Morgunblaðið - 09.09.1984, Page 37

Morgunblaðið - 09.09.1984, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 1984 37 Auknmg hjá Arnarflugi FARÞEGAR í millilandaflugi Arnar- flugs í ágústmánuði sl. voru 5.195 talsins, 16% fleiri en í sama mánuði í fyrra. Vöruflutningar jukust einnig, voru rúmar 36 lestir, sem er 64% aukning. Heildarflutningar fyrstu átta mánuði ársins voru mun meiri en á sama tímabili i fyrra. Farþegum fjölgaði um 30%, urðu 20.979 og vöruflutningar jukust um 126%, urðu 300 lestir. Flutningar verða einnig mjög miklir í september og hefur Arnarflug orðið að bæta við mörgum aukaferðum tii að anna eftirspurn. Ákveðið hefur verið að hafa þrjár Amsterdamferðir i viku á komandi vetraráætlun og fjölga þannig um eina ferð á viku frá í fyrra, en farnar voru tvær ferðir í viku á þessari leið. Arnarflug hefur að undanförnu gert samninga um leiguflug með starfsmannahópa til nálægra landa og færist slíkt flug í vöxt. Á næstu vikum verða farnar tvær helgarferðir til Diisseldorf í Vestur-Þýskalandi, tvær helgar- ferðir til Færeyja og ein dagsferð til Narssarssuaq á Grænlandi. Kvennaáratugur Sameinuðu þjóðannæ Margar hugmyndir um þátttöku íslenzkra kvenna Á 4. FUNDI undirbúningshóps um aðgerðir á íslandi vegna loka kvennaáratugs Sameinuðu þjóðanna 1985 var skipuð 5 manna fram- kvæmdanefnd til að annast sam- ræmingu aðgerðanna. Framkvæmdanefndina skipa: Elín Pálsdóttir Flygenring, Jafn- réttisráði; Jóhanna Sigurðardótt- ir, framkvæmdanefnd um launa- mál kvenna; Lára Júlíusdóttir, Starfsmannafélaginu Sókn; María Pétursdóttir, Kvenfélagssambandi Íslands; Sólveig Ólafsdóttir, Kvenréttindafélagi tslands. Fram hafa komið ótal hugmyndir um framlag íslenskra kvenna 1985 og hafa 23 félagasamtök þegar til- nefnt fulltrúa í samstarfsnefnd- ina. Hún mun á næstunni auglýsa fundartíma einstakra starfshópa, sem verða öllum opnir og hvetja sem flestar konur til þátttöku í þessu verkefni. Í samstarfsnefndinni sitja full- trúar eftirtalinna félagasamtaka og nefnda: Jafnréttisráð, Kvenna- listinn, Samtök um kvennaat- hvarf, Málfreyjusamtökin, Starfs- mannafélagið Sókn, Kvennafylk- ing Alþýðubandalagsins, Fram- kvæmdanefnd um launamál kvenna, Samband Alþýðuflokks- kvenna, Kvenfélagasamband Ís- lands, Kvennaframboðið í Reykja- vík, Landssamband framsóknar- kvenna, Landssamband sjálfstæð- iskvenna, Undirbúningsnefnd vegna kvennaáratugsráðstefnu SÞ, Samtök kvenna á vinnumark- aði, Verkakvennafélagið Fram- sókn, Kvenréttindafélag Íslands, Verkakvennafélagið Framtíðin, Menningar- og friðarsamtök ís- lenskra kvenna, Friðarhreyfing ís- lenskra kvenna og Jafnréttis- nefndir Reykjavíkur, Kópavogs, Hafnarfjarðar og Keflavíkur. (FrétUtilk;nniBg.) Boeing 737-þota Arnarflugs flytur hópana, frá 70 og upp í 130 far- þega í ferð. Þetta eru starfsmenn og fjölskyldur þeirra, m.a. frá Landsvirkjun, Bílaborg, Oliufélag- inu, Sveinbirni Runólfssyni bygg- ingameistara o.fl. Arnarflug hefur áður farið slíkar leiguferðir m.a. til Dublin á Irlandi. Atvinnumál á Suðurnesjum: Þenslan ekki hjá íslenskum aðalverktökum VofiB, 7. september. ÞENSLU sem talað hefúr verið um að væri í atvinnumálum á Suðurnesj- um, er ekki að finna hjá íslenskum aðalverktökum. Eins og áður hefur komið fram í Morgunblaðinu hefur 150—160 manns verið sagt upp störfum hjá íslenskum aðalverktökum og und- irverktökum og útlit fyrir fleiri uppsagnir. Islenskir aðalverktakar sjá um nýbyggingaframkvæmdir fyrir varnarliðið og er sú staða fyrir- sjáanleg nú, að flestar eru að kom- ast á lokastig. Frá því uppsagnir hófust hjá fyrirtækinu, hefur staðan ekkert breyst, þar sem eng- ar nýjar framkvæmdir hafa komið til. Miðað við óbreytt ástand, þarf að fækka starfsmönnum i 300 og verða þeir jafnvel færri í desem- bermánuði. Á síðastliðnum 10 ár- um hefur starfsfólk íslenskra að- alverktaka verið fæst 270, en í des- ember sl. 500—550. Keflavíkurflugvöllur: Flugbrautir malbikaðar Vogum, 7. Heptember. AUSTUR-vestur-flugbrautin á Kefla- víkurflugvelli hefur verið opnuð eftir að hafa verið lokuð í rúmlega mánuð vegna malbikunar. Vegna mikilla rigninga í ágústmánuði reyndist ekki unnt að malbika eins mikið af brautinni og ætlað var. Að sögn Andrésar Andréssonar, yfirverkfræðings hjá Islenskum aðalverktökum, var ekki ætlunin að malbika alla austur-vestur- brautina í sumar, heldur ákveðið að malbika ákveðinn hluta, en þvi marki var ekki unnt að ná vegna veðurs, sem hefði hamlað öllum malbikunarframkvæmdum i sumar. Sem dæmi nefndi hann að þrjár fyrstu vikurnar í ágústmán- uði hefði aðeins verið hægt að malbika i tvo daga. Fyrri hluta sumars var norður- suður-flugbrutin malbikuð. Næsta sumar verður svo haldið áfram með malbikun austur-vestur-flug- brautar. Áfram verður unnið við smærri malbikunarframkvæmdir fram eftir hausti, eftir því sem veður leyfir. E.G. Uppstoppun Dýr — Fuglar P.O. Box 7064. Kvöldsími 28405. Reykjavík. I! hHi iMI I verslun Heimilistækja i Sætuni 8 er mesta úrval kæliskápa sem til er á íslandi. Þeir eru allt fra 90 til 600 lítra, 48 til 108 cm á breidd, 52 til 180 cm á hæö, með 1, 2, 3 eöa 4 dyrum. meö eða án frystihóifs, meö hálf* eöa alsjálfvirkri afþyðingu, í ýmsum litum, evropskir og amerískir af gerðunum Philips og Philco. Þú tekur mál af gatinu hjá þér og hefur svo samband við okkur i Sætúni 8. í Hafnarstræti 3 eru einnig fjölmorg sýnishorn af kæliskápaúrvalinu og þar fást líka allar upplýsingar. 11 Heimilistæki hf HAFNARSTRÆTI 3 - 20455- SÆTUNI 8-15655 ' ' ; -f- x '' r.-i. ? <•

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.