Morgunblaðið - 24.10.1984, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.10.1984, Blaðsíða 1
64 SÍÐUR STOFNAÐ 1913 205. tbl. 71. árg. MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 1984 Prentsmiðja Morgunblaðsins Filippseyjar: Herinn stód að morði Aquinos Muila, FUippKTjwn, 23. okliber. AP. FERDINAND Marcos, Filippseyja- Torseti, ákvað í dag að sekja til saka hershöfðingja f flughernum og sex hermenn aðra fyrir aðild að morðinu á Benigno Aquino, leiðtoga stjórnar- andstöðunnar í landinu. Gerði hann það eftir að út kom sérálit formanns nefndarinnar. sem rannsakaði morð- ið, en þar voru þessir menn nefndir til. Meirihluti nefndarinnar mun gefa út annað álit á morgun, miðvikudag, og verður þar getið enn fleiri samsær- ismanna. Rannsóknarnefndin, sem var skipuð fimm mönnum, klofnaði og var formaður hennar einn um álit- ið, sem gert var opinbert í dag. Hin- ir fjórir segja samsærið miklu um- fangsmeira en fram kemur hjá formanninum og saka t.d. forseta herráðsins, Fabian C. Ver, hers- höfðingja, um aðild að því. Er búist við áliti meirihlutans á morgun, miðvikudag. Þrátt fyrir klofninginn í nefnd- inni lét Marcos, forseti, sem álit formannsins, frú Corazon Agrava, væri nefndarinnar allrar og fyrir- skipaði málssókn gegn mönnunum sjö. f skýrslu Agrava segir ekkert um tilganginn með morðinu á Aqu- ino og hún tekur sérstaklega fram, Aquino Marcos að Ver, forseti herráðsins og ætt- ingi Marcosar, hafi hvergi komið nærri. í ávarpi, sem sjónvarpað var um allt landið i dag, sagði Marcos, að stjórnin ætlaði að leiða þetta mál til lykta og að ekkert yrði und- an dregið. Stjórnarandstæðingar segjast engan trúnað á það leggja en ætla að bíða með frekari yfirlýs- ingar þar til skýrsla meirihluta nefndarinnar kemur út. Bandaríkin: Leyndarmál á lágu veröi WMhinglon, 23. október. AP. f minjagripaverslun bandarísku geimferðastofnunarinnar, NASA, eru seld umslög með nákvæmum uppdráttum og jafnvel dulnefni mjög leyniiegs verkefnis, sem unnið er af bandaríska sjóhern- um. Segir frá þessu í síðasta hefti af bandaríska tímaritinu „Avia- tion Week And Space Techno- logy“. f tímaritinu segir, að á um- slögunum, sem seld eru í minja- gripaversluninni og kosta einn dal stykkið, séu nákvæmir upp- drættir af Whitecloud-gervi- hnettinum, móðurhnetti og þremur minni, sem geta skilist að og fylgst með víðáttumiklu landi og hafsvæðum. Hafa blað- amenn timaritsins það eftir embættismönnum, að þetta verkefni sé svo leynilegt, að ekki megi einu sinni nefna það á nafn í símtölum. Talið er, að White- cloud-hnötturinn fylgist með skipaferðum Sovétmanna. A umslögunum stendur skýr- um stöfum „Whitecloud-gervi- hnötturinn" og ennfremur: „Smíðaður í rannsóknastofum sjóhersins — búinn tækjum til að finna ratsjárgeisla frá skip- um og fjarskipti." AP Reagan í bjarnarfaðmi Öðum fer nú að styttast í forsetakosningarnar í Bandaríkjunum sem fram fara 4. nóvember nk. Frambjóðendurnir, þeir Ronald Reagan, forseti, og Walter Mondale, fara dagfari og náttfari um landið þvert og endilangt og var þessi mynd tekin þegar Reagan kom til bæjarins Medford í Oregon. Þar fagnaði honum mikill „björn“ en síðan flutti Reagan ræðu á nærri 20.000 manna útifundi. Midstjórnarfundur sovéska kommúnistaflokksins: Átak boðað til að brauðfæða bióðin ia jl Mmkvu, 23. okt&ber. AP. KONSTANTIN Chernenko, forseti Sovétríkjanna, flutti aðalræðuna á miðstjórnarfundi sovéska kommún- istaflokksins, sem hófst í dag. Snerist hún um landbúnaðarmil og sagði hann, að ef Sovétmenn ættu að geta brauðfætt sig yrðu þeir að brjóta mik- ið nýtt land til ræktunar. Opinberir fjölmiðlar sögðu einnig frá ræðu Nik- olais Tikhonovs, forsætisráðherra, en minntust ekki á Mikhail Gorbachev, sem talinn er ganga Chernenko næst- ur að völdum og hefur einkum farið með landbúnaðarmál. Vestrænir sérfræðingar hafa ver- ið með vangaveltur um, að á fundin- um myndi Gorbachev losa sig við landbúnaðarmálin til að geta sinnt efnahagsmálunum almennt en hann er sagður standa engum að baki i valdakerfinu nema Chern- enko og oft nefndur sem hugsanleg- ur eftirmaður hans. Fjölmiðlar hafa þó ekki getið hans að neinu i sambandi við miðstjórnarfundinn. í ræðu sinni sagði Chernenko, að stefnt væri að því að auka ræktar- land í Sovétríkjunum um 50% á skömmum tíma og tvöfalda korn- uppskeruna. Vestrænn sérfræðing- ur í sovéskum landbúnaði segir þessa miklu áherslu á nýtt ræktar- land koma á óvart þvi að jafnvel i Sovétríkjunum hafi fjölmiðlar gagnrýnt harðlega stöðuga út- Konstantin Chernenko þenslu nýræktar, sem siðan sé ekki sinnt sem skyldi og gefi þvi lltið af sér. í ræðu Tikhonovs kom fram, að frá árinu 1966 hefði 134 milljörðum dollara verið varið til nýræktar- mála í Sovétríkjunum. Bretland: Vonir vakna í kola- verkfalli Ijondoo, 23. okt&ber. AP. BRESKIR kolanámamenn, sem eru í verkfalli, féllust í dag óvænt á að eiga á fimmtudag nýj- ar viðræður við stjórn ríkiskola- félagsins. Viðræður fóru f dag fram við Félag námaverkstjóra en þeir hafa hótað verkfalli frá nk. fimmtudegi. Tóku ýmsir frammámanna breska verkalýðs- sambandsins þátt í þeim. Viðræðurnar á morgun munu fara fram fyrir milli- göngu sáttanefndar og eru bundnar nokkrar vonir við, að einhver árangur verði af þeim. Er það ekki síst fyrir þá sök, að ýmsir leiðtogar TUC, breska verkalýðssambandsins, verða með í þeim en talið er, að þrátt fyrir yfirlýstan stuðning við verkfallsmenn sé þeim farið að leiðast þófið i deilunni. Verk- fallið hófst 12. mars þegar ákveðið var að hætta rekstri 20 náma, sem mikið tap var á. Verkstjórar í kolanámunum hafa boðað verkfall frá nk. fimmtudegi og segjast gera það til að mótmæla lokun námanna fyrrnefndu og einnig, sem mun vera aðalástæðan, vegna þess, að kolanámastjórnin hætti að greiða þeim verkstjórum laun, sem ekki vilja mæta þegar verkfallsverðir eru við nám- urnar. Ef kemur til verkfalls námaverkstjóra stöðvast allur kolagröftur í Bretlandi og rafmagnsskömmtun þá á næsta leiti. Ogarkov fær nýtt embætti LondoD, 23. okt&ber. AP. NIKOLAI Ogarkov, marskálkur, sem var látinn víkja sem forseti sov- éska herráðsins í síðasta mánuói, hefur verið skipaður æðsti yfirmaður sovéska heraflans á vesturvængn- um, þeim, sem veit að Vestur-Evr- ópu. Var þessu í dag haldið fram í breska herfræðiritinu „Jane's De- fen.se Weekly“. Yossef Bodansky, sérfræðingur I sovéskum málefnum og ráðgjafi Bandaríkjastjórnar, segir i „Jan- e’s Defense", að Ogarkov hafi ver- ið tilnefndur í stöðuna 7. septem- ber sl., deginum eftir að hann var að sögn lækkaður i tign, og að hér sé um að ræða mesta ábyrgðar- starf sovésks hershöfðingja við eiginlega herstjórn. Segir Bo- dansky, að ef til átaka komi muni það verða Ogarkov, sem ákveði hvort beita skuli kjarnorkuvopn- um gegn Vesturlöndum. Eins og kunnugt er var það Ogarkov, sem ákvað að skjóta niður suður-kór- esku farþegaþotuna með 269 manns innanborðs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.