Morgunblaðið - 09.09.1984, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 09.09.1984, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 1984 33 Araastofnun: Handrita- sýningu að ljúka HANDRITASÝNING hefur að venju verið opin í Árnagarði í sumar, og hcfur aðsókn verið mjög góð. Þar sem aðsókn fer mjög minnkandi með haustinu er ætl- unin að hafa sýninguna opna al- menningi í síðasta sinn laugar- daginn 15. september kl. 2—4 síð- degis. Þó verða sýningar settar upp fyrir skólanemendur og ferða- mannahópa, eins og undanfarin ár, ef þess er óskað með nægi- legum fyrirvara, segir í frétt frá Stofnun Árna Magnússonar. Leo Smith á tónleik- um 13. sept. VÆNTANLEGUR er hingað til lands bandaríski trompetleikarinn og tónskáldið Leo Smith, en hann mun dveljast hér í mánuð við tón- leikahald, fyrirlestra og kennslu í boði Gramm-útgáfunnar. Af jazz- gagnrýnendum stórblaðanna N.Y. Times, Rolling Stone, Down Beat og Coda er Leo Smith talinn einn fremsti höfundur nýrra hljóma í samtíma jazztónlist. Augljóst ætti því að vera hversu mikill fengur er fyrir áhugafólk — jafnt sem tónlist- arfólk — að fá Smith hingað. Leo Smith sótti Island heim 1982, þá í boði Jazzvakningar, og vöktu dúetttónleikar hans með víbrafónleikaranum Bobby Naughton talsverða athygli. Eins og áður segir dvelst Smith að þessu sinni hér á landi í mánuð og mun halda einleikstónleika á trompet og slagverk í Norræna húsinu 13. sept. Fyrirhugað er að frumflytja þrjá strengjakvartetta eftir Leo Smith í Norræna húsinu 23. september. íslenskir hljóð- færaleikarar munu koma fram undir stjórn Smiths. Fleiri tón- leikar verða kynntir síðar, en á þessu stigi er öruggt að haldnir verða tónleikar Leo Smith með ís- lenskum jazz- og rokktónlistar- mönnum á Hótel Borg 4. október undir yfirskriftinni „World Mus- ic“ eða heimstónlist. Leo Smith mun einnig halda námskeið i spunaleik og tónsmíðum í tónlist- arskóla FlH á Gramm, en allar nánari upplýsingar um námskeið- ið verða veittar í Gramminu, Laugavegi 17. * Island: 409 fólksbflar á 1.000 íbúa Meðalending bifreiðar 15 ár SAMKVÆMT ársskýrslu Bifreiða- eftirlits ríkisins fyrir liðið ár vóru 409 fólksbifreiðir á hverja 1.000 íbúa hér á landi um sl. áramót. í skýrslunni er og að finna spá um fólksbílaeign íslendinga 1995, en þá er gert ráð fyrir að fólks- bílaeign _ landsmanna nálgist 140.000 en tala ökutækja alls 150.000.1 árslok 1982 var vörubíla- eign 44,6 vörubílar á hverja 1.000 íbúa. Meðalending bifreiða hér á landi er talin 15,3 ár, miðað við afskráðar bifreiðir 1983. Sambærileg tala var 14,5 ár 1971. Á miðvikudaginn verða sett í umferð NÝR PENINGASEÐILL OGNÝMYNT r r * A grundvelli laga um gjaldmiðil Islands nr. 22 frá 23. apríl 1968 mun Seðlabanki Islands gefa út og setja í umferð hinn 12. september nk. eitt þúsund króna peningaseðil og tíu króna mynt af svofelldri gerð: 10 KRÓNAMYNT Stærð myntarinnar er 27,5 mm í þvermál og 1,78 mm að þykkt, og hún er 8 g að þyngd. Myntin er slegin úr kopar/nikkel, og er rönd hennar riffluð. Á framhlið myntarinnar eru landvættimar eins og á 5 króna myntinni, verðgildi í bókstöfum, „Island“ og útgáfuár. Á bakhlið er mynd af fjórum loðnum og verðgildi myntarinnar í tölustöfum. 1000 KRÓNA SEÐILL Stærð: 150 x 70 mm E00003801 SAMKVÆMT LÖGUM NR.10 29.MARS1961 SEÐLABANKI ÍSLANDS FRAMHLIÐ Aðallitur: fjólublár Á spássíu (upptalning efnis ofan frá og niður): Á myndfleti (upptalning frá vinstri): Upphæð í tölustöfum Númer seðilsins með bókstafnum E fyrir framan, svart Vatnsmerki ber mynd Jóns Sigurðssonar forseta Tilvísun í lög Seðlabanka íslands Undirskriftir tveggja bankastjóra í senn Utgefandi Seðlabanki Islands Borði, unninn út frá myndefni á rekkjurefli í Þjóðminjasafni Islands Blindramerki, 2 lóðrétt upphleypt strik Öryggisþráður þvert í gegnum seðilinn Upphæð í bókstöfum, leturgerð af skímarfonti úr Brynjólfskirkju, Skálholti Grunnur, fjöllita Mynd af Brynjólfi Sveinssyni Skálholtsbiskupi (1605-1675) Númer, prentað í rauðu, neðst til hægri Upphæð í tölustöfum, lóðrétt, efst til hægri BAKHLIÐ Aðallitir: fjólublár og gulbrúnn Á myndfleti (upptalning frá vinstri): Á spássíu (upptalning ofan frá): Upphæð í tölustöfum neðst til vinstri Sneiðing af Brynjólfskirkju efst til vinstri Brynjólfskirkja í Skálholti, séð að vestan Grunnmynstur sama og í borða á framhlið Upphæð í tölustöfum Vatnsmerki Mynd af hring úr eigu Brynjólfs Sveinssonar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.