Morgunblaðið - 09.09.1984, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 09.09.1984, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 1984 Við Jón Páll vorum sammála um að best færi á því að „improvisera“ samtal okkar, en það er hugtak sem mikið er notað meðal jassleikara og þýðir að leika af fíngrum fram. Jón Páll benti mér hins vegar á prýðilegt íslenskt orð yfír þetta hugtak, þ.e. „snarstefjun“, og sagði hann að þetta ágæta orð væri nú að verða tamt í munni jassleikara hér heima og er það vel. Jón Páll Bjarnason, gítarleik- ari, er vel þekktur í íslensku tónlist- arlífí þótt hann hafí dvalið langdvöl- um erlendis. Af og til hefur hann þó skotið upp kollinum í jasstónlistarlíf- inu og þótt hann sé fyrst og fremst jassleikari muna margir eftir honum úr danshljómsveitabransanum hér í eina tíð þegar KK var og hét. í dag, sunnudag, verða jasstónleikar á Hót- el Borg á vegum Jassvakningar og Jassklúbbs Reykjavíkur, sem eru til- einkaðir Jóni Páli og til styrktar námsdvöl hans við hinn þekkta tón- listarskóla í Los Angeles, „Guitar Institute of Technology“. Af því til- efni hittum við Jón Pál að máli og spjölluðum við hann um ýmislegt sem á daga hans hefur drifíð og að vonum snerist samtalið að mestu um jass og dægurtónlist. Jón Pill Bjarnason. (Mynd: Kristján Magnússon.) AÐ FA UTRAS • # FYRIR SKOPUNAR- GÁFUNA Snarstefjað með Jóni Páli Bjarnasyni gítarleikara Viðtal: SVEINN GUÐJÓNSSON „Það kann að þykja undarlegt að maður á mínum aldri skuli vera sestur á skólabekk við nám í gítarleik," segir Jón Páll þegar námið í GIT ber á góma. „Sjálf- ur hefði ég heldur ekki trúað því fyrir nokkrum árum að ég ætti þetta eftir. Það hafði hins vegar lengi blundað í mér að fara fræðilega ofan í jassmúsík, en einhvern veginn varð aldrei úr því. Svo með árunum fannst mér ég vera orðinn of gamall og hef sjálfsagt verið kominn með það sem kallað er „ellikomplex". Þá gerðist það eitt sinn, er ég var staddur hér heima, að ég sá sjónvarpsþátt þar sem talað var við óla Gauk, en hann hafði þá verið við nám í skóla í Los Ang- eles, þar sem hann stúderaði m.a. útsetningar og kvikmynda- tónlist. í þættinum var „Gauk- urinn“ spurður hvort hann væri ekki orðinn helst til gamall til að setjast á skólabekk, en svar hans var eitthvað á þá leið, að menn væru aldrei of gamlir til að læra og ef löngunin og að- stæður væru fyrir hendi væri ekkert nema sjálfsagt að láta það eftir sér. Þetta hafði þau áhrif á mig að ég ákvað að gera eitthvað í málinu og skella mér í þetta nám. Ég fór strax að garfa í þessu og um haustið, þ.e. síð- astliðið haust, var ég kominn út á skólann. Og ég sé alls ekki eft- ir þessu, því þarna hefur opnast fyrir mér nýr heimur." Útvarpstæki fyrir magnara „Ég byrjaði á trommum," sagði Jón Páll þegar ég spurði hann um upphafið að tónlistar- ferlinum. „En trommurnar eru nokkuð háværar og föður mín- um þótti þetta helst til sterk músík, þegar ég var að spila og æfa mig inni í herbergi, á kvöld- in eða jafnvel á nóttunni. Hann gaf mér því gítar, með þeim orð- um að það væri allt í lagi að spila, ef það bara væri ekki alveg svona hátt. Á þessum ár- um notaðist maður við útvarps- tæki sem magnara, þannig að það var ekki mikill hávaði sam- fara gítarspilinu. Tónlistarnám byrjaði ég í undirbúningsdeild Tónlistarskólans. Ég hef þá ver- ið átta eða níu ára, og kennarinn dr. Heins Edelstein, sem sjálfur var cellóleikari, vildi að ég lærði á celló. Það varð til þess að ég fór að læra á celló, en þótt ég yrði aldrei cellóleikari naut ég góðs af þessu tónlistarnámi. Maður fékk þarna góða undir- stöðu. Samhliða þessu tónlistarnámi fékk ég áhuga á jassmúsík og það var eiginlega Anna systir mín, sem kom mér á bragðið. Hún er fjórum árum eldri en ég og var farin að hlusta mikið á jass og besta vinkona hennar var systir Óla Gauks, sem þá var farinn að vekja athygli sem jassleikari. „Gaukurinn" var eiginlega mitt fyrsta „idol“ og uppáhaldsmaður í jassinum. Ég man að ég var mjög hrifinn af tóninum sem hann hafði í gít- arnum og seinna komst ég að því að þetta sérstaka „Gauks- sánd“ var komið frá Charlie Christian, sem talinn er faðir rafmagnsgítarsins, en hann spilaði m.a. með Benny Good- man. Svo fór maður auðvitað að hlusta á alla þessa karla, sem voru þá að koma fram á sjón- arsviðið í jassinum, menn eins og Björn R., Guðmund R., Gunn- ar Ormslev, Jón trompet og Jón bassa, Árna Elvar og fleiri. Hljómsveit Björns R. þótti ákaf- lega merkilegt fyrirbæri á þess- um árum og hafði mikil áhrif á mig. Ég var kominn á kaf í þetta strax sem krakki og Anna systir var mér oft hjálpleg við að kom- ast inn á hljómleika og þannig gróf jassinn um sig í mér. Síðan fór maður sjálfur að spila, fyrst á skóladansæfingum með Árna Scheving, en við spil- uðum mikið saman í byrjun. Til að komast inn í bransann á þessum árum varð maður að taka þátt í „jam-session“ og jassinn var í rauninni eina tón- listin sem gilti. Þetta var áður en rokkið kom. Þegar ég byrjaði svo að spila fyrir alvöru þá lenti ég með þessum körlum, sem ég nefndi áðan og voru mínir „guru“ í tónlistinni. Að spila með þeim var auðvitað besti skóli sem maður gat fengið. Fyrsta „alvöru starfið" sem ég fékk var með Hljómsveit Svav- ars Gests, en auk Svavars voru í þeirri hljómsveit Jón Sigurðsson á trompet, Árni Elvar á píanó, og Bjössi bassi (Sigurbjörn Ing- þórsson). Við spiluðum aðallega í Breiðfirðingabúð og spiluðum jass inn á milli, í hálfgerðri óþökk fólksins. Þó voru margir sem kunnu vel að meta þetta, en við máttum bara ekki taka of mikið af jasslögum í einu. Ég man eftir að þegar við vorum búnir að spila nokkur jasslög sagði Svavar oft: „Jæja, nú verð- um við að taka eitthvað „comm- ercial". Það var í fyrsta skipti sem ég heyrði þetta orð og ég vissi í fyrstu ekki hvað það þýddi. Lengi vel hélt ég að það þýddi „eitthvað leiðinlegt", og það var ekki fyrr en seinna að ég gerði mér grein fyrir að það táknaði „eitthvað sem gengur í fólk,“ eða „söluvara". En þetta sýnir kannski hvar tilfinn- ingarnar lágu í tónlistinni á þessum árum. Starfið var að spila fyrir dansi og jassinn varð maður því að stunda í frístundum, eins og t.d. á „jam-sessionum“. Það má kannski líkja þessu við ljóð- skáld, sem fer út í blaða- mennsku til að hafa ofan í sig og á og lifir á því að skrifa um Hafravatnsrétt og bílveltur, en skrifar svo ljóðin þegar hann kemur heim á kvöldin. En að- stæður eru oft þannig að maður verður að sætta sig við að gera fleira en það sem gaman er. Á þessum árum voru flestar dans- hljómsveitir skipaðar mönnum sem voru fyrst og fremst jass- leikarar. En ég vil þó undirstrika, að með þessu er ég ekki að gera lítið úr danstónlist, eða tónlist sem er vinsæl meðal almenn- ings. Maður verður alltaf að hafa hugfast, að smekkur manna er misjafn, og enginn hefur meiri rétt en annar til að meta hvað er skemmtilegt eða hvað er leiðinlegt. Eins'finnst mér alltaf hæpið þegar verið er að draga menn í dilka eftir hæfileikum. Ef viðkomandi er að gera sitt besta hefur enginn annar rétt á að gera lítið úr hon- um. Það er ekki hægt að segja við menn, sem eru að gera sitt besta, að þetta sé bara „píp“ sem þeir eru að gera. En það er nú eitt með fólkið í okkar ágæta landi, sem er svo hrjóstrugt, að það er svo dómhart. Menn eru alls ekki nógu tillitssamir hver við annan. Með þessu er ég kannski að segja, að allar teg- undir tónlistar hafi einhvern rétt á sér, svo lengi sem einhver nennir að hlusta, og menn eru að þessu af einlægni." Kemst ekki hjá því að nefna KK Ég spyr Jón Pál hvort einhver hljómsveit sé honum minnis- stæðari en önnur frá þessum ár- um? „Það er kannski erfitt að gera þarna upp á milli, en þessi hljómsveit er mér alltaf minn- isstæð vegna þess að þar má segja að ég hafi byrjað í þessum bransa. Einnig get ég nefnt Tríó Gunnars Sveins, sem var ákaf- lega merkilegt tríó vegna óvenjulegrar hljóðfæraskipan- ar, en það samanstóð af víbra- fón, gítar og bassa. í þessari hljómsveit var allt skrifað, nema bara þegar menn brugðu sér í „snarstefjun". Þetta var mjög góður skóli og þarna fékk ég ómetanlega reynslu í nótna- lestri. Ég hafði verið sæmilegur í nótnalestri áður, en eftir veru mína í þessari hljómsveit hef ég aldrei látið mér bregða þótt eitthvað flókið hafi verið lagt fyrir mig. í þessu sambandi má kannski koma fram, að þótt það sé mikill styrkur að vera dugleg- ur í nótnalestri má það ekki ganga svo langt að menn geti ekkert spilað nema að hafa allt skrifað. Það gengur auðvitað ekki heldur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.