulegi og fjölhæfi maður hefir lokið fagurri lifsgöngu er mörgum þakklæti og söknuður í huga. Við Elsa kveðj- um með trega góðan vin og þökk- um áratuga tryggð og vináttu og biðjum hinn æðsta að veita Oddnýju og öllum skyldmennum styrk á þessari þungbæru stundu. Haraldur SigurAsson Minning: Sigurður Kristinsson framkvœmdastjóri Við stóðum á tröppunum með bókakassa í fanginu og fylgdumst með sendibílnum bakka inn í sundið upp að stéttinni. Var það um vor, síðla sumars, komið haust? Það örlaði á hvítt í Esjunni og golan af flóanum ívið svöl í Hlíðahverfinu. Ef minnið svíkur ekki, þá var búið að flytja innbúið suður í Garðabæ og aðeins bókasafnið eft- ir í auðri íbúðinni. Þetta var við- kvæmur farangur sem eigandinn hafði raðað vandlega í öskjur, en tók nú fram eina og eina bók og strauk varlega um bandið, blés ryk af kili, fletti blaði næstum blíðlega: Þessa þykir mér vænt um, hún kom frá góðum vini, hér er ein sem ég þarf að lesa bráðum. Og síðan fylgdi stutt tala um gald- ur bókanna, um ástríðuna sem grípur hugann: bókin þarf ekki að vera skartgripur með flúri og upp- hleyptum stöfum eða gyllingu. Nei, en hún verður að vera í frum- prentun, — fágæt, og þá skiptir ekki höfuðmáli þótt eintakið sé ör- lítið lúið með trosnaða jaðra, og ef fyrri eigendur hafa verið svo vin- samlegir að rita nöfnin sin á saur- blaðið eða pára athugasemd við textann, þá er allt slíkt bara per- sónulegur andblær sem eykur gildið. Innihaldið? Það getur verið úr öllum landsfjórðungum, ekki allt upp á snilldina, kannski bara vefur úr fortíðinni sem enginn man hvort er spunninn rétt: ætt- fræði. Og þegar hefur náðst í skottið á kerlingu í afdal eða kalli út á Skaga (má vera prestur!), þá er kominn tími til að lyfta andan- um á hærra plan og syngja sálm í djúpum bassa, allt eins og blómstrið eina, einlægum rómi af tilfinning hjartans og slá taktinn mjúkri hendi á borðið. En það er ekki bara bókstafur- inn sem blífur og býður til veislu heldur líka málverk sem iðinn safnari hóar til sín og hengir upp á vegg; komin af uppboði, vinar- gjöf, eða beint úr smiðju lista- mannsins. Og þessar myndir? Eru þær ekki eins og lífsmynstrið sjálft í sínum margbreytileik, — sumar bjóða upp í dans með blúss- Rússneskar baunir í sam- vinnusöluboðum FRÉTTABRÉF Samvinnuhreyf- ingarinnar frá 6. september sl. grein- ir frá því að samvinnusöluboðin séu nú að hefjast á nýjan leik. Á boð- stólum eru m.a. rússneskar grænar baunir. f fréttabréfinu er haft eftir Hafsteini Eiríkssyni, deildar- stjóra birgðastöðvar, að fram- kvæmdin á samvinnusöluboðunum verði með sama sniði og verið hef- ur og hafi fimm söluboð verið ákveðin til áramóta. Hið fyrsta hefst 19. september nk. og auk rússnesku grænu baunanna, verða á boðstólum sólgrjón, rúgmjöl, hveiti og salt, og er söluboðið valið sérstaklega með hliðsjón af slát- urtíðinni, sem er að hefjast um þetta leyti. Motzfeldt í opinbera heimsókn 26. september PÉTUR Thorsteinssson sendiherra er nýkominn heim frá Grænlandi þar sem hann tók þátt í undirbún- ingsviðræðum við Jónatan Motzfelt formann grænlensku landsstjórnar- innar. Jónatan Motzfelt er væntan- legur í opinbera heimsókn hingað til lands 26. september nk. til að ræða fiskveiðimál. Eiginkona Motzfelt verður með í förinni hingað til lands auk þriggja embættismanna. Þeirra á meðal verður yfirráðuneytisstjór- inn, John E. Jensen. Opinberri heimsókn Motzfelts hér á landi lýkur 29. septmeber. i* ll glll t_| ■; „ I ~ - - - * . . . andi fjöri, hæhó, svo virðulegir menn eins og Blöndal síga i annan endann, og gerir þá minna til þótt Kjarval og Veturliði fái slagsíðu undir svefninn. En aðrar myndir eru aftur á móti dular og kaldar og gefa tóninn burt i fjarlægð, aðrar eru einlægar og heitar, lokka til sín opinn hug. Sumar ; taka yfir vítt svið og miklar lend- ur inn í framtíðina, — kviku þess sem skoðar og skyggnist um í djúpinu. Og ein tilfinning vekur aðra og galdur lífsins er sá að tjá þá spurn sem hver maður mætir í sjálfum sér: hugsun, þjáning, gleði. Og þegar nú er flett síðustu síðu tilverubókar þessa lífs, — er þá ekki hafin saga í næsta bindi? Níels Hafstein Birting afmœlis- og minningar- greina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á f miðviku- dagsblaði, að berast f síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. f minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. I i \ Á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.