Morgunblaðið - 09.09.1984, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 09.09.1984, Blaðsíða 58
62 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 1984 Jazzballettskóli Kristínar Vetrarstarfsemin byrjar síöustu vikuna í september í Lang- holtsskóla og einnig veröur kennt í Þróttheimum. Mjög alhiiöa kennsla fyrir alla aldurshópa. Börn frá 5 ára aldri. Einnig tímar í léttum jazzhreyfingum viö músík fyrir konur á öllum aldri. Innritun hafin í aíma 39160. Kristín Svavarsdóttir. saiHEMUr VARAHUmR Vestur þýsku varahlutaverksmiöjurnar Bendix framleiða eingöngu vandaöar vörur. Þær framleiða orginal varahluti t.d. fyrir FIAT verksmiðjurnar ítölsku. Þessar gæðavörur bjóðum við á góðu verði. Dæmi: Fiat 127 Hemladælur, aftur 229 kr. " framan 728 kr. Hemlaskór í afturhjól með útíherslum 578 kr. Gorma- og skóhaldara- sett í afturhjól 272 kr. Hemladiskar, framan 420 kr. Stöðuhemilsbarkar 294 kr. Klossar 198 kr. LADA Hemladiskadælur 955 kr. Sendum í póstkröfu um allt land. Fljót og góð þjónusta. -# «c 1 LLING " Sérverslun með hemlahluti. Skeífunni 11 Sími: 31340,82740, AF ERLENDUM VETTVANGI eftir JÓHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR Megnar ný stjórn fornra fjenda að leysa vanda ísraels ÞEGAR þessi orð eni skrifuð, fostudag, virðist allt benda til að samsteypustjórn Verkamannaflokksins og Likud-bandalagsins verði að veruleika í fsrael upp úr helginni. Shamir, forsætisráðherra, og Peres, leiðtogi Verkamannaflokksins, segjast hafa komið sér saman um þessa stiórn sem sé í reynd „pólitísk nauðsyn“ eins og málum er nú komið í Israel. Báðir hafa forystumennirnir talað um ábyrgðartil- finninguna og hina knýjandi nauðsyn að ísrael fái starfhæfa stjórn. Samt hafa þeir þráttað meira um það hvor fái að vera forsætisráð- herra nýju stjórnarinnar en hvernig efnahagsvandi þjóðarinnar skuli leystur, hvernig málum verði skipað á Vesturbakkanum, hvað skuli að gert í vaxandi ágreiningi Ashkenazy, og Sephardim-gyðinga innan Israel, hvernig skulu standa að brottflutningi herja frá Líbanon og svo mætti lengi telja. Shimon Peres hefur lengi dreymt forsætisráðherra- drauma og það svo oft og mik- ið, að ekki er laust við að hent sé gaman að þvi meðai landa hans. Hann kemst kannski að raun um það þegar hann er sestur í það embætti, að þó svo að þeim metnaði hafi verið fullnægt um sinn verður að Meir Kahane bretta upp ermarnar og taka til óspilltra málanna. Vanda- mál Israels hafa aldrei nokk- urntíma verið jafn ógnvænleg og nú og um það þarf ekki að hafa mörg orð. Ég las nýlega bók eftir Barböru Tuckman, þar sem hún rifjar upp að landið sem nú heitir ísraei hafi jafnan lotið hernámi, einhvers konar álög hafi hvílt á því gegnum aldirnar og innbyrðis ólga íbúanna sjálfra hafi veikt varnarmátt þess og því hafi voldugri þjóðir orðið til að gleypa það. Tuckman segir að þar sem landið sé nú byggt þjóðinni, sem hraktist þaðan fyrir árþúsundum, og muni henni kannski takast að aflétta bölvuninni. Vinir ísraels hljóta að vona það. En framhjá því verður ekki litið, að ágreiningurinn innan Ísraelsríkis hefur valdið miklum skaða og djúpstæðum sem verður þó að vona, að verði ekki óbætanlegur. En sé nú reynt að velta fyrir sér hvernig stjórn muni takast að stýra lsrael út úr mestu kröggunum, verður að viður- kenna að það er fjarri því að líta gæfulega út. Innan Verka- mannaflokksins er Map- am-armur flokksins — sem er til vinstri — mjög andvígur samstarfi við Likud-banda- lagið og þingmenn Mapam hafa haft í hótunum um að styðja ekki væntanlega stjórn. Innan Likud er mikil gremja, meðal annars vegna þeirra kosningaloforða Shimon Peres að taka fyrir frekara landnám á Vesturbakkanum, flytja í snatri herlið ísraela brott frá Suður-Líbanon og taka upp samninga við Jórdani með það fyrir augum að ná einhvers konar samomulagi um málefni Palestínumanna. Þeir Yitzak Sharair atkvæðamenn innan Likud- bandalagsins sem hafa látið einna háværast í ljósi reiði sína með samstarf við Verka- mannaflokkinn eru David Levy, aðstoðaforsætisráðherra, og Ariel Sharon, fyrrverandi varnarmálaráðherra. Það yrði mjög alvarlegt áfall fyrir Likud, ef þessir tveir menn neituðu að styðja stjórnina vegna mikilla áhrifa beggja innan bandalagsins. Hafa ber í huga að samstarf Likud og Verkamannaflokksins kynni að leiða til þess að flokk- arnir næðu samkomulagi um breytingar á kosningalöggjöf landsins. Eins og margsagt hefur verið frá komu þrettán smáflokkar nú mönnum í Knesset, flestir þessara flokka hafa einn þingmann, einn eða tveir hafa þrjá og fjóra. Kjör Kahane rabbía, öfgafulls Ara- bahatara, hefur innan ísraels sjálfs verið lýst sem bletti á ísrael og fleiri smáflokkar virðast svo sem gegna meira því hlutverki að leiðtogar við- komandi flokksbrota nái Knesset-sæti en að hagsmunir ríkisins og raunsætt mat á ástandi þjóðmála sé haft að leiðarljósi. Báðir virðast Shamir og Peres gera sér fulla grein fyrir þessu, en ég minnist þess að vísu ekki að hafa séð í fréttum og greinum um við- ræður þeirra að þessu máli hafi verið hreyft nema mjög yfirborðslega. Slikar breyt- ingar gætu samt sem áður orð- ið ríkinu til styrktar og eflt samstöðuna inn á við. Að því leyti er stjórn tveggja stóru flokkanna jákvæður kostur. Þegar komið er svo að öðru fer heldur betur að vandast málið. Þrátt fyrir kosningalof- orð Verkamannaflokksins um að stöðva landnemabyggingar á Vesturbakkanum er það fekki einfalt mál. Shamir forsætis- ráðherra hefur ítrekað og lagt á það áherslu, að stjórnarsam- þykkt sé fyrir áframhaldandi byggð og næsta ríkisstjórn hafi ekki umboð til að rifta því. Per- es sagði jafnan að finna yrði á þessu pólitíska lausn og þá helst í samvinnu við Jórdani. En Vesturbakkinn hefur lotið ísraelum í sautján ár og það verður ekki hlaupið að því að Shimon Peres skrúfa tímann til baka, í öllu tilliti skoðað. Brottflutningur frá Suður- Líbanon mun án efa verða ásteitingarefni. Báðir lýstu að vísu þeim vilja sinum að ísra- elskir hermenn yrðu þar ekki áfram, en það var mikill mun- ur á afstöðu þeirra. Og Shimon Peres vill áreiðanlega ekki bera ábyrgð á því að draga her- menn ísraela frá þessu lands- svæði, ef hægt er að færa að því rök að þar með séu varnir Norður-ísraels að engu orðnar. Þess vegna er fjarska fátt sem bendir til að hægt verði að leysa þann hnút í bráðina. Hvaða úrræði þeir Shamir og Peres hafa í efnahagsmál- um, þar sem verðbólgan er nú um 400 prósent, hefur heldur ekki komið skýrt fram. fsra- elskir þegnar eru þrátt fyrir ömurlegt efnahagsástand ekki reiðubúnir að taka á sig þær byrðar sem þyrfti, að því er fréttaritarar Ekíonomist og fleiri blaða í fsrael hafa sagt og því er vandséð hvernig það mál verður til lykta leitt. Þannig mætti telja lengi og nefna margt og því er nú ver og miður að færri eru þeir sem álíta að stjórn sú, sem kannski er nú að fæðast í ísrael verði til stórræðanna. Það er auðvitað einn plús í þessu: Peres fær forsætisráðherradrauminn uppfylltan. En kannski verður sú uppfylling of dýru verði keypt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.