Morgunblaðið - 09.09.1984, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 09.09.1984, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 1984 7 Sjónvarp mánudag kl. 21.10: Ferðin Á dagskrá sjónvarps á mánudag er sænska sjón- varpsmyndin Ferðin, eftir Ann-Charlotte Alverfors og er það jafnframt hennar fyrsta verk sem hún vinnur fyrir sjónvarp. Myndin fjallar um Karin sem flýr sem ung kona frá Finnlandi og fær hæli í smábæ í Svíþjóð. í þorpinu reynir hún að ná fótfestu og kemst að því að lifnaðarhættir fólksins í bænum eru allólíkir hennar. Hennar helsta áhuga- mál er lestur bóka. Bæjarbúar eru hins vegar ekki hrifnir af því og vilja ekki hafa við hana að sælda þar sem hún vinnur ekki í verksmiðjunum eins og hinir og telja að hún eigi að Isýna meira þakklæti fyrir að fá að búa í þorpinu. Aðalhlut- verkið leikur Stina Ekblad sem fer með hlutverk Karin, en önnur hlutverk leika Jan Dol- ata, Monica Nielsen, Evert Lindkvist, Ove Tjerneberg og Doris Svedlund. Leikstjóri er Arne Hedlund. FÍI efnir til samkeppni um umbúðir FÉLAG íslenskra iðnrekenda gengst nú fyrir umbúðasamkeppni í sjöunda sinn. Samkeppnin er fyrir allar gerðir umbúða, svo sem flutningsumbúð- ir, sýningarumbúðir og neytenda- umbúðir. Verða þær að vera hann- aðar á íslandi og hafa komið á markað hér eða erlendis. Allir ís- lenskir umbúðaframleiðendur og umbúðanotendur geta tekið þátt í samkeppninni, svo og aðrir þeir sem hafa með höndum gerð og hönnun umbúða. Einungis er leyfilegt að senda inn umbúðir, sem komið hafa fram frá því að umbúðasamkeppnin fór síðast fram eða frá miðju ári 1981. Hið mikla framboð iðnvarnings í heiminum í dag hefur gert um- búðir að einum þýðingarmesta þætti í nútíma vörudreifingu. Ný efni hafa komið til sögunnar og valdið byltingu í umbúðafram- leiðslu. Það hefur mikla þýðingu fyrir hverja þá þjóð, er horfir fram til aukningar framleiðslu og fullvinnslu iðnvarnings að hafa vakandi auga með þeim framför- um, sem verða á sviði vörupökkun- ar. Vinna við umbúðir verður að byggjast á náinni þekkingu á þeim kröfum, sem gera verður til þeirra, að því er snertir vernd, pökkun, flutning á markað og hönnun. Með hönnun er í þessu sambandi átti við lögun umbúða með tilliti til vöru, hagkvæmni í meðferð og notkun, svo og listrænt útlit og sölueiginleika. Fimm aðilar skipa dómnefnd og eiga sæti í henni, formaður er Orri Vigfússon, fulltrúi Félags ísl. iðn- rekenda en aðrir í dómnefnd eru Guðbergur Auðunsson frá Félagi ísl. teiknara, Ragnar Guðmunds- son frá Kaupmannasamtökum ís- lands, Sigurður Brynjólfsson frá Myndlista- og handíðaskólanum og Steinar Harðarson frá Neyt- endasamtökunum. Umbúðirnar ásamt upplýsing- um um nafn og heimilisfang þátt- takenda, umbúðaframleiðanda, umbúðanotanda og þann sem hef- ur séð um hönnun umbúðanna, skal senda til Félags íslenskra iðnrekenda, fyrir 15. október nk. Ritari nefndarinnar er Þórarinn Gunnarsson, skrifstofustjóri FÍI. (Frétutilkynning.) Noregur: Óvenjulegt gæludýr ÚTGERÐARBÆRINN Skervogur í Finnmörku í Noregi hefur eignast óvenjulegt eftirlæti. í meira en eitt og hálft ár hefur rostungur hafst við í sjónum fyrir utan plássið og hann er orðinn svo elskur að heimamönnum, að hann leyfir þeim að klappa sér og gefa sér bita. Rostungur þessi er kvenkyns og hefur hlotið nafnið „Martha". Þó að hún róti lítils háttar til í veiðarfærum í firðinum, þykir öllum vænt um hana. Og henni geðjast vel að því að hafa fólk í kringum sig. Það var í aprílmánuði í fyrra sem menn tóku fyrst eftir mynd- arlegum rostungi, allt að fjög- urra metra löngum og tveggja tonna þungum, sem var að brölta og bisast í fjörunni út með firðinum. Skömmu seinna sást hann með unga í för með sér, og það var Martha. En svo var mamm- an allt i einu horfin og Martha litla, sem nú er reyndar orðin stór og stæðileg, var ein og yfir- gefin. Menn eru farnir að halda, að Martha muni ílengjast og taka sér „bólfestu" fyrir utan hafnar- garðinn í Skervogi. Rostungurinn „Martha“ leyfir heimafólki í Skervogi í Finnmörku að mata sig og klappa sér. Hér er hún að krækja sér I miðdegisverð í fjörunni í Skervogi. ocr þar kom að'ðí/ rimini í kjöllar endalausra vinsœlda Rómarlerðanna írd Rimini d undaníörnum summm eínum vió nú til sérstakrar vikuferdar til Rómar. Nú nýtum viö annars auð sœti í leiguílugsferöinni sem fer 20. september til þess að sœkja síðustu Rimini-farþega sumarsins — og íyrir vikið getum við boðiö þessa einstöku ferð á ótrúlega hagstœðu veröi. Nú sönnum viö rœkilega hagkvœmi þess að nýta „tóma leggi" í leiguílugi — einíöld aðgerd sem lœkkar verð fyrir alla sem hlut eiga að máli. Og í Róm þomm við að ábyrgjast að dagarnir fimm munu verða öllum ógleymanlegir. í fylgd íslensks fararstjóra skoðum við Vatikaniö, Péturstor0ð, Péturskirkjuna Sixtinsku kapelluna, Colosseum hring- leikahúsið, Forum Romanum, Panþeon hofið og ótal fleiri sögufraega staði, förum i spennandi kvöldferðir um borgina og bryddum upp á öðmm skemmtilegum skoðunaríeröamöguleikum. Á eigin vegum er síöan upplagt að eyða kvöldunum á írábœrum veitinga- og skemmtistöðum íylgjast með íorvitnilegu listamanna- og götulííi á gosbrunnatorginu Piaza Navona o.s.írv. o.s.frv. Og nú skartar Róm sínu allra fegursta, haustlitir náttúrunnar allsráðandi og þœgileg verörátta allan sólarhringinn. VERD FRÁ KR. 15.500 FERDATILHÖGUN 20. sept. Flug Keflavík-Rimini. Kvöldið fijálst á Rimini og gist þar um nóttina 2L sept. Ökuíerð og skoðunarferð sameinuð í eitt. Ekið frá Rimini til Rómar I hrikalegri náttúru- fegurð á leið yíir ítaliuskagann. 22.-26. sept. Dvalist í Róm í 5 daga (6 nœtur). Skipulagðar skoðunaiferðir, trjáls tími Við minnum sérstaklega á hínn víðfrœga tískulatnað Itala. Nú eru allar verslanir fullar al vetrartatnaði á einkar hœgstœðu verði ef við þekkjum ítölsku verslanimar rétt. 27. sept. Flug Róm-London-Keflavík. miöcrð viö tvo saroan í herbergi Inniíallö: Flug. gisting m/morgunverði allan timann akstur Rimini-Róm akslur til og frá ílugvöUum erlendis og islensk lararstjóm Gist er ó góðum hótelum á Rimini og góðu .túristá' hóteli í miðborg Rómar Aukagjald v/tyrsta Uokks hótels í Róm kr. 1.300. Og þá ei bcna aö smella séi til Római — ódýrara getui þaö ekki veiiö! z—Sviss seldist upp á þiemui klst. ei um aö geia aö panta stiax! Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899 SÖLUSKRIFSTOFA AKUREYRi: SKIPAGÖTU 18 - SÍMAR 21400 « 23727
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.