Morgunblaðið - 09.09.1984, Blaðsíða 40
44
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 1984
Ný mynd í elsta
bíói bæjarins
Kvikmyndír
Olafur M. Jóhannesson
Fjölskyldan sem um getur I myndinni á góðri stundu.
Ný mynd í elsta bíói bæjarins.
Nafn á frummáli:
SHOOT THE MOON
llandrit Bo Goldman.
Framleióandi: Alan Marshall.
Myndatökustjóri: Michael Seresin.
Sýningaretaóur: Nýja Bíó.
Oftastnær finnst mér nú borg-
in okkar líkjast hálfsofandi
skepnu sem mókir malandi, en er
til alls vís, og þær stundir koma
vissulega að hún ris af dvalanum
og sýnir sitt sanna stórborgar-
eðli. Þannig fannst mér hún
verða síðastliðið fimmtudags-
kveld, eins og svart pardusdýr,
sem horfði á mig glitrandi rán-
dýrsaugum í gegnum bílrúðuna í
mynd marglitra bílljósa, sem
köstuðust yfir svartan gljáandi
feldinn og fylltu miðbæinn iðandi
lífi. Það var einsog þetta rándýr
hefði tekið af mér öll völd og leitt
bílinn minn — inn að hjarta
borgarinnar — og þegar loks
stálfákurinn varð haminn við
stöðumælinn, þennan hestastein
nútrhans, leiddi skepnan mig inní
sal elsta starfandi biós landsins,
sem heitir þvi skondna nafni
Nýja Bió. Kannski vissi borgin að
sá er þetta ritar var á sinni
hinstu ferð i bíósal i þeim til-
gangi að skoða þar mynd gagn-
rýnum augum. Hver veit nema
við séum sem fruma i skrokki
dýrsins. Það þekkir allar hugsan-
ir okkar og tilfinningar og þegar
við höfum einu sinni gefist borg-
inni á vald, þá séum við hluti af
hljómfalli hennar og þóknist
henni að breytast úr malandi
heimilisketti í rándýr með brugð-
inn skolt, þá fyllumst við á samri
stundu rándýrseðli. Hver veit?
Slíkar hugsanir sóttu á mig
síðastliðið fimmtudagskveld þeg-
ar ég horfði á nýjustu mynd Nýja
Bíós, ég hafði nefnilega ætlað að
sjá allt aðra kvikmynd, i bíói sem
staðsett er í hinum enda borgar-
innar. En borgin tók mig að
hjarta sínu — svona i tilefni
dagsins. Nú, en svo við vikjum
nokkrum orðum að nýjustu mynd
þessa elsta biós landsins, sem ég
rataði þarna inná i miðbænum
fyrrgreint fimmtudagskveld, þá
nefnist sú á frummálinu Shoot the
Moon. í prógrammi hefir myndin
hlotið heitið Á krossgötum. Mér
finnst allt í lagi að kalla hana
bara Skjótió mánann. Djörf þýð-
ing máski. En einsog lesendur
vita, þá er sá er hér stýrir penna
býsna óhræddur við hið prentaða
orð — þetta hefði aldrei gengið
öðruvísi, skal ég segja ykkur. En
sum sé við köllum nýjustu mynd
Nýja Bíós Skjótió mánann.
I mynd þessari er greint frá
rithöfundi nokkrum George
Dunlap að nafni er Albert Finney
leikur og konu hans Faith er Di-
ane Keaton leikur af sinni al-
kunnu snilld. Hjónin eru i þann
mund að slíta samvistir eftir
fimmtán ára sambúð. En sá bögg-
ull fylgir skammrifi að þau hjón-
in eiga fjórar telpur. Lýsir mynd-
in átökunum innan fjölskyldunn-
ar, þá sú staðreynd er orðin ljós
að heimilisfaðirinn er horfinn á
vit annarrar konu — lambakjöts-
ins margfræga. Allt er þetta svo
sem gott og blessað, því leikur
Finneys er óaðfinnanlegur og
ekki er að kvarta yfir frammi-
stöðu Keatons. Telpurnar njóta
sn máski síður nema sú elsta,
Sandy, er Karen Allen leikur.
Myndataka er einnig til hinnar
mestu prýði og handrit Bo
Goldman fagmannlega unnið.
Samt fannst mér vanta hárs-
breidd uppá að hér ynnist sá list-
ræni sigur sem greinilega var
stefnt að.
Vafalaust eru fjölmargir les-
endur hér á öðru máli, en ég get
ekki að því gert, að mér fannst
mynd þessi eiginlega of listræn
til að þar næðust sannfærandi
tök á þeim hráslagalega veruleika
sem um skyldi fjallað. Og þegar
ég lít svona í kveðjuskyni yfir
þær óendanlega mörgu kvik-
myndir, sem ég hef augum litið
sem forfallinn bíóáhugamaður,
þá verður mér æ betur ljóst, að
það eru ekki ætíð þær myndir
sem státa af fagmannlegastri
kvikmyndatöku eða fullkomnasta
handriti eða styrkustu leikstjórn
sem leysa sálina úr viðjum hvers-
dagsleikans.
Það sem gerir kvikmynd að
kvikmynd er hljómfallið. Að
þessu leyti er hún ekki ólfk borg-
inni sem stundum breytist f rán-
dýr sem hrífur mann á ólíkleg-
ustu staði, innf nýjan heim. Það
er hljómfallió í skrokki dýrsins
sem öllu máli skiptir. Þessi
mjúka áreynslulausa hreyfing,
sem fyrr en varir er orðin sam-
gróin manni sjálfum, uns maður
hverfur á vit hins frumstæða eðl-
is, sem fær mann ti að gleyma
hversdagsleika hins borgaralega
samfélags, sem gerir alla hluti
svo stirðlega og hindrar gjarnan
eðlilegt streymi líkamsvessanna,
þessara frumhvata er knýja afl-
vél sálarinnar á góðri stundu.
Slíkt undur gerist gjarnan þeg-
ar maður upplifir góða bíómynd
einsog til dæmis The Producers
eftir Mel Brooks eða The Fearless
Vampire Killers eftir Polanski, að
ekki sé minnst á Átta börn á einu
árí með Jerry Lewis, svo dæmi
séu tekin af léttara taginu. Eng-
inn getur vitað með vissu hvenær
hömlurnar falla og fugl sálarinn-
ar flýgur út úr búrinu, til móts
við þá „fugla“, er baða út vængj-
unum á hvita tjaldinu. Hláleg
staðreynd, en þannig held ég nú
að þetta sé f pottinn búið, eins og
þeir segja hjá sjónvarpinu, að
mannskepnan sé alltaf að leita á
vit dýrsins f sjálfri sér og það
sem við köllum listaverk séu þau
mannanna verk er bera með sér
dýrseðlið, klætt í þann búning er
vér viðurkennum á hverjum tíma.
Tekið skal fram, að hér er átt við
þá lifandi list er hrærist fyrir
augum fjöldans á hverjum tfma,
en ekki þann listheim sem aðeins
er opinn hinum innvfgðu, rfku og
iðjulausu. Þökk fyrir samfylgdina
um þá tvo heima, er gjarnan
mætast í listinni, ég vona að ég
hafi farið bil beggja f minum fá-
tæklegu skrifum um bfó og leik-
hús.
Afmælisrit
Klemensar Tryggvasonar
Klemens Tryggvason hagstofustjóri verður sjötugur 10. september nk. í tilefni afmælisins
hefur verið ákveðið að gefa út afmælisrit til heiðurs Klemensi. í samráði við Félag
viðskiptafræðinga og hagfræðinga var sett á laggirnar ritnefnd til að annast útgáfuna.
Ritnefnd skipa: Jónas H. Haralz formaður, Bjarni Bragi Jónsson, Gylfi Þ. Gíslason, Ingimar
Jónasson, Jóhannes Nordal, Jón Sigurðsson, ólafur Björnsson, Torfi Ásgeirsson, Tryggvi
Pálsson og Þórður Friðjónsson. Ritnefnd fól Sigurði Snævarr að hafa með höndum efnisrit-
stjórn og gerði útgáfusamning við Almenna bókafélagið.
í afmælisritinu, sem koma mun út í október, verða 23 ritgerðir eftir íslenska og erlenda
hagfræðinga, samtals rúmlega 300 blaðsíður. Auk greina eftir velflesta ritnefndarmenn
skrifa í ritið Brynjólfur Sigurðsson, Gamalíel Sveinsson, Guðmundur K. Magnússon og Tór
Einarsson, Guðni Baldursson, Hallgrímur Snorrason, Haraldur Jóhannsson, Hjalti Krist-
geirsson, Poul Höst-Madsen, Jón Þór Þórhallsson og Jón Zóphoníasson, Ingvar Ohlsson,
Vilhjálmur ólafsson og Þráinn Eggertsson. í ritinu verða greinar um íslenska hagþróun,
íslenska tölfræði (statistik) og hagfræðikenningar.
Fremst í ritinu verður heillaóskalisti (Tabula Gratulatoria) til Klemensar.
Yður er hér með boðin áskrift að ritinu og eruð vinsamlegast beðin um að útfylla og senda
viðfest eyðublað til Almenna bókafélagsins, Austurstræti 18, 101 Reykjavík, eigi síðar en
20. september. Merkið umslagið „Afmælisrit Klemensar Tryggvasonar“. Sendir verða út
póstgíróseðlar og verður ritið sent yður í póstkröfu um hæl. Bókin verður gefin út í tvenns
lags bandi, annars vegar í venjulegu bandi og verður áskriftarverð þeirrar útgáfu 865
krónur. Hins vegar verður gefið út takmarkað upplag í skinnbandi með prentuðum saurblöð-
um og verður áskriftarverð þeirrar útgáfu 1200 kr.
Áskrift að
afmælisriti Klemensar Tryggvasonar
Ég óska eftir aö gerast áskrifandi aö afmælisriti Klemensar Tryggvasonar _
og láta skrá nafn mitt á heillaóskalista _____________________________________________
Ég óska eftir dýrari útgáfunni ( ), ódýrari útgáfunni ( )
(Krosslö vlö þaö sem viö á)
Nafn: ________________________________________________________________________________
-»«-«--
Staöa: --------------------------------------------------—----------------------------
Siml: ..............—-----------
Sendist Almenna bókafélaginu, Austurstræti 18,101 Reykjavík.
NORDIA 84
Dregiö hefur veriö í
aðgöngumiðahapp
drætti norrænu
frímerkjasýningarinnar
NORDIU 84
hjá borgarfógetaembættínu í Reykjavík.
Upp komu eftirtalin númer:
íslenzk frímerki í 100 ár: Nr. A488, A732, A1060,
B54, B358, B394.
10 stk. af hverri frímerkjaörk sýningarinnar (1982,
1983, 1984): Nr. A48, A297, A787, A1821, B246,
B391.
Vinninga má vitja í Frímerkjahúsinu,
Lækjargötu 6A, Reykjavík.
Old boys leikfimi
Garðabæ
Innritun fer fram þriöjudaginn 10. sept. kl.
18.00—19.00 og sunnudaginn 16. sept. kl.
11.00—12.00. Nú er tækifæriö til allrar líkams-
ræktar — þrektæki, heitir pottar og æfingar. Veriö
með frá byrjun. Allir velkomnir.
Uppl. í síma 53066 á innritunartíma.
Ungmennafélagiö Stjarnan.
íþróttahúsiö Ásgaröur Garöabæ.