Morgunblaðið - 09.09.1984, Síða 33

Morgunblaðið - 09.09.1984, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 1984 33 Araastofnun: Handrita- sýningu að ljúka HANDRITASÝNING hefur að venju verið opin í Árnagarði í sumar, og hcfur aðsókn verið mjög góð. Þar sem aðsókn fer mjög minnkandi með haustinu er ætl- unin að hafa sýninguna opna al- menningi í síðasta sinn laugar- daginn 15. september kl. 2—4 síð- degis. Þó verða sýningar settar upp fyrir skólanemendur og ferða- mannahópa, eins og undanfarin ár, ef þess er óskað með nægi- legum fyrirvara, segir í frétt frá Stofnun Árna Magnússonar. Leo Smith á tónleik- um 13. sept. VÆNTANLEGUR er hingað til lands bandaríski trompetleikarinn og tónskáldið Leo Smith, en hann mun dveljast hér í mánuð við tón- leikahald, fyrirlestra og kennslu í boði Gramm-útgáfunnar. Af jazz- gagnrýnendum stórblaðanna N.Y. Times, Rolling Stone, Down Beat og Coda er Leo Smith talinn einn fremsti höfundur nýrra hljóma í samtíma jazztónlist. Augljóst ætti því að vera hversu mikill fengur er fyrir áhugafólk — jafnt sem tónlist- arfólk — að fá Smith hingað. Leo Smith sótti Island heim 1982, þá í boði Jazzvakningar, og vöktu dúetttónleikar hans með víbrafónleikaranum Bobby Naughton talsverða athygli. Eins og áður segir dvelst Smith að þessu sinni hér á landi í mánuð og mun halda einleikstónleika á trompet og slagverk í Norræna húsinu 13. sept. Fyrirhugað er að frumflytja þrjá strengjakvartetta eftir Leo Smith í Norræna húsinu 23. september. íslenskir hljóð- færaleikarar munu koma fram undir stjórn Smiths. Fleiri tón- leikar verða kynntir síðar, en á þessu stigi er öruggt að haldnir verða tónleikar Leo Smith með ís- lenskum jazz- og rokktónlistar- mönnum á Hótel Borg 4. október undir yfirskriftinni „World Mus- ic“ eða heimstónlist. Leo Smith mun einnig halda námskeið i spunaleik og tónsmíðum í tónlist- arskóla FlH á Gramm, en allar nánari upplýsingar um námskeið- ið verða veittar í Gramminu, Laugavegi 17. * Island: 409 fólksbflar á 1.000 íbúa Meðalending bifreiðar 15 ár SAMKVÆMT ársskýrslu Bifreiða- eftirlits ríkisins fyrir liðið ár vóru 409 fólksbifreiðir á hverja 1.000 íbúa hér á landi um sl. áramót. í skýrslunni er og að finna spá um fólksbílaeign íslendinga 1995, en þá er gert ráð fyrir að fólks- bílaeign _ landsmanna nálgist 140.000 en tala ökutækja alls 150.000.1 árslok 1982 var vörubíla- eign 44,6 vörubílar á hverja 1.000 íbúa. Meðalending bifreiða hér á landi er talin 15,3 ár, miðað við afskráðar bifreiðir 1983. Sambærileg tala var 14,5 ár 1971. Á miðvikudaginn verða sett í umferð NÝR PENINGASEÐILL OGNÝMYNT r r * A grundvelli laga um gjaldmiðil Islands nr. 22 frá 23. apríl 1968 mun Seðlabanki Islands gefa út og setja í umferð hinn 12. september nk. eitt þúsund króna peningaseðil og tíu króna mynt af svofelldri gerð: 10 KRÓNAMYNT Stærð myntarinnar er 27,5 mm í þvermál og 1,78 mm að þykkt, og hún er 8 g að þyngd. Myntin er slegin úr kopar/nikkel, og er rönd hennar riffluð. Á framhlið myntarinnar eru landvættimar eins og á 5 króna myntinni, verðgildi í bókstöfum, „Island“ og útgáfuár. Á bakhlið er mynd af fjórum loðnum og verðgildi myntarinnar í tölustöfum. 1000 KRÓNA SEÐILL Stærð: 150 x 70 mm E00003801 SAMKVÆMT LÖGUM NR.10 29.MARS1961 SEÐLABANKI ÍSLANDS FRAMHLIÐ Aðallitur: fjólublár Á spássíu (upptalning efnis ofan frá og niður): Á myndfleti (upptalning frá vinstri): Upphæð í tölustöfum Númer seðilsins með bókstafnum E fyrir framan, svart Vatnsmerki ber mynd Jóns Sigurðssonar forseta Tilvísun í lög Seðlabanka íslands Undirskriftir tveggja bankastjóra í senn Utgefandi Seðlabanki Islands Borði, unninn út frá myndefni á rekkjurefli í Þjóðminjasafni Islands Blindramerki, 2 lóðrétt upphleypt strik Öryggisþráður þvert í gegnum seðilinn Upphæð í bókstöfum, leturgerð af skímarfonti úr Brynjólfskirkju, Skálholti Grunnur, fjöllita Mynd af Brynjólfi Sveinssyni Skálholtsbiskupi (1605-1675) Númer, prentað í rauðu, neðst til hægri Upphæð í tölustöfum, lóðrétt, efst til hægri BAKHLIÐ Aðallitir: fjólublár og gulbrúnn Á myndfleti (upptalning frá vinstri): Á spássíu (upptalning ofan frá): Upphæð í tölustöfum neðst til vinstri Sneiðing af Brynjólfskirkju efst til vinstri Brynjólfskirkja í Skálholti, séð að vestan Grunnmynstur sama og í borða á framhlið Upphæð í tölustöfum Vatnsmerki Mynd af hring úr eigu Brynjólfs Sveinssonar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.