Morgunblaðið - 09.09.1984, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 09.09.1984, Blaðsíða 66
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 1984 70 In Memoriam: ÞorsteinnÞ. Víglunds■ son Vestmannaeyjum Fæddur 19. október 1899 Dáinn 3. september 1984 Hann var eldhugi, skjótur til ákvarðana og snöggur upp á lagið, athafnamaður og skólamaður. Seiglan var einstök, áræðið og harðfylgið. Hann var í lífi sínu eins og veðrið á Stórhöfða, sjaldan logn, oftast lífleg hreyfing og stundum stóðviðri. Þorsteinn Þ. Víglundsson, fyrrverandi skóla- stjóri Gagnfræðaskólans í Vest- mannaeyjum og sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Vestmannaeyja, var einn helzti forystumaður Vest- mannaeyja í menningarmálum á þessari öld, sérstaklega skólamál- um. Hans yndi var vinna og aftur vinna. Hann var röggsamur stjórnandi og mikill tilfinninga- maður. Stundum buldi i þegar minn ágæti skólastjóri var að freista þess að aga okkur til, en þannig lagði Þorsteinn ávallt mál fram að kallaði á hugsun og vangaveltur. Það var einnig skóli. Hans hjartans mál var íslensk tunga og við nutum þess hve frá- bær íslenzkukennari hann var. „Ef þetta gengur ekki með góðu í ykk- ur, þá lem ég þessu inn í hausinn á ykkur,“ sagði Þorsteinn oft þegar honum fannst hægt ganga í námi okkar. Skólamál í Eyjum, Byggða- safnið, ársritið Blik og Sparisjóð- ur Vestmannaeyja, þetta eru þeir fjórir þættir sem sterkastir eru í viðamiklu starfi hans í lífi Eyj- anna á þessari öld. Þorsteinn var harðskeyttur pólitíkus um árabil, f ramsóknarmaður af einlægri hugsjón, en aldrei varð ég var við að það hefði nokkur áhrif á af- stöðu hans til nemenda sinna og hefði það þó varla verið annað en mannlegt í áratuga skólastarfi. Þorsteinn Þ. Víglundsson lagði fyrst og fremst kapp á að gera rétt og framkvæma, skila betri garði en hann tók við og hann uppskar svo sannarlega árangur af erfiði sínu, árangri, sem er í þágu al- mennings og þjóðarinnar í heild. Auðvitað yfirsást stundum skjóthuga manni, en hann laut ávallt rökum og þótt hann yrði aldrei ríkur af veraldlegum auði þá var hann ríkur af drengskap og honum var reyndar mest í mun að það væri drengskapur sem ávaxt- aði sig bezt hjá nemendum hans, en ekki hégómi og froðusnakk. Til moldar er genginn mikill at- hafnamaður og menningarfröm- uður, en þó fyrst og fremst góður vinur í hugum þeirra sem nutu vináttu hans, atorku og kennslu. Skarð er fyrir skildi, en stefnan var gefin í lífsstarfi hans og talar sínu máli, fast og ákveðið. Guð blessi minningu Þorsteins Þ. Víg- lundssonar og gefi framtíð íslands fleiri slíka, Guð varðveiti eftirlif- andi ástvini og styrki. Árni Johnsen. „Hreinn varstu og hvass í hverju máli, en hjartað gull, hlýtt og trúfast.“ (Matth. Joch.) Það fer vart á milli mála, að með Þorsteini Þ. Víglundssyni fyrrv. skólastjóra og sparisjóðs- stjóra í Vestmannaeyjum er fall- inn í valinn einhver aðsópsmesti hugsjóna- og athafnamaður okkar Íslendinga. Eftir framhaldsskólanám bæði hér heima og í Noregi tekur hann strax til höndum svo um munar. Honum svellur móður og það eru engin skammvinn máttleysis- handtök, sem þessi einstæði eld- hugi og hamhleypa gerir. Og hann lætur sér ekki nægja að ganga í fyrirliggjandi verk, heldur gerist brautryðjandi á mörgum sviðum. í 34 ár er Þorsteinn skólafröm- uður þeirra Vestmanneyinga — í 32 ár er hann „fjármálaráðherra" þeirra sem sparisjóðsstjóri og stofnandi — í 45 ár gefur hann út og skrifar að langmestu leyti sjálfur tímaritið „Blik“, sem brátt óx úr því að vera harla óvenjuleg og fjölþætt „skólaskýrsla" Gagn- fræðaskólans í Vestmannaeyium til þess að verða efnismikið „Ars- rif Vestmannaeyja", sem ræðir allt milli himins og jarðar varð- andi menn og málefni í Eyjum og Eyjarnar sjálfar í nútíð og fortíð. Sum heftin eru stórar bækur allt að 400 bls. og enn kemur til safngripasöfnun Þorsteins í full 46 ár, og stofnun og starfsemi Byggðasafns Vestmannaeyja, þar sem hann alla tíð var potturinn og pannan, eða unz safnið flyzt í eig- in ný og glæsileg húsakynni, og af því tilefni Þorsteinn einróma kjör- inn heiðursborgari Vestmanna- eyjakaupstaðar hinn 15. apríl 1978. Náttúrugripasafnið á einnig hann að upphafsmanni. Þannig hafði Þorsteinn Þ. Víg- lundsson komið flestum mönnum fremur við sögu Eyjanna um ára- tuga skeið, eða nálega alla sína dáðríku starfsævi, og er þó ótalin hatrömm og óvægin félags- og stjórnmálabarátta hans í Vest- mannaeyjum lengi ævinnar, í ræðu og riti, þar sem hann var allra manna herskáastur. Á þeim vettvangi vöktu frumkvæði hans, framsýni og frjó hugsun „storma og stríð", sem stundum vakti at- hygli um land allt. En þau átök hljóðnuðu og milduðust með árun- um, þótt hjá Þorsteini „andinn lifði æ hinn sami.“ Að lokum virt- ust allir sammála um yfirburði hans á sviði menningar- og at- hafnamála Vestmannaeyja, þeim og íbúum þeirra til heilla. Þótt hér hafi aðeins verið stikl- að á því stærsta á gagnmerkum og sérstæðum æviferli Þorsteins Þ. Víglundssonar, segir það að sjálf- sögðu engan veginn alla sögu um manninn; þá persónulegu eigin- leika, sem voru aflgjafinn að baki umsvifanna. Hann var foringi og baráttumaður að öllu eðli, og frið- arhöfðingi enginn meðan mest gekk á fyrir honum og hugsjóna- og athafnaeldurinn logaði hvað skærast. Víst var hann harður í horn að taka og andstæðingum sínum erfiður, en þó skjótur til sátta við mótstöðumenn sína, þeg- ar úr málum greiddist. Sumir köll- uðu hann ofstækismann, en spyrja má, hvar markalínan milli brenn- andi áhuga og ofstækis liggi hjá slíkum eldhugum og hamhleypum sem Þorsteinn var, þegar þeir geta ómögulega annað en „látið gamm- inn geisa" og sjást þá stundum lítt fyrir. Eitt er víst: óspar var Þor- steinn á sjálfan sig og hugði litt að eigin hag, þegar baráttumál hans voru annars vegar. Tal hans var aldrei neitt „tæpitungumál" — hann var sem „Einbúi" Stephans G. „hreinskilnin klöppuð úr bergi". Slíka menn veit maður alltaf hvar maður hefur — það er nokkurs virði, og þeim má treysta og lengi fyrirgefa. Auk allrar sinnar útistöðu og margháttuðu anna, lét Þorsteinn sig ekki muna um, mitt í dagsins önn, að semja að langmestu leyti einn 50.000 orða íslenzk-norska orðabók, sem útgefin var í Bergen 1967. Fyrir það mikla verk o.fl. í afstöðu Þorsteins til Norðmanna sæmdi Ólafur konungur þeirra hann St. Ólafs-orðunni árið 1981. Af öllu þessu má ljóst vera, að ekki er ofmælt að telja Þorstein Þ. Víglundsson margra manna maka að afköstum. „Engum manni er Kári líkur ...“ segir í Njálu, og átti það við um Þorstein. Detta mér í hug í því sambandi ljóðlínur Matthíasar um annan mann, að nokkru „kollega" Þorsteins: „Marga mannsaldra mundu þurfa óvaldir ítar við afrek hans.“ Þess hafa notið og munu njóta margir um ókomin ár. Nafn Þorsteins Þ. Víglundssonar mun seint afmást úr sögu Vestmannaeyja og íbúa þeirra. Þeir hafa mikið að þakka þessum knáa Austfirðingi, sem góðu heilli rak á þeirra fjörur. Sitt mesta gæfuspor kvað Þor- steinn sjálfur sig hafa stigið, er hann í ársbyrjun 1926 gekk að eiga eftirlifandi eiginkonu sína, Ingi- gerði Jóhannsdóttur, sveitunga sinn úr Mjóafirði eystra. Þeim varð fjögurra myndarbarna auðið, en auk þess ólu þau upp bróður- dóttur Ingigerðar. Eftir aldursröð eru börnin þessi: Stefán, kennari, kvæntur Erlu Guðmundsdóttur; Kristín Sigríð- ur, gift Sigfúsi Johnsen kennara; Víglundur Þór, læknir, kvæntur Fríðu Daníelsdóttur; Inga Dóra, sjúkraliði, gift Guðmundi Helga Guðjónssyni deildarstjóra í Bíl- vangi. Fósturdóttirin er Anna Pál- ína Sigurðardóttir, gift Guðlaugi Guðjónssyni verzlunarstjóra. Þegar ég minnist Ingigerðar, verður mér hugsað til óvenju ánægjulegra stunda á heimili þeirra Þorsteins í Vestmannaeyj- um. Þar var hreint og hlýtt and- rúmsloft. Ástin, vináttan og virð- ingin lágu í Ioftinu milli þeirra hjóna, svo af stafaði friði og ör- yggi. 1 önn og annríki dagsins, lifðu þau hvort öðru fagurlega. Fáir menn munu hafa notið slíks; haft þörf fyrir slíkt eins og Þor- steinn, þegar hann móður úr orra- hríðinni steig innfyrir þröskuld heimilis síns. Þreyttur virtist hann aldrei. Að lokum langar mig til að þakka Þorsteini Þ. Víglundssyni, þessum sókndjarfa samvinnu- og bindindisfrömuði, persónulega vináttu og órofa tryggð af þó litlu tilefni, nema hvað okkur blátt áfram féll vel. Ljúfur og góður gat þessi harðskeytti baráttumaður verið, og mikill vinur vina sinna var hann; heilsteyptur og rismikill — stór í sniðum á hverju sem gekk. Þegar friðsæld ellinnar færðist yfir þennan mikla baráttumann og sjóndeildarhringurinn víkkaði til allra átta, mun hann sem fleiri hafa séð margt í öðru ljósi en á ólgandi stund fyrri ára. En afrek sín hafði hann ekki ástæðu til að trega, heldur fagna og vera glaður; sáttur við Guð sinn og menn. Og síðustu orð mín til þessa vinar skulu verða títt ívitnað, klassískt ávarp Jónasar til Tómasar Sæmundssonar: „Flýt þér, vinur, í fegri heim. Krjúptu að fótum friðarboðans og fljúgðu á vængjum morgunroðans meira að starfa Guðs um geim.“ Ekkert mun báðum kærara! Baldvin Þ. Kristjánsson Það mun hafa verið í júlímánuði á því herrans ári 1972, að mér bár- ust skilaboð frá því sem við dauð- legir menn köllum æðri máttar- völd. Mér væri ætlað að fara í ferðalag, sem þó væri ekki beint ferðalag. Atvik voru þau að mér gafst fyrir tilstilli ömmu minnar tækifæri að sækja miðilsfund hjá Hafsteini Björnssyni. Þar flutti Runki, sem mörgum er kunnur, mér þessi tíðindi. Jafnframt tók hann af mér strangt loforð, að læra ekki til prests, af ástæðum sem hér verða ekki tíundaðar, því þá ætti ég á hættu að fá biskupinn okkar sæla og prestana á hæla mér. Ég var nú ekki trúaður á, að af neinu ferðalagi yrði, en Runki sagði; Sannaðu til, eftir 20. ágúst. Finna (önnur þekkt persóna á miðilsfundum Hafsteins) bað mig fyrir alla muni að fara varlega á þessum vélum (mjólkurbílum, sem ég þá ók.). Allt kom fyrir ekki. Þann 18. ágúst var ég farþegi í bíl og lenti í bílslysi, sem orsakaði það að ég gat ekki haldið áfram vinnu minni hjá Mjólkursamsöl- unni í Reykjavík. Þann 25. ágúst hringdi síðan ókunnugur maður til mín og sagðist vilja ráða mig í vinnu, sem gjaldkera hjá Spari- sjóði Vestmannaeyja. Allt var þetta mér framandi. Sá sem hringdi í mig var enginn annar en Þorsteinn Þ. Víglundsson, sem ég vissi þá engin deili á. Þ.Þ.V., en svo var hann gjarnan nefndur, hafði þá haft samband við læri- meistara minn, Guðmund Sveins- son, skólastjóra Samvinnuskólans á Bifröst. Þorsteinn sagðist koma í bæinn um næstu helgi, til að ganga frá ráðningu minni. Ekkert hik, þó að við hefðum aldrei sést. Þetta var ekta Þ.Þ.V. Þegar ég spurði hann um kaupið svaraði hann: „Ekkert mál, góði minn, þú færð bara sama kaup og ég hef og svo útvega ég þér ódýrt fæði og húsnæði." I septemberbyrjun 1972 var ég floginn til Eyja í áður óþekkt umhverfi og byrjaður að starfa innanum framandi fólk, bæði starfsmenn og viðskiptavini, sem ég átti þó fljótt eftir að kom- ast að, að var hið mesta gæðafólk. Margra skemmtilegra „karaktera" minnist ég frá þessum árum, t.d. Freymóðs bæjarfógeta og Jóns Hjaltasonar, ' lögfræðings, en merkastur allra var þó sparisjóðs- stjórinn Þorsteinn Þórður Víg- lundsson. Þ.Þ.V. var þá löngu orð- inn löglegt gamalmenni, en skilaði þó margföldum vinnudegi. Sem sparisjóðsstjóri, byggðasafns- driffjöður, útgefandi og ritstjóri Bliks, ársrits Vestmannaeyja, með meiru. Það er engin leið að lýsa Þ.Þ.V., til þess var hann of stórbrotinn. Besta heimildin er þó Blik, sem hann ritstýrði og gaf út í hartnær hálfa öld. Ennfremur hefur verið ógjörningur að gefa út bók um Eyjar án þess að minnast á Þ.Þ.V. Þorstein var og er hluti Vest- mannaeyja. Án hans hefði mann- líf og menning í Eyjum aldrei ver- ið sú sama. Sú ráðstöfun Ásgeirs Ásgeirssonar, síðar forseta ís- lands, að fá Þ.Þ.V. árið 1927 til að fara til Eyja og koma skipulagi á skólamálin varð árangursrík. Ás- geir heitinn hefur trúlega séð í Þorsteini mikið mannsefni og „massívan" höfðingja. Enda bera verkin merkin. Hús Sparisjóðsins, reist af slíkum stórhug, að þar var hægt að hýsa auk hans bæjarfó- getann og Byggðasafnið Iengi vel. Gagnfræðaskólinn, Mjólkursam- söluhúsið, Leikhúsið og Byggða- safnið og svo mætti lengi telja. Frumkvöðull að öllum þessum byggingum var Þ.Þ.V. Auk skóla- stjórastarfa var Þorsteinn í Goða- steini frumkvöðull að stofnun Sparisjóðs Vestmannaeyja, a.m.k. tveggja kaupfélaga, Byggða- safnsins og þannig mætti halda áfram. Hann gaf ennfremur út blöð og bækur. Afköstin voru með ólíkindum og allt var gert af mikl- um stórhug. Ekki var nein logn- molla í kringum Þorstein. And- stæðingar hans, pólitískir og aðrir og keppinautar, gerðu allt til að losna við manninn úr Eyjum. M.a. var gripið til þess örþrifaráðs að lækka við hann skólastjóralaunin, en Þorsteinn kunni ráð við því. Hann fór í rófurækt með Einari ríka! Síðar naut hann aðstoðar pólitísks andstæðings síns, Bjarna Benediktssonar, þáverandi menntamálaráðherra, sem Þor- steinn taldi hafa verið sinn besta yfirmann, til að fullgera gagn- fræðaskólann. Ég var svo lánsamur að vinna oft frameftir í Sparisjóðnum á svokölluðum „hundavöktum" með Þorsteini. Þá sagði hann mér svo lygilegar sögur frá gamalli tíð, málaferlum og árásum, að ég hefði ekki trúað því að slíkir hlutir væru til, ef ekki hefði verið til frásagnar jafn vandaður maður og Þ.Þ.V. Einar ríki sagði mér eitt sinn, þegar ég fór með nýútkomið Blik til hans, að það hefði verið gaman að fá Þorstein út í útgerð og einkaverslun, en til þess hefði hann verið ófáanlegur. Þorsteinn mat hag heildarinnar langt fram yfir sína einkahagsmuni. Ekki fóru skoðanir okkar Þorsteins alltaf saman, þó við virtum sjón- armið hvors annars. Hann sagði oft við mig þegar honum blöskr- aði: „Þú ert gott efni í Reykjavík- urkaupmann." Við Þorsteinn lifðum saman eitt eldgos. Að kvöldi hins 23. janúar 1973 sigldum við frá Reykjavík, ásamt Benedikt, núverandi spari- sjóðsstjóra, með strandferðaskipi, til að sækja Sparisjóðinn. Ekki gekk of vel að fá leyfi til að fara til Eyja, en Ólafur heitinn Jóhann- esson gaf þó á endanum leyfi til þess, gegn því að Magnús Magn- ússon bæjarstjóri myndi einnig samþykkja. Engin leið var að ná tali af Magnúsi, en strax og við komum til Eyja lét Þorsteinn hann vita, að við værum þar með hans leyfi. Lét Magnús það gott heita, enda kátur mjög að sjá Þorstein vin sinn. Eftir að búið var að flytja Sparisjóðinn, Þor- steinn með víxlana í sinni koju og ég með peningana undir koddan- um, fór Þorsteinn aftur til Eyja til að bjarga Byggðasafninu. Um sína eigin búslóð í Goðasteini hirti hann ekki að sinni. Sparisjóðurinn fékk inni í Seðlabankanum fyrir velvild góð- ra manna þar og Byggðasafnið hýsti Þór Magnússon þjóðminja- vörður af mikilli lipurð. Gagn- fræðaskólinn í Eyjum, sem sumir menn sögðu að Þorsteinn hefði byggt af mikilli sérvisku uppi á hæð, var vel varinn fyrir náttúru- öflunum. Þar reis fljótt miðstöð björgunar- og fjarskiptastarfs í Eyjum. Þorsteinn byggði skólann á sínum tíma, að því er þröngsýn- um mönnum sýndist út úr bænum, en hann hafði þá í huga byggða- þróun. Skólinn er því miðsvæðis í dag. Mikið reyndi á Þorstein í starfi sparisjóðsstjóra á meðan gosið stóð yfir. Éngir peningar komu inn. Með lögum voru allir víxlar framlengdir um tvo mánuði, en peningar streymdu út. Kom sér nú vel, að vanur skipstjóri var á skút- unni, þannig að siglt var milli skers og báru og aldrei kenndum við grunns. Einnig dreifðust Vest- mannaeyingar út um land, svo oft var erfitt að ná í skuldunautana. Á einhvern furðulegan hátt var Þorsteinn þó alltaf með það á hreinu hvert hver hefði flutt og gat miðlað upplýsingum um það. Gengi illa að ná í víxilskuldara, var viðkvæðið oftast: „Hafðu eng- ar áhyggjur, hann borgar, þetta er gamall nemandi minn.“ Að baki hverjum góðum manni, er góð kona. Þorsteinn kvæntist árið 1926, Ingigerði Jóhannsdótt- ur. Það er eins og það hafi gerst í gær, svo vel man ég hve Ingigerð- ur tók vel á móti mér haustið 1973. Þá kom ég fljúgandi til Eyja, til að hafa umsjón með og starfrækja nokkurs konar útibú Sparisjóðsins í Eyjum, en aðalstöðvarnar voru þá enn í Seðlabankanum. „Ég treysti þér, alveg eins og sjálfum mér,“ var það síðasta sem Þor- steinn sagði, áður en hann fór aft- ur til starfa uppi á „fastalandinu“. Eftir stormasama og viðburða- ríka ævi, myndaðist þó að lokum kyrrð í kringum Þorstein. Vest- mannaeyingar og aðrir sýndu hon- um margháttaða virðingu og þökk fyrir vel unnin störf. Er ekki ofmælt, að enginn aðkomumaður hafi skilið eftir sig heilladrýgri spor í Vestmannaeyjum en hinn vel menntaði og gegnheili Aust- firðingur Þorsteinn Þórður Víg- lundsson. Það sagði mér á dögunum náið skyldmenni mitt, að hann hefði hitt fyrrum bankastjóra Lands- bankans skömmu eftir að ég fór til Eyja. Bankastjórinn fyrrverandi spurði þá að því: „Hvað gerir Óli?“ Er hann frétti að ég væri í vinnu með og fyrir Þ.Þ.V. sagði hann: „Það verður lærdómsríkt fyrir óla. Við veðjuðum á rangan hest, að bakka ekki Þ.Þ.V. upp, þegar á reyndi." Þorsteinn vann alla tíð ötullega að æskulýðs- og bindindismálum,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.