Morgunblaðið - 09.09.1984, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 09.09.1984, Blaðsíða 42
46 Þ MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 1984 Vidkun Quisling og María kona hans á heimili sínu í Ósló eftir heimkomuna frá Rússlandi áríð 1929. Quisling eins og hann kemur fram í skjölunum: Fékk bréf frá SS-foringjanum Heinrich Himmler árið 1933 Það var þegar í janúarmánuði árið 1933 — áður en Adolf Hitler komst til valda í Þýskalandi og áður en Vidkun Quisl- ing, sem þá var varnarmálaráðherra í stjórn Bændaflokksins í Noregi, hafði stofnað nasistaflokk sinn — að samband hafði komist á milli SS-foringjans Heinrichs Himmlers og norska fóðurlandssvikarans. í forsendum dauðadómsins yfir Quisling árið 1945 sagði m.a., að það hefði verið valdagræðgi af verstu tegund, sem rekið hefði hann til þess að taka völdin. Nær virðist þó að ætla að hann hafi talið sig knúinn til þess af guðlegri köllun. Á árunum fyrir síðari heimsstyrjöldina var Vidkun Quisl- ing hlunnfarinn í peningamálum, þegar hann var að bera sig til að afla fjár til að halda uppi starfí hins nýja flokks síns, Nasjonal Samling, m.a. með listaverkasölu. orðið pólitískur banabiti varnar- málaráðherrans," skrifar Hans Fredrik Dahl og bætir við, að þá hefði heldur ekkert orðið úr frek- ari stjórnmálaframa Quislings. En bréfið fór aðeins i einkaskjala- safn ráðherrans. Himmler kom ekki til Noregs á þeim tíma, sem tiltekinn hafði verið í bréfi hans. Aðeins nokkr- um vikum eftir að hann sendi það af stað frá höfuðstöðvum þýsku nasistanna í Múnchen, komst Hitler til valda í Þýskalandi. Það var 30. janúar. SS-foringinp fékk þá um annað að hugsa og gleymdi majórnum í Ósló. Bréfið frá Himmler hefur endurvakið gamalt ágreiningsefni um það, hvenær Vidkun Quisling hafi gerst svikari; hvort það hafi verið árið 1933 eða árið 1939, þeg- ar hann fór til Þýskalands á fund Hitlers. Bréfið sannar, hvað sem öðru líður, að Quisling var snemma á ferli sínum kominn í slagtog með þýsku nasistunum. Flest málverkanna reyndust fölsuð Þegar ekkja Quislings lést árið 1980 urðu á ný miklar bollalegg- ingar um málverkasafn það, sem verið hafði í eigu þeirra hjóna. Menn veltu því fyrir sér, hvort málverkin hefðu verið ekta eða svikin. Skjölin, sem nú hafa komið fram, rekja hrakfallasöguna um Heinrich Himmler. Ofangreindar upplýsingar um norska nasistaleiðtogann er að finna í einkaskjalasafni hans, þ.e.a.s. þeim hluta þess, sem ný- lega kom fram f dagsljósið og út- drættir hafa verið birtir úr í Óslóar-blaðinu Dagbladet. Skjölin gefa einkum glögga mynd af per- sónu Quislings, en hafa einnig að geyma upplýsingar, sem valda því, að endurskoöa verður sögu hans. Hefði leitt til stjórnarkreppu Meðal þess athyglisverðasta, sem safn þetta hefur að geyma, er bréf, sem þýski SS-foringinn Himmler sendir Quisling, sem þá gegnir embætti varnarmálaráð- herra Noregs, í janúarmánuði 1933. í bréfinu getur Himmler þess, að hann muni áreiðanlega koma til Óslóar þá um vorið, að hann segist hlakka til þess að eiga fund með Quisling til að „stuðla að var- anlegum tengslum milli okkar, þýskra nasista, og skoðanabræðra okkar í Noregi." Menningarritstjóri Dagbladet, Hans Fredrik Dahl, sem þekktur er fyrir fræðimennsku um nas- ismann í Noregi, hefur kynnt efni skjalasafnsins og fylgt því úr hlaði í blaði sínu. Hann segir m.a. að ef vitnast hefði um bréfið frá Himmler á þessum tíma, hefði það leitt til stjórnarkreppu. Hann ef- ast einnig um, að Quisling hefði þá reynst fært að bjóða sig fram í kosningunum sem fram fóru um haustið. „Hefði bréf þetta lent í annarra höndum en hans eigin, hefði það það, þegar Quisling ætlaði að afla flokki sínum fjár með lista- verkabraski. Flest málverka þeirra hjóna reyndust fölsuð, en þau sem voru ekta, og þar með einhvers virði, lentu í klóm slunginna listaverka- sala, sem plötuðu Quisling og fengu verkin fyrir smánarverð. Eitt þessara verka var „Hollensk fjölskylda" eftir Frants Hals. Rctd)éfuf>rutifl ber (B£>uí$affeltt ■Burau----------------------------- 840*5->7 a. 84041 9>tl4<4Ull(: M4>Wnni| *« •« n «.•.«.«. 888*4«« • »««««*9 r«l* <8 »i«ii*«|: Der ReichsfUbrer-33 Tgb.Nr. M Kíh(...m J. Juuar 19J2. Statsrod Vidkun Quisling, 0 s 1 o Sehr geehrter Herr Minieter I Durch Pg. Pferdekaenper erhielt ioh Jhre Anachrift. Jch hoffe in Laufo des eraten Vierteljahres 1933 eine Roise nach Horwegen nochen zu können und werde 8ie dann bestÍBat in Oslo aufeucher mid aich dort eln paar Tage aufhalten, sodass in ntindlicher /.usspraohe eine dauerhafte Verbindung zwischen uns deutechen Hatlonalsozialisten und sinnesrerwandten Uenschen in Horwogen hergestellt wird. Jch werde mir crlauben, aeine /rtkunft in Oslo rechtzeitig, un- gefdhr 8 Tege voihcr, Bltzuteilen. Jch bin Bit nordischoa Gruss und Heil Hltler 1 Der HeichsfUhrer-SS Jhr sehr ergebener sK&nmítf. Bréf Himmlers er rangt dagsett Dagsetningin á aó vera 3. janúar 1933. Heinrich Himmler, einn mesti bödull nasismans, skrifaði Quisling og bauö honum samvinnu áriö 1933.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.