Morgunblaðið - 09.09.1984, Blaðsíða 54
58
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 1984
FRIDA
— segir fyrrum Abba-söngdísin í einkaviðtali við Morgunblaðið
„Ég hef alveg gefið upp á bátinn
þá tilhugsun að snúa aftur til Sví-
þjóðar. Mér líður svo ágætlega í
Lundúnum. Eftir skilnaðinn við
Benny 1981 fannst mér ég hafa
þörf fyrir að hefja alveg nýtt líf.
Flutti því til Lundúna, þar sem ég
hef búið síðan. Mér líkar lífið
ágætlega núna og er síður en svo á
þeim buxunum að ganga í það
heilaga á ný,“ sagði Anni-Frid
Lyngstad, þekktari undir nafninu
Fria, er Morgunblaðið náði tali af
henni á fimmtudag, þar sem hún
var þá stödd í Stokkhólmi í tengsl-
um við útgáfu nýrrar sólóplötu,
sem er væntanleg allra næstu
daga. Plata hennar verður m.a.
framleidd hér á landi af umboðs-
fyrirtæki Polar Records hér, Skíf-
unni.
Þá sem e.t.v. hafa ekki enn gert
sér grein fyrir því hver Frida er
þegar hér er komið, er rétt að upp-
lýsa hið snarasta. Frida er önnur
söngkvennanna úr ABBA-kvart-
ettnum sænska, sem aflaði sér
heimsfrægðar á árunum
1974—1982. Á þeim tíma komu 11
breiðskífur frá hljómsveitinni, þar
af a.m.k. tvær safnplötur. Vin-
sældir ABBA á þessum árum voru
með ólíkindum og enn þann dag í
dag eimir eftir af þeim hér og þar
þótt nú séu rúm tvö ár liðin frá því
hljómsveitin hætti endanlega
störfum. Álagið innan hennar var
orðið allt of mikið til þess að hægt
væri að ætlast til þess að meðlim-
irnir stæðu undir því. Auk hins
hefðbundna og krefjandi hljóm-
sveitarlífs, sem óhjákvæmilega
fylgir eilífum plötuupptökum og
tónleikaferðum, bættust við fjöl-
skylduerfiðleikar. Ekki aðeins
voru þau Frida og Benny Ander-
son gift heldur og hinn helmingur
flokksins, Agnetha og Björn Ulva-
eus. Að endingu fór það svo að
bæði pörin skildu.
Fædd í Noregi
Ógerningur er annað en að
rekja forsögu sólóferils Fridu ef
viðtalið, sem Morgunblaðið náði
við hana og fylgir hér á eftir, á að
koma að fullum notum. Frida er
nú 39 ára gömul, fædd í Noregi, en
ólst upp í Eskilstuna í Svíþjóð.
Þrettán ára gömul hóf hún að
syngja opinberlega með dans-
hljómsveit í heimabæ sínum en
það var ekki fyrr en 9 árum síðar,
að hún „sló í gegn“ eins og sagt er.
Hún kom þá fram í mjög vinsæl-
um sjónvarpsþætti í sænska sjón-
varpinu og áður en varði var nafn
hennar á allra vörum.
Það var þó ekki fyrr en hún
kynntist Benny Anderson, sem þá
var hljómborðsleikari í hinni vin-
sælu hljómsveit Svía, Hep Stars,
að hjólin tóku að snúast. Benny
hafði þá nýlega hafið samvinnu í
lagasmíðum við Björn Ulvaeus úr
Hootenanny Singers. Þetta var
síðla á sjöunda áratugnum. Þar
kom að því, að þá vantaði söng-
konur til þess að syngja í lögum
sínum og í Ijósi reynslu, sem báðar
eiginkonur þeirra höfðu á þessu
sviði, var þeim valið auðvelt.
Þannig hóf ÁBBA sinn feril, sem
átti eftir að verða einstæður í
sænskri poppsögu og þótt víðar
væri leitað.
Frægðin kom þó ekki eins og
hendi væri veifað. Þeir Björn og
Benny gáfu saman út plötuna
Lycka áður en þær Frida og Agn-
etha urðu varanlegir meðlimir í
hljómsveit, sem síðar fékk nafnið
ABBA. Við nafngiftina voru not-
aðir upphafsstafir þeirra fjögurra
(Anni-Frid, Benny, Björn og Agn-
etha). Frida tók þátt í Eurovis-
ion-söngvakeppninni á eigin spýt-
ur árið 1971 en gekk ekkert allt of
vel.
ABBA slær
í gegn
Stikkan Anderson kom til sög-
unnar. Fyrir fortölur hans lögðu
Björn og Benny áform um að
vinna saman sem dúett á hilluna.
Anderson taldi beim trú um að
það væri á allan hátt vænlegra til
árangurs að tefla fram tveimur
söngkonum og sagði það ekki
spilla fyrir að þær hefðu útlitið
með sér. Því fór svo, að allt var
lagt í sölurnar til þess að afla
ABBA frægðar. Það hafðist ekki
átakalaust. Kvartettinn kom fram
í Eurovision-keppninni fyrir hönd
Svíþjóðar árið 1973 með lagið
„Ring Ring“ en það dugði ekki til.
Árið eftir sló ABBA hins vegar í
gegn þegar keppnin var haldin í
Brighton í Englandi. Talið er
a.m.k. 500 milljónir manna víðs
vegar um Evrópu hafi fylgst með
því þegar sænski kvartettinn lagði
alla að fótum sér með laginu
„Waterloo".
ísinn var brotinn. Venjan er sú,
að sigurvegari í Eurovision-
keppninni á vinsældum að fagna,
a.m.k. í einhvern tíma eftir keppn-
ina án þess það sé nokkur algild
regla. Dæmin hafa einnig sannað
hið gagnstæða. í tilviki ABBA var
um að ræða upphaf mestu sigur-
göngu, sem Eurovision-söngva-
keppnin umdeilda hefur nokkru
sinni getið af sér. Það skipti sköp-
um í vinsældum ABBA, að Banda-
ríkjamenn veittu frama kvartetts-
ins athygli strax í upphafi. Ekki
aðeins náði „Waterloo" toppi
breska vinsældalistans þetta árið
heldur komst það í 6. sæti banda-
ríska listans og það var enn meiri
sigur fyrir hljómsveitina — svo
stór hluti eru Bandaríkin af al-
heimskökunni í popptónlistinni.
Eftir Eurovision-keppnina hófst
gífurleg skipulagsvinna. Tónleika-
ferðir voru farnar hingað og þang-
að með skömmu millibili en ekki
mátti vanrækja plötuupptökur.
Undir st.jórn Stikkan Anderson,
forstjóra Polar Records, hóf
ABBA feril, sem entist í heil átta
ár þrátt fyrir ýmsa erfiðleika,
jafnt innan hljómsveitar sem
utan. Meðlimirnir sögðu síðar í
viðtali, að það hefði eiginlega ekki
verið fyrr en 1977, að þau gerðu
sér það fyllilega ljóst hversu
óhemjumiklum vinsældum hún
átti að fagna. Sveitin fór þá í tón-
leikaferð til Ástralíu í fyrsta sinn
og í Sydney sáu 20.000 manns tón-
leika þeirra eitt kvöldið og hrifn-
ingin var takmarkalitil.
Blómaskeið
Á þeim 8 árum, sem ABBA var í
flokki allra vinsælustu hljóm-
sveita heims, komu út sem fyrr
sagði 11 plötur. Níu laga hljóm-
sveitarinnar náðu þeim áfanga að
komast í efsta sæti breska vin-
sældalistans á þessum árum og sjö
til viðbótar náðu 2.-4. sæti. Að-
eins „Dancing Queen“, sem kom út
1976, náði toppi bandaríska vin-
sældalistans, „Take A, Chance On
Me“ komst í 3. sætið 1978 og
„Winner Takes It All“ komst í 8.
sætið 1980. Þótt ABBA hafi starf-
að allt fram til ársins 1982 var það
um eða upp úr 1980, að örla tók á
minnkandi vinsældum. Síðustu
plöturnar þóttu líka bera þess
merki, að ekki væri sami kraftur í
kvartettnum og áður.
Það kom ekki á óvart þegar
ABBA hætti formlega störfum.
Vandamálin innan fjölskyldunnar
höfðu verið helsta umfjöllunarefni
slúðurdálkanna um langt skeið og
svo fór að lokum að bæði pörin
innan sveitarinnar skildu og hvert
þeirra hélt sína leið. Björn og
Benny eru nú um það bil að ljúka
vinnu við söngleikinn „Chess" í
samvinnu við Tim Rice, annan
höfund stórverksins Jesus Christ
Superstar. Agnetha sendi frá sér
sólóplötu í fyrra, sem hlaut þokka-
legustu móttökur.
Þriðja plata Fríðu
Frida er nú að senda frá sér
sína þriðju sólóplötu. Reyndar
vita flestir ekki betur en hér sé um
aðra sólóplötu hennar að ræða því
hin fyrsta, sem kom út árið 1975
og hét „Frida Ensam“, hvarf al-
gerlega í skuggann af velgengni Á
ABBA. önnur plata
hennar, „Something’s Going
On“ kom svo út 1982 og ÉjKf
seldist í nær 1 milljón
eintaka. Þykir hún af flestum bera
af sólóplötu Agnethu, sem kom út
í fyrra. Phil Collins, höfuðpaur
Genesis, stjórnaði upptökum á
„Something’s Going on“ auk þess
að leika þar á trommur. Sögusagn-
ir voru á kreiki þess efnis, að sam-
band þeirra Collins og Fridu væri
annað og meira en tónlistarlegs
eðlis — bæði voru nýlega skilin
þegar upptökurnar fóru fram —
en Frida neitaði því alfarið í við-
talinu við Morgunblaðið. Hún var
síðan spurð að því hvaða nafn hún
gæfi nýju plötunni.
„Hún heitir Shine og dregur
nafn sitt af titillaginu," svaraði
Frida og hélt svo áfram. „Hún á að
koma út á mánudag (10. septem-1
ber) og ég býst við að hún komi út
svo að segja alls staðar í Evrópu á
sama tíma. Það er aðeins í Frakk-