Morgunblaðið - 09.09.1984, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 09.09.1984, Blaðsíða 64
68 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 1984 Minning: Ólöf Steinþórsdóttir frá Siglufirði Fædd 22. maí 1905 Dáin 28. júlí 1984 Ólöf var fædd að Þverá í ólafs- firði og voru foreldrar hennar hjónin Kristjana Jónsdóttir frá Stórholti í Fljótum og Steinþór Þorsteinsson ættaður frá ólafs- firði. Systkini ólafar voru 5: Guðrún og Anna sem eru látnar, Kristjana og Sigurpáll búsett t Reykjavík, Jónína búsett á Akureyri. Einn uppeldisbróður átti ólöf, Jón Sig- urðsson, búsettur í Reykjavík. Kristjana og Steinþór brugðu búi þegar ólöf var tveggja ára og settust að í Vík í Héðinsfirði. Þar ólst ólöf upp til sex ára ald- urs, er hún missti móður sína, og var þá tekin í fóstur af hjónunum Salbjörgu Jónsdóttur, móðursyst- ur Ólafar og manni hennar, Sig- urði Árnasyni, sem þá bjuggu og lengi síðan í Leyningi, sem var býli innarlega í Siglufirði. Hjá þeim hjónum dvaldi Ólöf í góðu atlæti til fermingaraldurs við hin almennu störf, sem til- heyrðu þeirra tíma búskaparhátt- um og venjum, innan húss og utan, en eftir fermingu fór hún, sem fleiri jafnaldrar þar um slóð- ir, að vinna fyrir sér á hinum al- menna vinnumarkaði. Á þessum árum var mikil bjart- sýni ríkjandi á Siglufirði. Nýfeng- in kaupstaðarréttindi, vorhugur og ýmsar framfarir undir forystu séra Bjarna Þorsteinssonar, hins víðsýna og mikilhæfa foringja Siglfirðinga um áratuga skeið. Atvinnulífið, síldarútvegur og síldarverkun jukust að mun á þessum árum og íbúafjöldi Siglu- fjarðar óx jafnt og þétt. Útgerð var stunduð vor og haust og fiskverkun stuðlaði að sam- felldri atvinnu allt árið þó reyndar margur fjölskyldufaðirinn sækti vetrarvertíð til Suðurlands. Allt þetta setti sinn svip á kaup- staðinn, mannlífið þar og íbúa hans, hafði ómæld áhrif á íbúana og umhverfið og tryggði á margan hátt framtíð staðarins. Á sumrin kom fjöldi fólks til síldarverkunar og sildveiði fór vaxandi. Sumir staðfestust þar, en aðrir voru aðeins vertíðargestir. Ekki skal þetta rakið frekar hér enda þáttur, sem tilheyrir liðnum tíma, sögunni. Sildin og síldveiðarnar með sin- um fjölbreytileika í mannlifi átti sinn drjúga þátt í að styrkja fram- færslumöguleika siglfirskra fjöl- skyldna og bjó í haginn fyrir ungt fólk og bjartsýni þess óx að sama skapi. Þetta setti sinn svip á umhverf- ið og efldi þrá yngri kynslóðarinn- ar að afla sér frekari menntunar, en tækifæri voru til heima í hér- aði. Því ákvað Ólöf að fara í hús- mæðraskólann á ísafirði og lauk námi þaðan 1930, og var sú fræðsla, sem þar fékkst, góð und- irstaða undir húsmóðurstörfin, sem bíða allra kvenna auk hinnar almennu fræðslu, sem þessu námi var samfara. Ólöf giftist hinn 1. júlí 1933 Gunnsteini Jónssyni, hinum mæt- asta manni, ættuðum frá Borgar- firði eystra og bjuggu þau hjón allan sinn búskap á Siglufirði. Þau eignuðust tvær dætur, þær Áslaugu Elísabetu, sem gift er Ólafi Jens Péturssyni, deildar- stjóra í Tækniskóla Íslands. Þau búa í Kópavogi og eiga tvo syni, Gunnstein og Pétur Má. Hin dótt- irin, Steinunn Kristbjörg, er gift Palle Grönvaldt, fulltrúa hjá Oscar Rolff og eru þau búsett í Kaupmannahöfn. Þau eiga einn son, Olaf. Gunnsteinn stundaði alla al- menna vinnu, sem til féll. Fékkst um skeið við útgerð, en gerðist verkstjóri og síldar- og fiskimats- maður, enda eftirsóttur og dyggur starfsmaður. Gunnsteinn andaðist hinn 16. nóvember 1964 og varð harmdauði öllum, sem þekktu. Ólöf tók mikinn þátt í félags- störfum kvenna á Siglufirði. Hún var m.a. ein af stofnendum kvennadeildar Slysavarnafélags- ins Varnar. Starfaði ólöf i þeim samtökum árum saman eftir því, sem tími og aðstæður leyfðu frá heimilisstörfum og öðrum skyld- um. Þá var Ólöf mjög virkur félagi í kvenfélaginu Von í fjölda ára og starfaði mikið fyrir og við dag- heimilið Leikskála, sem kvenfé- lagið rak í mörg sumur og auð- veldaði siglfirskum mæðrum þátt- töku í meginþætti í atvinnulífi Siglfirðinga, síldarsöltuninni, en við hana vann ólöf, eins og allar siglfirskar húsmæður, í meira en hálfa öld og lengst af hjá tsafold, sem þeir feðgar Sigurður Krist- jánsson og Þráinn Sigurðsson ráku. Það er enn óskráður þáttur kvenna, bæði siglfirskra og ann- arra í síldarsögu Siglufjarðar, en hann mundi verða bæði fróðlegur og eftirminnilegur. ólöf bjó áfram á Siglufirði eftir að hún varð ekkja eða til ársins 1982 að hún fór til dvalar á dval- arheimilinu Ási í Hveragerði. Þar dvaldist Ólöf frænka mín ásamt vinkonu sinni frá Siglufirði, Guð- finnu Jóhannesdóttur, sem bjó að Seljalandi, en svo nefndi hún hús sitt á Siglufirði. Þarna undu þær sér, vinkonurn- ar, við að rifja upp kærar minn- ingar fyrri ára. Liðnar stundir voru kallaðar fram í hugann. Unn- in handavinna ýmiskonar og blómarækt sinnt, því báðar voru þær ræktunarmanneskjur. Sitt- hvað fleira var sýslað til þess að stytta stundir því aldrei var setið auðum höndum. Þeim var vinna og iðja eðlislæg. Ólöf dvaldi í Ási í góðu yfirlæti og við ágætan aðbúnað, þar til hún í desember sl. fór á sjúkrahús i Reykjavík. Að lokinni sjúkrahús- vist dvaldi hún á hjúkrunarheim- ilinu Sunnuhlíð í Kópavogi og var þá komin í nálægð dóttur sinnar og fjölskyldu hennar. ólöf andað- ist á hjúkrunarheimilinu þann 28. júlí sl., 79 ára að aldri, eftir allerf- ið veikindi. Nú þegar Ólöf frænka mín er horfin sjónum frændfólks, vina og samferðafólks, er margs að minn- ast frá liðinni tíð. Allt eru það hugljúfar og kærar minningar, sem varpa birtu yfir vináttu og frændsemina allt frá æskuárum mínum til hinsta dags hennar. Ég sendi hlýjar kveðjur og þakklæti fyrir allt, sem hún.var mér og minni fjölskyldu. Dætrum hennar og fjölskyldum þeirra sendi ég hugheilar kveðjur samúðar og hluttekningar vegna fráfalls ástríkrar og kærrar móð- ur og ömmu. Blessuð sé minning hennar og á nýjum vegum fái hún meira að starfa Guðs um geim. Brynja Jónsdóttir Rit um málefni aldraðra UT ER KOMIÐ rit á vegum MFA, Menningar- og fræðslusambands al- þýðu, um málefni aldraðra og nefn- ist það „Til móLs við ellina". Höf- undur ritsins er Ásdís Skúladóttir félagsfræðingur en hún hefur haft margvísleg afskipti af málefnum aldraðra og unnið fyrir ýmsa aðila í því sambandi, að þvi er segir í frétta- tilkynningu MFA. Tilgangurinn með útgáfu ritsins er sá að gefa þeim, sem komnir eru á efri ár og öðrum, kost á hentugu riti með margvíslegum upplýsingum er varða réttindi fólks. Meðal efnis i ritinu má nefna formála eftir Ásmund Stef- ánsson, forseta Álþýðusambands íslands, og eftirmála höfundar. Á bókarkápu eru að finna umsagnir nokkurra aðila en ritið er í 11 að- alköflum sem skiptast i minni greinar. Teikningar sem skreyta ritið eru eftir Lísu K. Guðjóns- dóttur. HmstferÖ til Vínarbcrgar Ferðaskrifstofan Farandi efnir til 10 daga hópferðar til Vínarborgar 15.—24. okt. í þessari haustferð til Vínarborgar fœrðu einstakt tœkifæri til að njóta stórkostlegra listviðburða. Vínarborg er ein fegursta borg heims. Þar rœður lífsgleðin ríkjum. Skoðunarferðir Þótt margt verði að gerast í Vín þessa daga, vill Farandi gera þér ferðina enn skemmtilegri og fjölbreyttari. Munu þér standa til boðá dagsferðir og heimsóknir á merka og fallega staði. Dagsferð til Wachau og sigling á Dóná. Dagsferð til Burgenland, þar sem hús tónskáldsins £ _[ i < * Lizst verður skoðað. Þá verður I boði 2ja daga ferð til Prag. Einstakt tækifœri. Ifaiandi Vesturc/ötu 4, sími 17445 Sérfrœdmqar í spennándi surnarleyfisferöum \ * r ’ N. »
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.