Morgunblaðið - 09.09.1984, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 09.09.1984, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 1984 61 Nokkur dæmi um góð tveggja mynda prógrömm frá Kingston Video: • Hinn sígildi vestri John Fords Stagecoach frá 1939 með John Wayne í einu frægasta hiutverki sínu er skipað á spólu með mis- heppnuðum þriller, Deadline at Dawn frá 1946 sem er engu að síð- ur er áhugaverður vegna höfunda sinna, leikstjórans Harold Clur- man og rithöfundarins Clifford Odets sem voru meðal fremstu leikhúsmanna Bandaríkjanna á sínum tíma. • Tveir ágætir B-þrillerar, Corn- ered frá 1945 og The Woman on Pier Thirteen frá 1949 eru hvor með sínum hætti fróðlegir fvrir þá tíma sem þeir eru gerðir á. I Corn- ered ieikur Dick Powell banda- rískan hermann sem eftir stríðið fer til Frakklands í leit að morð- ingja eiginkonu sinnar og í The Woman on Pier 13 leikur Robert Ryan fyrrum kommúnista sem eltur er uppi af þeirri fortíð sinni þegar hann er orðinn kapítalisti. • Unnendur söngva- og dans- mynda ættu að kíkja á spólurnar sem annars vegar geyma Damsel in Distress frá 1937 með Fred Astaire og Old Man Rhythm frá 1935 með Betty Grable og hins vegar Higher and Higher frá 1943 með Frank Sinatra og Strictly Dynamite frá 1934 með Jimmy Durante. • Þótt sú fræga skáldsaga Norm- an Mailers, The Naked and the Dead hafi verið gerilsneydd að smekk Hollywood í samnefndri kvikmynd sem Raoul Walsh gerði 1958 er útkoman samt þokkaleg stríðsmynd um ævintýri banda- rískrar hersveitar í Kyrrahafinu. Hún er sett á spólu með C-vestr- anum Target með Tim Holt. • Fyrir unnendur gamalla B- og C-hrollvekja má nefna tvær spól- ur. Annars vegar Grip of the Strangler frá 1958 með Boris Karl- off sem rithöfund að rannsaka gamalt morðmál með þeim árangri að hann er sjálfur morð- inginnf!) og The Fiend Without a Face frá 1957 um það gamalkunna efni vísindamanninn sem býr til skrímsli; hins vegar eina af hinum sígildu myndum Jacques Tourne- ur, I Walked With a Zombie frá 1943 um hjúkrunarkonu sem glim- ir við voodoo í Vestur-Indíum. Myndina gerði Tourneaur í sam- vinnu við Val Lewton sem stóð fyrir ýmsum ódýrum en athyglis- verðum hrollvekjum á þessum ár- um hjá RKO-félaginu ameríska, þ.ám. Cat People sem er trúlega frægasta mynd Tourneaurs. I Walked With a Zombie er á spólu með prýðilegum þriller frá 1946, Crack-Up með Pat O’Brien. • Fallega slípuð gamanmynd með þeim óviðjafnanlega leikara Cary Grant er Mr. Blandings Builds His Dream House frá 1948, þar sem Grant og Myrna Loy leika hjón sem verða þreytt á stórborgarlíf- inu og kaupa hús úti í sveit og verða enn þreyttari. Félagi þess- arar myndar á spólunni er agaleg stríðslumma sem heitir American Spitfire at Sea og borgar sig ekki að renna henni í gegn. Þetta eru nokkur dæmi um varninginn frá Kingston Video, en alls eru um þrjátíu slíkar tveggja mynda spólur á markaðnum hér- lendis. Þótt þessar myndir séu fæstar fyrsta flokks antík þá eru þær flestar skemmtilegt, gamalt dót sem gaman er að skoða í stof- unni eina kvöldstund. Sfldveiði haf- in hjá Húsa- víkurbátum lláaTÍk, 7. wptrmbrr. BÁTAR frá Húsavík hófu síld- veiðar í lagnet síðastliðinn mánu- dag og hefur verið reitingsafli, en bátarnir eru fáir og flestir smáir. Einn er 20 tonna, Mb. Fanney, enda hefur hún aflað mest. Síldin er sæmileg, en dálítið misjöfn eft- ir dögum og er hún fryst eða kryddsöltuð til frekari vinnslu fyrir innlendan markað. Fréturiurt Attþú spariskírteini ríkissjóðs sem losna í pessum mánuði? Verzlunarbankinn býður þérgóð skipti! Xn^la lyárMw Verzlunarbankinn býður þér nú að leysa út fyrir þig spari- skírteinin og ávaxta andvirði þeirra á Kaskóreikningi bankans. Þú kemur bara með skírteinið þitt til okkar og við sjáum um hlaupin. Engin bÍndinSi Kaskóreikningur Verzlunarbankans er óbundinn. Samt nýtur þú þar bestu ávöxtunarkjara bankans, því hann tekur sjálfkrafa þá ávöxtun sem þér er hagstæðust hverju sinni. Engin áhætta. Langtímabinding sparifjár getur verið áhættusöm, því þú veist ekki hver fjárþörf þín kann að verða næstu árin. Þannig er mikið öryggi fólgið í því að geta gengið að sparifé sínu hvenær sem er. Engin spuming. KASKÓ í STAÐ BINDINGAR, ÞAÐ ERU GÓÐ SKIPTI. Að sjálfsögðu munum við aðstoða við skipti yfir í ný spari- skírteini, sé þess óskað. ^ # ■ A Bankastræti 5 Húsi verslunarinnar, nýja miðbænum Umferðarmiðstöðinni v/Hringbraut Laugavegi 172 Grensásvegi 13 Arnarbakka 2 Vatnsnesvegi 14, Keflavík Þverholti, Mosfellssveit
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.